Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.1999, Side 18

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.1999, Side 18
26 MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 1999 Sviðsljós Ofurfyrirsætan og markvörðurinn: Bíða spennt eftir fæðingu dóttur Sophie reið vegna ásakana fjölmiðla Sophie, greifynja af Wessex og eiginkona Játvarðar prins, er reið vegna ásakana fjölmiðla umað hún noti tengsl sín við bresku konungsfjölskylduna al- mannatengslafyrirtæki sínu til framdráttar. Meðeigandi Sophie að fyrirtækinu, Murray Harkin, sagði í sjónvarpsviðtali að Sophie hefði skýrt frá því að hún myndi ekki semja við viðskipta- vini sem ætluðu að hagnast á stöðu hennar. Franski markvörðurinn Fabien Barthez og ofurfyrirsætan Linda Evangelista eiga von á dóttur í febrúar, að því er erlend slúðurblöð greina frás. Fabien, sem er 28 ára, og Linda, sem er 34 ára, hittust á næturklúbbnum Pigeonnier í St. Tropez í júlí í fyrra þegar hann var að halda upp á sigurinn í heimsmeistarkeppninni í fótbolta. Evangelista var þá nýbúin að slíta sambandi sínu við leikarann Kyle Maclachlan. Fabien og Linda hafa siðan verið eitt frægasta par Evrópu og Lindu líður svo vel í Monakó að Barthez hefur meðal annars afþakkað spennandi tilboð frá Manchester United. Hann vill vera áfram í skattaparadísinni vegna þess að Lindu líður vel þar. Og gárungarnir segja að nú feti Barthez í fótspor fótboltakappans Linda og Fabien hittust í júlí í fyrra. Þau eiga von á dóttur í febrúar. Davids Beckhams þar sem hann eigi von á barni með einni af eftirsóttustu konum heims. Beckham eignaðist fyrr á árinu barn með eiginkonu sinni, Kryddpíunni Victoriu Adams. Linda á að hafa sagt vinum sínum fyrr i þessum mánuði frá því að hún vissi þegar hvers kyns bamið væri sem hún gengi með. Hún gat ekki stillt sig um að segja frá því að hún ætti von á stúlkubarni. Og Fabien mun hafa orðið himinlifandi. Hinir verðandi foreldrar búa í húsi í Roquebrune-Cap Martin rétt við Mónakó. Linda og Fabien fengu reyndar óskemmtilega heimsókn í upphafi ágústmánaðar. Þjófar höfðu á brott með sér skartgripi að andvirði 10 milljóna islenskra króna, tölvu og farsíma. Á meðan sváfu Linda og Fabien vært á efri hæð hússins sem ekkert viðvörunarkerfi var í. Elísabet setur Camillu í bann Elísabet Englandsdrottning hefur ákveðið að ástkona Karls prins, Camilla Parker Bowles, fái ekki að taka þátt í athöfnum undir þaki drottningar, að þvi er æsifréttablaðið Sunday Express skrifar. Drottningin á einnig að hafa tjáð Karli að bannið gildi um alla framtið. Sunday Express segir bannið gilda í Bucking- hamhöll, Windsorkastala og Hol- yroodhöll í Edinborg. BORGARSKIFULAG REYKJAVIKUR BORGARTÚN 3 • 105 REYKJAVlK • SlMI 563 2340 • MYNDSENDIR 562 3219 Auglýsing um breytingar á deiliskipulagi í Reykjavík Víðidalur, dýraspítali í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 er hér með auglýst til kynningar tillaga að breytingu á deiliskipulagi í Víðidal, hvað varðar lóð dýraspítalans. Breyting verði á mörkum lóðar og staðsetningu byggingarreits. Borgartún 19, nýbygging í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 er hér með auglýst til kynningar tillaga að breytingu á deiliskipulagi við Borgartún, hvað varðar lóðina Borgartún 19. Tillaga er um að reisa skrifstofuhús á lóðinni, þriggja hæða með inndreginni þakhæð ásamt tveggja hæða bílgeymslu í mön við Sætún, en rífa hús sem fyrir er. Tillögurnar liggja frammi í sal Borgarskipulags og Byggingarfulltrúa í Borgartúni 3,1. hæð, virka daga kl. 10:00 til 16:00 frá 22. september til 20. október 1999. Ábendingum og athugasemdum skal skila skriflega til Borgarskipulags Reykjavíkur fyrir 3. nóvember 1999. Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkja tillögurnar. _ Italska stórstjarnan Sophia Loren hélt upp á 65 ára afmæli sitt í Miinchen í Þýskalandi á mánudag og brá sér í leikhús til að horfa á söngleikinn Koppafeiti. Sophia var létt í skapi og glæsilegri en nokkru sinni fyrr. Sophia Loren orðin 65 ára: Sem hvert annað starf að vera stórstjarna Trúi því hver sem vill. ítalska kvikmyndaleikkonan Sophia Loren varð 65 ára á mánudag og gerði sér ekki neinn stóran dagamun af því tilefni. Hún lýsti því þó yfir að það væri bara rétt eins og hvert annað starf að vera stórstjama. Ekki var að heyra á henni að hún hygðist draga sig í hlé í bráð. „Það er bara eins og hvert annað starf að vera díva,“ sagði Loren í viðtali við italska dagblaðið La Repubblica á mánudag. „Þegar mað- ur fer heim er það ósköp ámóta og að fara heim af skrifstofunni." Ekki er ofsögum sagt að Sophia Loren sé lifandi tákn italskrar menningar síðustu áratuga. Hún hefur lifað af marga helstu kvik- myndaforkólfa Ítalíu eftirstriðsár- anna, menn eins og leikstjórana Federico Fellini og Vittorio De Sica og stórleikarann Marcello Mastroi- anni. Italskir fjölmiðlar voru mjög upp- teknir af afmæli leikkonunnar, enda kannski ekki ástæða til að hampa mörgu í ítölsku kvikmynda- lífi um þessar mundir. En hún Sophia blivur. Nicholson og Lara Flynn par Það vakti athygli þegar Jack Nicholson og Lara Flynn Boyle, sem lék í sjónvarpsþáttaröðinni Tví- drangar, komu saman til Emmy- verðlaunaafhendingarinnar í Bandarikjunum. Nú skrifa netútgáf- ur bandarískra fjölmiðla að Jack og Lara séu ekki bara nánir vinir. Samkvæmt Daily News eru þau kærustupar og hafa verið það síðan snemma i sumar. Það var við Emmy-verðlaunaaf- hendinguna sem þau sýndu sig fyrst saman opinberlega. En Jack Nichol- son var ekkert sérstaklega vingjam- legur við forvitna blaðamenn og ljósmyndara. Að verðlaunaafhend- ingunni lokinni flýtti hann sér ásamt ungu kærustunni sinni út um bakdyr í límósínu sem beið þeirra. Þau hefðu getað tekið þátt í sigur- hátíð ánægðra starfsfélaga Lauru. Hún leikur nefnilega í mynda- flokknum The Practice sem varð verðlaunaðm-: En samkvæmt Daily News kusu Linda og Jack að eyða kvöldinu heima í ró og næði út af fyrir sig. Heimildir Daily News segja að Lara og Jack búi ekki saman. Sam- band þeirra hefur þróast smátt og smátt og nú er það komið á það stig að þau vilja láta sjá sig saman. Ýmsir velta því nú fyrir sér hvaða ráðum gamlingjar eins og Jack og Michael Douglas, sem er með Catherine Zeta-Jones, beiti til að krækja í ungar konur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.