Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1999, Page 29

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1999, Page 29
DV LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 1999 sviðsljós 29 Bráðaástavírus Það ætlar enginn endir að verða á framhaldssögunni um ástamál söngkon- unnar Shaniu Twain. Núna er hún aftur komin í samkrull með gamla kærastan- um úr þorpinu heima og jafnvel útlit fyr- ir að hún stefni að skilnaði við framleið- anda sinn, Mutt Lange. Allt ruglið byijaði þegar hún hélt tón- leika í heimabæ sínum. Þangað mætti gamall kærasti, Paul Bolduc, ásamt kær- ustu sinni Judy Demers. Kærastan sneri ein heim eftir tónleikana, í tárafióði, en Paul dvaldi hjá Shaniu alla nóttina. Næsta dag sagði Paul kærustunni að sambandi þeirra væri lokið, jafnvel þótt hún væri nýkomin af fæðingardeildinni með annað harn þeirra. Ættingjar Judy • hafa sagt fjölmiðlum frá því að Paul hafi komið heim daginn eftir tónleik- ana, sagt henni að Shania vildi fá hann aftur og að hann ætlaði sér sko að fylgja henni. Síðan var hann munstraður upp í stöðu einkabílstjóra Shönju. Annað hvort er þessi söngpípa tík eða þjáist af einhvers konar bráðaásta- vírus. Hvað veit maður? Glöggskyggnin klikkar Eymingja Roseanne. Vinsældir blað- urþáttarins sem hún stjórnar dvína jafnt og þétt og allt útlit fyrir að hún sé við það að missa móðinn. í örvænt- ingu sinni hefur hún gripið til þess ráðs að ráðast á gesti þáttarins í stað þess að spjalla við þá. Marilyn Martinez, fyrrverandi samstarfskona gamanleikkonunnar, var nýlega boðið að vera gestur þáttarins en ekki var langt liðið á upptökuna þegar Ros- eanne réðst á Marilyn og reyndi að kyrkja hana. Það kom í ljós að Roseanne er sann- færð um að Marilyn hafi átt í ástar- sambandi við fyrsta eiginmann henn- ar, Bill Pentland. Manngrey sem er í forsvari fyrir Roseanne heldur því fram að hún hafi ekki ráðist á Mari- lyn, en bætir því við að engin áform séu uppi um að sýna þáttinn. Þar gæti verið ástæðan fyrir því hvað þátturinn hefur lélegt áhorf: Ros- eanne áttar sig ekki á áhorfssprengju þótt hún standi með hana í hönd- unum. Glöggskyggnin eitthvað að klikka. Mamma mesti óvinurinn Jennifer Aniston hefur slitið öll- um samskiptum við mömmu sína og nú hefur móðirin, Nancy, opnað sig og lýst því yfir að krísan á milli þeirra stafi af misskilningi. Nancy sem er baráttumanneskja fyrir Waldorf kennsluaðferðunum, segir allt vesenið hafa byrjað þegar hún var fengin í sjónvarpsviðtal til að ræða það hugðarefni sitt og gerði framleiðendum þáttarins skýra grein fyrir því að hún myndi ekki undir nokkrum kringumstæðum tala um dóttur sína og hennar líf. Engu að síður missti sú gamla út úr sér setningar hér og þar í þættin- um, sem framleiðendurnir klipptu síðan og röðuðu saman og sendu út undir myndum af stjömunni, dóttur konunnar og auglýstu upp sem „ex- klúsívt" viðtal - um Jennifer. Það var aldrei minnst á Waldorf aðferð- ina. Síðan hefur dóttirin ekki talað við hana. En til þess að gæta sannmælis, þá hefur Nancy nýlega skrifað hók þar sem hún tinir til hvert smáatriði í lífi Jennifer, uppeldi hennar og ást- arsamböndum. Varla rétta leiðin til þess að ná sáttum. Örlítið dýr afglöp í nýjustu mynd sinnni, „The Muse,“ leik- ur Sharon Stone gyðju sem svífst einskis til þess að ná fram vilja sínum. En á dögunum toppaði raunveruleikinn hvíta tjaldið þegar stjaman týndi forláta demantshring í hót- elsundlaug í Beverly Hills. Skiljanlega varð Sharon frávita af ótta um að hringurinn væri henni glataður að eilífu og heimtaði að laugin yrði tæmd og lét heilan flokk manna skafa botninn til að leita að þessum dýra skartgrip. Öllum kröfum hennar var hlýtt samstundis og skilyrðislaust en allt kom fyr- ir ekki. Hringurinn var hvergi sjáanlegur. Það var dauf stjarna sem skussaðist upp á hótelherbergið sitt, en um leið og hún gekk inn um dyrnar þar, rak hún augun í hringinn góða sem geislaði og glitraði á náttborðinu. Sharon sýndi þó þann drengskap að láta framkvæmdastjórann vita af þessum glöp- um sínum og baðst afsökunar á því að hafa valdið slíkum usla. Ekki nóg með það, heldur sentist hún aftur út, fann mennina sem höfðu tæmt og þuklað alla laugina og gaf þeim fimm þúsund kali hverjum í þjórfé fyrir að leita að hring sem ekki var týndur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.