Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1999, Síða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1999, Síða 36
48 formúla 1 LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 1999 Nurburqrinq Evrópski Formúla 1 kappaksturinn 14. keppni 26. September 1999 Lengd brautar: 4.556 km Eknir hringir: 67 hringir Keppnislengd: 305.252 km Eínkenni brautar: NUrburgring brautin á sér mikla sögu, en hefur aðeins veriö notuö síöastliðin 4 ár í F1 eftir langt hlé. 56 metra hæöarmismunur er í brautinni sem krefst mikillar nák- væmni f uppsentingu bilanna sem verða mjög undirstýrðir í begjum. Verðlaunapallur'98 0 Mika Hákkínen (McLaren-Mercedes) 0 Míchael Schumacher (Ferrari) 0 David Coulthard (McLaren-Mercedes) Útsending RÚV Sunnudagurkl 11:30 Brautarmet: Hraðasti hrinoun H.-H. Frentzen 1997 fyrirWilliams-Renault á 1mfn 18.805sek. Tvenn alvarleg mistök á árinu: Þrautaganga Hakkinens - lið hans hefur tapað 48 dýrmætum stigum með mistökum og bilunum Leið Mika Hákkinens til að verja heims- meistaratitlinn ætlar að verða þymum stráð. Sem stendur er hann efstur í stigakeppni öku- manna, ásamt Eddie Irvine, með sextíu stig sem er afar slakur árangur ef litið er til þess að hann ekur á yfirburðabil sem er útbúinn aflmestu vélinni og aðalkeppinautur hans framan af, Michael Schumacher, hefur ekki verið með síðustu sex keppnir. Eftir að Ferr- ari-stjaman fótbrotnaöi á Silverstone leit allt út fyrir einsteftiu heims- meistarans annað árið í röð. En allt of oft hafa hlutir farið á verri veg en búist var við og í fjarveru Schumachers hefur Hákkinen aðeins unnið eina keppni. Það hefur ým- islegt farið úr- skeiðis hjá Hákkinen og liði hans McLaren og öllum að óvömm hefur hann sjálfur gert tvenn alvarleg mistök það sem af er ári. Liðið hefur tapað fjórum „örugg- um“ sigrum með mistökum og bilunum. Þetta hefúr gert það að verkum að Eddie Irvine, sem tók við forystuhlut- verki Ferrari af Schumacher, hefur náð að halda i við Finnann og era þeir jafnir að stigum. Það er einungis lélegu gengi Ferrari undanfamar þrjár keppnir að þakka að Hákkinen er enn jafn Ir- vine. Því frá því á Hocken- heim, þegar Ferrari sigr- aði 1-2, hefur írinn aðeins halað inn átta stig á móti sextán hjá Hákkinen. En á meðan hvoragt toppliðið er að skila fullum árangri hefur bæst við nýr jaxl í titilsbaráttuna, Heinz H. Frentzen sem hefur hægt og bítandi malað inn stig í allt sumar og er nú, eftir fræki- legan sigur á Monza fyrir hálfum mánuði síðan, kominn með raunhæfa möguleika á að slá út hina tvo. Irvine er líklegri til að láta í minni pokann fyrir Fentzen en Jordan-liðið hefur verið á geysilegri uppleið og sló út Ferr- ari á heimavelli eins og í Belgiu þar sem Frentzen lauk keppni í þriðja sæti. En hvað er að gerast hjá Hakkinen? í síðustu keppni sáum við þegar hinn svell- kaldi Ismaður, eins og hann er oft kallaður, setti í vitlausan gír sem hafði þær afleiðingar að hann tapaði „öruggum" sigri. Eftir það missti hann algerlega stjóm á skapi sínu og skömmu síðar sást til hans volandi úti í skógi. í Belgíu neitaði hann að taka í hönd Coulthards félaga síns eftir að Coulthard hafði sigrað hann í fyrstu beygju keppninnar. Það er greinilegt að álagið á heimsmeistaran- um núverandi er geysilegt og spuming hvort hann þoli álagið sem fylgir því að verja titil- inn. Því nú finnur hann að stuðningur við hann innan liðsins er ekki eins og hann bjóst við eftir að David Coulthard „fékk“ að sigra á SPA og Ron Dennis stóð með Skotanum og lýsti yfir mistökum hjá Hákkinen þegar félag- amir rákust saman eftir ræsinguna. Mika hefur verið hjá McLaren síðan árið 1993 og varð mjög náinn Ron, keppnisstjóra liðsins, eftir alvarlegt slys í lok ársins ‘95. En nú á Coulthard einnig góða möguleika á að blanda sér í titilbaráttuna og kemur það eflaust til með að auka álagið á Hákkinen ef hann finn- ur að Ron sé að etja Coulthard móti honum í titilvöminni. Ron Dennis er kannski að taka hann undan vemdarvæng sinum og fyrir vik- ið er Hákkinen að bugast. Það á þó eftir að koma í ljós um þessa helgi hvort McLaren-liðið fómar Coulthard fyrir velgengni Hákkinen í stigabaráttunni og noti Skotann sem varnarvegg gegn árásum Frentzens og Irvines. McLaren-bíllinn er án nokkurs vafa hraðskreiðasti bíllinn í For- múlu 1 í dag og hefur Finninn verið betri að- ilinn í liðinu yfir allt tímabilið. Hann hefur verið ósnertanlegur í tímatökum og hefur tækifæri til að jafna met Nigels Mansells sem var 14 sinnum á fremsta rásstað á einu keppn- istímabili og yrði hann verðugur meistari. En aðeins fjórir sigrar eftir að hafa ræst 11 sinn- um á fremsta rásstað segja allt um árangur Hákkinens í ár. Titillinn sem virtist í sjón- máli um leið og Schumacher skall á veggnum í Englandi er langt í frá öraggur á hillu Mika Hákkinens annað árið í röð. -ÓSG Glapasaga ársins Ástralía: -10 Mika Hakkinen byrjaði tímabilið vel og kom sér á fremsta rásstað, í forystu verður hann að hætta vegna bilunar í bensíngjöf. Brasilía: Hakkinen sigrar eftir að hafa fallið niður i þriðja sæti eftir vandræði í gírskiptingu. San Marino: -10/20 Eftir að hafa leitt keppnina fyrstu 17 hring- ina gerir Hakkinen ökumannsmistök og missir McLaren bíl sinn út úr beygju og lendir á vegg. Monte Carlo: - 6/26 Ræsir af fremsta rásstað en missir Michael Schumacher fram fyrir sig og á ekkert í hann. Ekur í olíu og missir Eddie Irvine í annað sætið. Lýkur keppni í 3. sæti. Spánn: McLaren Mercedes ræður ríkum og sýnir sitt rétta andlit. Hákkinen og Coulthard ljúka keppni í 1. og 2. sæti. Kanada: Finninn tínir upp sigur sem Michael Schumacher klúðrar með þvi að keyra á vegg. Eina skiptið sem Hákkinen græðir á óföram annarra. Frakkland: -4 / 30 Ræsir í 14. sæti og sýnir snilldartilþrif í úr- hellisrigningu en snýr bílnum á flughálli brautinni við framúrakstur og tapar nærri öraggum sigri. Lýkur keppni í 2. sæti. Bretland: -10/40 Hakkinen ræsti á fremsta rásstað við hlið Michaels Schumacher sem á fyrsta hring missir bremsur og ekur á vegg með þeim af- leiðingum að hann er frá keppni og hefur ekki enn látið sjá sig síðan. Eftir að hafa leitt keppnina öragglega sá Hákkinen fram á auðan sjó en missti afturdekk af bilnum vegna mistaka hjá viðgerðarliði. Austurríki: -6/46 Coulthard gerir sér lítið fyrir og ekur í hlið félaga síns sem var í forystu þegar þeir era að fara í aðra beygju keppninnar. Hákkinen lendir út af og verður síðastur. Eftir feiki- lega baráttu lýkur hann keppni í 3. sæti. Þýskaland: -10/56 Ólukku Hákkinen er langt frá því lokið þeg- ar Mercedes er á heimavelli því eftir við- gerðarhlé þegar hann leiðir keppnina öragg- lega hvellspringur afturhjólbarði með þeim afleiðingum að hann endar utan brautar á nærri 300 km/h. Ungverjaland: Loksins er löngu óheillatímabili lokið og Hákkinen skilar inn fyrsta sigri sínum frá því i Kanada. Coulthard lýkur keppni í 2. sæti og undirstrikar getu McLarens. Belgía: -4/62 Hákkinen hikar í ræsingu og Coulthard nær að smeygja sér frarn fyrir hann. Þeir rekast saman 1 fyrstu beygju og litlu munar að illa fari. Hákkinen fær ekki hjálp frá liðinu og Coulthard sigrar, Hákkinen hafnar í 2. sæti. Ítalía:-10/72 í ellefta sinn ræsir Hákkinen fremstur og kemst örugglega af stað og nær góðu forskoti. Þegar keppnislið hans sendir honum skipun um að bæta í hraðann gerir hann sín önnur stóru mistök á tímabilinu og setur í fyrsta gír í stað annars. Hákkiften missir stjórn á bílnum og lendir utan brautar með dauða vél. Stýrið er fokið úr bílnum áður en hann staðnæmist og þessi ungi geðþekki Finni missir stjóm á skapi sínu og fleygir af sér hönskum og hjálmi. Eftir að hafa ekið á besta bíl Formúlu 1 móts- ins 1999 er hann aðeins búinn að sigra í fjór- gang. Og hann veit að það er ekki ásættanlegt. En hann hefur að misst af tveimur sigrum fyr- ir eigin mistök og verið rændur sigri í fjögur skipti vegna mistaka viðgerðarmanna, bilana og áreksturs Davids Coulthards. Er það nema von að maðurinn brotni niður, og gráti. Ef reiknuð eru töpuð stig fyrir hvert það sæti sem hann hefur tapað af rásmarki og þá sigra sem Hakkinen hefur misst, þá sýnir þessi grófi útreikningur að ef allt hefði gengið upp, sem aldrei gerir, væri hann kominn langt yfir 100 stiga múrinn. -ÓSG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.