Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1999, Qupperneq 45

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1999, Qupperneq 45
LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 1999 57 Fjör í Fly Bus-rútunni: Ungversk gúllassúpa í þjóðhátíðarrigningu Dagur heilags Stefáns 20. ágúst líkist 17. júní, degi Jóns Sigurðsson- ar, að þvi leytinu til að himingáttirn- ar eiga það til að opnast, það rignir lungann úr deginum yflr prúðbúna Ungverja í hátíðarskapi og íslend- inga að háma í sig ungverska gúllas- súpu. Þjóðhátíðardagar láta ekki að sér hæða. Fyrsti heili dagurinn hjá íslenskum ferðahópi í Búdapest er blautur en skemmtilegur. Kvöldið áður höfðu menn borðað veislumat og ærst í takt við heita og hraða sar- dastónlist. Þjóðhátíðardagur Ungverja fer ekki í vaskinn, í þvi landi hefur regnhlífin verið fundin upp. Þetta er annar tveggja daga í 14 daga reisu fjörutíu íslenskra ferðalanga um gömul kommúnistalönd sem rignir á mannskapinn. Á ferð um sæluríkin í það minnsta tveir íslenskir hóp- ar eru að skoða sig um á þessmn slóðmn, bændaferð og svo hópur Úr- vals-Útsýnar undir stjóm hins gal- vaska, prúðmannlega og uppátektar- sama Friðriks Friðrikssonar sál- fræðings. ÚÚ-hersingin brunar helj- arstóran hring um flmm lönd á rútu- bíl sem Grétar Hansson frá Blika- stöðum stýrir af miklu öryggi og af eðlislægri ratvísi. Löndin eru Tékk- land, Slóvakía, Ungverjaland, Aust- urríki og Þýskaland. Það kemm- á óvart hversu góður ferðamáti ís- lenska Fly Bus rútan er. íslendingar eru þekktir fyrir að fara eigin leiðir og vilja helst af öllu villast glóru- laust um útlönd á bílaleigubílum. Þetta dæmi gengur miklu betur upp. Þennan dimma þjóðhátíðarmorg- un héldum við út á Dóná sem í kveð- skap er sögð svo blá en er í reynd skítug og grá. Hún er engu að síður lífæð margra landa og við hana þró- ast mikið mannlíf. Þaðan má sjá Búda og Pest, borgarhlutana tvo. í þeim fyrrnefnda era glæsibyggingeir gamalla tíma. Pest er seinni tíma verk mannanna og þar byggðu þeir í fúamýrinni flörlegt samfélag. Borgin kemur manni kannski kunnuglega fyrir sjónir. Heimamenn segja líka að þeir hafl stælt Vínar- borg, sem aftur apaði eftir París, sem aftur hafði Róm til hliðsjónar - sem lært hafði byggingarlist af Aþening- um. Og vissulega verður maður undrandi að sjá að þinghús Ungverja á árbakkanum, byggt eftir teikning- um að breska þinghúsinu, stolnum að sagt var. En hvað um það, Búda- pest hefur sinn sérstaka svip, stór- kostlega sjarmerandi, og fólkið er einstaklega elskulegt en ekki skilur maður orð í máli þess. Fínar hallir í stað byssupúðurs Á ferðalagi um borgina má virða Loftur, ambassador Seðlabankans, kominn í búskapinn. DV-myndir JBP Nýgift: Jónas Frímannsson, aðstoðarforstjóri ístaks, og Kristín Líndal kenn- ari við tré Wallenbergs. slendingar í Ungverjalandi: Gunnar og Jóna í Hólagarði. fyrir sér fagrar byggingar Habs- borgaratímabilsins. Listelskandi Habsborgarar vildu frekar byggja veglega en að stunda fallbyssuskot og þeir hafa byggt vel og fallega, byggingar sem standa af sér komm- únisma og aðra óáran aldanna, byggingar sem era þvílíkt bruðl að enginn kæmist upp með slíkt í dag. íbúarnir eru mættir til að fylgjast með skemmtidagskrá dagsins. Frá hádegi er rölt um götumar, hann hangir þurr í bili, þangað til rign- ingin hefst fyrir alvöra. Verslanir í miðborginni era mjög nútímalegar og allir tískukóngar heims virðast hafa komið sér fyrir hér. Verðlagið er aðeins þriðjungur af því sem Is- lendingar þekkja. Á mörkuðum Þórir, bílstjóri á BSR, og Hlíf, kona hans, með Pest f baksýn. Vestfirðingarnir Málfríður og Marías með Napóleonshatt sem hann fékk lánaðan f sveitinni. ræðst kvenpeningurinn að borðum fullum af handsaumuðum dúkum sem kostað hafa nokkur saumspor- in og mikla yfirlegu en kosta afar lítið fé. Fólk er jafnvel að prútta um verðið sem mér finnst alltaf nánasarlegt athæfl. Freistingar eru alls staðar og á þeim skal maður gæta sín. Ekki síst i matsöluhúsum Búdapest. Matur er trúlega hvergi betri en hér og þjón- ustan ótrúlega skemmtileg og eðli- leg. Hádegisverður á góðum veit- ingastað kostar sáralítið fyrir mold- ríkan íslending, þó er búið að dekra við okkur í hálfan annan tíma og við búin að borða og drekka allt of mikið og allt of fitandi. Gyðingakirkja og sveitin á lágsléttunni Kirkjur era eðlilega skoðaðar í Ungverjalandi, sérstaklega Gyðinga- kirkja borgarinnar. í garði hennar er minningarreitur um Raoul Wallen- berg hinn sænska sem helgaði sig björgun gyðinga í stríðinu. Þarna er frægt listaverk, „tré“ með alúminí- um laufblöðum þar sem skráð eru á hvert lauf nafn ungversks gyðings sem lét lífið í helforinni. Óperan er ótrúlega fallegt mann- virki. Því miður var starfsemin enn ekki hafin en húsið er mikið skoðað og ekki að undra. Byggingin er arfur frá Habsborgurum og heillegasta ópera frá Habsborgaratímanum. Sýn- ing hjá Þjóðdansafélagi ríkisins var skemmtileg afþreying. Þjóðleg tónlist er viða í hávegum höfð en minna um ameríska glamrið. Enginn saknaði þess. Ferð upp á Puszta-lágsléttuna sem landið stendur á, 100 metra yfir sjáv- armáli, er nauðsynleg. Sveitafólkið tók vel á móti hópnum, hellti í fólk ókjörum af bragðgóðum ungverskum rauðvinum og auðvitað var ungversk gúllassúpa á borðum - algjört hnoss- gæti eins og annað sem Ungverjar matreiddu fyrir okkur. Búdapest er hreinleg og glæsileg borg og landið fagurt og frítt þó ekki skarti þar jöklar eða flöll. Hin hel- kalda sovéska krumla hefur fátt eitt eyðilagt. Einstaka byggingar þeirra eru að niðurlotum komnar, þær rúss- nesku, og munu ekki varðveitast í mannkynssögunni. Þær eru sýndar ferðafólki til að sýna hversu klunna- legir og ólaghentir Rússar voru. Ung- verjar hafa aldrei unað ófrelsi og hef- ur tekist að halda vissu sjálfstæði. Landið í dag er mjög vestrænt en mið- evrópskir straumar setja svip á það. Auðvitað voru dagarnir aUt of fljótir að líða í Ungverjalandi. Mér er sagt að Ungverjaland sé ofar- lega á tískulista ferðamanna um þess- ar mundir og ferðaskrifstofur hér á landi og viðar leggja meiri áherslu á ferðir þangað. Það er alveg óhætt að mæla með þeim. Ungverjarnir hafa lag á að taka á móti ferðafólki af smekk- vísi og elskusemi. - JBP Fylgstu með símreikmrtgnum á netinu Sæktu um ókeypis aðgang að Þjónustuvef Símans á slóðinni www.simi.is. simon RAFSOL SKIPHOLT 33 • REYKJAVÍK SÍMI: 553 5600 www.rafsol.is lyjónuH þægindam fyrir aðeins: kr.17.400. Lógmúla 9 • Sími: 530 2800 • Fax: 530 2820 BOSCH verslunin aökeyrsla frá Háaleitisbraut SIMINN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.