Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1999, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1999, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1999 9 Utlönd Óeirðalögregla barði á mótmælendum Hundruð óeirðalögreglumanna í Belgrad í Serbíu stöðvuðu I gær- kvöld um 30 þúsund mótmælendur sem gengu að hverfinu þar sem Slobodan Milosevic Júgóslavíufor- seti býr. Beittu lögreglumenn kylf- um og vatnsþrýstibyssum til að stöðva göngumenn. Tugir mótmæl- enda voru sagðir hafa særst, þar á meðal starfsmenn fréttastofanna Reuters, CNN og Sky. Að sögn stjórnarandstæðinga var varafor- maður Jafnaðarmannaflokksins, Slobodan Orlic, og 10 aðrir starfs- menn flokksins handteknir. Óháðir 'fjölmiðlar í Belgrad sögðu að nokkrir mótmælenda hefðu kastað grjóti að lögreglunni og sjón- varpsstöðin Studio B greindi frá því að flórir lögreglumenn hefðu særst. Haft var eftir lækni á bráðamót- töku sjúkrahúss í Belgrad að 30 manns hefðu leitað þangað vegna sára sinna. Aðrir hefðu fengið lækn- ishjálp annars staðar. „Milosevic ber á sínu eigin fólki,“ sagði stjórnarandstöðuleiðtoginn Dragan Milovanovic á mótmæla- fundi sem efnt var til síðar í mið- borg Belgrad. \ •C I & f f ” W 'v Kona hjálpar eiginmanni sínum sem óeirðalögregla í Belgrad barði með kylfu. Óeirðalögregla stöðvaði í gærkvöld göngu um 30 þúsund mótmælenda til hverfis Milosevics Júgóslavíuforseta. Símamynd Reuter Stjórn Blairs vill koma börnunum í skólann: Sofandi foreldrar sektaðir Ríkisstjóm Tonys Blairs á Bret- landi leggur til að foreldrar sem sjá ekki til þess að börn þeirra fari í skólann á morgnana verði sektaðir um tugi þúsunda króna. „Mislukkuð menntun er lífstíðar- dómur yfir barninu," sagði Tony Blair í ræðu sinni á landsfundi Verkamannaflokksins í Bourne- mouth í vikunni. David Blunkett kennslumálaráðherra sagði á lands- fundinum í gær að allt of margir foreldrar færu ekki á fætur á morgnana. „Það er því ekki skrýtið þótt bömin nenni ekki aö fara í skól- ann,“ sagði Blunkett. Ríkisstjómin hefur sett sér það markmið að draga úr skrópi barna og brottrekstri þeirra úr skóla um þriðjung fyrir næstu kosningar. Lögreglan hefur meðal annars leyfi til að fara með barn í skólann verði það staðið að því að skrópa. Blunkett benti á að 65 prósent barna sem skrópa í skólanum kæmust í kast við lögin. Zoran Djindjic, leiðtogi Lýðræðis- flokksins, sagði aðgerðir lögregl- unnar sýna að Milosevic væri far- inn á taugum. Mótmælendur kenna Júgóslavíu- forseta um versnandi efnahag og einangrun í kjölfar áratugar langra stríða á Balkanskaga. Flestir Serba hafa þó látið hjá líða að taka þátt í mótmælaaðgerðum. Þeir óttast at- vinnumissi eða aðrar refsingar. Sumir draga einnig í efa að mót- mælin beri árangur. Þrátt fyrir ofbeldi lögreglunnar ætla stjórnarandstæðingar að halda mótmælum sínum áfram. Tugir þúsunda hafa undanfarna viku tekið þátt í friðsamlegum mótmælagöngum í ýmsum borgum Serbíu. Beatty þegir enn um framboð Kvikmyndaleikarinn Warren Beatty lét ekkert uppskátt um það í ræðu í gærkvöld hvort hann ætl- aði að bjóða sig fram til forseta- embættisins í Bandaríkjunum á næsta ári. Beatty, sem þykir með frjálslyndari mönnum í Holly- wood og jafnvel víðar, hefur látið að því liggja að undanfornu að hann muni fara fram. Beatty lofaði demókratana sem sækjast eftir útnefningu, A1 Gore varaforseta og Bill Bradley þing- mann en sagði þá báða vera miðjumoðara og sá ekki mun á. afsláttur af öllum gólfefnum HÚSASMIÐJAN Grand Plymouth Voyager 4x4 ‘97, nýinnfluttur, ek. 57 þús km. Verð 2.950.000 Grand Cherokee Limited 5,9 ‘98, ek. 21 þús. km. Verð 4.690.000 Chrysler Vision, framieiðsluár ‘97, á götuna júní ‘99, einn með öllu, ek. 700 km. Verð 2.890.000 Dodge Ram sport dísil, nýinnfluttur, ek. 5 þús. km, einn með öllu, svartur. Verð 4.300.000 NÝBÝLAVEGUR 2 • SÍMI 554 2600 • OPIÐ VIRKA DAGA 9-18

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.