Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1999, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1999, Blaðsíða 20
24 FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1999 Sumum veitist erfitt að velja sér framhaldsnám við hæfi og fyrir kemur að menn renna hlint í sjóinn. Nú eru margir í Gauti Eiríksson ætlar að verða kennari: þeirri stöðu að vera ný- byrjaðir í námi og það eiga viðmælendur Til- Kvíði ekki lágum launum verunnar sameiginlegt í dag. Þau Gauti, Berglind og Heim- Mér líst bara vel á mig héma. Það er reyndar mjög mikið að gera en það kom svosem ekki á óvart því ég er búinn að sitja einn vetur uppi í Háskóla. Mér sýnist álagið svipað,“ sagði Gauti Eiríksson kennaranemi þegar Til- veran hitti hann nýverið á kaffistofu skólans. Kennarastarfið var aldrei draumastarf Gauta og hann segir algjöra tilviljun að hann leiddist út í kennslu fyrir þremur árum. „Ég var heima í Reykhólasveit eitt haustið þegar það vantaði skyndilega kennara í Reykhólaskóla. Það var hringt í mig á fimmtudagskvöldi og ég hóf störf á mánudegi. Hefði ég verið spurður viku áður hvort ég ætti eftir að leggja fyrir mig kennslu hefði ég örugglega hlegið að viðkomandi. Mér líkaði hins vegar kennslustarfið og þetta var afspymu skemmtilegur vetur,“ segir Gauti en við- urkennir að þrátt fyrir góðan vetur hafi hann enn um sinn lagt kennarastarfið á hilluna. Hugurinn stefndi annað og hann skráði sig í líffræði í Háskólanum. „Raungreinar hafa alltaf átt við mig en ég fann það fljótt að líffræðin í Háskólan- um var ekki fyrir mig. Ég kláraði þó vet- urinn en fór síðan í byggingavinnu. Eftir talsverða umhugsun komst ég að því að mig langaði mest í Kennaraháskólann og þess vegna er ég hér,“ segir Gauti. Kvenfólkið spillir ekki fyrir Þegar horft er yfir kaffistofuna sést berlega að kvenfólkið er í miklum meiri- hluta. „Þetta er samt langt frá því að vera kvennastarf en það spillir svo sem ekki fyrir að hafa svona mikið af kvenfólki héma,“ segir Gauti og brosir. Kjarabarátta kennara hefur ekki farið fram hjá neinum en Gauti segist engu kvíða í þeim efnum. „Ég kvíði ekki lágum launum enda geri ég ráð fyrir að kjör kennara eigi eftir að batna á næstu áram. Menn hljóta að fara að átta sig á mikil- vægi þessa starfs. Hvað mig sjálfan varðar þá sé ég mig ekki endilega í kennslu alla ævi og ég á örugg- lega eftir að leggja fleira fyrir mig,“ segir verðandi liffræði- og stærð- fræðikennari Gauti Eiríksson. -aþ Gauti í góðum félagsskap í raungreinastofu í Kennaraháskólanum. DV-mynd Teitur ir eru þó ekki í vafa um að hafa valið rétt... Berglind les félagsfræði í húsi félagsvísindadeildar, Odda. DV-mynd Teitur Berglind Leifsdóttir háskólanemi: Heillaðist ung af félagsfræðinni Félagsfræðin er mitt fag og ég held ég hafi verið býsna ung þegar ég áttaði mig á því. Strax í framhaldsskóla valdi ég mér félagsfræði- og sálfræðibraut þannig að það má segja að ég hafi strax mótað mér þessa stefnu. Ég tók mér svo ársfrí eftir stúdents- prófið, svona til að hugsa mig að- eins um, og vann hjá Flugleiðum í Keflavík. Það var ágæt hvíld en mig var farið að langa aftur i skóla og einhvem veginn kom ekkert annað til greina hjá mér en félagsfræðin," segir Berglind Leifsdóttir en hún nám nú i haust í félagsvísindadeild Háskólans. Berglind er búsett í Njarðvík og telur ekki eftir sér að keyra á milli daglega. „Ég er mjög ánægð í Háskólanum en þetta er auðvitað allt miklu óper- sónulegra en maður á að venjast í framhaldsskóla. Námið leggst samt vel í mig og það sem af er hefur ver- ið mjög áhugavert. Það er mikill lestur og mér sýnist að maður geri ekki mikið annað á meðan," segir Berglind. Framtíðin er óráðin hjá Berglindi en hún segir námið gefa marga möguleika. Hún á enn eftir að velja á milli félagsfræðinnar eða félags- ráðgjafar. „Ég get vel hugsað mér að taka félagsráðgjöfina en hvort heldur verður úr þá held ég að þessi menntun geti nýst til hinna marg- víslegustu starfa. í það minnsta eru félagsfræðingar starfandi víða í þjóðfélaginu. Svo eru margir félags- ráðgjafar starfandi í skólum og það fínnst mér áhugavert. Ég blæs á allt tal um há og lág laun, aðalatriðið er að vinna við það sem manni þykir áhugavert. Svo er náttúrlega inni i • •••••• myndinni að fara í framhaldsnám til útlanda en þá möguleika á ég al- veg eftir að skoða. Ég hef ekki áhyggur af því ennþá enda bara búin að vera hér í einn rnánuð," segir félagsfræðineminn Berglind Leifsdóttir. -aþ • ••••• Heimir Jónsson Vélskólanemi: Væri gaman að prófa sjómennskuna Eg hafði hugsað mér að læra bifvélavirkjun en ákvað svo í haust að skella mér frekar í Vélskólann. Þessi fyrsti mánuður hefur verið mjög skemmtilegur og mér líst í alla staði vel á skólann,11 segir Heimir Jónsson sem stundar nám á fyrsta ári i Vélskóla íslands. Vélar hafa alltaf heillað Heimi og hann segist hafa eytt drjúgum tíma æskuáranna á bílaverkstæði afa síns. „Ég hef alltaf haft áhuga á vélum og fannst alltaf gaman að fylgjast með afa á verk- stæðinu. Hér erum við náttúr- lega að fást við allt annars konar vélar e n það e r líka mjög skemmtilegt," segir Heim- ir. Hvort sjómennskan á fyrir Heimi að liggja segir hann enn óljóst en í sumar sigldi hann með Landhelgisgæslunni og líkaði vel. „Vélstjórar vinna náttúrlega ekki bara um borð í skipum en annars gæti ég vel hugsað mér að fá skips- pláss og það væri gaman að prófa sjómennskuna. En fyrst ætla ég að einbeita mér að náminu hér í Vélskólan- um. Hvað svo verður síðar kem- ur bara í ljós,“ segir H e i m i r J ó n s s o n , verðandi vél- stjóri. -aþ Heimir Jónsson hefur alltaf haft áhuga á vélum. DV-mynd Teitur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.