Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1999, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1999, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1999 Spurningin Lesendur Eldsneytisbílar á Reykjanesbraut - þotueldsneytið til Helguvíkur Bréfritari styður tvöföldun Reykjanesbrautar en fyrst þurfi að banna elds- neytisflutninga eftir henni og landa þotueldsneyti í Helguvík vegna flugum- ferðar frá Keflavíkurflugvelli. - Á Reykjanesbraut. Á að skylda forvarnir gegn vímuefnum í grunnskólum? Þurý Björk Björgvinsdóttir nemi: Alveg tvimælalaust. Þórdís Jóhannesdóttir nemi: Já. Viðar Þrastarson, starfsmaður 11-11: Já, það væri nauðsynlegt. Arnbjörg Kjartansdóttir nemi: Já. Skarphéðinn Einarsson skrifar: Talað er um að tvöfalda Reykja- — jHC'— nesbraut sem fyrst. Ekki er vafi ■ á að það er hag- \ jm. kvæm fram- kvæmd. Furðu sætir að eldsneyti jjPP ' flug frá Keflavík- urflugvelli er enn Skarphéðinn íandað í Reykjavík Einarsson. og s}Qan ekið suð. ur á Miðnesheiði á flugvöllinn, yfir Öskjuhlíð, gegnum Kópavog, Garða- bæ og Hafnarfjörö um Reykjanes- brautina og I geyma við Leifsstöð. Mér hefur verið tjáð að um 1000 tonn af eldsneyti séu flutt á sólar- hring frá þremur olíufélögum. Ég hef veitt því athygli að þessir bílar verða stöðugt öflugri, fjögurra öxla dráttarbílar og tankurinn sem dreginn er með 3-4 öxla til þess að auka burðargetu. Umferð af þessu tagi er í alla staði óæskileg og hana ætti að banna. Þetta hefur þó staðið yfir síðan 1961. í Helguvík er besta höfn landsins og sagt að þar geti allt að 80 þús. tonna skip komið inn. NATO er þar með sína aðstöðu sem er mjög fullkomin, t.d. gagnvart mengunarslysum. íslendingar eru með aðstöðu beint á móti en höfnin sem annar miklum umsvifum er annars mjög vannýtt. Þama ætti t.d. að landa öllu þotu- eldsneyti fyrir alla flugumferð á Keflavíkurflugvelli og leggja mætti Áfram Steingrímur St. H. Sigurðsson skrifar: Þeir komu saman margir hverjir á öldurhúsi, sem þeir reka með vestur- bæjar-keppnisanda. Þeir voru glað- legir og hressir úr hófi fram. Sumir voru með húfur merktar KR. Þeir lyftu bjórkollu með gleðibragði og í sigurvímu. Það er viss ákvörðun að gerast meðlimur í KR, jafn alvarlegt og að kjósa rétt! Af gömlum kynnum við roskna KR-félaga, m.a. i Víkings- neðanjarðarleiðslu fyrir eldsneytið þessa rúmlega 2 km leið í birgða- stöð olíufélaganna við Leifsstöð. Þarna fengi hafnarsamlagið í Reykjanesbæ miklar tekjur af lönd- unargjöldum ef af yrði. En það eru viss öfl í Reykjavík sem vilja sporna gegn þessu og kemur þar aðallega svokallað jöfnunargjald til sögunn- ar. Sömu sögu má segja frá Akranesi þar sem höfhin tapar stórfé þvi leyfi hefur ekki fengist til að aka elds- neyti um Hvalfjarðargöng sem er þó prenti Ragnars sáluga í Smára, var kominn grunnur að alvarlegri ákvörð- un - að fylgja KR að málum leynt og ljóst og í blíðu og stríðu. Á öldurhúsi þeirra KR-inganna, Rauða ljóninu, ríkir góður andi, alls ekki dæmigerður íslenskur fyller- ísandi, heldur göfugur íþróttaandi, þar sem ávallt er barist af heiðri til sigurs. Og nú sigruðu strákarnir heldur betur. Til hamingju með stóran sig- ur. Vegni ykkur vel áfram. Og nú er afastrákur ofanskráðs, algjör firra úr því leyft er að aka með þessa eldsneytisbíla um Reykj anesbrautina. Fólk á Suðurnesjum ásamt sveit- arstjórum ætti að mótmæla því það er hagur þeirra syðra að fá þessa starfsemi flutta. Að ekki sé nú talað um að koma í veg fyrir hættuna sem til staðar er í dag. Þingmenn Reykjaneskjördæmis: sýnið nú hvað í ykkur býr. - Burt með eldsneytis- bílana af Reykjanesbraut. Síðan má tala um tvöföldun brautarinnar. Fyrr ekki. sjö vetra, byrjaður að æfa knattspymu - hart þjáifaður af hörku KR-ingi. Það á að vernda hann gegn myrkmn hlið- argötum í lífinu. Þar sem er agi, er oftast nær heiðvirð- Steingrímur St. ie}ki 0g hreysti - H. Sigurðsson. vorn unga þj0ðar- meiðsins gegn freistingum. Heiður sé KR. KR, áfram KR Pálmi ívarsson kaupmaður: Já, það finnst mér tvímælalaust. Ragna Káradóttir barónesa: Já, alveg hiklaust, og upp í framhalds- skóla. Þetta á að vera eðlilegasti þáttur í skólastarfmu. Mjólk verður kók - í knattspyrnunni Ólafur Þ. Jóhannesson skrifar: Knattspyrna er skemmtileg og vinsæl íþrótt sem heillar jafnt unga sem aldna. Vegna vinsælda íþróttar- innar er kannski eðlilegt að aug- lýsendur vilji tengja nafn sitt íþrótt- inni. Oftast er þetta í formi auglýs- ingaskilta en einnig í formi fjár- styrkja sem eru siðan endurgoldnir með auglýsingu á tiltekinni vöru eða þjónustu. Lengi vel var Mjólkursamsalan helsti styrktaraðili bikarkeppni KSÍ. Þar sem mjólkin er af flestum talin hin mesta hollustuvara og knattspyrnuíþróttin, líkt og flestar aðrar íþróttagreinar, ímynd heil- brigðis og uppbyggilegra lífshátta, þóttu þessi tengsl að mörgu leyti eðlileg og því ekkert eðlilegra en að Mjólkurbikar, Coca Cola-bikar, Blátoppsbik- ar - ímynd heilbrigðis og holira lífshátta? tala um mjólkurbikarinn (bikar- keppni KSÍ). Nú ber hins vegar svo við að Víf- ilfell, framleiðandi Coca Cola á ís- landi og ameríska skyndibitakeðjan Subway verða helstu styrktaraðilar bikarkeppni KSÍ (og fá sína auglýs- ingu út á það), sem leiðir sið- an til þess að bikarinn fær heitið Coca Cola-bikarinn. Þarna er að mínu mati kom- in svolítið sérkennileg teng- ing, þar sem íþróttahreyfing- in (þ.m.t. knattspyrnan) tel- ur sig hafa mikilvægu hlut- verki að gegna hvað varðar heilsuuppeldi ungu kynslóð- arinnar, m.a. í forvörnum og heilbrigðum lífsháttum. í ljósi þess að íslendingar eiga heimsmet í sykuráti og eitt af manneldismarkmið- um þjóðarinnar er að draga úr sykurneyslu, finnst mér það skjóta nokkuð skökku við að KSÍ skuli gera gos- drykkjaframleiðanda að sín- um helsta styrktaraðila og veita viðkomandi fyrirtæki auglýsingu út á það. Ekki er neitt í umræddum gosdrykk sem telst til hollustu nema vatnið. Væri ekki nær að auglýsa bara ís- lenska vatnið okkar? Og fyrst að Vífllfell á í hlut, hefði þá ekki verið nær að þeir auglýstu Blátoppinn sem þeir framleiða og tala þá um Blátoppsbikarinn? Banalega Samfylk- ingarinnar? Trausti Sigurðsson hringdi: Ég var að lesa bráðsnjalla for- ystugrein DV rétt áðan (28.9.) um svefnþörf Samfylkingarinnar sem vart reisir höfuð frá kodda ef þannig má til orða taka. Og það er rétt, Samfylkingin lætur allavega sem hún sofi. Hún mun þó vakna, spái ég, er Alþingi kemur saman. Þar munu þingmenn hennar blaðra og blaðra um allt sem í hugann kemur. Þingmenn Sam- fylkingarinnar eru nefnilega ekki í neinum sérstökum pólitiskum hugleiðingum, þeir vildu bara komast á þing til að fá sín laun, réttindi og fríðindi, líkt og gerist um aðra opinbera starfsmenn í lykilstöðum. Samfylkingin fengi varla atkvæði yrði kosið nú. Svo aftarlega er hún komin á óska- lista kjósenda. í raun virðist sem Samfylkingin hafi legið banaleg- una og geri enn. Fagna Skjá eitt Matthías skrifar: Ég er satt að segja farinn að hlakka til að fá hina nýju sjón- varpsstöð, Skjá eitt, á skjáinn hjá mér. Ég sé hana auglýsta dag eft- ir dag á skerminum og þar segir að hún muni taka til starfa í októ- ber. Ég er að vona að þá taki ráða- menn okkar við sér og afnemi í eitt skipti fyrir öll skylduskatt af Sjónvarpinu svo maður geti þá farið að velja á milli Stöðvar 2 og Skjás eitt. Ég losa mig þá við Sjónvarpið samstundis. En tveim- ur stöðvum hef ég ekki efni á. Þar sem Skjár eitt viröist ætla að sjón- varpa ótruflað, og því ókeypis fyr- ir alla sem eiga sjónvarp, þá dett- ur mér ekki annað i hug en marg- ir láti sér það nægja, auk allra stöðvanna auðvitað sem maður nær gegnum gervihnetti. Ég fagna því tilkomu þessarar nýju stöðvar. Bessastaðir Gestur skrifar: Síðastliðinn sunnudagsmorgun sat ég messu í Bessastaðakirkju. Kirkjan er með eindæmum falleg og var það í raun og veru ástæða komu minnar þangað. Ég get þó ekki sagt það sama um kirkju- garðinn. Mér varð um og ó þegar ég gekk á milli legsteinanna. Þai' varð ekki þverfótað fyrir hunda- skít og ég átti líka í erfiðleikum með að lesa á steinana sjálfa. Meiri sóðaskap og óvirðingu hef ég sjaldan orðið var við. Það ætti einhver að taka sig til og þrífa þarna til. Þetta er hvorki lifandi né látnum bjóðandi. Senn byrja jólainnkaupin Hrefna skrifar: Ekki líður á löngu þar til við hefjum jólainnkaupin í stórborg- um nágrannalandanna, austan- hafs og vestan. Tilboðin dynja á okkur um 2ja, 3ja og 4ra nátta stopp í borgunum. Og konan tek- ur makann með til að bera. ís- lendingar eru eins og skröltormai' allan nóvember og desember á götunum í Dublin, Glasgow og Manchester og hamast við að kaupa inn. Karlarnir bíða þolin- móðir, ýmist við útgöngudyr stór- markaðanna eða á pöbbunum í kring, tilbúnir í handtak með inn- kaupapokana beint upp á hótel- herbergi þar sem allt er tekið upp og sturtað niður í töskur. Gott að þurfa ekki lengur ferðaávísanim- ar gömlu, geta bara snarað plast- kortinu í hraðbankaraufma og tekiö út dýrmætan og ótakmark- aðan gjaldeyrinn fyrir lystisemd- unum - forsmekk jólanna í bresku búðunum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.