Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1999, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1999, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1999 13 Orð um fegurð Nesjavallaleiðin er einn fallegasti vegur á landinu. Maður ekur frá Þingvallavatni gegnum orkusvæðið þar sem bólstrarnir stíga öskrandi til him- ins. Leiðin liggur yfir Hengilinn en síðan ekur maður þráðbeinan veg sem stefnir á borg- ina. Þetta er tilkomu- mikil leið því meðfram veginum liggur gríðar- leg vatnsæð sem flytur heitt vatn til borgarbúa en yfir öllu gnæfa svo rafmögnuð háspennu- möstrin. Allt liggur í sömu línu og maður skynjar samhengið: Þetta er naflastrengur sem nærir borgina. Eitt fallegasta hús á landinu er Rafstöðin við Elliðaár. Eins og orkukirkja er það upplýst á kvöld- in svo skín út um bogadregna glugga. Fyrir enda þess er altari úr marmara með mælum og vis- um og dularfullum táknum. Mað- ur í bláum samfest- ingi syngur a - a - amper. Þetta hús gjörbreytti lífi þús- unda manna fyrir 80 árum. Rafstöðin fyllti myrkrið af ljósi og knúði vélar sem tóku á sig byrð- ar mannsins og af- komenda hans. Einn furðulegasti staður á landinu er Bláa lónið. Eins og á öðrum hnetti bað- ar maður sig í hvit- bláu vatni sem hef- ur undursamlegan lækningamátt. Pila- grímar nútímans streyma að í tug- þúsundatali, margir í leit að lækn- ingu eða kraftaverki. Fagurfræðilegur valkostur Nú stöndum við frammi fyrir fagurfræðilegum valkosti. Ýmsir telja sig þurfa 200 MW til að skjóta stoðum undir byggð fyrir austan. Við getum sótt orkuna í Axaríjörð og Bjamarflag, háhitasvæði fyrir norðan, þar sem byggt yrði orku- ver sem framleiðir undursamlegar skýjaborgir. Hins vegar getum við reist Fljótsdalsvirkjun og sökkt um 27 ferkílómetrum af gróður- lendi í 600 metra hæð yfir sjó. En það versta er að landið mun ekki sökkva endanlega. Þama verður ekki fallegt stöðuvatn með gróður á bökkum þvi bakkarnir verða ekki til. Lónið tæmist og fyllist og á vorin verður það svo grannt að næstum 20 ferkílómetrar lands, sem eitt sinn var gróið, mun standa á þurru. Þá verður mikil hætta á moldroki úr lónbotninum og uppblæstri á svæðinu í kring með tilheyrandi loftmengun í byggð. En það er greinarmunur á bygg- ingu Fljótsdalsvirkjunar og bygg- ingu rafstöðvar fyrir 80 árum. Fljótsdalsvirkjun mun gera að engu störf þeirra þúsunda sem hafa barist gegn gróðureyðingu i landinu. Raf- magnið mun ekki létta byrðar af af- komendum okk- ar, heldur auka þær, því ekkert rafmagnstæki léttir á mönnum sem stinga niður rofabörð og bera skít í fótu. Lík- lega mun mönnum reynast ómögu- legt að framfylgja lögum um land- græðslu nr. 17 frá 1965: „Sá sem landspjöllum veldur með mann- virkjagerð eða á annan hátt, er skyldur að bæta þau.“ Þeir sem unnið hafa í landgræðslu vita full- vel að 27 ferkílómetra af gróður- lendi er ómögulegt að endur- heimta í 600 metra hæð. Þarna er gróður sem skaut rótum fyrir þús- undum ára þegar loftslag var allt annað og hlýrra. Að leggja byrðar á afkomendur Það er einn reginmunur á vatnsorku og jarðhita. Fyrri kost- urinn tekur sýnilegan kraft nátt- úrunnar og gerir hann ósýnilegan. Slökkt er á fossum og flúðum þeg- ar vatninu er sturtað ofan í göng en viðátta fer undir vatn. Jarðhita- virkjun sækir kraft eldsins í iður jarðar og færir hann upp á yfir- borðið. Við stöndum frammi fyrir fag- urfræðilegum valkosti. Við getum notað jarðhita til að orka þeirra sem vilja byggja verksmiðju nýt- ist, en þeir sem vilja byggja upp ferðaþjónustu munu geta boðið fólki að njóta náttúrunnar. Það mikilvægasta er að kraftur fólks með ólík áhugamál og lífsskoðanir mun geta farið saman. Það er grundvöllur þess að lífvænlegt verði í þessu fallega landi. Andri Snær Magnason „Eitt fallegasta hús á landinu er Rafstöðin við Elliðaár. Eins og orkukirkja er það upplýst á kvöldin," segir grein- arhöfundur. Kjallarinn Andri Snær Magnason rithöfundur „En það er greinarmunur á bygg- ingu Fljótsdalsvirkjunar og bygg- ingu rafstöðvar fyrir 80 árum. Fljótsdalsvirkjun mun gera að engu störf þeirra þúsunda sem hafa barist gegn gróðureyðingu í landinu.“ Nettó hleypur í skarðið Seint virðast menn ná þeim þroska að geta virt hvem annan og komið fram af góðvild og tillit- semi og hefur sannast á okkur ís- lendingum að menntun nægir. ekki til að svo verði. Sagt hefur verið að landlæga mannvonsku og græðgi seinni alda megi skrifa á fátækt og fá- fræði. Nú er fáfræði liðin tíð og vondir menn verða að leyna eðli sínu að vissu marki en græðgin er enn við lýði og þykir ekkert til- tökumál. Meðan alþýða manna sér engin ráð til að stemma stigu við einstaklingum sem fara hamforum í að sölsa undir sig sameiginlegar eignir þeirra, þá er ekki von að sönn velferð og jöfnuður nái fót- festu. Þótt mér sé það hulin ráð- gáta hvað landar mínir eru sælir með að láta fara illa með sig á flestum sviðum þá er á því mögu- leg skýring. Á leið í einkaeign íslendingar hafa á tiltölulega fáum áratugum komist úr örbirgð í nokkrar álnir og vel það. Þeir voru vanir þrældómi og breyttu litlu þar um og söfnuðu í sarpinn fyrir sig sjálfa og auði til samfé- lagsins. Þama sáu þeir sem lifa fyrir peninga leik á borði að telja fólki trú um að því fleiri sem væra á vinnu- markaði þvi minna væri til skiptana og nú eru fáir á góðum kjöram en verkamenn og fólk í þjónustu- störfum nánast á sultarlaunum nema það vinni myrkrana á milli. Mikið er um að þeir sem minnst gagn gera og stysta tím- ann vinna hafi hæsta kaupið. Á örfáum árum hefur því livít- flibbamönnum tekist að ná þess- um afrakstri erfiðismannanna til sín í gegnum stjórnmál og lúmska (eða snjalla?) pappírsmennsku. Nú er svo komið að það sem gefur af sér er í einkaeign, eða á þeirri leið, annað situr þjóðin uppi með. í öllum sof- andahættinum Dauft er í sveit- um, hnípin þjóö í vanda. Þessar ljóð- límn' Jónasar koma í hugann nú þegar við völd er ríkis- stjóm sem forsmáir stóran hluta þjóðar- innar með grófri mismunun og er þeim verst, sem þurfa hennar mest. Ríkisstjórn íslands hefur húið við ein- stakt glópalán þar til nú að stöðugleikinn er farinn úr böndunum. Margklofin er stjórnarandstaðan með baráttu- málin um hver eigi að ráða. Barnslega trúgjarnir era kjósend- ur og misvitur stjómarþingmaður móðgar engan þótt hann hóti Reykvíkingum að byggja nýja höf- uðborg ef þeir vogi sér að vilja Reykjavíkurflugvöll til Keflavíkur. Allir láta allt yfir sig ganga með frónskri geðprýði nema Austfirð- ingar sem sjá fjandann sjálfan í öllum sem vilja láta taka tillit til umhverfisins. í öllum sofanda- hættinum held ég þó að þjóðin muni aldrei una því að nokkrir of- látungar fái að gera einn af bestu sonum hennar, Ómar Ragnars- son, að blóraböggli og setja blett á einstaklega farsælan feril hans sem besta fréttamanns sem við höfum átt og ein- lægs umhverfissinna sem aldrei lætur eigin- girni slá sig út af lag- inu. Auðvelt að féfletta En hverju má svo sem ekki búast við nú þegar pappírsmennska gefur mest af sér og sönn vinna er orðin horn- reka? Stóriðjudraumar nokkurra íslendinga eru martröð sem þeir eiga ekki að hella yfir saklaust fólk. Virkjanir eru of mikið mál til að nýtast í sköpun ömurlegra og heilsuspillandi vinnustaða. Eða sjáið þið, borgarbúar, þá fjörbaugsmenn í Baugi, sem hjá Hagkaupi, Nýkaupi, Bónusi, Tíu ellefu verslunum og enn fleirum, hafa stórhækkað vöruverð en græðgina ekki ná tökum á Fjarð- arkaupi og bjargvættinum frá Ak- ureyri, Nettó? - Fólk ætti að gæta að sér og hætta að láta féfletta sig jafn auðveldlega og dæmin sanna. Albert Jensen „Mikið er um að þeir sem minnst gagn gera og stysta tímann vinna hafi hæsta kaupið. Á örfáum árum hefur því hvítflibbamönnum tekist að ná þessum afrakstri erfiðis- mannanna til sín í gegnum stjórn- mál og lúmska (eða snjalla?) pappírsmennsku. “ Kjallarinn Albert Jensen trésmður Með og á móti Hilmar Karlsson, blaöamaður og stjórnarmaður í Golfklúbbi Reykja- víkur. Var rétt af Ríkissjónvarp- inu að sýna golf í 22 tíma síðustu helgi? Mikið hefur veriö rætt um hvort rétt hafi verið aö leggja dagskrá Sjónvarps- ins undir golf um helgina og hefur sím- inn þar vart stoppað fyrir kvörtunum. Golf er skemmtileg sjónvarpsí- þrótt „Golf er ein skemmtileg- asta og vin- sælasta sjón- varpsíþróttin í heiminum í dag. Beinar út- sendingar era í flestum lönd- um frá öllum stærstu at- vinnumanna- mótum og svo hefur verið hér á landi undanfarin ár. Það sem kannski helst aðgreinir golfið frá öðrum íþróttum sem sýndar eru í sjónvarpi er hversu langan tíma keppni tekur. Eins og Rikis- sjónvarpið er rekið í dag, með einni rás, þá er það ekki fært um að að sinna beinum útsendingum frá golfmótum. Óánægja allra þeirra sem ekki hafa áhuga á íþróttinni eða íþróttum almennt og vilja hafa dagskrá sjónvarps- ins í því horfi sem þeir eiga að venjast er skiljanleg. í golfklúbb- um landsins eru yfir átta þúsund manns og þeir voru flestir einnig óánægðir með þátt Ríkissjón- varpsins því sífellt var verið að rjúfa útsendinguna alla helgina. Ryder-keppnin er stærsta golf- keppni heims og fer fram á tveggja ára fresti. Milljónir manna bíða með óþreyju eftir henni og sjaldan eða aldrei verða Evrópbúar eins sameinaðir og í kringum Evrópuliðið og það er sjálfsagður hlutur að sýna beint frá keppninni. Ríkissjónvarpið hefði þó ekki átt að sýna keppn- ina, hún hefði átt að vera á Sýn þar sem hún hefði verið sýnd ótrufluð og án kvartana." Skil ekki dóm- greind þess- ara manna „Mér finnst yfirráð íþrótta- forkólfanna yfir þessum ríkisfjölmiöli vera alveg yf- irgengileg. Það að hægt skuli vera að ýta burt regluleg- um fréttatíma út af einhverj- um kappleikjum og leggja Ríkis- sjónvarpið undir svona andlausa leiki er fáránlegt. Ég er gjörsam- lega á móti þessu og myndi helst kjósa að það væri bara sérstök rás sem sæi alveg um þennan þátt. Auðvitað er talsverður áhugi á íþróttum í þessu landi en það er náttúrlega áhugi á mörg- um öðrum sviöum og margir áhugahópar fá aldrei svona þjón- ustu hjá þessum fjölmiðli. Svo er það þessi golfiþrótt sem er nú eitthvað það minnst spennandi sem ég veit og að bjóða upp á þetta í 22 tíma er alveg furðulegt. Það væri meira viðeigandi að efna til 22 tíma útsendingar frá Kristnitökuhátíð en ég efast um að það yrði tekið í mál. Ég hef aldrei skilið hvernig þessi eini hópur, íþróttaáhugamenn, fær svona mikla umfjöllun í fjölmiðl- um og skil bara ekki dómgreind þessara manna.“ -hdm Siguröur A. Magn- ússon rithöfundur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.