Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1999, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1999, Blaðsíða 29
FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1999 33 Myndasögur tí (Ö N U Cð E- 3 > E Veiðivon Það þarf oft að vaða úti miðja á til að góma þann stóra. Laxá í Leirársveit: Ellefu hundr- uð laxar Þessa dagana er veitt í klak í mörgum laxveiðiám og það gengur víst eins misjafnlega og veiðiámar eru margar. Þeir sem DV hefur heyrt í síðustu daga hafa flestir náð þeim löxum sem þeir þurftu, en ekki mikið meira. Við höfum heyrt að margir áreigendur séu komnir á þá skoðun að láta árnar bara eiga sig. Og leyfa laxinum að lirygna í friði fyrir mönnum og netum. Þetta verður reyndar að gera í sumum veiðiám vegna aðstæðna og þess að árnar framleiða svo lítið sjálfar. Það er nokkuð til í þessu. „Við erum þokkalega sáttir við sumarið í Laxá í Leirársveit, lax- arnir á land urðu 1100 og hann var 21 pund sá stærsti," sagði Ólafur Johnson yngri, er við spurðum um lokatölur í Laxá í Leirársveit. „Það var oft mikið af fiski í ánni en hann tók mjög illa og þegar dreg- ið var fékkst nóg í klakið. Haustið gaf vel af fiski,“ sagði Ólafur í lokin. Krossá á Skarösströnd: Sjötíu og einn lax veiddist - 12 pund sá stærsti „Það gengur ágætlega hérna í klakveiðinni, við höfum fengið laxa bæði héma í Krossá og í Búðardalsá líka. Það er eitthvað af fiski í þeim Umsjón Gunnar Bender báðum," sagði Trausti Bjarnason á Á á Skarðsströnd, en hann var að veiða í klak í gærdag. „Krossá gaf 71 lax og hann var 12 pund sá stærsti, en Búðardalsáin gaf 43 laxa. Við vorum að ná 10 og 9 punda löxum fyrir nokkrum mínút- um hérna í Krossá, hæng og hrygnu. Við erum ágætlega hressir með sumarið hérna, en auðvitað viljum við alltaf meira af fiski," sagði Trausti enn fremur. Lokatöl- urnar streyma frá veiðiánum og við skulum kíkja á þær nokkrar. Grímsá í Borgarfirði gaf 1872 laxa, Miðfjarðará gaf 1191 lax, Selá í Vopnafirði gaf 990 laxa og Langá á Mýrum endaði í 1641 laxi. Stærsti laxinn veiddist i Laxá í Aðaldal sem endaði í 790 löxum og var fiskurinn 27 pund. Næsti fyrir neðan veiddist á Iðunni. Blaðbera vantar í Fákafen - Faxafen - Skeifuna Laugaveg - Bankastræti. Upplýsingar á afgreiðslu DV í síma 550 5000.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.