Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1999, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1999, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1999 15 aas Verðsamanburður á árskortum í sundlaugum höfuðborgarsvæðisins: Árskortið fljótt að borga sig upp - ef menn stunda sundið af nokkurri alvöru „Ég er nýbúinn að fá mér ár- skort hérna í Kópavogslauginni og þar sem ég syndi að jafnaði fimm daga vikunnar fannst mér engin spuming að íjárfesta í slíku korti. Það borgar sig upp á skömmum tíma,“ sagði Brynjar Harðarson, fasteignasali og fyrrum leikmaður með handboltaliði Vals, þegar Hag- urri alvöru. Hagsýni heimsótti sundlaugarnar á höfuðborgar- svæðinu í vikunni og kannaði hversu hagstæð árskortin eru á hverjum stað. Heimsóttar voru sundlaugar í Reykjavik, Kópavogi, Garðabæ, Mosfellsbæ, Hafnarfirði og á Seltjarnarnesi og kom í ljós töluverður verðmunur, bæði hvað Brynjar Harðarson syndir fimm sinnum í viku í Kópavogslauginni. Hann segist ekki hafa hikað við að fjárfesta í árskorti enda sé það furðufljótt að borga sig. DV-mynd GVA sýni var á sundstaði borgarinnar fyrr í vikunni. Brynjar, sem er Kópavogsbúi, syndir í sinni heima- laug og kveðst kominn upp í þús- und metrana á dag. „Það er ótrú- lega hressandi að byrja daginn í sundlauginni og þetta er ódýr og góð heilsurækt," sagði Brynjar Harðarson. Árskortin eru góð fjárfesting fyrir þá sem stunda sund af nokk- varðar árskortin og svo staka að- göngumiða. Misjafnlega lengi að borga sig upp Eftir að hafa skoðað árskort í sundlaugum borgarinnar er ljóst að þau borga sig í flestum tiífellum þótt ekki sé farið oftar en tvisvar í Hvaö kostar einn miöi í sund? - tölur frá höfuðborgarsvæöinu sund. Ódýrast er árskortið í Sund- laug Kópavogs þar sem það kostar 10 þúsund krónur. Næstódýrast er kortið í Garðabæjarlauginni, á 12 þúsund, og síðan koma sundlaug- amar í Hafnarfirði og i Mosfellsbæ þar sem árskortin eru á 14 þúsund krónur. í sundlaugum Reykjavíkur- borgar kostar árskort 15 þúsund og dýrast er kortið á Seltjamamesi, kostar 17.500 krónur. í þessum sam- anburði er ekki tekiö mið af þeim aðstöðu- og þjónustumun sem er að finna í laugunum; ein- ungis er verið að skoða verð. Stakir aðgöngu- miðar eru einnig nokkuð mismun- andi eftir sundlaug- um. Mosfellsbærinn er langódýrastur en þar kostar 110 í sund. Það kostar 150 krónur í laugamar í Garðabæ og á Sel- tjarnarnesi, 180 i Halharfirði en dýr- ast er gjaldið í Reykjavik, 200 krónur. Út frá þessu er ljóst að árskortin era mis- jafnlega lengi að borga sig upp. Ef tekið er dæmi af manni sem fer fjórum sinnum í sund í viku þá kemur í ljós að árskortið er stystan tíma að borga sig upp í Kópavogslauginni, eða um 15 vikur. í Reykjavík og Garðabæ þarf að stunda sundið í nítján vikur áður en kortið borgar sig upp og viku lengur í Hafnarfirði. Nokkuð lengri tíma þarf á Seltjamamesi, eða 29 vikur, og 32 í Mosfellbænum. Þeir sem ætla að stunda sundið af kappi ættu þvi íhuga alvarlega að fjárfesta í árskorti, auk þess sem slík kort veita á sumum stöðum af- slátt af annarri þjónustu eða að- gangi að hlutum á borð við gufuböð og fleira í þeim dúr. Fjölskyldukort og barnagjald Böm hafa allajafiia mikla ánægju af sundferðum en aðgangseyrir fýr- ir þau er einnig afar misjafn eftir laugum. Dýrast er fýrir bömin að synda í Reykjavík, kostar 100 krón- ur, í Hafnarfirði er aðgangurinn 80 krónur, 65 krónur í Kópavogi, 60 krónur í Garðabæ og 55 krónur í Mosfellsbænum. Seltimingar skera sig úr en þar kostar aðeins 30 krón- ur fyrir bam í simd. Aðeins í einni sundlaug em í boði sérstök tilboð fyrir fjölskyldur og er það í Hafnarfirði. Þar gefst fólki kostur á að kaupa sex mánaða kort fyrir 11 þúsund krónur. Kortið gildir fyrir forráðamenn og bömin, sama hversu mörg, upp að 14 ára aldri. Hjón með tvö böm þurfa ekki að fara nema einu sinni í viku til að slíkt kort borgi sig. i kostar árskort í sund? Mosfellsbær Garöabær 12.000 10.000 ooavoeur Það er bruðl að nota of mikið þvottaefni: Þvotturinn verður ekki hreinni Hagsýnar húsmæður, hvort sem þær eru nú loðnar á bringunni eða ekki, vita að ofiiotkun á þvottaefni er endemis rugl og bruðl með peninga. Þvottaefni eru orðin mjög þróuð og fúllkomin og mun öflugri en for- verar þeirra. Þetta þýðir að i dag þarf mun minna af þvottaefiii til að fá þvottinn hreinan og skínandi úr vélinni. Aftan á hverjum þvottaefnis- pakka eru leiðbeiningar um notkun. Mjög brýnt er að fara eftir þeim. í fyrsta lagi vegna þess að meira þvottaefni þýðir ekki að þvotturinn verði hreinni. í öðm lagi vegna þess að ofnotkun þvottaefhis er dýr - peningarnir streyma ofan í niðurfallið með skolvatninu. í þriðja lagi fer of- notkun á þvottaeftii ekki vel með þvottavélina og í fjórða lagi skapar ofnotkun þvotta- efnis hættu á ofnæmisvið- brögðum í fjölskyldunni. Síð- ast en ekki síst fer það illa með umhverfið að nota of mikið af þvottaefni, og hvaða hreinsiefni sem er ef út í það er farið. Til að auðvelda skömmtun á þvottaefni fylgir oft skeið eða skófla í pakkanum. Er ráðlegt að nota hana. -hlh/aþ Anna Guðrún Júlíusdóttir er fjögurra barna móðir og þvær að jafnaði tvær þvottavélar á dag. Hún segir að með árunum hafi hún minnkað þvottaefnisnotkun til muna og jafnan dugi 1 1/2 kílós pakki allan mánuðinn. Með Önnu Guðrúnu á myndinni eru Gunnhildur, 4 ára, og Bjarki Hreinn, 6 ára. DV-mynd Pjetur 'i < M K =) < HEILSUDRYKKURIÍHEÐ ÁVAXTABRAGÐI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.