Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1999, Qupperneq 26
26
LAUGARDAGUR 9. OKTÓBER 1999 JL*"V
%/aðan ertu?
\ prófíl
Guðrún Sóley,
efnilegasta
knattspyrnu-
Sturla Böðvarsson samgönguráðherra segist lesa mikið, bæði starfsins vegna og tii gamans, og er alæta á bókmenntir og tónlist. DV-mynd E.ól
kona landsins
Sturla Böðvarsson samgönguráðherra fæddist og ólst upp í Ólafsvík:
Ætlaði að verða byggingameistari
- segir nám sitt ííækniskólanum hafa nýst vel í að skipuleggja störf sín sem stjórnmálamaður
Sturla Böðvarsson hefur verið al-
þingismaður fyrir Sjálfstæðisflokk-
inn síðan 1991 og varð samgöngu-
ráðherra nú í vor. Sturla ólst upp í
Ólafsvík og báðum við hann að
segja aðeins frá sjálfum sér, æsku-
slóðunum og hvað tók við þegar
hann óx úr grasi.
Þætti varla
góð latína í dag
„Ég fæddist 23. nóvember 1945 í
Ólafsvík á Snæfellsnesi og ólst upp
hjá foreldrum mínum, Böövari
Bjarnasyni, sem er látinn, og Elín-
borgu Ágústsdóttur sem býr nú í
Reykjavík. Faðir minn var bygg-
ingameistari og byggingafulltrúi og
vann ég hjá honum frá unglingsár-
um við að byggja mörg hús og
mannvirki í Ólafsvík. Eftirminni-
ÓlafsfjörðuU
DALVIK
tíðkaðist oft í þessum sjávarþorp-
um, var í saltfiskverkun hjá Hróa
hf. í Ólafsvík. Ég held ég hafi verið
á tólfta aldursári þá sem þætti varla
góð latína í dag. Þar vann ég við að
rífa upp saltfisk og keyra hjólbör-
ur.“
Skólabróðir Halla
Svo tekur skólinn við og þú ferð í
Héraðsskólann á Skógum, ekki satt?
„Já, ég var á fimmtánda ári þegar
ég fór þangað. Þetta var heimavist-
arskóli og á ég afskaplega góðar
1
Akureyri •
\
legasta verkefnið sem ég vann að
með honum var bygging Ólafsvíkur-
kirkju en ég vann við það frá 15 ára
aldri og faðir minn kláraði það
verk. Eins og fleiri unglingar í sjáv-
arþorpi ólst ég upp við það að byrja
mín fyrstu störf í fiskvinnslu.
Fyrsta launaða starfið fyrir utan
það aö taka upp kartöflur hjá
mömmu og gefa kúnni, en þau voru
bæði með kindur og kýr eins og
minningar þaðan. Héraðsskólinn á
Skógum var mjög góður skóli og var
gott að vera á heimavist og þama
eignaðist ég marga góða vini.“
Voru einhverjir kunnir einstak-
lingar þama á þessum árum?
„Já, þeir voru einhverjir og
mætti til dæmis nefna mann eins og
Harald Sigurðsson sem var annar
helmingurinn af Halla og Ladda.
Hann var skólabróðir minn og við
vorum í sama herbergi og hann var
í kojunni fyrir ofan mig. Við áttum
góðar stundir saman og í raun vor-
um við allir ágætir félagar. Ég fór
því næst í Iðnskólann í húsasmíði
og ætlaði i raun aldrei að verða
stjómmálamaður, ég ætlaði að
verða húsasmíðameistari. Eftir Iðn-
skólann hóf ég nám í bygginga-
tæknifræði í Tækniskólanum og út-
skrifaðist þaðan árið 1973.“
Lengi lifir
í gömlum glæðum
Hvað er það svo sem stendur
upp úr?
„Ég átti mjög góð ár 1 Iðnskólan-
um þar sem ég átti ágæta félaga og
ekki síður í Tækniskólanum.
Tækniskólinn er um margt öðru-
vísi en aðrir skólar því fyrstu tvö
árin eru menntaskólanám sem lýk-
ur með stúdentsprófí og svo tekur
háskólastigið við. Þetta var afskap-
lega ánægjulegur tími og hópurinn
sem útskrifaðist með mér árið 1973
heldur enn mjög þétt saman. Við
hittumst alltaf með jöfnu millibili
og konurnar okkar eru með, það
sem þær kalla, saumaklúbb. Við
förum saman öðru hvoru til út-
landa og ferðumst. Þetta er mjög
samhentur hópur sem þarna varð
til.“
Lengi lifir í gömlum glæðum!
„Já, lengi lifir í gömlum glæðum
og við reynum að styðja við bakið
á Tækniskólanum eins og við get-
um.“
Tækninámið
hefur nýst vel
Og er tækniskólanámið góður
grunnur að því sem þú ert að fást
við í dag?
„Já, ég held að tækninámið, bygg-
ingatæknifræðin, hafl nýst mér af-
skaplega vel. Fyrst eftir námið og í
raun með því vann ég á verkfræði-
stofu, Verkfræðistofu Sigurðar
Thoroddsen, sem lá beint við. Nám-
ið hefur einnig eftir það nýst mér
vel sem bæjarstjóri og stjómmála-
maður. I þessu námi er mikið lagt
upp úr skipulögðum vinnubrögðum,
áætlanagerð og öguðu vinnuum-
hverfi. Það hefur nýst mér vel í að
skipuleggja störf mín sem stjórn-
málamaður.“
í Stykkishólmi
þegar færi gefst
Hvernig eru fjölskylduhagirnir
hjá hinum nýja samgönguráðherra?
„Ég kvæntist konu minni, Hall-
gerði Gunnarsdóttur, árið 1967 og
eignuðumst við það ár soninn
Gunnar. Siðan höfum við eignast
fjögur börn til viðbótar, Elínborgu,
Ásthildi, Böðvar og Sigríði Erlu,
þannig að við eigum fimm böm og
er það yngsta sjö ára stelpa. Aðal-
heimili okkar er í Stykkishóími,
enda var ég bæjarstjóri þar
1974-1991, en við höldum líka heim-
ili hér í Reykjavík og hér eru börn-
in okkar í skóla á veturna. Þau tvö
elstu era farin að heiman og eiga
hvort sína dótturina. Við erum i
Stykkishólmi yfir allar stórhátíðir
og í raun alltaf þegar færi gefst.“
Alæta á tónlist
og bókmenntir
Hvað gerir Sturla Böðvarsson
svo þegar frí gefst frá daglegu
amstri?
„Ég var nú lengi vel með hesta
og það var mín helsta skemmtun
að sinna þeim. Nú gefst mér ekki
lengur tími til að stunda það með-
fram stjórnmálunum og að búa á
tveimur stöðum. Mestur tíminn
núna fer því í að vera með fjöl-
skyldunni, þ.e. þær stundir sem
gefast, því að starf stjórnmála-
mannsins er þess eðlis að fáar
stundir gefast. En fjölskyldan reyn-
ir að vera saman og mestur partur-
inn fer nú I að vera heima í Stykk-
ishólmi í kjördæminu og sinna þar
því sem þarf að sinna. En þess
utan les ég mikið, bæði vegna
starfsins og mér til gamans, og
hlusta á tónlist en ég er alæta á
tónlist og bókmenntir," segir
Sturla Böðvarsson samgönguráð-
herra. -hdm
Skemmtilegast: Að eiga frí.
Leiðinlegast: Að taka til.
Uppáhaldsmatur: Mexíkóskur
matur.
Uppáhaldsdrykkur: Kók.
Fallegasta manneskja fyrir
utan maka: Brad Pitt.
Fallegasta röddin: Vanda Sig-
urgeirs þegar hún messar yfir
okkur í hálfleik.
Uppáhaldslíkamshluti: Aug-
un.
Hlynnt(ur) eða andvíg(ur)
ríkisstjórninni: Hlynnt.
Með hvaða teiknimyndaper-
sónu myndir þú vilja eyða
nótt: Bart Simpson.
Uppáhaldsleikari: Julia Ro-
berts.
Uppáhaldstónhstarmaður:
Enginn sérstakur.
Sætasti stjórnmálamaður-
inn: Pass.
Uppáhaldssjónvarpsþáttur:
Friends.
Leiðinlegasta auglýsingin:
Kjúklingaauglýsingin I feel j
like chicken tonight...
Leiðinlegasta kvikmyndin:J
Postman.
Sætasti sjónvarpsmaðurinn:|
Enginn sérstakur.
Uppáhaldsskemmtistaður:
Það er misjafnt eftir kvöldum.
Besta „pikk-öpp“ hnan: Er
pabbi þinn þjófur? Stal hann
fallegustu stjörnunum á himn-
inum og setti í augun á þér?
Hvað ætlar þú að verða þeg-
ar þú ert orðin(n) stór: Rík,
annað kemur svo bara i ljós.
Eitthvað að lokum: Áfram
Guðrún Sóley lék stórt
hlutverk í liði íslands-
meistara KR í sumar og
á dögunum var hún svo
valin í kvennalandsliöiö.
Um síðustu helgi var
Guðrún valin efnilegasti
leikmaðurinn í kvenna-
flokki í lokahófi knatt-
spyrnufólks.
Fullt nafn: Guðrún Sóley
Gunnársdóttir.
Fæðingardagur og ár: 15.
september 1981.
Maki: Benedetto Valur Nar-
dini.
Börn: Engin.