Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1999, Side 6
6
MÁNUDAGUR 11. OKTÓBER 1999
Fréttir___________________________________________________________________________________dv
Hillary Rodham Clinton ánægö meö íslandsheimsóknina:
Keypti sér jakka og
borðaði súpu á kaffihúsi
Hillary Rodham Clinton forseta-
frú skoöaöi miöborg Reykjavíkur á
laugardaginn. Bæjarferðin var
óvænt en fyrirhugaö hafði veriö að
forsetafrúin færi til Vestmannaeyja.
Á síðustu stundu var hætt við Vest-
mannaeyjaferðina vegna veöurs og
þess í stað hélt Hillary í bæinn og
hóf gönguna á Barónsstíg. Þrátt fyr-
ir rigningu og fremur leiðinlegt veð-
ur gekk forsetafrúin í hægðum sin-
um og stoppaði oft til að líta í búð-
arglugga. Forsetafrúin hvarf inn í
verslun Bernharðs Laxdals þar sem
hún festi kaup á gulum jakka sem
hún klæddist það sem eftir lifði
dagsins. Með forsetafrúnni voru
óeinkennisklæddir öryggisverðir
auk þriggja aðstoðarkvenna. Hillary
virtist njóta hverrar minútu, brosti
til vegfarenda og heilsaði mörgum
þeirra með handabandi. Þegar neð-
ar dró á Laugaveginn fór Hillary
inn í spilabúð Magna, Leðurbúðina
og verslunina Flex.
Hillary-súpan vinsæl
Þá lá leiðin niður Bankastræti og
inn Austurstræti en þar hvarf Hill-
ary Clinton ásamt foruneyti inn á
Café París. „Þetta var frekar óvænt
því við vissum að starfsmenn for-
setafrúarinnar voru búnir að skoða
nokkur kafFihús. Við vildum samt
vera við öllu búnir og héldum átta
borðum í reyklausa salnum og það
var jafngott því allt í einu stóð Hill-
ary Clinton inni á miðju gólfi,“
sagði Jón G. Bjamason, yflrþjónn á
Café París. „Hún er afskaplega al-
þýðleg og elskuleg í öllu fasi. Ég
Hillary Clinton yfirgefur Café París.
DV-mynd S
skal þó viðurkenna að blóðþrýsting-
urinn hækkaði talsvert hjá
nokkrum þjónanna en þeir voru
fljótir að jafna sig. Forsetafrúin
pantaði tómatsúpu sem hún borðaði
af bestu lyst. Þetta gekk í alla staði
vel og mér reiknast til að hún hafí
haft um hálftíma viðdvöl hérna
inni,“ sagði Jón og bætti því við að
tómatsúpan hefði rokið upp í vin-
sældum og nú vildu allir fá „Hill-
£iry-súpu“.
Að hádegisverði loknum hélt Hill-
ary Clinton í Borgarleikhúsið þar
sem hún stýrði pallborðsumræðum
á ráöstefnunni Konur og lýðræði.
Síðdegis skoðaði hún svo víkinga-
skipið íslending og handritin í
Ámastofnun.
-aþ
Ánægjulegt að heim-
sækja Þingvelli
- sagði Hillary Clinton í ræðu sinni
yjjóttu
V na h.afi
augnabliksins
og hafðu þtegindin ífyrirrúmi
Edda Sverrisdóttir hitti Hillary Clinton tvisvar:
Hrifnæm kona
og blátt áfram
Edda Sverrisdóttir sýnir Hillary Clinton, forsetafrú
Bandaríkjanna, skartgripi í versluninni Flex.
DV-mynd Sús.
„Eg var búin að sjá
öryggisverði á Lauga-
veginum en ég átti
alls ekki von á að Hill-
ary kæmi fótgang-
andi, hvað þá að hún
kæmi inn i búðina,“
sagði Edda Sverris-
dóttir, eigandi versl-
unarinnar Flex, en
hún hitti Hillary
Clinton tvisvar um
helgina; í seinna
skiptið þegar hún,
ásamt Jónínu Bjart-
marz og Dagnýju Hall-
dórsdóttur, afhenti
forsetafrúnni viður-
kenningu Samtaka
kvenna í atvinnu-
rekstri.
„Hún kom mér al-
veg yndislega fyrir
sjónir, hún er afar hrifnæm og blátt
áfram. Mér fannst hún vera kona
sem leyfir sér að vera til og er
hvorki stíf né þvinguð. Hún virðist
vera mikill fagurkeri og það var
gaman að fylgjast með hve hún naut
þess að skoða bæði skartgripina og
fötin. Hún mátaði mikið af skart-
gripum og spurði margs í sambandi
viö þá. Það var létt yfir forseta-
frúnni og hún rabbaði á léttum nót-
um við aðstoðarkonur sínar. Ég er
viss um þær nutu þessa búðaráps,"
sagöi Edda Sverrisdóttir og bætti
því við að seinni fundur hennar og
Hillary Clinton á Hótel Sögu í gær-
morgun hefði ekki verið siður
ánægjulegur. -aþ
ánægjulegt að
heimsækja Þing-
velli, sem eru í
senn stolt ís-
lensku þjóðarinn-
ar og tákn lýð-
ræðis og frelsis,“
sagði Hillary
meðal annars í
ræðu sinni. Hún
yék einnig að Hillary á Þing-
fundi Ameríku vö||Um í fyrradag.
og kvaðst hun
kunna að meta hlutverk íslendinga
í landafundunum en ekki síst þær
hugsjónir sem hefðu legið að baki.
Þá sagði hún ánægjulegt að Banda-
ríkin og Island hefðu gert samning
vegna árþúsundamótanna. Að ræð-
unni lokinni var forsetafrúnni boð-
ið inn í Þingvallabæinn. Meðal
þeirra sem sátu málsverð með Hill-
ary voru Davíð Oddsson forsætis-
ráðherra, sr. Heimir Steinsson,
Guðni Ágústsson landbúnaðarráð-
herra, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
borgEirstjóri, Guðrún Agnarsdóttir
læknir, Rannveig Rist forstjóri, Páll
Skúlason háskólarektor, Tinna
Gunnlaugsdóttir, formaður Banda-
lags íslenskra listamanna, og Sig-
urður Líndal lagaprófessor. -aþ
Það geta allir
í Qölskyldunni látið
fara vel lun sig í LA-Z-BOY.
Hillary Clinton og Davíð Oddsson á leið niður Almannagjá. DV-mynd ÞÖK
Hillary Rodham Clinton gekk nið-
ur Almannagjá í fylgd forsætisráð-
herra, Davíðs Oddssonar, síðdegis á
laugardaginn. Á Lögbergi tók sr.
Heimir Steinsson á móti forseta-
frúnni og sagði henni frá stöðu og
mikilvægi Þingvalla í gegnum ís-
landssöguna.
Eftir að hafa horft á hestasýningu
og þegið tvo gæðinga bauð Davið
Odssson hana formlega velkomna
til Þingvalla og að því loknu hélt
forsetafrúin stutta tölu. „Mér er
bæði heiður og ánægja að heim-
sækja ísland. Það er sérstaklega
Framleitt í USA
Margar tegundir. Verð frá kr. 35.980,-.
Áklæði & leður í miklu úrvali.
Bíldshöfði 20
HÚSCACNAHÖLLIN
112 Reykjavík Sími 510 8000
LA-Z-BOY