Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1999, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1999, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTÓBER 1999 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON Aöstoöarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjðrn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiösla, áskrift: ÞVERHOLTI 11, 105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RiTSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverð 180 kr. m. vsk., Helgarblað 250 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fýrir viötöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Okrarar velja fituna íslendingar verða stöðugt þyngri og feitari. Gildir það um bæði kyn, unga jafnt sem aldna. í þessum efnum stríð- um við við svipaðan vanda og aðrar vestrænar þjóðir. Hjá okkur, sem öðrum velmegunarþjóðum, hefur ekki dregið úr orkuneyslu til samræmis við minnkandi orkuþörf sem fylgir minni líkamlegri áreynslu nútimamannsins. í grein eftir Hólmfríði Þorgeirsdóttur, matvælafræðing hjá Manneldisráði, og Brynhildi Briem, matvæla- og nær- ingarfræðing og lektor við Kennaraháskóla íslands, í fréttabréfi Matvæla- og næringarfræðafélags íslands, segja höfundar ástandið offitufaraldur. ísland er ekki undanskilið svo sem fram kemur í nýlegri viðamikilli út- tekt á holdafari barna og fullorðinna hér á landi. Þar sést að ofþyngd og offita eru vaxandi vandamál hjá báðum hópum. Ofþyngd stúlkna hefur aukist frá 3,1 prósenti árið 1938 upp í 19,7 prósent á liðnu ári. Hjá drengjum hefur þetta hlutfall breyst svipað eða frá 0,7 prósentum upp í 17,9 pró- sent. Það eru alvarleg tíðindi að nær fimmta hvert barn eigi við þennan vanda að glíma. Þau börn sem eiga við offitu að stríða eru nær 5 prósent nú, en offita meðal þeirra var að óþekkt fyrir 60 árum. OfFita barna eykur líkur á ofFitu þegar kemur fram á fullorðinsár. í könnuninni kemur einnig fram að fullorðnir þyngjast stöðugt. Á tuttugu ára tímabili, frá 1975-1994, jókst of- þyngd kvenna á aldrinum 45-64 ára úr 32 prósentum i 42 prósent og hjá sama aldurshópi karla frá 46 prósentum í 53 prósent. Meirihluti þessa hóps karla er því of þungur. Ekki þarf að hafa mörg orð um þá hættu sem er fylgi- fiskur offitu. Hún er áhættuþáttur fyrir ýmsa sjúkdóma, til dæmis hjarta- og æðasjúkdóma, sykursýki hjá full- orðnum auk ýmissa krabbameina. Þá er ótalinn félagslegi og sálræni þátturinn. Mjög feitu fólki hættir til að ein- angra sig og það líður oft sálarkvalir vegna ástandsins. í grein sinni benda Hólmfríður og Brynhildur á að of- þyngd og offita séu vaxandi vandamál hér á landi, bæði meðal bama og fullorðinna, og hvetja um leið að bmgðist verði við þessu heilsufarslega vandamáli. Reynslan segir, að því er fram kemur hjá höfundum, að árangur megrunar sé oft lítill. Því þurfi að leggja áherslu á forvamir og koma með því í veg fyrir að þjóðin haldi áfram að fitna. Stuðla þarf að heilbrigðari lífsháttum, aukinni hreyfingu og hollari neysluvenjum. Sund og gönguferðir eru dæmi um hreyfingu sem flest- ir geta stundað og mataræðið þarf að vera fjölbreytt. Greinarhöfundar beina því til fólks að Fitu- og sykur- neyslu sé stillt í hóf og síðast en ekki síst að borðað sé mikið af grænmeti og ávöxtum. í fyrrgreindri könnun er vakin athygli á hættulegum og vaxandi vanda meðal þegnanna og greinarhöfundar benda á leiðir til úrbóta. Manneldissjónarmið segja að auka beri verulega grænmetis- og ávaxtaneyslu. Fjand- samleg stjórnvöld koma hins vegar í veg fyrir að svo geti orðið. Hollustuvaran er hreinlega verðlögð út af mark- aðnum með ofurtollum. Almenningur veigrar sér því við að kaupa grænmeti í þeim mæli sem nauðsynlegt er. Heil- brigð manneldisstefna stjórnvalda er aðeins í orði en ekki á borði. Svari stjórnvöld ekki háværum kröfum neytenda og af- nemi okurtolla af grænmeti mun ástandið enn versna. Offitufaraldur segja fræðimenn og styðja það rökum en stjómvöld okra enn og daufheyrast við vandanum. Jónas Haraldsson Að undanförnu hefur ver- ið nokkur umfjöllun í DV um alvarlegar líkamsmeið- ingar, meðferð vegna þeirra mála og viðbrögð refsi- vörslukerflsins. Einkum hefur verið horft til þáttar lögreglu, enda málin verið til meðferðar hjá henni. En það er í þessum málum sem og í svo mörgu öðrum - flestir átta sig á stöðu mála en aðrir sjá eðlilega ekki sólina fyrir skýjunum. Eftir gildandi reglum Lögreglan þarf ávallt að leika eftir reglum gildandi laga. Hún getur ekki leyft sér að taka ákvarðanir út frá því hvaða umræður eða viðbrögð tiltekin mál kunna að fá á meðal almennings. Lögreglan reynir ávallt að hafa í heiðri meðalhófsregluna sem kveðið er á um í stjórnsýslulögum og lögreglulögum, segir m.a. í grein Ómars Smára.- Lögreglan að störfum. Forsendur gæsluvarðhalds kafla stjórnarskrár- innar. Verndunar- hagsmunir mannrétt- indaákvæða lúta venjulega að skerð- ingu persónufrelsis og rétti manna til að ráða yfir líkama sín- um. Það er staðreynd að með þvingunarráð- stöfunum er verið að skerða viðurkennd mannréttindi. Þess vegna þarf hverju sinni að vera fyrir hendi skýr og ótvíræð lagaheimild til að beita þeim, ann- ars eru þær ólögmæt- ar. Og ekki vill lög- reglan taka þátt í slík- — „Lögreglan getur aldrei gert kröfu um gæsluvarðhald til þess eins að refsa fólki sem kært hef- ur verið eða er grunað um refsis- verðan verknað. Þvingunarráð- stafanir skerða grundvallarmann- réttindi en þau njóta m.a. verndar í VII. kafla stjórnarskrárinnar.“ Kjallarinn Ómar Smári Ármannsson aðstoðaryflrlögreglu- þjónn Hún getur heldur ekki ráðið því hvern- ig fjallað er um ein- stök mál í fjölmiðlum - jafnvel þótt lýsing tiltekinna atburða sé þar ekki alltaf vel raunhæf miðað við fyrirliggjandi stað- reyndir. í meginreglu um forsendur gæsluvarð- halds í lögum um meðferð opinberra mála segir m.a. að „sakborningur verði því aðeins úrskurð- aður í gæsluvarðhald að fram sé kominn rökstuddur grunur um að hann hafi framið verknað sem fangelsisrefsing er lögð við, enda hafi hann náð 15 ára aldri. Auk þess verður að vera fyr- ir hendi eitthvert eftirtalinna skil- yrða: a) að ætla megi að sakbom- ingur muni tor- velda rannsókn málsins? b) að ætla megi að hann muni reyna að komast úr landi? c) að ætla megi að hann muni halda áfram brotum meðan máli hans er ekki lokið og d) að telja megi gæsluvarðhald nauðsynlegt til að verja aðra fyrir árásum sakbornings eða hann sjálfan fyrir árásum eða áhrifum annarra manna“, þ.e. vegna al- mannahagsmuna. Ótvíræð lagaheimild Lögreglan getur aldrei gert kröfu um gæsluvarðhald til þess eins að refsa fólki sem kært hefur verið eða er grunað um refisverð- an verknað. Þvingunarráðstafanir skerða grundvallarmannréttindi en þau njóta m.a. verndar í VII. um aðgerðum gagnvart fólki. Hún reynir ávallt að hafa meðalhófs- regluna, sem kveðið er á um í stjórnsýslulögum og lögreglulög- um, i heiðri. En meðalvegurinn er líka vandrataður eins og dæmin sýna. Samþykki dómara Grundvallarskilyrði fyrir gæslu- varðhaldi er samþykki dómara. í nýlegum úrskurðum í hliðstæðum málum hefur dómari synjað iög- reglu um gæsluvarðhald yfir mönnum sem veitt höfðu öðrum al- varlega áverka. Má þar t.d. nefna úrskurð héraðsdóms frá 7. sept. 1998 þar sem maður veitti öðrum skærastungu. Þar var ekki hægt að skírskota til rannsóknarhagsmuna, einungis afvarleika brots. Héraðs- dómur hafnaði kröfu lögreglu og Hæstiréttur staðfesti úrskurð hér- aðsdóms. Þá má nefna synjun hér- aðsdóms á kröfu lögreglu frá 13. okt. 1998 vegna alvarlegrar líkams- árásar þar sem afleiðingin varð heilablæðing. Þar var ekki fallist á þau rök lögreglu að gæsluvarðhald væri nauðynlegt með tilliti til al- mannahagsmuna. Þegar alvarleg líkamsmeiðingar- mál eru til meðferðar hjá lögreglu og í umijöllun fjölmiðla koma venjulega fram sterk viðbrögð frá almenningi, einkum ef gerandanum er sleppt frjálsum ferða sinna að af- skiptum hennar loknum. Af við- brögðum fólks við „aðgerðarleysi" lögreglu í nýjasta „beinbrotsmál- inu“ má sjá að því fmnst einkenni- legt að hún skuli ekki gera kröfu um gæsluvarðhald yfir þeim mönn- um sem hlut áttu að máli. Fyrst það er ekki gert hljóti þetta að enda með því að fólkið taki bara völdin í sínar hendur og afgreiði þessi mál sjálft. Þess ber þó að geta að héraðs- dómur hefur, þegar skilyrði hafa verið fyrir hendi, fallist á all- nokkrar kröfur lögreglu um gæsluvarðhald yfir fólki sem vald- ið hefur öðrum alvarlegum áverka. Reynt hefur verið að út- skýra fyrir fólki að í þessu tilviki hafi það verið mat hlutaðeigandi aðila, byggt á fyrri dómum og þeim lagaákvæðum sem í gildi eru, að í nefndu tilviki hafi ekki verið forsendur til gæsluvarð- haldskröfu. En eftir sem áður þarf að skoða hvert mál fyrir sig og ef gera þarf einhverja lagabreytingu til þess að auðvelda yfirvöldum að beita þvingunarúrræðum þarf að vekja athygli á því við rétta aðila. Þessu sinni var það metið svo að ekki hefði verið grundvöllur til kröfu- gerðar og það ber að virða. Ómar Smári Ármannsson Skoðanir annarra Nýtt „Oskabarn“ þjóðarinnar „íslensk erfðagreining er ekki lengur erlent fyrir- tæki eða gagnagrunnurinn aðeins umdeild hugmynd meistara í almannatengslum, Kára Stefánssonar, sem hefur það líka til síns ágætis að vera læknir og vísinda- maður. Fyrirtækið er nú í meirihlutaeigu íslendinga eftir hlutabréfakaupin umdeildu í júní. Hvort sem við erum í grunninum eða erum við búin að ættleiða fyrir- tækið, þjóðin hefur eignast nýtt „Óskabarn" eins og Eimskip var einu sinni nefnt. Með þvi að láta fyrirtæki og sjóði í almannaeigu eignast hlut er verið að tengja efnahag þjóðarinnar allrar við gengi fyrirtækisins." Kristján Jónsson í Mbl. 9. okt. Á valdi tilfinninganna „Sumir þeirra sem hafa tjáð sig fyrir hönd óskil- greinds hóps lækna hafa verið í forystu þeirra sem hald- ið hafa uppi látlausri gagnrýni á mig sem heilbrigðisráð- herra, á ríkisstjórn og Alþingi fyrir að samþykkja lögin um gagnagrunn á heilbrigðissviði. Þetta hefur verið gert innanlands og utan, á vettvangi öölþjóðlegra stéttarfé- laga iækna, á ráðstefnum og í öölmiðlum. Mér finnst sumir hafa misst sjónar á að frumvarpið var lögfest á Al- þingi í desember síðastliðnum.Það hefur komið mér á óvart að menn skuli í röksemdum sínum lenda á valdi tilfinninganna og hirða minna um staðreyndir. Ingibjörg Pálmadóttir í viðtali við Dag 9. okt. Nígería noröursins? Nú berast fregnir af því að tollyfirvöld í Þýskalandi hafi farið ofan í saumana á innflutningi íslenskra hesta síðustu tíu ár. Þar mun koma fram, að meðalverð á hesti sé skráð 20 til 30 þúsund íslenskrar krónur. Þarf vart að ræða slíkt mál, hvert einasta mannsbarn veit betur, hér er ekki skráð rétt verð...Má því ætla að skatt- svik hestamanna síðastliðin tíu ár séu á bilinu 17 til 20 milljarðar, þar af 4,5 til 5 milljarðar í útflutningssvik- um. Nú má velta því fyrir sér, hvort nokkur hafi kjark til að taka málið upp á hinu háa Alþingi...Alþingi og ríkisstjórn íslands verða að beita sér í þessu máli...Við viljum ekki láta stimpla þjóðina, sem Nígeríu norðurs- ins.“ Hreggviður Jónsson í Mbl. 9. okt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.