Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1999, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1999, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 27. OKTÓBER 1999 Útlönd Rússar halda áfram sókn sinni í Tsjetsjeníu: Komnir fast að Bradley og Bush hnífjafnir í NH Bill Bradley, sem sækist eftir forsetatilnefningu Demókrata- flokksins, og George W. Bush, væntanlegt forsetaefni repúblik- ana, voru hnífjafnir í skoðana- könnun í New Hampshire í gær. Báðir fengu 42 prósent atkvæða. Fyrstu forkosningarnar fyrir for- setakosningarnar árið 2000 verða haldnar í New Hamsphire. í könnun meðal líklegra kjós- enda demókrata fékk Bradley, sem er fyrrum öldungadeildar- þingmaður, 47 prósent á móti 39 prósentum Als Gores varaforseta. Bush myndi sigra Gore i New Hampshire með 49 prósentum atkvæða gegn 36 prósentum. höfuðborginni Rússneskar hersveitir héldu áfram sókn sinni úr austri inn í Tsjetsjeníu í morgun. Þær eru nú komnar fast að höfuðborginni Grozní og nánast búnar að um- kringja hana. Tugir herfylkja með brynvarða bíla hafa verið að þokast nær Groznf en yfirmenn rússneska hers- ins hafa ekkert sagt um hvort til standi að gera áhlaup á borgina. Fregnir herma að rússneskir her- menn hafi nálgast borgina frá vestri, norðvestri og austri. Þá bendir ekkert til að hershöfðingjar ætli að draga úr loft- og stórskota- liðsárásum á það sem þeir segja að séu búðir uppreisnarmanna í Tsjetsjeníu. Interfax fréttastofan hafði eftir yf- irmönnum í rússneska hemum að Ungur flóttamaður nærri landamær- um Tsjetsjeníu og Ingúsjetíu. hersveitir væru komnar að að út- jaðri Gudermes, næststærstu borg- ar Tsjetsjeníu sem er um 30 kíló- metra austur af Grozní. Rússar voru áður búnir að ná undir sig þorpum á þessum slóðum og um- kringja önnur þar sem uppreisnar- menn halda til. Rússneska sjónvarpið greindi frá því í gær að skriðdrekar hefðu ráð- ist á svæði i fimmtán kílómetra fjar- lægð frá Grozní. „Hersveitir okkar hafa stökkt uppreisnarmönnum á flótta frá víg- hreiðrum sínurn," sagði herforing- inn Gennadí Trosjev í viðtali við sjónvarpsfréttamenn. Vladímír Pútín, forsætisráðherra Rússlands, nýtur mikilla vinsælda heima fyrir vegna hörkunnar sem Rússar hafa sýnt í Tsjetsjeníu. Lögreglumaður kllfrar upp í heimsins stærsta parísarhjól í London í gær til að ræða við umhverfisverndarsinna sem dvöldu þar næturlangt. Umhverfisverndarsinnarnir voru að mótmæla stíflugerð um allan heim. Símamynd Reuter New York: Verða að vinna til að fá þak yfir höfuðið Heimilislausir í New York, sem vilja hafa þak yfir höfuðið í vetur, verða að vinna til þess að fá það. Þeir sem fá aðstoð frá félagsmála- yfirvöldum hafa þurft að vinna til að geta nýtt sér réttindi sín. Nú hefur borgarstjóri New York, Rudolph Giuliani, ákveðið að hið sama eigi að gilda um heimilis- lausa í 60 daga. IVÍun þetta snerta 4600 fjölskyldur og 7000 einstak- linga sem búa í skjóli borgaryflr- valda. Talsmenn heimilislausra í stór- borginni eru slegnir vegna ákvörðunar borgarstjórans. „Þetta gæti hrakið hundruð, jafn- vel þúsundir, út á göturnar," seg- ir Patrick Markee, ráðgjafi heim- ilislausra. Giuliani styðst við reglugerð frá 1997 sem miðar að því að reyna að koma heimilis- lausum inn í atvinnulífið. Breskir lávaröar urðu að beygja sig: Samþykktu eigin brott- rekstur úr þingsölum Breskir erfðalávarðar urðu að beygja sig fyrir kröfum ríkisstjóm- ar Tonys Blairs í gær og gera sjálfa sig brottræka úr breska þinginu. En ekki voru allir jafnhrifnir af því ráðslagi. Skeggjaður hægrisinnaður aðals- maður, hinn 34 ára gamli jarl af Burford, olli töluverðu uppnámi í lávarðadeildinni við upphaf umræð- unnar þegar hann stökk upp á sæti deildarforsetans og kallaði máls- meðferðina landráð. „Lávarðar mínir, þetta frumvarp sem er samið í Brassel er landráð! Við erum að verða vitni að afnámi Bretlands," hrópaði jarlinn áður en starfsmenn þingsins fjarlægðu hann. Burford er sonur fjórtánda her- Tony Blair, forsætisráðherra Bret- lands, beygði lávarða landsins. togans af St.Albans en á sjálfur ekki sæti i lávarðadeildinni. Samkvæmt frumvarpi rikisstjórnarinnar um lá- varðadeildina missir jarlinn, svo og hundruð annarra aðalsmanna, rétt- inn til að sitja í lávarðadeildinni af þeirri ástæðu einni að þeir eru fæddir inn í breska aðalinn. Framvarpið var að lokum sam- þykkt með 221 atkvæði gegn 81. Endanleg útgáfa þess var málamiðl- un milli ríkisstjórnarinnar og íhaldsflokksins, sem er í stjómar- andstöðu. Frumvarpið gerir ráð fyr- ir að 92 erfðalávarðar fái að sitja áfram í lávarðadeildinni á meðan breytingamar era að ganga í gegn. Einn lávarður sagði framvarpið undanfara þess að drottningu yrði sparkað úr Buckinghamhöll. Stuttar fréttir :dv Hald lagt á sprengiefni Rússneska öryggislögreglan fann hálft tonn af sprengiefhi í skógi nálægt bænum Kotovsk. Það er sagt tilheyra hryðjuverka- mönnum sem hafl ætlað að sprengja fjölbýlishús í Tambov. Handteknir í Kosovo Friðargæsluliðar hafa handtek- ið þrjá júgóslavneska hermenn í Kosovo. Hermennirnir voru vopn- aðir og í einkennisbúningi. Ný pólitísk stefna Abdurrah Wahid, nýkjörinn forseti Indónesíu, segir tíma ágreinings lok- ið. Þörf sé á þjóðareiningu og einingu milli stjómmála- flokka og trúar- bragða. Abd- urrah Wahid kynnti nýja stjóm sína í gær sem flestir stjómmálaflokkar taka þátt í. Ráðuneyti fyrir mann- réttindi hefur verið sett á laggirn- ar í Indónesíu í fyrsta sinn. Upp- lýsingaráðuneytið, sem hafði eft- irlit með fjölmiðlum, var lagt nið- Átök í Betiehem Að minnsta kosti 15 Palestinu- menn særðust í átökum við isra- elska hermenn í Betlehem í gær. Hundruð mótmælenda, reiðir vegna dráps á Palestínumanni á mánudaginn, grýttu hermennina. Þeir svöraðu með þvi að skjóta gúmmíkúlum. Myrða átti Rommel Bretar ráðgerðu að myrða Erwin Rommel, yfirmann þýskra hersveita í Afríku, í seinni heims- styrjöldinni. Hætt var við morðið vegna skorts á upplýsingum. Þetta kom fram í leyniskýrslum sem birtar voru i gær. Berlusconi sleppur Áfrýjunardómstóll í Mílanó ákvað í gær að málið gegn Silvio Berlusconi og Bettino Craxi um ólöglega fjáröflun til stjómmála- flokka yrði lagt niður. Of langt var frá því að afbrotin voru fram- in. Krltarkort handa Jeltsín Borís Jeltsín Rússlandsforseti fékk krítarkort hjá Gotthardbank- anum i Lugano. Ábyrgðaraðili var bygginga- fyrirtækið Mabetex í Sviss. Þessu var haldið fram í þýska sjónvarpsþættin- um Frontal hjá ZDF-sjónvarps- stöðinni í gær. Tveir fjölskyldu- meðlimir Jeltsíns fengu einnig krítarkort. Mabetex fékk ábata- saman samning við endurbætur í Kreml fyrir nokkrum áram. Sprengjurottur Bretar hugðust í seinni heims- styrjöldinni beita rottum með sprengiefni í feldinum. Koma átti rottunum fyrir í kolabingjum ná- lægt gufukötlum. Þjóðverjar fundu stóran kassa af rottunum. Lokatilraun Mitchells Bandaríski sáttasemjarinn Ge- orge Mitchell kemur aftur til N-ír- lands í dag til að gera lokatilraun til að sætta kaþólikka og mótmæl- endur. Sameining í desember Alexander Lukashenko, forseti Hvíta-Rússlands, sagði í gær að hann myndi ásamt Jeltsín Rúss- landsforseta undirrita samkomu- lag um sameiningu landanna. Haider fær að hlaupa Jörg Haider, leiðtoga Frelsis- flokksins í Austurriki, fær að taka þátt í maraþonhlaupinu í New York. Gyðingar höfðu reynt að hindra þátttöku Haiders á þeirri forsendu að hann væri hrif- inn af nasistum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.