Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1999, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1999, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 27. OKTÓBER 1999 Spuriúngin Ertu farin að huga að jólunum? Margrét Ásta Amarsdóttir nemi: Já, og ég hlakka mjög mikið til. Hörður Sturluson nemi: Nei, ekki neitt. Eyþór Kristjánsson matreiðslu- maður: Nei, ekki ennþá. Davíð Reynisson: í Ijósi nýju Kringlunnar verð ég að segja að það er kominn jólahugur í mig. Mikael Amarson nemi: Já, ég er í mjög miklu jólastuði þessa dagana. Björgvin Benediktsson nemi: Að- aÚega að jólafríinu. Lesendur Flugstöð Leifs Eiríkssonar - sorgarsögunni ætlar ekki að linna Að sjálfsögðu á að einkavæða Flugstöð Leifs Eiríkssonar. - Bjóða erlendum flugfélögum ívllnun með ýmsum hætti. Af nógu er að taka í þeim efnum, segir m.a. í bréfi Skarphéðins. Farþegar bíða eftir flugi í Leifsstöð. Skarphéðinn Einarsson skrifar: Hinni ljótu sorgarsögu Flugstöðv- ar Leifs Eiríksson- ar ætlar seint að linna. Nú hefur ráðherra frestað ráðningu forstjóra flugstöðvarinnar. Ástæðan: gamall gullkálfur SÍS með „ógróna" fortíð má ekki hætta. Tveir aðrir umsækjend- ur sem hafa miklu meiri menntun og einnig reynslu voru ekki ráðnir. Lítum aðeins á málefni flugvallarins síðustu áratug- ina. Bandaríkin lögðu fram 50% af heildarkostnaði við flugstöðina strax, en íslendingar þráttuðu um málið fram og aftur. Er stöðin var opnuð vorið 1987, hafði hlutur íslendinga hækkað um helming, vegna ýmiss konar óreiðu, en enginn dreginn til ábyrgðar. Bandaríski sjóherinn greiddi fyrir veg frá stöðinni að Fitj- um í Njarðvík, einnig allan kostnað við flughlöð og aðkeyrslubrautir flug- véla sem var mikið fé. Flotinn sér um snjó- og hálkueyð- ingu við stöðina svo og á vellinum öllum. Einnig eldvamir á vellinum og í Leifsstöð. Trúlega munu Banda- ríkjamenn hætta þessu árið 2002 er nýr samningur við vamarliðið verð- ur endumýjaður, enda ekki hægt að ætlast til að svo verði áfram, þegar lendingum hervéla fækkar stöðugt. Varaflugvöllur fyrir Norður-Atl- antshafsflug er í Prestwick í Skotlandi. Vélar sem gætu lent hér lenda hins vegar þar. Þjóðhöfðingjar og þekkt fólk hefur haft þar viðdvöl á leið yflr hafið. Eftir áralanga deyfð á Prestwick-flugvelli er þar allt á upp- leið, og mikil vinna hefur verið lögð í endurbætur sem skila sér nú mjög vel. Til gamans má geta þess að árið 1960 hafði Elvis Presley viðdvöl á þessum skoska flugvelli á leið sinni frá Þýskalandi, þar sem hann gegndi herþjónustu. Það mun hafa verið i eina skiptið sem hann steig fæti á breska gmndu. En hvað hefur áunnist í að mark- aðssetja Keflavíkurflugvöll? Ekkert. - íslendingar fá öll lendingargjöld af borgaralegu flugi. Að sjálfsögðu á að einkavæða Flugstöð Leifs Eiríksson- ar og veita erlendum félögum ívilnun noti þau völlinn reglulega, t.d. með annarri hverri lendingu frírri, eða einhverju svipuðu. - Af nógu er að taka í þeim efnum. Skarphéðinn Einarsson. Af skotmannamessu Haraldur Guðnason skrifar: Fyrir nokkru las ég í blaði, að haldin yrði „skotmanna- messa“. Þetta voru góðar fréttir. Full þörf að biðja fyrir skotmönnum íslands, hetjum há- lendisins, sem ár Haraldur hvert villast á fjöll- Guðnason. um og heiðum, og til að biðja fyrir góðum feng. Og þá ekki síst um að skot lendi ekki í nærstöddum veiðimönnum í stað rjúpunnar (samanher þá válegu frétt í fjölmiðlum, að oddviti hafi skotið sveitarstjóra í fótinn). Þá kvað ekki vanþörf á að biðja fyrir þeim sem eru svo óheppnir að búa við vegi þar sem hinir skot- glöðu aka um á finu bílunum sín- um. Líklega viturlegt af Guðna ráð- herra að leyfa skotglöðum að at- hafna sig á eyðijörðum ríkisins. Væri þá til bóta að merkja þessa staði sem hættusvæði, svo að þá mætti varast. Þá kynni líka að draga úr utan- vegaakstri og minni hætta af skot- hrið á hálendinu. Og þótt bændum fækki eitthvað og eyðijörðum fjölgi, þá er bót i máli, að fiðurféð seður marga svanga. Minn- umst þess og að sælir eru þeir sem eiga sinn jólamat óétinn. Fangelsismál og álit þjóðarinnar Fangavist kostar mikið fé. - Bréfritari hvetur skattgreiðendur til að tjá sig um hugmyndir sínar um hvernig lækka megi þennan kostnað. H. H.Ó. skrifar: Eins og flestir vita þá eru það skattgreiðendur sem greiða fangels- isvist fyrir fanga. Það kostar mikla peninga yfir árið ásamt þeirri þjón- ustu sem fangar eiga rétt á t.d. vegna læknisþjónustu. Sumir fang- ar sem lokið hafa afplánun fara út í þjóðfélagið óvinnufærir með öllu vegna heilsuleysis, sem þýðir aftur að þeir eru háðir félagsmálastofn- unum, og þar kemur aftur að skatt- greiðendunum.Sumir fangar fara úr fangelsi sem öryrkjar og því óvinnufærir. Og allir fangar hafa verið dæmdir til að greiða skaða- bætur af vissri fjárhæð, og hvernig eiga þeir að fara að því ef þeir eru óvinnufærir? Ekki geta fangar gert það á með- an þeir afplána. Þar eru þeir með 220 til 275 kr. á tímann. Þeir borga ekki skatta og ekki borga þeir í líf- eyrissjóði eða stéttarfélög, svo það lítur út fyrir að skattgreiðandinn standi uppi með kostnaðinn. Sé skattgreiðandanum ekki sama um þetta ætti hann að líta til þess hvernig aðrar þjóðir fara að i þess- um málum. Þar er t.d. langtíma- föngum gefinn kostur á reynslu- lausn eftir að hafa afþlánað hluta af sinum dómi, svo að fanginn geti bætt sig og unnið fyrir sínu broti. Þetta er í raun og veru mjög hag- stætt bæði fyrir ríkið og hinn al- menna skattgreiðanda, að ekki sé nú talað um fangann sjálfan, því það gefur honum von um að geta verið ábyrgur þjóðfélagsþegn. Finnist skattgreiðandanum að málin séu í lagi hér og sé hann reiðubúinn til að borga úr eigin vasa, verður svo að vera áfram. Fangar hér losna allir úr afplánun eftir að hafa afplánað tvo þriðju af dómnum, sama hvort hann sé bætt- ur eða ekki. Ég skora á almenning - hina almennu skattgreiðendur - að hugsa þessi mál og tjá sig um þau, finnist þeim átæða til. Og ég vona að þeim finnist ástæða til. Samfylkingin sundruð Elln hringdi: Ég var að lesa um skoðanakönnun DV á fylgi leiðtogaefna Samfylkingar- innar. Þar kemur fram, að Magrét Frí- mannsdóttir er efst á blaði. Þakka skyldi nú kjósendum Fylkingarinnar, að setja hana efsta, svo mjög sem hún hefur unnið að sameiningunni ásamt Sighvati Björgvinssyni, sem kemst ekki einu sinni á blað. Ég er hins veg- ar ekki viss um að Margrét yrði efst ef raunveruleg kosning um formann Samfylkingarinnar færi fram. Þar held ég að Jóhanna Sigurðardóttir yrði efst. Hitt má augljóst vera, að Samíylkingin er sundraður flokkur sem ekki nær neinu fjöldafylgi héðan af. Önnur sjónarmið, og gagnstæð Samfylkingunni eru þau sem fólk að- hyllist í dag. Dagskrá Ríkissjón- varpsins Viihjálmur Alfreðsson skrifar: Ég undrast þá öfugþróun sem smám saman er að festast í sessi þar á bæ með því m.a. að hefðbundin dagskrá er rofm vegna íþróttaþátta sem skulu, að því er mér sýnist, komast á skjáinn umfram allt annað. Sama sagan end- urtekur sig svo þegar sýnt er frá Al- þingi (sem er þó nokkuð fylgst með af þeim sem heima sitja eða vinna) því sendingar þaðan verða að víkja fyrir annarri dagskrá. Ég er ekki á móti íþróttum en menn verða að íhuga hvað meirihlutinn horfir á hverju sinni. Og hverjir eru tiltækir til áhorfs á hinum ýmsu tímum dagsins. Leikskólar senn úr leik G.K.Ó. skrifar: Ég er annað foreldri þriggja barna okkar hjónanna og hef haft tvö þau yngri á leikskóla undanfarin 2 ár. Þetta hefur gengið allvel, og ekkert undan leikskólanum að kvarta. Fóstr- urnar vel starfi sínu vaxnar og strák- amir minir ánægðir með dvölina. Með þeirri þróun sem nú er að verða, sýnist mér hins vegar að leikskólam- ir víki senn af sjónarsviðinu. Borgar- stjóri mælist til þess að foreldrar taki æ meiri þátt í starfi skólanna og létt undir, nú þegar alda mannfæðar ríður yfir þessa starfsemi. Ég er borgar- stjóra nokkuð sammála um þetta at- riði, en sé ekki hvemig þá verður hægt að treysta á leikskólana í fram- tíðinni. Raunar yrði hér um þegn- skylduvinnu foreldra að ræða, sem ég er sammála. En hví ekki einfaldlega að hvetja ungar mæður tfl að vera heima við barnauppeldi? Það er heU- brigðara og skapaði betra andrúmsloft og minni streitu. Og sparnaðurinn yrði meiri fyrir alla en nú er raunin. Byggðastefnan bull Sigurgeir hringdi: Ég vfl taka undir lesendabréf í DV sl. mánudag um Byggðastefnu og bú- setu, þar sem lögð er áhersla á að byggðastefnan sé eiginlega ekkert annað en ævintýramennska með fjár- muni almennings. í því formi sem byggðastefna hefur verið er það hár- rétt. Og það sem meira er, byggða- stefna í formi tilraunar tU atvinnu- sköpunar í dreifbýlinu er dæmd tU að mistakast á meðan samgöngukerfið út um dreifðustu héruðin er núU og nix. Það er líka deginum ljósara að engar atvinnubætur verða án þess að samgöngukerfið sé tU staðar. Sem sé; fuUkomnar samgöngur fyrst, síðan at- vinnusköpunin sem verður þá af sjálfsdáðum hjá heimamönnum og dregur svo að fleiri úr þéttbýlinu hér syðra. Burt með ósómann Ntels hringdi: Maður skUur ekki afstöðu þeirra ráðamanna hér í Reykjavík sem stað- hæfa fuUum hálsi aö nánast ekkert sé hægt að gera tU aö losna við ósómann af nektarbúUunum stafar. Veitir ekki borgin leyfi tU áfengisveitinga? Því ekki svipta staðina leyfinu? Þetta er aUt yfirklór og afsakanir ráðamanna. Þrýst- ið á lögreglustjóraembættið, þar má spara talsverðan kostnað við eftirUt með þessum stöðum verði þeim lokað. Hræsnin er gegndarlaus í þessum mál- um. Burt með hana og ósómann með.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.