Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1999, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1999, Blaðsíða 36
 V I K I N G A L*TT« * -ð vinna fei*, * 'fyrhJiL iJsíjMiy FRETTASKOTIÐ SÍMiNN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá I síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 MIÐVIKUDAGUR 27. OKTOBER 1999 Þing Verkamannasambands Islands var sett f gær. Björn Grétar Sveinsson, formaður sambandsins, gagnrýndi stjórnvöld harkalega og sagði að forsætisráðherra og ríkisstjórnin ættu að skamm- ast sín. Frá ræðunni er greint á bls. 2. Við hlið formannsins eru Páll Pétursson félagsmálaráðherra, Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, og Hervar Gunnarsson, varaforseti ASI. DV-mynd Hiimar Þór. Bát taliö hafa hvolft undan þremur mönnum á Mývatni: Einn látinn en tveggja saknað Stoke út um þúfur íslensku íjárfestarnir sem hugö- ust kaupa Stoke City ákváðu á fundi sínum í gær að faila frá tilboði sínu í félagið. Við nánari skoðun á bók- haldi Stoke kom í ljós að skuldir fé- (ijjagsins voru mun meiri en talið var í upphafi og þar sem eigendur þess vildu þó ekki fallast á lækkað kaup- verð var tilboðið dregið til baka. Málið hafði reyndar dregist allmik- ið á langinn fyrir smekk sumra fjár- festanna væntanlegu áður en til þessarar ákvörðunar kom og þeir hætt við þátttöku. „Mér líkaði ekki félagsskapurinn," sagði einn þeirra í samtali við DV. Ekki náðist í fulltrúa Kaupþings í morgun til að fá staðfest hvort kaupin á Stoke væru þar með end- anlega úr sögunni. -GAR Bíræfnir -»innbrotsþjófar Brotist var inn í sjö bíla í vestur- bæ Kópavogs i nótt. Innbrots- þjófamir, sem að líkindum eru þeir sömu, létu greipar sópa. Tals- verðar skemmdir urðu á bílunum en þeir brutu rúður, stálu hljóm- flutningstækjum og þá sérstaklega geislaspilurum og geisladiskum. Lögreglan í Kópavogi hvetur eig- endur bifreiða að taka framhliðina af geislaspilurum úr bílnum þegar það er unnt og taka lausleg verð- mæti úr bílnum. Að sögn lögreglu er mjög líklegt að verið sé að fjár- magna fíkniefnakaup. Geislaspilar- ar em auðveld söluvara og em ungir krakkar stórkaupendur að ■‘^iíku þýfl. -hól Einn maður fannst látinn á Mý- vatni í nótt og tveggja var saknað eftir að litlum báti þeirra hvolfdi í gærkvöld, að því er talið er á vatn- inu á milli Syðri-Höfða og Nes- landatanga þar sem mennirnir þrír vom að gera við slitinn ljós- leiðara Landssímans. Talið er að aðeins sá sem fannst í morgun hefði verið í björgunarvesti. Eng- inn mannanna var í flotgalla. Tveir mannanna eru starfsmenn Landssimans en einn er starfs- maður Kisiliðjunnar við Mývatn - sá elsti er á sextugsaldri en hinir báðir á fertugsaldri. Mennirnir þrir fóru út að vatni til að hefja viðgerð um klukkan sex í gærkvöld. Fólk var síðan far- ið að lengja eftir þeim um klukkan tíu í gærkvöld og hófst leit skömmu síðar. Aðstæður til leitar voru hins vegar afleitar i nótt vegna veðurs og myrkurs. Allir björgunarsveitarmenn í nærsveit- uni og víðar voru tilbúnir til leit- ar þegar líða tók á nóttina. Þegar DV fór í prentun var stóra þyrla Landhelgisgæslunnar TF- LÍF að leita yfir vatninu en þangað kom hún í morgun með þrjá leitar- hunda af höfuðborgarsvæðinu og fylgdarmenn þeirra. Bátur mannanna þriggja fannst á vatninu en einnig brak úr hon- um. Tveir mannanna era af Norð- urlandi en einn úr Reykjavík. -Ótt Fagridalur 12 í Vogum á Vatnsleysu- strönd. 12. fanginn: Rak Bláa lónið Tólfti maðurinn sem úrskurðað- ur var í gæsluvarðhald í stóra fíkniefnamálinu á sunnudaginn heitir Guðmundur Kristján Guð- björnsson, 41 árs, til heimilis að Fagardai 12 í Vogum á Vatnsleysu- strönd. Guðmundur var annar af tveimur rekstraraðilum Bláa lóns- ins um nokkurra ára skeið á árdög- um þess áður en bæjarstjórn Grindavíkur ákvað að fela öðrum reksturinn. „Við vissum aldrei hvað Guð- mundur starfaði eftir að hann kom hingað en það voru gmnsemdir um eitthvað misjafnt því það var tíð umferð við hús hans, menn komu í flýti og fóru aftur snöggt," sagði einn af nágrönnum hans í Vogum sem varð einnig vitni að því að hús hans var innsiglað eftir handtöku hans á sunnudaginn. Mun lögregl- an hafa lagt hald á ýmsa muni þar sem ætla má að Guðmundur hafi komist yfir fyrir illa fengið fikni- efnafé. Ellefti maðurinn sem úrskurðað- ur var í gæslu að kröfu lögreglunn- ar nokkrum dögrnn á undan Guð- mundi heitir Finnur Sverrir Magn- ússon, 33 ára, til heimilis að Þver- ási 4 í Reykjavík. Finnur hefur lengi verið undir smásjá lögregl- unnar vegna fikniefnaviðskipta og verið talin lykilmaður í reykvíska fikniefnaheiminum. -EIR Nýbýlavegi 14 Sími 554 4443 Veðrið á morgun: Skúrir sunn- an- og vest- anlands Á morgun verður hægt vaxandi norðaustanátt á Vestíjörðum en annars suðvestlæg átt, 13-18 m/s sunnanlands framan af degi en annars hægari. Skúrir eða slyddu- él á sunnan- og vestanverðu land- inu en skýjað með köflum og þurrt að kalla norðanlands. Hiti verður á bilinu 1 til 6 stig. Veðrið í dag er á bls. 45.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.