Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1999, Blaðsíða 32
r
44
MIÐVIKUDAGUR 27. OKTÓBER 1999
nn
& Ummæli
Ráðherrar í
kaldastríðsgír
„Forsætisráðherra hrökk
beint í kaldastríðs- s
gírinn og jós úr |
skálum reiði sinn- I
ar yfir stjórnar-
andstöðuna fyrir
að dirfast að taka j
málið upp á I
þingi."
Þórunn Sveinbjarnar-
dóttir alþingismaður um
viðbrögð við upplýsingum
um kjarnorkuvopn hér á
landi, í Morgunblaðinu.
Unglingurinn
í kjallaranum
„Færeyingurinn er eins og >;
unglingurinn í kjallaranum
hjá foreldrum sínum. Hann
getur stjórnað því hvernig \
hann hefur herbergið sitt, en
um leið og hann vill vera með „
læti og bjóða vinum sínum í
heimsókn þá verður að biðja
foreldrana leyfi.“
Högni Hoydal, ráðherra
sjálfstæðismála í Færeyjum,
í Degi.
Bjarnargreiði
við þjóðina
„Ef á að láta sitja við það
eitt að gera stofn-
unina að hlutafé-
lagi í eigu ríkis-
ins hefði mennta-
málaráðherra
einn forræði yfir
henni. Sá maður
heitir Björn
Bjarnason og þetta væri
bjarnargreiði við þjóðina."
Ögmundur Jónasson al-
þingismaður, í DV.
Útrýmingarstefna og
félagshygga
„Það er þekkt aðferð að út-
rýma fátækt með því aö út-
rýma hinum fátæku - En
hingað til hefur það ekki ver-
ið kallað félagshyggja."
Jón Kjartansson, form.
Leigjendasamtakanna, í DV.
Yfirlitssýningar
„Mér finnst alltaf eins og
það eigi að fara að
setja mann í jörð-
ina við svoleiðis
uppákomur,
grafa manna.“
Erró um yfirlits-
sýningar, í Morg-
unblaðinu.
i
Reiður stjórnmála-
maður
„Fyrir skömmu hlustaði ég \
á reiðan stjórnmálamann og
sannfærðist um að reiði fer
stjórnmálamönnum illa, ekki
síst ef stjómmálamaðurinn er
kona.“
Árni Björnsson læknir, í DV
Andrés Þórarinn Eyjólfsson, herra Suðurnes:
Flug, íþróttir og dans
DV, Suðurnesjum
„Ég var bæði stoltur og ánægður og
átti síst af öllu von á að vinna því þetta
var mjög hörð keppni," segir Andrés
Þórarinn Eyjólfsson sem síðastliðinn
laugardag var valinn herra Suðurnes í
Stapanum.
„Gleðin í hjartanu var ólýsanleg og ég
held maður fái ekki oft á lífsleiðinni
slíka tilfinningu. Þá var stórkost-
legt að finna, hvað sérstaklega
systur mínar og kærastan, voru
stoltar af mér. Það kom mér
kannski til góða í keppninni að hafa æft
dans frá níu ára aldri og vera því vanur
að koma fram.“
Undirbúningur undir keppnina stóð í
tæpa tvo mánuði og sömdu Guðbjörg
Glóð Logadóttir og Einar Lars Jónsson
dagskrána og æfðu keppendur í dönsum
og að koma fram í keppninni. Þá stund-
uðu þeir líkamsrækt og jóga hjá Stúdíó
Huldu og fóru í ferð um Reykjanes þar
sem þeir voru fræddir um kennileiti og
jarðsögu og fóru í Bláa lónið.
Andrés Þórarinn er nemandi á
íþróttabraut við Fjölbrautaskóla Suður-
nesja. „Ég hef lokið sjö önnum þar en
undanfarið hef ég slegið nokkuð slöku
við vegna anna þar sem ég er líka að
læra til einkaflugmanns og á aðeins eftir
tvö bókleg próf til að ná því. Þannig að
ég er jafnvel að hugsa um að taka mér frí
eina önn eftir áramót og klára það. Síð-
an kenni ég spinning hjá Stúdíó Huldu
og er lærður erobikk-leiöbeinandi."
Andrés Þórarinn er nítján ára gamail
og elstur þriggja systkina. Foreldrar
hans eru Eyjólfur Þór Þórarinsson bygg-
ingatæknifræðingur, sem rekur
ásamt fleirum verkfræðistofuna Stoð
á Sauðárkróki, og Anna Andrésdóttir,
sem er ræstingastjóri hjá Heilbrigðis-
stofnun Suðurnesja. Hann er uppalinn í
Keflavík að undanskildum fjórum árum
þegar flölskyldan bjó í Danmörku þar
sem faðir hans stundaði nám. „Ég
var fimm ára þegar við flutt-
um og það var nokkur lífs-
reynsla. Ég byijaði strax í
skóla og lærði dönskuna
Maður dagsins
fljótt og talaöi yflrleitt
dönsku og vildi helst ekki
tala annað en dönsku heima
þó flölskyldan talaði alltaf
íslensku saman.“
Andrés segir
áhugamálin
mörg. „Ég hef
mikinn áhuga
á fluginu og
síðan eru það
íþróttimar.
Það er erfltt
að gera upp á
milli þeirra en
ég spilaði fót-
bolta með Kefla-
vík, hef stundað
skiði og verið að
lyfta svo eitthvað sé
nefnt. Þá er dansinn
mikiö áhugamál hjá
mér og eins og ég
sagði þá byijaði ég að
æfa dans níu ára og í
framhaldi af þvi aö
DV-mynd Arnheiður.
sýna. Nú orðið æfi ég eingöngu dans fyr-
ir sérstakar sýningar eða ákveðin tæki-
færi en þykir hann þó alltaf jafn
skemmtilegur.“
En hvaða álit hefur herra Suðurnes á
fegurðarsamkeppni karlmanna eftir
þátttökuna? „Mér finnst þetta vera
mjög jákvætt og réttlátt að bæði
j kynin taki þátt í slíkum keppn-
Íl um.“
Kærasta Andrésar heitir Jó-
hanna Ingvarsdóttir og er hún
nemi við Fjölbrautaskóla Suður-
nesja eins og hann og kennir
einnig spinning hjá Stúdíó Huldu og
vinnur í Nýja-Biói í Keflavík svo
þau virðast eiga ýmislegt sameig-
inlegt. „Já, við byrjuöum að
vera saman fyrir
þremur ámm og
eigum mörg
sameiginleg
áhugamái og í
stopulum frí-
stundum
þykir okkur
gaman að
fara eitt-
hvað, eins
og út að
borða eða
í bíó eða
bara að
njóta þess
að vera
saman."
Andrés segir
framtíðaráformin
óljós en segist þó alltaf
reyna að gera betur í
dag en í gær.
-AG
Dekurdagar á
Sólheimum
Um nfestu helgi verður
boöið upp á Dekurdaga á
Sólheimum í Grímsnesi.
ItSólheimar eru vistvænt
byggðahverfi og verður
þátttakendum gefinn kostur
á að kynna sér______
samfélagið með
sögukynningu og
staðarskoðun. Á
dagskránni verður eitt og
annað sem ætti að geta
^auðgað bæði sál og líkama.
Umhverfi
Elínborg Lárusdóttir mun
kynna heilun og orkustöðv-
ar líkamans. Sólveig Eiríks-
dóttir verður með mat-
reiðslunámskeið á græn-
metisréttum. Cornelis Aart
Meyles talar um vistmenn-
ingu - að ganga í lið með
náttúrunni. Þorsteinn
Njálsson fiallar um ábyrgð
á eigin heilsu og hómeópa-
tía til sjálfshjálpar verður
umfiöllunarefni þeirra Ingi-
bjargar Guðmundsdóttur og
Þuríðar Stefánsdóttur.
Þátttakendur munu slaka
á í friðsælu umhverfi, gista
á Gistiheimilinu Brekku-
koti, neyta grænmetisfæðis,
________nýta sér sundlaug,
heitan pott, falleg-
ar gönguleiðir,
skoða höggmynda-
garð, heimsækja Listhús
Sólheima, fara í svæðanudd
og margt fleira.
Myndgátan
,,. i* \jj\r ■
'rl/fé í/fi W'
2539
Smalabein
Myndgátan hér að ofan lýsir orðasambandi.
Bjarni Haukur Þórsson ræðir lífs-
ins mál í Hellisbúanum.
Hellisbúinn
í kvöld verður sýning á leikrit-
inu Hellisbúanum í íslensku óper-
unni. Þetta vinsæla leikrit er þeg-
ar búið að setja aðsóknarmet og
eru sýningar orðnar hátt á annað
hundrað og ekkert lát virðist vera
á aðsókninni. Aðeins einn leikari
er í sýningunni, Bjarni Haukur
Þórsson. Hugmyndina að verkinu,
sem fiallar um samskipti kynj-
anna, má rekja til leikritsins Def-
ending the Caveman eftir Rob
Becker. Leikritið hefur verið á
fiölunum vestra í sex ár og þegar
Leikhús
það var frumsýnt á Broadway
skákaði það aðsókn að söngleikj-
um eins og Beauty and the Beast
og Sunset Boulevard.
Verkið er gamansamt ádeilu-
verk og gæti ef til vill hjálpað
fólki að skilja ýmislegt í fari
makans sem hingað til hefur ver-
ið torskilið. Hallgrímur Helgason
rithöfundur skrifaði Hellisbúann
Bridge
Nokkrir íslenskir spilarar hafa
um árabil sótt heim bridgemót í
enska baðstrandarbænum Bour-
nemouth á suðurströnd Englands.
Þar mæta á ári hverju margir af
sterkustu spilurum Englands. ís-
lensk sveit skipuð Birni Thedórs-
syni, Gylfa Baldurssyni, Jóni Bald-
urssyni og Sigurði B. Þorsteinssyni
fór á mótið í ár, sem fram fór um
miðjan októbermánuð. íslenska
sveitin komst í úrslitakeppni sveita-
keppninnar en náði þar ekki að
komast í hóp efstu sveita. Hér er eitt
sérkennilegt spil úr úrslitakeppn-
inni. Á öðru borðanna sátu Gylfi
Baldursson og Björn Theódórsson í
NS og sagnir gengu þannig, vestur
gjafari og AV á hættu:
* DG84
«4 10842
* ÁG109
* 7
4 2
«* * K3
-f K6432
* KG1096
4 ÁK65
«4 ÁG
* 5
* ÁD8532
Vestur norður austur suður
Pass pass 14 2 *
Dobl p/h
Austur ákvað að opna í þriðju
hendi á einum tígli. Gylfi kom eðli-
lega inn á tveimur laufum og í sæti
vesturs var breski landsliðsspilar-
inn Jason Hackett. Hann átti ekki
marga punkta en ákvað samt sem
áður að gefa neikvætt dobl til að
lýsa Jengd í hálit-
um. Austur taldi
sig lítið annað geta
gert en varist í
þessum samningi
og Gylfi sagði eðli-
lega pass. Hann var
ekki i vandræðum
með að vinna spilið
með yfirslag og
þáði fyrir það 280 Baldursson.
stig í sinn dálk. En sú tala dugði lítt
upp í tölu NS á hinu borðinu. Eftir
þrjú pöss opnaði suður á sterku
laufi. AV skiptu sér ekki af sögnum
og NS höfnuðu að lokum í 6 spöð-
um. Þeim samningi er hægt að
hnekkja með spaðaútspili, en það
fannst ekki við borðið. Sagnhafa
tókst að skrapa heim 12 slögum á
víxltrompi og munurinn því 700 stig
(980 - 280) eða 12 impa tap.
ísak Öm Sigurðsson
Gylfi
4 10973
«4 D9765
♦ D87
* 4