Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1999, Blaðsíða 14
14
MIÐVIKUDAGUR 27. OKTÓBER 1999
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON
Aðstoðarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON
Rítstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK,
SÍMI: 550 5000
FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999
GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/
Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is
Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is
AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605
Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF.
Áskriftarverð á mánuði 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverð 180 kr. m. vsk., Helgarblað 250 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og I gagnabönkum án endurgjalds.
DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim.
Furðustjórnmál í Bandaríkjunum
Pat Buchanan, sem hefur gert nokkrar árangurslausar
tilraunir til aö hljóta útnefningu Repúblikanaflokksins
sem forsetaframbjóðandi í Bandaríkjunum, hefur sagt
skilið við sinn gamla flokk.
Eins og vönum stjómmálamanni sæmir hefur Buchan-
an sett brotthvarf sitt í faílegan búning skoðanaágrein-
ings, enda eiga repúblikanar að hafa snúið baki við göml-
um viðurkenndum íhaldsgildum. Staðreyndin er auðvit-
að sú að Buchanan átti aldrei raunhæfa möguleika á að
hljóta útnefhinguna. Buchanan velur því aðrar leiðir en
fyrrum keppinautar hans, sem gefist hafa upp í
baráttunni við George W. Bush, ríkisstjóra Texas, sem
virðist nær ömggur um að verða forsetaefni repúblikana.
Buchanan hefur alla tíð verið litríkur og með skýrar
skoðanir á þjóðmálum. íhaldssamur vissulega, en með
ívafi þess frjálslyndis sem hann drakk í sig með kaþólsku
uppeldi. Víðsýni menntamannsins, sem hafði gaman af
lífinu og fjölbreytileika þess, er nú horfin. í staðinn er
kominn fram á sviðið stjórnmálamaður sem boðar nýja
„foðurlandshyggju“.
Smátt og smátt hefur Buchanan orðið fómarlamb eigin
framagimi - orðið að eins konar viðrini í bandarískum
stjórnmálum.
í stað víðsýni þess sem telur nauðsynlegt að vestrænar
þjóðir standi saman hefur Buchanan orðið að forstokkuð-
um einangrunarsinna. í stað talsmanns frjálsra utanrík-
isviðskipta og takmarkaðra afskipta ríkisins af efnahags-
málum vill Buchanan taka þátt í að byggja upp múra um
bandarískt viðskiptalíf.
Buchanan er fulltrúi hugsunarháttar sem átti sér flesta
fylgjendur um svipað leyti og Bandaríkin fengu sjálfstæði
- hann er fulltrúi merkantilismans undir lok tuttugustu
aldarinnar. Smátt og smátt hefur litríkur stjórnmálamað-
ur orðið að litleysingja sögunnar. Einmitt þess vegna hef-
ur Buchanan ákveðið að ganga til liðs við furðufuglinn og
milljónamæringinn Ross Perot og Umbótaflokk hans. Per-
ot er pólitískur tækifærissinni sem reyndi að komast á
stól forseta með því að ganga gegn frjálsum milliríkjavið-
skiptum. Fríverslunarsamningur Bandaríkjanna, Mexíkó
og Kanada - Nafta - hefur alla tíð verið eitur í beinum
Perot, enda á hann viðskiptalegra hagsmuna að gæta í
þeim efnum.
Ólíklegt er að brotthvarf Buchanans úr flokki repúblik-
ana hafi veruleg áhrif á bandarísk stjórnmál, þó hann
kunni að höggva einhver skörð í fylgi þeirra í komandi
kosningum. Þó er ljóst að margir af forystumönnum
repúblikana hafa áhyggjur enda mikið í húfi. Spumingin
er hins vegar sú hvort nokkur stjórnmálaflokkur með
sjálfsvirðingu getur leyft sér að hafa öfgamann í ætt við
Buchanan innan sinna vébanda.
En áður en Buchanan á möguleika á að gera
repúblikönum skráveifu verður hann að líkindum að
kljást við annan fyrrum flokksbróður, milljónamæring-
inn Donald Trump, sem gengið hefur til liðs við Umbóta-
flokkinn. Slagurinn á milli þeirra gæti orðið skemmtileg-
ur, að minnsta kosti gefur Trump „góðan“ tón með þvi að
tala um væntanlega keppinaut sinn sem aðdáanda
Hitlers.
Fyrir Bandaríkjamenn er oft erfitt að átta sig á þar-
lendum stjórnmálum. Fyrir útlendinga er oftar en ekki
útilokað að skila til fullnustu flókið spilverk bandariskra
stjórnmála. En mestu máli skiptir að þrátt fyrir furðuleg-
heitin gengur spilverkið upp án mikilla áfalla.
Óli Bjöm Kárason
Guömundur segir að tæknilega væri unnt að brenna flestum okkar spilliefnum í Sementsverksmiðjunni, það
mæti hins vegar andstöðu vegna staðsetningar í míðjum bæ og nálægðar við fiskvinnslufyrirtæki. - Sements-
verksmiðjan á Akranesi og næsta umhverfi.
Skipuleg endur-
nýting á úrgangi
ekki keppt við jarð-
Vcirmaveitur.
í Noregi er spilliefn-
um brennt í sem-
entsofnum. Hér væri
tæknilega unnt að
brenna fiestum okkar
spilliefnum í Sements-
verksmiðjunni. Það
mætir hins vegar and-
stöðu hér vegna stað-
setningar í miðjum bæ
og nálægðar við fisk-
vinnslufyrirtæki. Lík-
lega er þessi andstaða
meira tilfinningaatriði
en að af þessu stafi
nokkur hætta. Hvem-
ig væri að koma upp
brennsluofni í Vest-
mannaeyjum t.d. sem
„Hvernig værí að koma upp
brennsluofni í Vestmannaeyjum
t.d. sem nær nægilega háu hita-
stigi, flytja þangaö brennanleg-
an úrgang frá höfuöborgarsvæö-
inu? Þannig mætti fá eidsneyti
til upphitunar fjarvarmaveitunn-
arþar.“
Kjallarinn
Guðmundur. G.
Þórarinsson
verkfræðingur
Við emm á réttri
leið varðandi eyð-
ingu og endurvinnslu
úrgangs. Eigi að síð-
ur er mikið starf
óunnið. Spilliefna-
nefnd er óðum að ná
tökum á þeim efnum
sem henni var falið
að takast á við sam-
kvæmt lögunum um
spilliefnagjald. Raun-
ar er hún búin með
upphaflegt hlutverk
sitt, en síðar var bætt
við vörulistann vör-
um sem innihalda
kvikasilfur. Nú
standa vonir til að
nefndinni takist að
koma þeim efnum í
fastan farveg i nóv-
ember.
Varmaframleiðsla
samhliða
Löndin í kringum
okkur hafa þróað
kerfi varðandi ýmis
önnur efni og við
þurfum því að út-
víkka okkar kerfi.
Raunar búa eyðing-
arstöðvar víðast á
Norðurlöndum við
þær aðstæður að brennsluofnar
þein-a eru notaðir til að kynda
hitaveitur þannig að varmafram-
leiðsla er stór hluti af þeirra fram-
leiðslu. Slíkar stöðvar hita sums
staöar upp fjarvarmaveitur sem
þjóna nokkrum tugum þúsunda
íbúa. Hér geta eyðingarstöðvar
næði nægilega háu hitastigi, flytja
þangað brennanlegan úrgang frá
höfuðborgarsvæðinu? Þannig
mætti fá eldsneyti til upphitunar
fjarvarmaveitunnar þar.
Þróun í gangi
Víða er hjólbörðum safnað sam-
an kerfisbundið og nokkuð al-
gengt er að lagt sé umhverfisgjald
á hjólbarða til þess að standa und-
ir kostnaði við eyðingu þeirra.
T.d. í Noregi er gjaldið 15 nkr. á
fólks- og sendibíladekk en 75 nkr.
á vörubíladekk. Þessi dekk eru
mest brennd og hafa svipaða
varmagjöf og kol. Giska má á að
hér falli til milli 350 og 400 þúsund
hjólbarðar á ári með meðalþyngd
um 10 kg. Notkun þeirra til
varmagjafar í fjarvarmaveitu eða
sementsverksmiðju er því talsvert
mikils virði.
Sem dæmi um önnur úrgangs-
efni sem ekki eru beint skilgreind
sem spilliefni heldur fremur sem
umhverfisíþyngjandi efni og
Norðurlöndin beita sér að nú, má
nefna þrýstivarið tré, bílaúrgang,
raftæki, PVC-efni, leður o.fl.
Mikið verkefni fyrlr höndum
Verulegt átak virðist í gangi
varðandi ljósgjafa s.s. flúrpípur
sem innihalda kvikasilfur. Danir
hafa nýverið komið fram með sér-
staka söfnunarkassa fyrir ljósrör.
Málmar í þrýstivörðum viði eru
kopar, króm, arsenik og bílhræ
innihalda margar tegundir
málma s.s. arsenik, blý, kadmí-
um, sink, kvikasilfur, kopar,
nikkel og króm.
Umbúðaumfang er griðarlegt í
nútímaþjóðfélagi og þar er mikið
verkefni fyrir höndum. Fréttir
berast af því að umhverfísráðu-
neytið sé að takast á núna við
þessi verkefni og munu flestir
fagna því.
Guðmundur. G. Þórarinsson
Skoðanir annarra
Söguleg staðreynd um fjárstuðning
„Fjárstuðningur kommúnistaflokka Sovétríkj-
anna, Austur-Þýzkalands og sennilega að einhverju
leyti kommúnistaflokksins í Tékkóslóvakíu eða
tengdra aðila þar við sósíalista á íslandi er söguleg
staðreynd. Hann varpar ákveðnu ljósi á þá pólitísku
baráttu, sem háð var fyrr á árum ... Æskilegast hefði
verið, að þeir sem að þessu stóðu skýrðu sjálfir frá
málavöxtum. Á meðan þær upplýsingar koma ekki
fram verðum við að byggja á gögnum úr skjalasöfn-
um fyrrverandi kommúnistaríkja."
Úr forystugreinum Mbi. 26. okt.
Friður fyrir Ríkisútvarpinu
„í dag er nóg að segja töfraorðin „lögformlegt um-
hverfismat“og þá hafa menn sannleikann á sínu
bandi. Það er einnig vinsælt þessa dagana að krefj-
ast þess að „utanaðkomandi afskiptum af Ríkisút-
varpinu linni“ eða „Ríkisútvarpið fái að vera í
friöi“. Meðal þeirra sem borið liafa upp þessa ósk
eru nokkrir þingmenn Framsóknarflokksins. Síðast
Hjálmar Árnason í Degi í fyrir helgi. Þetta gæti
vissulega vel komið til álita að láta Ríkisútvarpið í
friði ef Ríkisútvarpið léti okkur hin í friði. Ef Ríkis-
útvarpið hætti að senda eftirlitsmenn á heimili fólks
og að rukka menn með fógetavaldi fyrir þjónustu
sem viðkomandi hefur ekki beðið um, er alveg til í
dæminu að láta af afskiptum af RÚV. En að lands-
menn og stjórnmálamenn hætti að skipta sér af RÚV
á meðan stofnunin starfar eftir lögum sem tryggja
henni tekjur með lögregluvaldi er fráleitt.
Úr Vef-Þjóðviljanum 25. okt.
Þversögn í byggðamálum
„Einhæft atvinnulíf er áreiðanlega ein orsök
byggðaröskunar ... Þjónusta byggð á gagnaflutning-
um og símsvörun getur hentað landsbyggðinni mjög
vel en menn skyldu þó varast að einblína á það sem
einu lausnina í atvinnumálum. Meira þarf til. Þver-
sögnin mikla í .byggðamálum er sú, að um leið og
menn viðurkenna í orði einhæft atvinnulíf á lands-
byggðinni og nauðsyn fleiri stoða fyrir atvinnustarf-
semi þá er barist hatrammlega á móti áformum um
uppbyggingu stóriðnaðar á Austurlandi. Hér eru um
að ræða mestu byggðaaðgerð síðari ára.“
Jón Kristjánsson í Degi 26. okt.