Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1999, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1999, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 27. OKTÓBER 1999 ntenning Ferðalag um veröld hönnunar Tímasetningin er óaö- finnanleg. í þann mund sem verið er að setja á stofn íslenskt safn fyrir iðnhönnun og listhand- verk kemur út á islensku handbók þýska fræði- mannsins Thomasar Hauf- fe um hönnun í fortíð og nútíð í þýðingu Magnúsar Diðriks Baldurssonar. Þessi bók kom fyrst út á vegum þýska Dumont-for- lagsins árið 1995 og hlaut þá góðar viðtökur almenn- ings, sem lengi hafði vaðið í villu og svíma í hugtaka- frumskógi nútíma hönn- unar. Þessi bók hefur margt til síns ágætis. Höf- undur fjallar á skýran og greinargóðan hátt mn sögu hönnunar frá evr- ópsku iðnbyltingunni og til umhverfisvænnar hönnunar allra síðustu ára, nefnir til sögunnar merkustu hönnuði og dregur upp sannfærandi myndir af helstu kenningum og stefnum. Megintextanum fylgir ítarlegur bókalisti, listi yfir helstu söfn sem helga sig hönnun og nafna- og atriðisorðaskrá. Aðal bókarinnar er þó útlitshönnun hennar, sem er auðvitað vel við hæfi. Mismunandi litir og stikkorð á jöðrum eru notuð til aðgreining- ar hönnunartímabila, til hliðar við ríkulega myndskreyttan megintext- ann er ítarefni af ýmsu tæi, tilvitnanir í heimsvið- burði, tilvísanir í orð hönn- uðanna sjálfra, æviágrip þeirra í örstuttu máli, upp- lýsingar um ný efni eða gerviefni sem settu mark á hönnunarsöguna og ýmis- legt fleira. Um leið er brot bókarinnar mjög hand- hægt. Það er þvi auðvelt að hafa hana i vasanum og grípa niður í hana hvar sem maður er staddur. Brakar í langorðum Þýðandi reynir meira að segja að finna íslandi stað í hönnunarsögunni; t.d. eru nokkrar byggingar Guð- jóns Samúelssonar nefndar í kaflanum um art deco - skreytilist þriðja áratugarins. Auk þess er bók Harðar Ágústssonar um íslenska byggingarlist að finna í bókaskrá. Óskandi hefði verið að þýðandi hefði haft frekara svigrúm til að fella íslenska nútímahönnun inn í síðari kafla bók- arinnar. En þar sem Hauffe fjallar nær ein- göngu um iðnhönnun og sneiðir hjá listhand- verki, þar sem íslendingar hafa látið mest til sín taka, hefur þýðanda sjálfsagt verið óhægt um vik. Við getum huggað okkur við að a.m.k. einn „íslandsvinur", breski hönnuðurinn Jaspe'r Morrison, er umijallaður í bókinni. Bókmenntir Aðalsteinn Ingólfsson Þýðanda hefur líka verið vandi á höndum að íslenska ýmis hönnunarhugtök sem ekki hafa verið í daglegri notkun hér á landi, enda er ekki laust viö að braki í sumum langorðunum sem hann hefur sett saman. Hins vegar rakst ég ekki á nema eina verulega klúðurslega þýð- ingu; heitið á áróðursplakati E1 Lissitzkys „Sigrið hvítliðana með rauða fleygnum" verður „Sigrið hvítingjana með rauða flegnum" (bls. 67). Og „readymade" hefur fyrir löngu öðl- ast hlutdeild i íslensku sem „hlutgerving- ur“, ekki „tilbúinn hlutur". Einnig er rétt að geta þess að danski hönnuðurinn Vem- er Panton er ekki lengur meðal vor. Eitt í viðbót: prófarkalestri er verulega áfátt. En ekkert af þessu dregur úr gildi þess- I arar handbókar sem ætti tvímælalaust að I vera i fórum allra sem láta sig varða góða I hönnun. Ásamt hönnunarsafninu nýja get- ™ ur hún aukið við og þroskað hönnunarvitund okkar. Thomas Hauffe - Hönnun, sögulegt ágrip, 192 bls. Þýðandi: Magnús Diðrik Baldursson Háskólaútgáfan, 1999 Gjafir andans Tónverkamiðstöðin gaf nýlega út geisla- diskinn „Gjafir andans" með íslenskri kirkju- tónlist í flutningi Margrétar Bóasdóttur sópransöngkonu og Björns Steinars Sólbergs- sonar orgelleikara. Af því tilefni héldu þau út- gáfutónleika í Langholtskirkju á sunnudags- kvöldið og vom á efnisskránni valin verk af disknum. Tónlist Amdís Björk Ásgeirsdóttir Dagskráin hófst á þremur íslenskum lögum í útsetningu Þorkels Sigurbjörnssonar, Lilju Ey- steins Ásgrímssonar, Einn Guð í hæðinni og Bænin má aldrei bresta þig eftir Hallgrím Pét- ursson, og nutu þau sín vel í finum útsetning- um Þorkels og hógværum flutningi Margrétar og Björns. Sálmaforleikur og þjóðlag, Jesú, mín morgunstjama eftir Jón Þórarinsson, fékk líka góða meðferð og hljómaði sálmaforleikurinn einkar vel á hiö nýja orgel sem gagnrýnandi var nú að heyra í í fyrsta sinn. Maríuvers Ás- kels Jónssonar við ljóð Matthíasar Jochums- sonar kom skemmtilega á óvart i fallegu sam- spili orgels og raddar og var lipurlega flutt. Atli Heimir Sveinsson átti líka eitt verk á efnisskrá, Lærdómstimi ævin er við ljóð Helga Hálfdánar- sonar, þar sem lag og ljóð haldast skemmtilega í hendur, ólíkt Faðirvori Jóns Leifs sem þar fylgdi á eftir. Það er flókin og „erfið“ tónsmíð bæði fyrir flytjendur og áheyrendur (að minnsta kosti undirritaða) en flytjendur fóra örugglega í gegnum þessa baráttu þó að rödd Margrétar væri aðeins of klemmd á efstu nót- unum. Toccata Jóns Nordals kom næst og hljómaði voldug og flott í flutningi Bjöms Steinars sem lék af mikilli snilld. Þrjú undurfógur lög Jóns Leifs við ljóö HaEgríms Péturssonar, af allt öðr- um toga en Faðirvorið, komu þar á eftir, Vertu Guð faðir, faðir minn, Allt eins og blómstrið eina og Upp, upp mín sál og allt mitt geð. Öll vora þau fallega flutt. Sérstaklega naut rödd Margrétar sín vel í því fyrsta en textinn vOdi týnast svolítið í hljómi kirkjunnar í því síðasta. Sálmaforleikur og þjóðlag, Himna rós, leið og ljós eftir Ragnar Björnsson við ljóð Stefáns Ölafssonar er afskaplega vel heppnuð tónsmíð sem ég minnist ekki að hafa heyrt áður og var það flutt af öryggi eins og annað á tónleikun- um. Litur orgelsins var einkar fagur í verki Hjálmars H. Ragnarssonar, Guð sem skapar líf og ljós við ljóð eftir Kristján Val Ingólfson en tónleikamir enduðu svo á Magnificat - Lofsöng Maríu eftir Jónas Tómasson, spennandi verki þar sem Joseph Ognibene hornleikari bættist í hóp flytjenda. Naut samhljómur þessara þriggja hljóðfæra, raddar, orgels og homs, sín einkar vel í kirkjunni og var hringnum lokað Margrét Bóasdóttir sópransöngkona. með tOvitnun í fyrsta verk efniskrárinnar, LOju. Þetta voru stuttir tónleikar og vandaðir og einkenndust fyrst og fremst af öraggum og góðum flutningi og faOegum verkum sem tónlistarunnendum gefst nú tækifæri til að heyra á einum geisladiski. Coetzee í annað sinn Suður-afríski rithöfundurinn J.M. Coetzee varð þess óvænta heiðurs aðnjótandi í fyrra- dag að verða fyrstur rithöfunda til að vinna Booker-verðlaunin tvisvar. Hann fékk þau 1983 fyrir skáldsöguna The Life and Times of Michael K en skáldsagan sem nú færði hon- um verðlaunin og ávísun upp á 21.000 pund eða ríflega tvær mOljónir króna heitir Dis- grace (Skömm). Hún er sögð vera myrk saga í dæmisagnastO um hina nýju Suður-Afríku og Booker-verðlaunanefndin fufiyrti að hún væri meistaraverk. Coetzee er prófessor við Háskólann í Cape Town en eins og stendur er hann í rannsókn- arleyfi í Chicago í Bandaríkjunum. Hann er afar hógvær maður og lagði ekki á sig ferð yflr hafið tO að taka á móti verð- laununum og sitja glæsiveisluna sem haldin er af því tOefhi. „Ég ætla að reyna aö láta þetta hafa sem minnst áhrif á líf mitt,“ sagði hann í viðtali við BBC. í bréfi frá honum sem lesið var upp í veislunni kom þó skýrt fram hve ánægður hann var með verðlaunin: „Þetta eru merkustu verölaun sem enskumælandi höfundi geta hlotnast og ég geri mér fuUkomlega grein fyrir hve mikinn heiður þið hafið sýnt mér.“ Verðlaunaskáldsagan segir frá prófessor sem missir starfið þeg- ar upp kemst að hann hefur átt í ástarsambandi við nemanda sinn. Þá flytur hann tU dóttur sinnar sem býr uppi í sveit. Þangað koma þrír menn, ráðast inn í bæinn og kveikja í prófessornum en nauðga dóttur- inni. Fréttamaður BBC spurði hvers vegna hann málaði svona ömurlega mynd af lífinu í heimalandi sínu og fékk það svar frá Coetzee að hann vonað- ist að minnsta kosti tU að vera ærlegur i skrifum sínum. Draumar þjóðar í tónlist þjóðar Þjóðhátta- og þjóðlagafræðingurinn Ann- Mari Haggman segir frá söngva- og fiðlungs- hefð alþýðunnar í sænskumælandi byggðum Finnlands í erindi sínu „Draumar þjóðar í tónlist þjóðar" í fúndarsal Norræna hússins á fimmtudagskvöldið kl. 20.30. MiðaldabaUöður eru enn sungnar á eyjum skerjagarðsins og hin gamli dans menúett er órjúfanlegur þáttur i hefðinni í sveitum lands- ins. Fiðlungahefðin ber vitni um áhrif bæði úr austri og vestri. Nú á tímum hafa finn- landssænskar þjóðlagahljómsveitir orðið þekktai- víða um heim fyrir „fomnorræna“ framsetningu þar sem finnlandssænskum, fmnskum, íslenskum og norskum áhrifum er blandað saman af list. Ann-Mari Haggman er forstjóri Finnlands- sænsku alþýðustofnunarinnar og einnig þekkt útvarpskona og menningarfrömuður. Árið 1992 varði hún doktorsritgerð sína um nor- ræna helgisagnavísu, vísuna um Maríu Magdalenu, sem einnig er þekkt á íslandi síð- an á fyrri hluta 17. aldar. Aðgangur er ókeyp- is. Textílsýning Nú stendur yfir sérstæð sýning á fínum vefnaði í Gallerí Nema hvað á Skólavörðustíg 22cd, beint á móti versluninni Vef. Þar sýnir Ragna Erwin hönnuður glæsileg gluggatjalda- efni og_ hefur hún klætt með þeim tvo veggi salarins þannig að efnin taki sig sem allra best út. Einnig sýnir hún sérhannaða muni fyrir heimili. Fyrirtæki Rögnu, Chase Erwin, framleiðir vefnað fyrir heimilin og er einn helsti fram- leiðandi heims sem sérhæfir sig í silki. Meðal nýjunga þaðan sem sjá má á sýningunni er glitrandi organza silki með handsaumuðum örlitlum speglum sem glitra eins og stjömur. Fyrsta framleiðslan af þessu dýrindi seldist upp á viku í London. Sýningin er opin alla daga frá kl. 10-18 en aóeins fram til kl. 18 á laugardag, 30. október. íslenski fjárhundurinn Bókaútgáfan á Hofi hefúr gefið út bók um íslenska fjárhundinn á þremur tungumálum, íslensku, þýsku og ensku. Höfund- ur er Gísli Pálsson. Þar er rakinn ferill íslenska fjárhundsins frá fomri tiö til nútímans og sagt frá 45 aðilum sem standa í dag að ræktun hans. í bókinni eru 110 litmyndir, þeirra á meðal 30 sem sýna litaflóru hundsins. Þá er að síðustu listi yfir 700 hundanöfn og skýringar á upp- mna þeirra og merkingu. Þá skrá tók Her- mann Pálsson saman. Skírnir á hausti Hausthefti timaritsins Skírnis er komið út með fjölbreyttu efni. Meðal þess má nefna greinina „íslenska akademían: Kotungar í andófi“ þar sem Viðar Hreinsson ræðir um jarðbundin og alþýðleg sjónarhom í verkum Stephans G. Stephanssonar skálds í Vestur- heimi, Halldórs Kiljans Laxness og Bills Holm. Kristín Unnsteinsdóttir beitir aðferðum sálgreiningarinnar í athugun sinni á ævintýr- inu um Kisu kóngsdóttur. í greininni „Mann- blót í Semnónalundi og á Þórsnesþingi" ber Jón Hnefill Aðalsteinsson saman lýsingar á blótsiðum í verkum Tacitusar og íslenskum fomritum. Guðmundur Hálfdanarson skrifar greinina „Hver á sér fegra fóður- land“ þar sem hann kannar hvemig íslensk náttúra hefur fengið nýja merkingu í þjóðernisumræðu íslend- inga á síðari árum, og Lóa Aldísar- dóttir spyr í greininni „Loftkennt fólk á staðlausum tímurn" hvort ver- aldarvefurinn sé að má út tilbúin og náttúrleg landamæri manna á milli. Skímismál eru tvö að þessu sinni og einnig tvær greinar um bækur. Skáld Skímis er Óskar Ámi Óskars- son og era fjögur ljóð eftir hann í heftinu. Myndlistarmaður Skírnis er Ragnhildur Stef- ánsdóttir og skrifar Gunnar J. Ámason um sneiðmyndir hennar. Myndverk eftir hana prýðir kápu heftisins. Með þessu tölublaði láta Jón Karl Helgason og Róbert H. Haraldsson af störfum sem rit- stjórar tímaritsins eftir fimm ára samstarf en við taka Sveinn Yngvi Egilsson og Svavar Hrafn Svavarsson. Umsjón Silja Aðalsteinsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.