Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1999, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1999, Blaðsíða 33
MIÐVIKUDAGUR 27. OKTÓBER 1999 45 Ein mynda Ellerts Grétarssonar. Tölvumyndlist Ellert Grétarsson hefur opnað myndlistarsýningu í Svarta pakk- húsinu í Reykjanesbæ. Þar verða til sýnis myndverk sem Ellert hef- ur unnið með tölvutækni síðustu tvö árin. Við gerð myndanna blandar Ellert saman stafrænni myndvinnslutækni og þrívíddar- tækni en viðfangsefnin eru af ýmsum toga. Tölvumyndlist eða stafræn myndlist (Digital Art) er listform sem er mjög að ryðja sér til rúms á tímum aukinnar tölvutækni. ---“—" Hún gerir það Sýningar ma-að verk- J °________um að auðvelt er að koma henni á framfæri á Netinu en þar hefur Ellert haldið úti vefgalleríinu Gallerí elg, þar sem skoða má verk hans. Sýning- in í Svarta pakkhúsinu er opin frá kl. 13-19 um helgar og 18-21 virka daga en henni lýkur sunnudaginn 31.október. Af borgfirskum land- búnaði og svartadauða í kvöld mun Ámi Daníel Júlíus- son sagnfræðingur halda fyrirlestur á vegum Snorrastofu í Reykholti er ber heitið Staða borgfirskra bænda á síðmiðöldum. Erindið er liður í þeirri vinsælu röð fyrirlestra er nefnist Fyrirlestrar í hérað. Þróunarlínur í kynbundnu ofbeldi Á morgun kl. 12-13 í stofu 101 í Odda verður Ingólfur V. Gíslason fé- lagsfræðingur með rabb á vegum rannsóknastofu í kvennafræðum. Rabbið ber yfirskriftina Þróunarlín- ur í kynbundnu ofbeldi. í þessu rabbi mun Ingólfur fjalla um hvort tölur úr könnunum sem sýni minna ofbeldi gegn konum á ís- landi og í Danmörku en gengur og gerist í öðrum löndum séu mark- tækar og hverju slíkt sæti þá. Kínaklúbbur Unnar Næsta Kínaferð á vegum Kína- klúbbs Unnar, sem farin verður 12. maí til 2. júní árið 2000, verður kynnt á veitingahúsinu Sjanghæ í kvöld kl. 19. Mun Unnur Guðjóns- dóttir sýna litskyggnur frá þeim stöðum sem farið verður til. Mat á áhrifum kísilgúrvinnslu í Norræna húsinu í kvöld kl. 20.30 flytur Jón Kristjánsson fiskifræðing- ur fyrirlestur hjá Vísindafélagi íslend- inga um mat á áhrifum kísilgúr- vinnslu á fisk og fiskveiðar í Mývatni. _________________Fyrirlestur- Samkomur Z 5 íýS -----------------skýrslu þar sem kynnt er frummat á umhverfisá- hrifum kísilgúrvinnslu úr Mývatni. Þar kemur m.a. fram að ekki sé hægt að tengja sveiflur í lífríki Mývatns við starfsemi Kísiliðjunnar. Veiðistjórnun í dag kl. 16 flytur dr. Ross Shotton frá fiskideild FAO í Róm fyrirlestur um veiðistjórnun: Trends in Global Fisheries Policy í Hátíðarsal Há- skólans. Fyrirlesturinn verður flutt- ur á ensku. ITC-deildin Melkorka Kynningarfundur verður í Menn- ingarmiðstöðinni Gerðubergi í kvöld kl. 20. FAAS FAAS, félag áhugafólks og að- standenda alzheimersjúklinga og annnarra minnissjúkra, heldur fund kl. 20.30 að Skjóli, Kleppsvegi 64. Amheiður Ingólfsdóttir segir frá stcirfsemi í Skjóli og Guðmundur Hallvarðsson alþingismaður ræðir möguleika á dvalarrýmum fyrir minnissjúka. Hildur Berglind A myndinni er Hildur Berglind Jóhannsdóttir. Hún fæddist á fæðingar- deild Landspítalans 25. júní síðastliðinn kl. 9.15. Barn dagsins Við fæðingu var hún 15 merkur og 52 sentímetr- ar. Foreldrar hennar eru Edda Sveinsdóttir og Jó- hann Tómas Egilsson. Hildur Berglind á eina systur, Jóhönnu Björgu, sem er sex ára gömul. Krossgátan Gengið Almennt gengi LÍ 27. 10. 1999 kl. 9.15 Eining______________Kaup Sala Tollgerigi Dollar 70,670 71,030 72,410 Pund 116,990 117,590 119,320 Kan. dollar 47,950 48,240 49,450 Dönsk kr. 10,0930 10,1490 10,2100 Norsk kr 9,0810 9,1310 9,2890 Sænsk kr. 8,6670 8,7150 8,7990 Fi. mark 12,6153 12,6911 12,7663 Fra. franki 11,4348 11,5035 11,5716 Belg. franki 1,8594 1,8705 1,8816 i Sviss. franki 46,9100 47,1700 47,3400 Holl. gyllini 34,0367 34,2412 34,4441 Þýskt mark 38,3505 38,5809 38,8096 jt. lira 0,038740 0,03897 0,039200 Aust. sch. 5,4510 5,4837 5,5163 Port. escudo 0,3741 0,3764 0,3786 Spá. peseti 0,4508 0,4535 0,4562 Jap. yen 0,678100 0,68210 0,681600 irskt pund 95,239 95,811 96,379 SDR 98,240000 98,83000 99,940000 ECU 75,0100 75,4600 75,9000 Símsvari vegna gengisskráningar 5623270 1 Salurinn: Selló og píanó í kvöld heldur pólski sellóleikarinn Roman Jablonski tónleika í Salnum i Kópavogi og hefjast þeir klukkan 20.30. Á efnisskrá eru meðal annars verk eftir J.S. Bach, Claude Debussy og Manuel de Falla. Með Jablonski leik- ur Richard Simm á píanó. Roman Jablonski er í dag af mörgum talinn vera einn af fremstu sellóleikurum í heiminum. Hann hefur unn- ið til fjölda verðlauna fyrir leik sinn og komið fram sem einleikari með mörgum af frægustu hljómsveitum heimsins. Þar má nefna Fílharmóníusveit Berlínar, ______________________Cleveland-hljómsveit- CLammtanir ina og Fílharmóníu- DKemilliamr sveit Lundúna. Einnig hefur hann komið fram á helstu tónlistarhátiðunum, þ. á m. í Lundúnum (Proms) og Edinborg. Enn fremur hefur Jablonski gert fjölda hljóðritana, en hann hljóðritaði meðal annars sell- ókonsert Lutoslawskis fyrir breska upptökufyrirtækið EMI undir stjórn tónskáldsins. Jablonski er nú prófess- or við háskólann í San Sebastian á Spáni, en heldur reglulega masterclass-námskeið um allan heim, þar á meðal við Yale-háskólann í Bandaríkjunum og Konung- lega tónlistarháskólann í Manchester á Englandi. Richard Simm er fæddur á Englandi og nam í Lund- únum og Múnchen. Hann vakti snemma athygli fyrir leik sinn, hefur unnið til verðlauna í tónlistarkeppnum Roman Jablonski er talinn einn af fremstu sellóleikurum heimslns. og komið reglulega fram með hljómsveitum. Simm starf- aði sem prófessor við tónlistarháskóla í Wales og Banda- ríkjunum en er nú búsettur hér í Reykjavík þar sem hann starfar sem undirleikari. Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri hálfskýjaó 4 Bergstaöir rigning 5 Bolungarvík Egilsstaóir 6 Kirkjubœjarkl. léttskýjaó 5 Keflavíkurflv. skúr á síö. kls. 5 Raufarhöfn rigning 3 Reykjavík skúr á síö. kls. 4 Stórhöföi sludduél 5 Bergen skýjaö 4 Helsinki þokumóóa 8 Kaupmhöfn alskýjaó 10 Ósló skýjaö 3 Stokkhólmur 8 Þórshöfn rigning 10 Þrándheimur skúr 3 Algarve hálfskýjaó 16 Amsterdam skýjaö 12 Barcelona léttskýjaö 14 Berlín skýjaó 12 Chicago léttskýjaö 7 Dublin skýjaö 10 Halifax skýjaö 13 Frankfurt þokumóöa 7 Hamborg skúr á síö. kls. 11 Jan Mayen alskýjaó -5 London þokuruöningur 6 Lúxemborg þokumóóa 9 Mallorca skýjaö 20 Montreal alskýjaö 6 Narssarssuaq alskýjaö 2 New York hálfskýjaö 14 Orlando heiöskírt 17 París þokuruðningur 5 Róm hálfskýjaö 17 Vín skýjaö 13 Washington léttskýjaö 6 Winnipeg heiöskírt 7 Oddsskarðsgöng lokuð Hálka eða hálkublettir eru á heiðum á Vestfjörð- um og einnig hefur verið hálka á Norðurlandi og Austurlandi. Vegna vinnu í Oddsskarðsgöngum verða göngin lokuð á milli kl. 8 og 19 til 29. október. Færð á vegum Vegfarendur aki yfir skarðið á meðan. Vegna við- gerðar á brúnni á Skjálfandafljóti í Köldukinn verð- ur hún lokuð i dag á milli kl. 8.30 og 19.00. Vegfar- endum er bent á að aka um Fljótsheiði á meðan. Haley Joel Osment leikur dreng- inn sem sér látið fólk. Sjötta skiln- ingarvitið Sjötta skilningarvitið (The Sixth Sense) sem Laugarásbíó og Sam- bíóin sýna er sálfræðitryllir. Hinn átta ára Cole Sear (Haley Joel Osment) sér sýnir, hann fær heim- sókn af draugum. Cole litli er hræddur við þessar sýnir sínar, skilur þær ekki og þorir þvi ekki að segja neinum frá þeim fyrr en hann hittir barnasálfræðinginn Malcolm Crove (Bruce Willis) sem nýlega hefur lent í því að ungur sjúklingur hans framdi sjálfsmorð. Cole segir Malcolm frá öllu því sem hann sér og heyrir og þótt Malcolm haldi í fyrstu að þetta séu órar hjá drengn- '///////// um ákveður hann að - Kvikmyndir rannsaka hann og kemst fljótt að því að drengurinn hefur hæfileika sem erfitt er að skilgreina. Auk þeirra Bruce Willis og Harleys Joels Osment leika í mynd- inni Olivia Williams og Toni Colette. Leikstjóri er M. Night Shyamalan. Nýjar myndir í kvikmyndahúsum: Bíóhöllin: American Pie Saga-bíó: Konungurinn og ég Bíóborgin: October Sky Háskólabíó: Baráttan um börnin Háskólabíó: Bowfinger Kringlubíó: South Park ... Laugarásbíó: The Sixth Sense Regnboginn: Út úr kortinu Stjörnubíó: Hlauptu, Lola, Styttir upp Suðlæg átt, 10-15 m/s og skúrir sunnan- og vestanlands en 8-13 norð- an- og austanlands og styttir upp. Veðrið í dag Rigning sunnanlands síðdegis en einnig vestanlands í kvöld og nótt. Skýjað með köflum norðaustanlands. Nokkuð hvassari suðvestanátt sunnanlands í nótt. Hiti 3 til 10 stig. Höfuðborgarsvæðið: Suðlæg átt, 8- 13 m/s og skúrir í fyrstu en rigning síðdegis. Sunnan og suöaustan 10-15 m/s og rigning í nótt. Hiti 5 til 9 stig. Sólarlag í Reykjavík: 17.26 Sólarupprás á morgun: 08.59 Síðdegisflóð í Reykjavík: 20.52 Árdegisflóð á morgun: 09.17 Ástand vega 4^ Skafrenningur 0 Steinkast 0 Hálka 0 Vegavinna-aögát 0 Öxuiþungatakmarka C^) Ófært ® Þungfært © Fært fjallabllum 1 2 3 41 [ 6 7 e i 10 11 12 13 u It 16 1« 20 21 22 Lárétt: 1 skjall, 6 frá, 8 neftóbak, 9 dýpi, 10 smáfiskur, 11 vegur, 13 bár- an, 15 mynni, 16 úlpa, 18 undirforul, 20 leiði, 21 ró, 22 þættir. Lóðrétt: 1 geta, 2 blómum, 3 fiski- lína, 4 kvenmannsnafn, 5 þögul, 6 söngrödd, 7 fljótfærni, 12 hrella, 14 fjúk, 15 grunir, 16 afturhluti, 17 kraftur, 19 hvíldi. Lausn á síðustu krossgátu: Lárétt: 1 smokkur, 8 káf, 9 orma, 10 alur, 11 akk, 13 furðu, 15 ær, 17 fleipri, 19 at, 20 gnauð, 22 dugnaði. Lóðrétt: 1 skciffa, 2 mál, 3 ofur, 4< korðinn, 5 kraup, 6 um, 7 rak, 12 kæru, 14 ultu, 16 riði, 18 egg, 21 AA.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.