Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1999, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 27. OKTÓBER 1999
11
Fréttir
www.ormsson.is
• Þráðlaus símtæki með titrarahringingu,
og tengingu við heyrnartól
• Símstöðvar sem tryggja //1
samskipti komandi kynslóða,
frá einum stærsta
framleiðanda símkerfa
í heiminum
HATRA N&RTEL
• Mikið úrval ISDN símstöðva
• Allt frá 4 upp í 12.000 innanhússnúmer
• Netkerfistengingar mögulegar milli allra
Matra Norte! símstöðva
• Sami hugbúnaður í öllum símstöðvunum
• Fjölbreyttir möguleikar t.d. beint innval,
talhólf, sjálfvirk svörun, tölvutengingar,
þráðlausar lausnir o.fl.
COMMUNICATIONS
-samskiptaleið komandi kynslóða
mmm
. BRÆÐURNIR
(©IOBMSS3M
Láamúla 8 • Sími: 530 2800 • Fax: 530 2810
Lágmúla 8 • Sími: 530 2800 • Fax: 530 2810
Tígri á Krakkavef Vísis.
Krakkavefur Vísis:
Tvö þúsund
kort hafa
verið send
á mánuði
- gleðjið með korti
Rúmur mánuður er síðan
Krakkavefur Vísis var opnaður.
Aðsóknin hefur verið mjög góð og
hafa 25.000 heimsóknir verið á
þessu tímabili. Á vefnum býðst
krökkum meðal annars að senda
vinum sínum kveðju í formi póst-
korts. Hægt er að velja milli mis-
munandi korta og þar á meðal er
afmæliskort þar sem aldur viðtak-
anda er sett á kortið. Fyrir stuttu
var tvöþúsundasta kortið sent og
því er um að gera að gleðja vini
sína og ættingja og senda þeim
kveðju í formi korts á Netinu.
Krakkavefur Vísis er i sam-
starfl við Krakkaklúbb DV en
hann hefur verið starfræktur frá
því árið 1992. Meðlimir Krakka-
klúbbsins eru um 12.000 talsins og
nýtur hann alltaf jafn mikilla vin-
sælda. Fyrir þá sem ekki hafa
kynnt sér klúbbinn á vefnum er
bent á að fara inn á Vísi.is og sjá
hvað í boði er. Ýmsa vefi er þar
að fmna og má þar nefna upp-
skriftavef, fókusvef, íþróttavef,
viðskiptavef og smáauglýsinga-
vef. -hól
Falsaði sig inn
á klámvefinn
DV, Akureyri:
Ungur karlmaður á Kópaskeri
hefur verið dæmdur í Héraðs-
dómi Norðurlands eystra fyrir að
hafa látið skuldfæra á greiðslu-
kort annars manns peninga til að
komast inn á klámvef á Netinu.
Maðurinn lét skuldfæra hjá
bandaríska fyrirtækinu IceTec
Design á VISA-reikning annars
manns í tvígang peningaupphæð
til að fá aðgang að klámvefnum og
nam upphæðin samtals tæplega
10 þúsund krónum. Dómurinn
komst að þeim niðurstöðu að
fresta ákvörðun um refsingu og
falli hún niður haldi maðurinn al-
mennt skilorð í tvö ár. Maðurinn
var dæmdur til greiðslu alls sak-
arkostnaðar, m.a. 20 þúsund
króna launa skipaðs verjanda
síns. -gk
Stefnt að því að háhyrningurinn komist „í gönguferðir“ eftir áramótin:
Keikó-girðing fer
upp fyrir jólin
- gríðarstórt mannvirki sem Netagerðin Ingólfur ætlar að ljúka fyrir 3. desember
Milljónaframkvæmdir eru
hafnar hjá Netagerðinni
Ingólfi í Eyjum við að útbúa
290 metra langa netgirðingu
með 34 ankerum sem stefnt
er að að setja á upp í desem-
ber fyrir Keikó í Klettsvík.
Girðingin verður mest 15
metra „djúp“ og á henni
verða tæplega 200 pylsubelg-
ir sem hver um sig er hálfur
annar metri á lengd. Teinn-
inn sem verður í ofanverðu
netinu á að þola 100 tonna
slitþunga enda veitir víst
ekki af þegar vindstigin upp
á gamla mátann verða 12-14
í svæsnustu austanáttunum
i Vestmannaeyjum.
Þegar girðingin verður
komin upp mun Keikó geta
farið í „göngutúra". Þannig
munu þjálfarar fylgja hon-
um eftir á bát. Á næst ári er
síðan fyrirhugað að reyna í
áfongum að sleppa Keikó
jafnvel alveg út í frelsið. Þá
verður gert hlið á netið sem
nú er verið að gera.
Birkir Agnarsson, fram-
kvæmdastjóri Netagerðar-
innar Ingólfs, segir að gam-
an hafi verið að vinna með
Ocean Future-samtökuniun.
„Þetta eru fagmenn sem eru búnir
að þaulkanna allt,“ sagði Birkir.
Hann vildi ekki ekki gefa upp það verkið.
Engilbert Halldórsson netagerðarmeistari (í rauðum galla) og Rúnar Þór Birgisson netagerðarsveinn voru í óðaönn á Naust-
hamarsbryggju að vinna við netgirðinguna handa Keikó sem á að vera tilbúin 3. desember. Þá er gert ráð fyrir að ferlíkið verði
sett upp úti í Klettsvík. DV-mynd beg
verð sem fyrirtækið bauð. Ingólfur Hallur Hallsson hjá Ocean Fut- setningu girðingarinnar hjá yfir-
átti lægra tilboð en Hampiðjan í ure sagði við DV að verið væri að völdum í Reykjavík og Vestmanna-
sækja um viðeigandi leyfi fyrir upp- eyjum.
-Ótt
Útuegum
nýja og notaða bíla
á mjög góðu uerði
B í L A R
Grand Cherokee LTD, árg.1997.
Einn með öllu, þaklúga,
6 og 8 cyl.
Jeep Grand Cherokee LTD, árg.
1999. 4,7 I vél, V-8, þaklúga.
Nýr Dodge Ram, árg. 2000, commings
turbo dísil 2500 4x4, SLT Laramie
QUAD - CAB, 4 dyra með öllu,
leður/rafdrifin sæti, ABS- öll hjól, CD,
6 hátalarar, fjarstýrðar samlæsingar,
stærri dekk.dráttarbeisli, þokuljós o.fl.
EV-Egill Vilhjálmsson ehf.
Smiöjuvegi 1
sími 564-5000