Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1999, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 27. OKTÓBER 1999
17
I>V
Fréttir
íslenskar kirkjur í bílskúrnum
- dinnerpíanistinn, kennarinn og hagleiksmaðurinn Theódór Kristjánsson lætur erfið veikindi lítt á sig fá
DV, Hveragerði:
í bílskúrsglugga einum í
Kambahrauni í Hveragerði má sjá
nokkrar kunnuglegar kirkjur, að
vísu ekki í fullri stærð. Þegar
fréttaritari DV forvitnaðist um
málið kom í ljós að hér er um að
ræða líkön af íslenskum kirkjum
sem Theódór Kristjánsson, fyrr-
verandi kennari, hefur gert.
„Fyrir um 13 árum veitti ég at-
hygli litlum kirkjum sem voru til
sölu fyrir jól á Essó-stöðinni hér í
Hveragerði," sagði Theódór Krist-
jánsson, hagleiksmaðurinn sem á
heiðurinn af kirkjulíkönunum.
„Fram á þá nótt hugsaði ég með
mér hvort ekki væri skemmtilegra
að fólk gæti fengið líkan af íslensk-
um kirkjum í stað erlendra fjölda-
framleiddra plastkirkna. Upp úr
þessu fór ég að huga að efnivið og
hvernig ég færi að,“ segir Theó-
dór.
Hann er kominn á sjötugsaldur
og kenndi lengst af við grunnskól-
ann í Hveragerði. Hann er einnig
sjálfmenntaður tónlistarmaður og
hljóp oft í skarðið sem tónlistar-
kennari við skólann á sínum tíma.
Til margra ára lék Theódór einnig
á píanó fyrir matargesti á Örkinni
og víðar og gerir það reyndar enn.
Glíman við krabbameinið
Árið 1995 greindist Theodór með
krabbamein í nýra og fór í mjög
erfiðan uppskurð. Fyrir um hálfu
öðru ári kom síðan í ljós að
krabbameinið hafði tekið sig upp
að nýju og nú í lunga. Theodór vill
helst ekki kalla sig öryrkja en seg-
ist þó óhæfur til þess að bjóða
fram starfskrafta sína nema sem
„dinner-píanisti" á stundum.
Vinnuaðstaða Theódórs er í bíl-
skúrnum heima og ber vott um
snyrtimennsku og fagmennsku.
„Ég hef enga menntun i smiðum
en er kominn af hagleiksmönnum
í þeim efnum í báðar ættir. Ekki
get ég nú sagt að ég sé fljótvirkur
en þetta lætur tímann liða fljótar
og ég reyni að vanda mig.“
Vaxandi biðlistar:
Hálfs árs bið
eftir gervilið
DV, Akranesi:
Á síðasta fundi stjómar Sjúkrahúss
og Heilsugæslustöðvar Akraness var
lagt fram bréf Brynjólfs Y. Jónssonar
bæklunarskurðlæknis. Tilefni bréfs
hans var vaxandi biðlistar í bæklun-
araðgerðum og væntanleg bætt að-
staða með nýjum skurðstofum. Kom
m.a fram í bréfl hans að þrátt fyrir að
gerviliðaaðgerðum hafi fjölgað mikið,
í næstum 50 ár, hafa biðlistar lengst
mikið og er nú um íárs bið eftir slík-
um aðgerðum. Telur læknirinn að
fjölga þurfi slíkum aðgerðum í 60-80 á
ári og með hliðsjón af vaxandi fjölda
krabbameinsaðgerða, blöðruhálsað-
gerða og annarra almennra skurðað-
gerða væri fyrirsjáanlegt að fjölga
þyrfti leguplássum á handlækninga-
deUd um þijú.
Brynjólfur benti á að fyrirhugað
hefði verið að hefja brjósklosaðgerðir
með holsjá en vegna skorts á nothæf-
um skyggnimagnara væra þær ekki
gerðar. Lagði Brynjólfur tU að hafhar
yrðu viðræður við heUbrigðisráðu-
neytið um að gert verði ráð fyrir þess-
ari aukningu á aðgerðum með aukn-
um franUögum tU efniskaupa og jafn-
vei fjölgun á staifsfólki. Einnig taldi
hann að tímabært væri að skoða þann
möguleika að skipta handlækninga-
deild upp og stofna sérstaka bæklun-
arlækningadeUd. -DVÓ
íí * II * II m II "f L i
Fyrsta kirkjan, sem Theódór
réðst í að smíða líkan af, var kirkj-
an í Selvoginum, Strandarkirkja.
„Þegar ég byrjaði á þessu hélt ég
að alla vantaði kirkjur en komst
að því að tiltölulega mjög fáa vant-
ar svona líkön af kirkjum," segir
Theódór og hlær við.
„Ein uppáhaldskirkja mín er
kirkjan í Ölafsfírði, kirkjan sem
Rögnvaldur Ólafsson teiknaði,
okkar fyrsti alvöru arkitekt. Nú
hef ég af þvi spurnir að búið sé að
byggja við hana og breyta á ýmsa
lund. Þess vegna er óvarlegt að
kalla hana verk Rögnvaldar leng-
ur.“ Theódór smíðar eingöngu lik-
ön af gömlum kirkjum. Hann seg-
ir eina erfiðustu kirkju í smíðum
hafa verið Eyrarbakkakirkju en á
henni eru óvenjumargir og flóknir
gluggar. Hafnarfjarðarkirkja
finnst Theódór vera ein fegursta
kirkja á landinu en hann hefur
ekki „lagt í hana“ enn. Sumar
kirkjurnar væru erfiðari í smíðum
en aðrar, eins og t.d. Húsavíkur-
kirkja.
Ungir og gamlir panta
kirkjur
Fólk, sem pantar kirkjur hjá
honum, sendir til hans myndir af
viðkomandi kirkju en Theódór
segir að myndavélin „plati“ oft,
Kirkjan í Ólafsfirði, teiknuð af
Rögnvaldi Ólafssyni, gul með rauð-
brúnu þaki, uppáhaldskirkja Theó-
dórs. DV-myndir Eva
Selvogskirkja, (Strandarkirkja);
grátt þak og hvít, fyrsta kirkjan sem
Theódór smíðaði.
sérstaklega hvað varðar liti. Nú
vinnur hann t.d. að þvi að lagfæra
lit á Garðakirkju en í ljós kom aö
myndir af henni sýndu allt annan
lit en þann sem kirkjan ber. „Mér
tekst misjafnlega vel með kirkj-
urnar, þarna er eitthvað um að
vera sem ég get ekki gert mér
grein fyrir,“ segir Theódór hugs-
andi. „Ég er til dæmis með Vopna-
fjaröarkirkju í endurskoðun nú,
það er eitthvaö óljóst sem ég er óá-
nægður með þar.“
Aðspurður kveður Theódór
ótrúlegasta fólk panta kirkjur en
nær eingöngu sé um einstaklinga
að ræða, bæði unga og gamla. Þó
hefði hann á tilfinningunni að
margar eldri konur keyptu sér
kirkju til gjafa fyrir jólin. Raf-
magnsljós eru í öllum kirkjunum
og er mjög fallegt að sjá þær upp-
lýstar í myrkri. Theódór segir að
sér hafi dottið í hug að útbúa ein-
hvers konar teppi sem fylgdi með
kirkjunum, þannig að setja mætti
þær í jólabúning með tilheyrandi
snjó, en ekki komið því í verk enn-
þá. Annað, sem hann hefði áhuga
á, væri að láta fylgja með smá
ágrip af sögu hverrar kirkju sem
jafnvel mætti líma í botninn.
„Sumar kirkjurnar vildi ég helst
fá aftur til þess að laga og endur-
bæta nú þegar ég hef öðlast frekari
reynslu í þessu. Það er alltaf leið-
inlegt að senda frá sér eitthvað
sem maður er ekki fullkomlega
ánægður með,“ segir hagleiksmað-
Fátt fólk en ánægt
DV, Hólmavík:
Minni dagslátrun hefur veriö í
sláturhúsi Norðvesturbandalagsins á
Hólmavík en upp var lagt með á haust-
dögum og verið hefur flest eða öll ár síð-
asta aldarfjórðunginn eftir að húsinu
var breytt og keðjufláning tekin upp
sem enn er við lýði. Þar um veldur að
færri fást nú til starfa en áður var enda
margs konar vinna önnur í boði sem eft-
irsóknarverðari er, bæði léttari og betur
launuð. Þá hefur aðalstarfsstéttinni,
bændafólkinu, fækkað nokkuð.
Mannfæðin orsakar að allmargt
starfsfólk leggur mikla vinnu á sig og
kemur í nokkur skipti að vinnuferlinu
og hlifir sér hvergi, enda flestum heima-
mönnum mikiil akkur í að ekki leggist
af slátrun í þessu húsi vegna skorts á
starfsfúsum höndum. Afar hagstætt tíð-
arfar hefur gert fleira fólki fært að sækja
vinnuna og koma sumir starfsmenn
langt að, eins og bændur úr nyrstu
byggð sýslunnar, Ámeshreppi, en þetta
t»g til að vera „e/f|
í sólskinsríkinu
Kaliforníu.
Kynningarfundur
fimmtudagskvöld 28. okt. kl. 20.
Á HÓTEL BORG.Dr.
Bruce Pelkey frá COLLEGE OF THE CANYONS
í Santa Clarita, Kaliforníu, USA
Margar námsleiðir í boði
Mjðg góð námsaðstaða
Hagstæð skólagjðld
Góð staðsetning,
aðeins 30 mín frá Los Angeles.
VISTA • CULTURAL 84 EDUCATIONAL TRAVEL
LÆKJARGATA 4 101 REYKJAVÍK SÍMI 562 2362 FAX 562 9662 NETFANGvista@skima.is
Ánægðir starfsmenn í sláturhúsi Norð-
vesturbandalagsins á Hólmavík við
vinnu sína. Sumir koma í þriðja sinn að
vinnuferiinu. Hér má sjá Elsu Bjarna-
dóttur í Stóra-Fjarðarhorni faðma að sér
verkstjórann, Jón Vilhjálmsson.
DV-mynd Guðfinnur
er annað haustiö sem þeir koma til
hjálpar. Hafa þeir þó um lengri leið að
fara en aðrir og oft torleiði í misjöfnum
haustveðrum. Sauðfjárslátrun, sem hófst
í annarri viku september, mun ljúka um
það bil sem vetur gengur í garð. Slátrað
verður á milli 18 og 19 þúsund fjár.
-Guöfinnur