Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1999, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1999, Blaðsíða 21
MIÐVIKUDAGUR 27. OKTÓBER 1999 McConaughey dansaði nakinn Yfirvöld í Austin í Texas hafa ákært kvikmyndaleikarann og hjartaknúsarann Matthew McConaughey fyrir aö streitast á móti laganna vörðum þegar þeir handtóku hann aðfaranótt mánudagsins. Löggan var kölluð að húsi leikarans vegna kvart- ana nágranna yfir hávaða. Þegar lögreglumaðurinn kom á vett- vang sá hann hvar leikarinn dansaði nakinn á stofugólfínu og lék á bongótrommur. Þá taldi löggimann sig sjá dópleifar. Mikki vill leika egypskan faraó Vitleysan ríður ekki við einteyming þegar popparinn Michael Jackson er annars veg- ar. Núna vill hann ólmur fá að leika egypska faraóinn Tútank- hjakkó. Astæðan er einfaldlega sú að Mikka finnst hann svo lík- ur dauðagrímu faraósins sem fannst í Konungadalnum á Eg- yptalandi árið 1922. Faraó þessi var myrtur þegar hann var að- eins 18 ára. Mikki er tilbúinn að fara í enn eina lýtaaðgerðina til að líkjast faraóinum enn meir. Robbie með besta bossann íslandsvinurinn Robbie Willi- ams þykir hafa langflottasta bossann í öllu Bretaveldi, karla- bossann það er að segja. Flottasti kvenbossinn mun vera á sjón- varpsstjörnunni Denise van Out- en. Þau Robbie og Denise fengu verðlaun fyrir bossana um dag- inn. Robbie gat því miður ekki veitt verðlaununum viðtöku, sökum anna, en sagði í viðtali að fyrir löngu hefði tlmi verið til kominn. Denise var mjög kát. 33 ■* Sviðsljós Rod og Rachel saman á ný Það var varla liðin vika frá því að Rod Stewart og fyrirsætan Caprice urðu par þegar kappinn var aftur kominn til fyrrverandi eiginkonu sinnar, Rachel Hunter. Rachel og Rod hafa sést snæöa kvöldverð sam- an nokkur kvöld í röð og líta út eins og par. Sjónarvottur frá einum veit- ingastaðannna fullyrðir við breska slúðurblaðið Sun að umræðuefnið hafi alls ekki verið barnauppeldi. Sjálfur útilokar Rod ekki að hann og Rachel getið búið saman á ný. „Maður getur ekki búið með ein- hverjum í tíu ár og síðan hætt að elska viðkomandi," segir hann. Fyrir níu mánuðum var Rachel, sem er 30 ára, búin að fá nóg af hlið- arsporum eiginmannsins. Hún tók þá sitt hafurtask og hvarf. Börnin, Renee, 8 ára, og Liam, 6 ára, tók hún með sér. Hún er fyrsta konan Rachel Hunter. Símamynd Reuter sem yflrgefur Rod og það er taliö að hann sé svona aumur og sáttfús þess vegna. Hingað til hefur það alltaf verið hann sem hefur tekið allar ákvarðanir um hversu lengi ástarsamböndin eigi að vara. Það hefur verið hann sem hefur fleygt dömunum en ekki öfugt. Britt Ekland var ein af fyrstu blondínunum í líf söngvarans sem er orðinn 54 ára. Þær urðu margar fleiri og síðustu mánuði hefúr hann eignast þó nokkrar vinkonur. Rod reyndi ekki að leyna ástar- sorg sinni fyrstu mánuðina eftir að Rachel pakkaði niður og fór. Hann bað hana meira að segja opinber- lega um að snúa heim aftur. Hún sást hins vegar með öðrum manni og virtist hamingjusöm. En lengi lif- ir í gömlum glæðum og ef til vill takast ástir með Rod og Rachel á ný. Sharon Stone var greinilega í banastuði vestur í Hollywood í síðustu viku þegar hún var kynnir á fjáröflunarsamkomu kvikmynda- og sjónvarpsfólks. Á samkomunni voru seldar myndir eftir leikarann og Ijósmyndarann sáluga Roddy McDowall. Myndirnar runnu út eins og heitar Hollywoodlummur. Allar vilja vera í eins nærskyrtu Bómullarnærskyrtur, eins og Nicole Kidman er í i nýjustu kvikmynd sinni Eyes Wide Shut, seljast nú eins og heitar lummur alls staðar þar sem myndin hef- ur verið sýnd. Þar sem þessir lát- lausu svissnesku bolir fást ekki láta ungar stúlkur sér nægja að kaupa nærskyrtur sem líkjast þeirri sem kvikmyndastjarnan ber. Vilhjálm prins dreymir Davinu Vilhjálmur prins, eldri sonur Karls ríkisarfa og Díönu heitinnar prinsessu, á sér þá ósk heitasta um þessar mundir að fagna nýju ári og nýju árþúsundi með hinni gullfal- legu Davinu Duckworth-Chad. Hann hefur þegar boðið henni til veislu í höllinni. Davina var annars með Villa og fjölskyldu hans, Kalla pabba og Camillu ástkonu gamla mannsins, á siglingunni um Eyja- hafið gríska á liðnu sumri. Elísabet amma hefur lánað drengnum Windsorkastala undir partíið þar sem húsrými er nóg til að hýsa alla sem þess óska. Kata og Mikki ekki trúlofuð Kynlífsfíkillinn Michael Douglas þvertekur fyrir að hann og hin gull- fallega Catherine Zeta Jones séu trúlofuð, eins og margoft hefur ver- ið greint frá í fréttum slúðurblaða. „Við skemmtum okkur konung- lega saman en við erum ekki trúlof- uð,“ sagði Mikki í viðtali á Manhatt- an þar sem þau Kata búa saman. Kryddpían Victoria er draumakonan að mati lesenda breska karlatímaritsins ZM. Og samkvæmt BBC Online er það ekki bara útlitið sem gerir karla hrifna af stúlkunni heldur einnig persónuleiki hennar. Fyr- ir könnunina var Victoria reyndar kynnt sem knattspyrnu- áhugakona sem klæðir sig sam- kvæmt nýjustu tísku, með áhuga á heimilisstörfum og með húmor. ■ Victoria er draumur karla Glaumur og gleði í Vínarborg: Alexandra flýtti sér að gefa prinsinum brjóst Alexandra prinsessa í Danmörku, eiginkona Jóakims Margrétarsonar Þórhildar drottningar, hraðaði sér sem mest hún mátti upp á herberg- ið sitt á SAS-hótelinu í Vínarborg um daginn eftir þriggja tíma brúð- kaup og veisluhöld. Ástæðan fyrir asanum á hinni konunglegu per- sónu var einfold: Litli prinsinn son- ur hennar hafði ekki fengið neitt að drekka allan þann tíma og þurft nauðsynlega að fá brjóst á mömmu sinni. Sem betur fer fyrir Alexöndru var brúðkaupsveislan haldin á SAS- hótelinu þannig að hún gat verið snögg. Á meðan foreldrarnir voru í veislunni var litli prinsinn í pössun hjá hinni 22 ára gömlu Dorte Ahrends. Veisluhaldararnir í Vín voru þau Christian Nowotny og Martina Til- ger. Christian og Alexandra eru systkinabörn. Upphaflega stóð til að þau gengju í hjónaband 19. septem- ber en athöfninni var frestað af til- litssemi við Alexöndru sem þá var alveg komin að því að eiga. Hún mátti jú ekki taka neina sjensa og ekki mátti hún missa af veislunni. Hárþynning er ekki óeðlileg. En fyrirflesta er hárið mjóg mikuvœgt hvað útlit ogpersonuleika varðar. Viðhöfum áhyggjurþegar hárið þynnist og eyðum ejtilvillofmikitli orku íaðhugsa umþað. Apolloaðferðin er hártopþur sem kemur í stað þess hárs sem þú hefur misst ogfellur aðþínu upprunalega hári sem er eftir. Það krefst engrar skuroaðgerðar eða aukaefna. Aðeins pú sjálfur veist að mrið er ekki þitt eigið. Sérfræðingurinn, Jum Petersen, verður tu viðtals dagana 4.-7. nóvemher nk. Persónuleg þjónusta ífullutn trúnaði. Nafn Heimillisfang Heimasími Vinnusími GSM. Sendist tii: Apollo Hárstúdíó - Hringbraut 119 • 107 Reykjavík Sími: 552 2099 • Fax: 562 2037

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.