Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1999, Blaðsíða 30
i 42
MIÐVIKUDAGUR 27. OKTÓBER 1999
Afmæli
Flosi Ólafsson
Flosi Gunnlaugur Ólafsson, leik-
ari, rithöfundur og hrossabóndi að
Bergi, Reykholtsdal, er. sjötugur í
dag.
Starfsferill
Flosi fæddist í Reykjavík og ólst
upp í og við Kvosina. Hann lauk
stúdentsprófl frá MA 1953, prófl í
leiklist frá Leiklistarskóla Þjóðleik-
— hússins 1958, og stundaði nám í leik-
stjóm og þáttagerð hjá BBC í Lund-
únum 1960-62.
Flosi var leikari og leikstjóri hjá
Þjóðleikhúsinu frá 1958, stofnaði
Nýtt leikhús í Framsóknarhúsinu í
Reykjavík 1959 og stóð þar fyrir
leiklistarstarfsemi, var fastráðinn
leikari hjá Þjóðleikhúsinu 1960-98
en hlutverk hans þar eru orðin tals-
vert á annað hundrað.
Flosi samdi, stjómaði og leik-
stýrði fjölda þátta í revíuformi fyrir
útvarp og síðar sjónvarp, m.a. fimm
áramótaskaupum ríkissjónvarpsins
og fjölmörgum öðrum þáttum
1962-70. Þá hefur hann leikið í
fjölda kvikmynda.
, Flosi flutti að Bergi í Reykholts-
dal 1989 og hefur búið þar síðan.
Bækur eftir Flosa: Slett úr klauf-
unum, útg. 1973; Hneggjað á bókfell,
útg. 1974; Leikið lausum hala, útg.
1974, og I Kvosinni, útg. 1982.
Leikrit eftir Flosa: Bakkabræður,
bamaleikrit, flutt í útvarp 1957; Prí-
vatauga, sakamálaleikrit fyrir út-
varp, flutt 1958; Þorskhallarundrin,
gamanópera, flutt í útvarp 1959;
Ringulreið, gamanóperetta, frum-
sýnd í Þjóðleikhúsinu 1957, sýnd í
sjónvarpi 1976; Örlagahárið, sýnd í
, sjónvarpi 1967; Slúðrið, flutt af Leik-
listarskóla ríkisins 1978.
Hann skrifaði vikulega
pistla í helgarblað Þjóð-
viljans 1971-87, í Helgar-
póstinn og Alþýðublaðið
1987-89, í Pressuna
1989-92 og nú í Vestur-
landsmálgagnið Skessu-
horn.
Flosi þýddi skáldsög-
una Bjargvætturinn í
grasinu eftir J.D. Salin-
ger, útg. 1975. Fyrir Þjóð-
leikhúsið hefúr hann þýtt
söngleikina Prinsessan á bauninni;
Gæjar og píur; Chicago; Oliver
Twist, og Söngvaseið, og leikritin
Hallæristenór; Verið ekki nakin á
vappi, og Himneskt er að lifa. Þá
þýddi hann Sardasfurstaynjuna, og
Kátu ekkjuna fyrir íslensku óper-
una og auk þess talsvert af söng-
lagatextum og librettóum. Hann hef-
ur einnig þýtt fjölda útvarpsleikrita.
Flosi var formaður Leikarafélags
Þjóðleikhússins 1978-82 og sat í
stjórn Félags íslenskra leikara
1980-84.
Fjölskylda
Kona Flosa er Lilja Margeirsdótt-
ir, f. 5.5. 1936, fulltrúi og húsfreyja.
Hún er dóttir Margeirs Sigurjóns-
sonar, f. 22.11.1907, d. 1.11. 1988, for-
stjóra í Reykjavík, og k.h., Kristínar
Laufeyjar Ingólfsdóttur, f. 2.7. 1910,
húsfreyju.
Sonur Flosa og Lilju er Ólafur
Flosason, f. 13.10. 1956, hljóðfæra-
leikari og tónlistarkennari, kvænt-
ur Elísabetu Halldórsdóttur, hús-
freyju og kennara en börn þeirra
em Anna og Flosi.
Flosi Olafsson.
Dóttir Flosa og Vem
Fannberg Kristjánsdóttur
er Anna, f. 21.12. 1951,
handmenntakennari, gift
Bjama Hjartarsyni lands-
lagsarkitekt og era böm
þeirra Flosi, Hjörtur,
Ólöf Halla og Ævar.
Hálfsystkini Flosa, sam-
feðra: Sverrir Ólafsson, f.
1938; Sigríður J. Ólafs-
dóttir, f. 1943.
Hálfsystkini Flosa, sam-
mæðra: Þuriöur Friðjóns-
dóttir Stephensen, f. 1946; Ólafur
Stephensen; Guðlaug Stephensen.
Foreldrar Flosa: Ólafur Jónsson,
f. 31.1. 1905, d. 10.1. 1989, verslunar-
maöur í Reykjavík, og Anna Odds-
dóttir, síðar Stephensen, f. 20.10.
1908, d. 19.6. 1980, kaupkona og hús-
móðir í Reykjavík.
Kjörforeldrar Flosa vom Flosi
Sigurðsson, f. 24.6.1874, d. 28.6.1952,
trésmiður og forstjóri í Reykjavík,
og Jónína Jónatansdóttir, f. 22.5.
1869, d. 1946, húsfreyja.
Ætt
Systir Ólafs var Margrét, móðir
Jónasar Gíslasonar prófessors. Fað-
ir Ólafs var Jón trésmíðameistari,
bróðir Jónínu verkakvennaforingja.
Jón var sonur Jónatans, b. í Mið-
engi, bróður Guðrúnar, langömmu
Sveins R. Eyjólfssonar, stjómarfor-
manns Frjálsrar fjölmiölunar, föður
Eyjólfs, framkvæmdastjóra Fijálsar
fjölmiðlunar. Jónatan var sonur
Gísla, b. á Norður-Reykjum Helga-
sonar. Móðir Jónatans var Amdís
Jónsdóttir, b. á Ási Ásgrímssonar
og Katrínar Pétursdóttur, systur
Sigurðar, föður Bjama riddara.
Móðursystir Flosa var Ingibjörg,
móðir Þórðar Harðarsonar prófess-
ors. Anna var dóttir Odds, skósmiðs
í Reykjavík Bjamasonar. Móðir
Odds var Ingibjörg, systir Jóns,
langafa Dóra, móður Jóns Páls Sig-
marssonar. Ingibjörg var dóttir
Odds, b. á Brennistöðum, bróður
Ögmundar, langafa Sveins, langafa
Valgeirs Guðjónssonar. Annar bróð-
ir Odds var Jón, langafi Sigmundar
Guðbjamasonar, fýrrv. háskólarekt-
ors. Systir Odds var Kristín, móðir
Ingibjargar Ó. Johnson kaupkonu.
Oddur var sonur Bjama, b. í Vatns-
homi Hermannssonar. Móðir Odds
var Ingibjörg Jónsdóttir, b. í Vatns-
homi ísleifssonar og Guðrúnar Sig-
urðardóttur, systur Jóns, afa Jóns
forseta. Móðir Ingibjargar var Helga
Böðvarsdóttir, b. í Skáney Sigurðs-
sonar og Ástríðar Jónsdóttur, ætt-
fööur Deildartunguættar Þorvalds-
sonar.
Móðir Önnu var Guðlaug Krist-
jánsdóttir, trésmiðs á Eyrarbakka
Teitssonar, b. í Vatnahjáleigu í Flóa
Jónssonar, b. á Hamri, bróður Guð-
ríðar, langömmu Eyjólfs, langcifa
Guðlaugs Tryggva hagfræðings. Jón
var sonur Áma, pr. i Steinsholti,
bróður Ögmundar, afa Tómasar
Fjölnismanns. Bróðir Áma var
Böðvar, afl Þuríðar, langömmu Vig-
dísar Finnbogadóttur, en systir Þur-
íðar var Sigríður, langamma Önnu,
móður Matthíasar Johannessen,
skálds og ritstjóra. Ámi var sonur
Högna prestaföður Sigurðssonar.
Flosi er í útlöndum.
Ingólfur Guðnason
Ingólfur Guðnason,
bóndi á Eyjum í Kjós, er
áttræður í dag.
Starfsferill
Ingólfur er fæddur á
Eyjum í Kjós og alinn
■* þar upp. Ingólfúr hóf bú-
skap á Eyjum 1958 og al-
farið 1962 og stundaði
síðan búskap þar til 1993
er Páll, sonur hans tók
við búinu. Ingólfur og
kona hans fluttu þá að Borgarhóli,
nýbýli í landi Eyja þar sem þau búa
enn.
Fjölskylda
Ingólfur kvæntist 11.6. 1950 Helgu
Pálsdóttur, f. Wiggert, 22.6. 1926,
húsfreyju. Foreldrar hennar vora
Páll Wiggert, verkamaður frá
Lubeck í Þýskalandi, og Erna, f.
Riher, húsmóðir.
^ Böm Ingólfs og Helgu era Guðni
Gúnter, f. 10.6. 1951, verkamaður,
Ingólfur Guðnason.
búsettur í Eyjum í Kjós;
Anna Guðfinna, f. 4.4.
1955, húsmóðir í Keflavík,
gift Kristni Helgasyni og
era börn þeirra Kristín
Þórann, f. 13.5. 1976, Ró-
bert Már, f. 20.4. 1979, og
Kristinn Annel, f. 6.7.
1988; Hermann Ingi, f.
24.3. 1956, bóndi á Hjalla í
Kjós, kvæntur Bimu Ein-
arsdóttur og era böm
þeirra Antonía, f. 24.11.
1984, Helga, f. 21.6.1988, og
31.10. 1989; Páll Heimir, f.
bóndi i Eyjum i Kjós, en
Einar, f.
1.12. 1958,
kona hans er Marta Karlsdóttir hús-
freyja og era böm þeirra Páll, f.
28.6.1991, og María, f. 2.1.1994; Guð-
rún Lilja, f. 30.12. 1959, húsmóðir í
Kópavogi og eru böm hennar Ingólf-
ur Helgi, f. 12.8. 1977, Guðlaug Berg-
mann, f. 27.8.1980, Davíð Páll, f. 9.3.
1988, og Gunnar Ingi, f. 4.5. 1989;
Valborg Ema, f. 8.2. 1965, skrifstofu-
maður í Reykjavík, gift Ómari Ás-
grímssyni og era synir þeirra Guðni
Freyr, f. 18.3. 1991 og Amar Þór, f.
19.3. 1994.
Systkini Ingólfs era tvö á lífi. Þau
era Rósa, f. 4.4. 1913, húsmóðir;
Guðni, f. 2.8. 1915, lögEræðingur í
Reykjavík. Látin era Hans, f. 27.8.
1911, var bóndi á Hjalla í Kjós: Lilja,
f. 4.4.1913, var búsett á Eyjum; Guð-
rún, f. 30.5. 1917, var húsmóðir í
Reykjavík.
Foreldrar Ingólfs vora Guðni
Guðnason, f. 28.5. 1877, d. 1964,
bóndi á Eyjum í Kjós, og k.h., Guð-
rún Hansdóttir Stephensen, f. 8.8.
1877, d. í apríl 1956, húsfreyja.
Ætt
Guðni var sonur Guðna, b. á Eyj-
um Guðnason, b. í Eyjahól Jónsson-
ar, b. í Laxámesi Helgasonar.
Móðir Guðna Jónssonar var Guð-
rún Oddsdóttir. Móðir Guðna
Guðnasonar eldri var Guörún Gísla-
dóttir, b. á MöðravöUum Guð-
mundssonar og Guðleifar Bjöms-
dóttur.
Móðir Guðna, föður Ingólfs, var
Guðrún Ingjaldsdóttir, b. á Eyjum
Ingjaldssonar, b. í Króki í Grafningi
Sigurðssonar. Móðir Ingjalds Ingj-
aldssonar var BorghUdur Guð-
brandsdóttir á ViUingavatni. Móðir
Guðrúnar var Guðrún, dóttir
Gríms, b. í Flekkudal Jónssonar og
Sesselju Jónsdóttur.
Guðrún, móðir Ingólfs, var dóttir
Hans, b. á Hurðabaki Stefánssonar
Stephensen, pr. á ReynivöUum Stef-
ánssonar Stephensen, amtmanns
Stephensen.
Móðir séra Stefáns var Marta
María Diðriksdóttir Hölters. Móðir
Hans var Guðrún Þorvaldsdóttir,
pr. og skálds í Holti undir EyjaijöU-
um Böðvarssonar, og Kristínar
Bjömsdóttur, ættföður Bólstaðar-
hlíðarættar Jónssonar.
Móðir Guðrúnar Hansdóttur var
Guðrún Ögmundsdóttir, b. á
Hlemmiskeiði Hanssonar, b. á Dysj-
um Ormssonar. Móðir Guðrúnar
Ögmundsdóttur var Þórann Stur-
laugsdóttir, b. í Arakoti á Skeiðum.
Ingólfur og Helga verða að heim-
an á afmælisdaginn.
Askrifendur
aukaafslátt af
smáauglýsingum
DV
o\\t mllli himint
Smáauglýsingar
550 5000
Fréttir
Tilkyimingar
Veitingastaður:
Ruby,
ekki
Rugby
í frétt af nyjum veitinga-
stað á homi Skipholts og Nóa-
túns, þar sem áður var Radíó-
búðin og sagt var frá í DV í
gær, var staðurinn nefndur
Rugby Tuesday. Hið rétta er
að hann heitir Ruby Tuesday.
Leiðréttist þetta hér með.
Nektardansmeyjar:
Flestar,
ekki allar
Misvísandi fyrirsögn var á
viðtali við nektardansmeyna
Caron í DV í gær þar sem sagði
að allar nektardansmeyjar end-
uðu sem lesbíur. Hið rétta var,
eins og fram kom i meginmáli
viðtalsins, að flestar nektardans-
meyjar enda sem lesbiur með
tímanum - að mati Caron.
Þetta leiðréttist hér með.
Kvenfélagið
Fjallkonurnar
Kvenfélagið Fjallkonumar heim-
sækir Kvenfélag Hafnarfjarðar-
kirkju föstudaginn 29. október; farið
verður í rútu frá Fella- og Hóla-
kirkju kl. 20. Uppl. hjá Binnu í síma
557 3240.
Til hamingju
með afmælið
27. október
80 ára
Hörður F. Tryggvason,
Ytri-Varðgjá, Akureyri.
Kristján V. Kristjánsson,
Hlíðarendavegi la, Eskiflrði.
Vilborg Ólafsdóttir,
Sléttuvegi 7, Reykjavík.
75 ara
Sigurður E. Sigurðsson,
Hvassaleiti 10, Reykjavík.
Sjöfn Jóhannesdóttir,
Túngötu 7, Húsavík.
70 ára
Guðrún Elsa Halldórsdóttir,
Álftamýri 30, Reykjavík.
Margrét Margeirsdóttir,
Dragavegi 7, Reykjavík.
Sigríður Ólafsdóttir,
Úlfsstöðmn, Egilsstöðum.
60 ára
Henry Mörköre
vélsmiður,
Vogagerði 26,
Vogum.
Eiginkona hans
er Jóhanna Pálsdóttir.
Þau verða stödd á Benidorm
á Spáni á afmælisdaginn.
Birgir Marinósson,
Sunnuhlið 21e, Akureyri.
Ólafía G. Steingrímsdóttir,
Vestursíðu 6a, Akureyri.
Regína Sigurlaug
Pálsdóttir,
Steinahlíð, Selfossi.
50 ára
Elsa
Baldursdóttir,
Háaleitisbraut 47,
Reykjavík.
Eiginmaður
hennar er Kristján
Guðmundssson húsasmiöur.
Þau taka á móti ættingjum og
vinum í Oddfellowhúsinu,
Vonarstræti 10, í dag milli kl.
18.00 og 21.00.
Emilía Baldursdóttir,
Syðra-Hóli 1, Akureyri.
Hafalda Breiöfjörð
Amarsdóttir,
Iðufelli 2, Reykjavík.
Hannes Björgvinsson,
Funafold 93, Reykjavík.
Þórður Þ. Þórðarson,
Espigrand 2, Akranesi.
40 ára
Áslaug Friðriksdóttir,
Skólabraut 7, Stöðvarfirði.
Björk Garðarsdóttir,
Hlíðargötu 21, Sandgerði.
Bryndis Scheving,
Bæjargili 109, Garðabæ.
Einar Þórir Kristjánsson,
Stararima 45, Reykjavík.
Hafdis Þorsteinsdóttir,
Leynisbrún 7, Grindavík.
Halldór Bjamason,
Fannafold 189, Reykjavik.
Hilmar Hafsteinn
Gunnarsson,
Leiðhömrum 35, Reykjavík.
Lára Guðrún Agnarsdóttir,
Skólastíg 8, Stykkishólmi.
Magnús Guðfinnsson,
Stararima 51, Reykjavík.
María Guðbjörg
Pálmadóttir,
Hrauntúni 12,
Vestmannaeyjum.
Þjóðbjörg Guðjónsdóttir,
Sléttahrauni 29,
Hafnarfirði.