Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1999, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 27. OKTÓBER 1999
13
DV
Fréttir
Þjóðþekktri konu reistur minnisvarði 1 Skagafirði:
Síðasta konan
sem bjó í torfbæ
Þeirri þjóðþekktu konu, Pálinu
Konráðsdóttur frá Skarðsá í Staðar-
hreppi, hefur verið reistur minnis-
varði á þeim stað sem henni var
helgastur, að Skarðsá. Varðinn var
afhjúpaður síðastliðinn sunnudag.
„í mínum huga er Pálína eins
konar samnefnari fyrir svo margar
hvunndagshetjur þeirrar aldar sem
nú er að líða, alþýðukona sem tókst
á við þau örlög sem henni voru búin
af reisn, stolti og óbilandi kjarki,"
sagði Ingibjörg Hafstað í Vik, en
hún átti sæti í undirbúningsnefnd
sem Skarðsámefnd skipaði.
Pálina var þekkt fyrir mikinn
skörungsskap og tryggð við sína
heimahaga og sennilegast er talið að
hún hafi verið eini islendingurinn
sem bjó i torfbæ langt fram á ní-
unda tug þessarar aldar, eins og
fram kom í erindi sr. Gísla Gunn-
arssonar í Glaumbæ og forseta
sveitarstjórnar Skagafjarðar, sem
hann flutti við athöfnina á Skarðsá
á sunnudaginn.
Það var á síðasta kjörtímabili
hreppsnefndar Staðarhrepps sem oft
bar á góma í sveitarfélaginu að
verðugt væri að minnast á einhvern
hátt síðasta ábúanda á Skarðsá,
Pálínu Konráðsdóttur, en hreppur-
inn hafði einmitt þá nýlega eignast
jörðina. Á síðasta fundi nefndarinn-
ar var ákveðið að stefna að því að
reisa minnismerki á jörðinni á því
ári sem Pálína hefði orðið 100 ára.
Auk Ingibjargar Hafstað voru í
undirbúningsnefnd Jón Eyjólfur
Jónsson á Bessastöðum og Jón
Gunnlaugsson í Stóru-Gröf ytri.
Auk þeirra komu fjölmargir að
verkinu. Fjölskyldumar á Reyni-
stað lögðu til stuðlabergsstöplana,
sem eru aðaluppistaða verksins, og
Guðmundur Þór Guðmundsson
tæknifræðingur, sem búið hefur um
nokkurra ára skeið í Miklagarði á
Langholti, sá um hönnun og hug-
myndasmíði. Minnisvarðanum var
valinn staður á fallegum bala sunn-
an og austan við gamla bæjarstæð-
ið.
„Mér var sagt af kunnugum að
hér hefði hún viljað reisa nýja hús-
ið sem hana dreymdi um að eignast.
Hestasteinninn hennar gamli hefur
verið reistur á ný og endurheimtir
nú vonandi sitt fyrra hlutverk.
Magnús Jónasson, eiginmaður Sig-
urbjargar frá Varmalandi, hefur
smiðað i hann nýjan hring af sinni
alkunnu snilld og era honum færð-
ar bestu þakkir," sagði Ingibjörg
Hafstað í Vík einnig í ávarpi sínu og
það var síðan Ingibjörg Sigurðar-
dóttir frá Varmalandi, frænka
Pálínu, sem afhjúpaði minnisvarð-
ann.
-ÞÁ
Pálína við torfbæinn sinn fyrir rúmum 15 árum þegar blaðamenn DV heimsóttu hana.
Styrkur úr Minningarsjóði Guðmundar Sveinbjörnssonar:
Sú efnilegasta fékk 300 þúsund
DV, Akranesi:
Kolbrún Ýr Gunnlaugsdóttir,
sundkona á Akranesi, fékk 300 þús-
und króna styrk úr Minningarsjóði
Guðmundar Sveinbjörnssonar á
þriðjudaginn. Styrkurinn er ætlað-
ur til að auðvelda henni undirbún-
ing fyrir Ólympíuleikana í Sydney á
næsta ári.
Sjóðurinn var stofnaður í minn-
ingu Guðmundar Sveinbjörnssonar
sem mest og best vann að uppgangi
knattspyrnuíþróttarinnar á Akra-
nesi. Hann var einn af stofnendum
Knattspyrnufélagsins Kára og var í
stjórn félagsins og formaður þess
um langt árabil og lengst af formað-
ur íþróttabandalags Akraness. Guö-
mundur átti enn fremur sæti í
stjórn Knattspyrnusambands ís-
lands í 20 ár, allt frá stofnun þess
1946. Þá átti hann einnig sæti í bæj-
arstjóm Akraness. Guðmundur lést
1971 tæplega 60 ára gamall. Eitt af
markmiðum Minningarsjóðs Guð-
mundar Sveinbjömssonar er að
styrkja efnilega íþróttamenn til æf-
inga og þjálfara til náms.
Sturlaugur Sturlaugsson, formaður ÍA, afhendir Kolbrúnu Ýr Kristjánsdóttur
300 þúsund króna styrk úr Minningarsjóði Guðmundar Sveinbjörnssonar.
DV-mynd Daníel
í stjóm Minningarsjóðs Guð- Kristján Sveinsson og Ema Har-
mundar Sveinbjörnssonar em Stur- aldsdóttir.
laugur Sturlaugsson, formaður ÍA, -DVÓ
Nöfnurnar Ingibjörg Hafstað, sem sæti átti í undirbúningsnefnd, og Ingbjörg Sigurðar-
dóttir frá Varmalandi, frænka Pálínu, sem afhjúpaði minnisvarðann. DV-mynd Þórhallur
simon
RAFSOL
Hjartavernd
Vinningar í Happdrætti Hjartaverndar.
Útdráttur 23. október 1999.
Vinningar féllu þannig:
1. Nissan Patrol SE2, 8TDI, 5 dyra. Hver á kr. 3.550.000. Nr. 82207.
2-3. 2 Ford Focus High Series 1,6 1, 5 dyra. Hvor á kr. 1.600.000.
Nr. 11049 og 32670.
4-5. 2 fellihýsi Palomino Colt. Hvort á kr. 540.000. Nr. 17857
og 41012.
6-9. 4 breiðtjaldssjónvarpstæki. Hvert á kr. 350.000. Nr. 25281, 58853,
93788 og 97042.
10-25. Ferðavinningar að eigin vali með Úrval/Útsýn. Hver á kr. 245.000.
Nr. 2892, 4560, 6403, 21303, 27670, 35034, 38577, 48727,
49188, 71207, 77735, 79530, 80306, 81547, 83805 og 97831.
Vinninga má vitja á skrifstofu Hjartaverndar,
Lágmúla 9,3. h.,
Reykjavík.
éJOTUN
Málningar
Hvergi betra verð
2.490 kr. ío ítr.
af Jotun gæðainálningu
15-50%
afsláttur af allri
Jotun raálningu
HÚSASMIÐJAN
Sími 525 3000 • www.husa.is