Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1999, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1999, Page 10
10 ennmg FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1999 Nýr steindur gluggi á vesturhlið Hallgrímskirkju verður helgaður á sunnudaginn: Dýrð, vald, virðing Börn velkomin Á sunnudaginn hefst aðventudagskrá Listasafns íslands með opnun sýningar- innar Móðir og barn sem verður umgjörð listsmiðju barna í sal 5. Á sýningunni verða málverk og högg- ■ myndir úr eigu safnsins sem tengjast þema sýning- arinnar. Foreldrar og börn geta átt góða stund mitt í amstri jólafóstunnar, notið sýninga safnsins og tekið þátt i jólakortasmiðju á vinnustofu bama frá kl. 13 -16 alla sunnudaga fram að . jólum. Tónlist, piparkökur og mandarínur koma öllum í jólaskap. Safnið er opið daglega frá kl. 11 - 17. ; Lokað mánudaga. Sýningunni lýkur 21. desember. ■ ÍViltu lesa fyrir mig? Gerðuberg gerir líka vel við bömin um helgina. Kl. 14 á morgun laugardag hefst - hinn árlegi lestur úr nýjum bamabókum og munu eftirfarandi höfundar setjast í sögustólinn að þessu sinni: Andri Snær i Magnason, Guðrún Helgadóttir, Gunnar 1 Karlsson, Kristín Helga Gunnarsdóttir, ; Ólafur Gunnarsson, Ólafur Guðlaugsson og Menja von Schmalensee. Úr bók Einars Kárasonar les Júlía Margrét dóttir hans og I ljóð úr Vísnabók bamanna í þýðingu p Böðvars Guðmundssonar les Silja Aðal- steinsdóttir sem einnig er kynnir. Brói og Anna Lea verða með fjöldasöng og leik. Síðastur kemur svo Sveinbjörn I. Bald- ; vinsson sem rifjar upp Stjömur í skónum og af hverju fullorðna fólkið er svo skrýt- 1 ið... Aðgangur er algjörlega ókeypis. Bækur um duglegar stúlkur Það er þakkarvert þegar rifjuð eru upp íslensk ævintýri og þjóðsögur um dugandi stúlkur; þau eru nú einu sinni ekki eins mörg og sögur um dug- lega stráka. í Blákápu segir frá systrun- um Ásu, Signýju og Helgu sem búa í koti karls og kerlingar. Helga er út undan en þegar hún missir snælduna sína í brunninn lendir hún í ævin- týri þar sem hugrekki hennar, dugnaður og manngæska fá að njóta sín og hún fær ríkulega launað. Ása og Signý vilja ekki vera eftirbátar Helgu en letin og heimtufrekjan koma þeim í koll. Ævintýrið skráði Jóhanna Á. Stein- grímsdóttir en Anna Cynthia Leplar myndskreytti. í ævintýrinu kunna um Líneik og Laufey segir frá kóngsbörnunum Sigurði og Líneik sem eignast vonda stjúpmóður og stjúpsystirin Laufey verður keppinautur Líneikur um ástir kóngs- sonarins. Hjartagæska þeirra systkina veldur því þó að þau koma Laufeyju til hjálpar neyðarstundu, og allt fer vel aö lokum. Ragnheiður Gestsdóttir endursagði og myndskreytti bókina sem einnig er gefin út á ensku í þýðingu Önnu H. Yates og heitir Lineik and Laufey. Mál og menning gefur bækumar út. Glugginn sjálfur í allri sinni dýrð. Á sunnudaginn kl. 11 mun biskup íslands, herra Karl Sigurbjörnsson, helga nýjan steind- an glugga eftir Leif Breiófjörö á vesturhliö Hall- grímskirkju sem mun eftir aó dimma tekur blasa viö vegfarendum niöur allan Skólavöróu- stíg. Þetta er tœplega níu metra hár og tveggja metra breiður gluggi, unninn algerlega af Leifi og Ólafi syni hans á vinnustofu Leifs, og er myndefniö falið í oröum Hallgríms Péturssonar: „Dýrö, vald, viröing og vegsemd hœst. “ Leifur hefur gert glugga i fleiri kirkjur, jafn- vel ennþá stærri en þennan, til dæmis í Bú- staðakirkju og dómkirkjuna í Edinborg, og kynnt sér trúarrit og trúarleg tákn í því sam- bandi. Fyrir vinnuna við nýja gluggann las Tiann ákveðin rit biblíunnar eins og Opinber- unarbókina og einnig Passíusálmana því glugginn er helgaður Hallgrími Péturssyni. Hallgrímur er sjálfur á neðstu mynd gluggans og horflr upp í helgidóminn eins og hann segi: „Upp upp mín sál og allt mitt geð.“ Vestur er dómsdagsátt „Hallgrímur stillir víða upp andstæðum góðs og ills í sálmunum og glugginn er byggður upp utan um þær. Séð innan frá er drekinn, tákn hins illa, fyrir ofan Hallgrím vinstra megin og innsett er of- urlitil mynd sem sýnir Satan,“ segir Leifur og bend- ir á lítinn rauðan djöful með stóran munn á magan- um til að vera fljótur að gleypa sálirnar. „Hann er frekar góðlegur á svip en það er blekking! Hinum megin er Mikjáll erkiengill sem er að fara að berj- ast við drekann, og miili þeirra er tákn Passíu- sálmanna." Þar fyrir ofan er Kristur að bera krossinn og krossfestingin, hvort tveggja inni í sama fjórblaða- formi, og þar fyrir ofan flýgur fuglinn Fönix, tákn upprisu. f’yrir ofan hann situr Kristur í hásæti inni í fjórblaðaformi; kringum hann er sterkblár himinn með rauðum stjörnum og smaragðsgrænn möndlu- laga rammi utan um hann. Beint fyrir ofan er eng- ill með básúnu því glugginn er á vesturvegg og dómsdagur nærri. Efst er glóandi hringur, tákn ei- lífðar og fullkomnunar, með þríhyrningi innan í, tákni þrenningarinnar, og heilögum anda í dúfulíki. Til hliðar við Krist eru tákn guðspjallamannanna íjögurra: nautið, tákn Lúkasar, ljónið, tákn Markús- ar, öminn, tákn Jóhannesar og maðurinn, tákn Mattheusar. “Þessi dýr eru í biblíunni sögð alsett augum,“ segir Leifur. „Sú lýsing er sjaldan notuð en það geri ég núna. Augasteinamir eru litlar glerkúlur sem glitra þegar ljósið feliur á þær.“ Ekki em allar myndir gluggans auðráðnar, marg- ar em óhlutbundnari en svo. „Ég vildi að glugginn minnti á miðaldaglugga en væri samt nútímalegur," segir Leifur. „Myndirnar eiga ekki allar að vera auðlæsilegar heldur á ímyndunarafl fólks að fá eitt- hvað að gera þegar það horfir á gluggann.“ Grafísk áferð „Fyrir mér vakti fyrst og fremst að hafa formin sterk,“ heldur Leifur áfram, „að þau hæfðu kirkj- unni vel og gotnesku bogagluggunum og sæjust vel. Leifur Breiðfjörð við gluggann. DV-mynd Pjetur í janúar þegar jólaskreytingin verður farin af Skóla- vörðustígnum sjást þau líka langt að - og því nær sem maður kemur því meira sér maður af smáatrið- unum.“ Leifur notar gler sem nýtur sín vel við raflýsingu. „Ef notað er glært gler er erfitt að fá ljósið til að stoppa við það en ég blanda saman annars vegar antíkgleri í sterkum gagnsæjum litum og ógagnsæju ópalgleri sem er yfirlagt hvitu gleri sem grípur ljós- ið og heldur því. Kirkjan er hraunuð bæði að utan og innan og ég málaði gluggann graflskt, skvetti á glerið og sló með bursta til að fá grófa áferð í stil við hana. Áhrifin verða spontan en þó með unnum smá- atriðum. Umfram allt vildi ég forðast að málunin yrði sæt og sleikt.“ Leifur hefur unnið að verkinu í eitt og hálft ár nær eingöngu. „Þetta er flóknasti hlutur sem ég hef unnið en mér finnst hann hafa heppnast alveg eins og ég vonaðist til.“ Opinberunarbókin myndlýst Meðan Leifur var að gera gluggann fékk hann boð um að sýna verk sín í anddyri Hallgrímskirkju og verður sýningin opnuð á sunnudaginn. Annars vegar sýnir hann vinnuteikningar að glugganum mikla og hins vegar 17 vatnslita- og pastelmyndir við Opinberunarbók Bibliunnar sem einnig kemur út með málverkum Leifs sem geysihaglega gerður og fagur prentgripur eða „bókverk". “Þegar tilboðið kom um sýninguna var ég að vinna með þetta fjórblaðaform í glugganum og fannst það spennandi þó erfitt væri og mig langaði til að vinna með það áfram,“ segir Leifur. „Þá lá beint við að halda áfram með dómsdag og nota Op- inberunarbókina sem hugmyndabanka. Þar er í brennidepli barátta góðs og ills sem á við á öllum tímum - ekki síst núna á árþúsundamótum." - Heldurðu að þú eigir ekki erfitt með að slíta þig frá þessum kristilegu verkefnum? spyrjum við að lokum. “Nei nei, nú er þetta búið - í bili!“ segir Leifur og skellir upp úr. „En mér fannst gaman að vinna með fjórblaðaformið, það gaf ákveðið aðhald sem er svo gefandi. Maður verður alltaf að finna sér ramma til að vinna í, því möguleikarnir eru óendanlegir." Myndir á sýningu Á sunnudaginn kl. 16 verður opnuð samsýning 31 listamanns í Safnahúsinu á Egilsstöðum. Þar verða listverk í margvíslegu formi; málverk, teikningar, höggmyndir, ljósmyndir, myndbönd og atburöir. Að sögn eins af aðstandendum sýningarinnar, Steingríms Eyfjörö, er hugmyndin einmitt sú að setja saman ólík birtingarform mynd- listar og ólíka listamenn og skapa með því margradda innsetningu. Þátttakendur í sýningunni eru: Anna Líndal, Áslaug Thorlacius, Ásmundur Ásmundsson, Ásta Ólafsdóttir, Bruce Conkle, Daði Guðbjörnsson, Eggert Pétursson, Egill Sæbjömsson, Erla Þórarins- dóttir, Erling T. V. Klingenberg, Finnur Amar Arnarson, Gabriela og öll þessi ef og öll þessi kannski, aö vera eöa vera ekki. Þess vegna trúum viö á spurningarmerkiö, drekkjum táraflóöinu og hlœjum jafnvel í mótmœlaskyni. t upphafi var oröió, og oröiö var tónn og oröiö var mynd og engin mótsögn aö vera í mótsögn viö sjálfan sig, því raddir lífsins eru margar og heyrast löngu eftir aö þœr eru þagnaöar og þögnin talar í sífellu um öll þessi ef og öll þessi kannski, um tóna og myndir, um orö án upphafs því í upphafi var ekkert nema orö hér á jöróu þar sem maginn erjafn galinn og hausinn. Þess vegna trúum vió á spurningarmerkiö, ekki á staófasta visku, ekki á útsmogna þekkingu, bara á leit okkar aö sambandi, aö innstungu í vegginn hjá guöi sem vitaskuld er án raflagna og sambandslaus viö allt nema skip Friðriksdóttir, Haraldur Jónsson, Harpa Björnsdóttir, Hildur Bjama- dóttir, Hlynur Hallsson, Hrafnhild- ur Arnardóttir, Hulda Hákon, Ingólfur Arnarsson, Jón Óskar, Jón Sæmundur, Kevin Kelly, Krist- inn G. Harðarsson, Magnús Páls- son, Magnús Sigurðsson, Margrét H. Blöndal, Ragnheiður Ragnars- dóttir, Ráðhildur Ingadóttir, Spessi, Steingrímur Eyfjörö og Þór- oddur Bjamason. Sýningin verður opin alla virka daga kl. 9 -17 til 18. des- ember. Yfirskrift sýningarinnar er eftir Einar Má Guðmundsson, „...og öll þessi ef‘: heiöríkjunnar hlaöin svörtum fánum og myrkri við sjónhring. Já, sannleikurinn er undarlegur leikur og endar sem neöanmálsgrein í alfræöioröabók í vernduöum faðmi oröa og setninga hjá stjórnmálamönnum og trúarleiötogum sem segja: Ef kenningin passar ekki viö raunveruleikann hefur raunveruleikinn á röngu aó standa. Þess vegna trúum viö á spurningarmerkiö, á hring lífsins sem er síðasta núlliö í síóustu krónunni og ekkert getur bjargaö okkur nema öll þessi ef og öll þessi kanrtski, trúin í trúleysinu og trúleysið í trúnni, amen. Pétur Pan Fallegi og fleygi strákurinn Pétur Pan hefur skemmt ótal börnum i Borgarleik- húsinu undanfarin misseri og gerir enn. Nú er komin út stutt endursögn Edith Lowe á þessari vinsælu sögu sem hentar börnum undir skólaaldri með myndum eftir Lynne Willey. Sagan segir sem kunnugt er frá Pétri Pan sem hljópst að heiman daginn sem hann fæddist vegna þess að hann vildi aldrei verða fullorðinn. Hann settist að í Hvergilandi hjá hinum stroku- strákunum og er orðinn for- ingi þeirra þegar hann hittir Vöndu og bræður hennar. Þau fljúga með honum til Hvergilands og lenda þar 1 ýmsum ævintýrum sem sum eru stór- hættuleg. Stefán Júlíusson þýddi bókina og Set- berg gefur út. Umsjón Silja Aðalsteinsdóttir HM

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.