Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1999, Page 12
12
FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1999
Spurningin
Fylgist þú með keppnum um
hr. ísland?
Kristjana Magnúsdóttir, vinnur í
Heilsuhúsinu: Nei, ég hef ekki
áhuga.
Edda Jóhannsdóttir nemi: Nei.
Rebekka Þormar nemi: Ekkert
frekar, en ég reyna að gera það.
Logi Karlsson sérfræðingur: Nei,
ég hef ekki gaman af að horfa á
líkamann á öðrum karlmönnum.
Ásgeir Gunnar Ásgeirsson nemi:
Nei, ég er ekki fyrir karl-
mannskroppa.
Magnús Fannar Sigurhansson
nemi: Nei, ég hef ekki áhuga.
Lesendur___________
Feimni - ein-
manaleiki
og neysla göróttra efna
„Feimni stráka við stelpur og gagnkvæmt veldur því að neysla áfengis og
annarra göróttra efna hefst i þeim tilgangi að losna við feimnispúkann hvim-
leiða.“
Ólafur Þór Eiríksson skrifar:
í heilagri ritningu segir í fyrsta
kafla frá því að
vegna óhlýðni
fyrstu mannver-
anna Adams og
Evu við Drottin
Guð, skapara him-
ins og jarðar, er
þau í bamaskap
sínum og reynslu-
leysi neyttu hins
forboðna ávaxtar,
hafi Hann reiðst
en í stað þess að
berja böm sín til hlýðni, eins og
lengstum hefur tíðkast með venju-
legum foreldrum, blindaðist hann
af eigin refsigleði og lagði þau af-
drifaríku álög á þau að þau og af-
komendur þeirra skyldu framvegis
vera sjúklega feimin hvort og hvert
við annað.
Nú á dögum er feimni kynjanna
hvors við annað mikið vandamál
úti um allan heim. Vitrir menn,
karlar og konur, halda því fram að
hún sé orsök afbrigðilegrar hegðun-
ar sístækkandi hóps af meðbræðr-
um okkar og -systrum. Feimni
stráka við stelpur og gagnkvæmt
veldur því að neysla áfengis og ann-
arra göróttra efna hefst í þeim til-
gangi að losna við feimnispúkann
hvimleiða.
Þegar maður tekur upp og heldur
að sér nýfæddu barni sínu veitir
það manni ánægju- og verndartil-
finningu sem er engu öðru lík. Stór-
kostlegt er að fá síðan að fylgjast
með dagvaxandi þroska þessarar
yndislegu lífveru; hvemig hún eyk-
ur kátinuviðbrögð sín við fíflalát-
um okkar fullorðna fólksins; hvem-
ig hún nær að siðustu fullkomnun í
listinni að halda höfði; hvemig hún
nær að skríða af ullarteppinu, þar
sem hún átti að halda sig á meðan
foreldri sinnti einhverju öðm sem
er aðkallandi. Skyndilega er hún
tekin að ganga og þá verður að fjar-
lægja alla þá hluti sem skaða gætu
valdið. - Síðan gengur kennslan út
á endurtekningu upphrópunarinn-
ar „Ó, ó“ en með auknum mál-
þroska verður kennslan öll vit-
rænni.
Margt fólk fær aldrei hrós fyrir
vel unnin verk. íslendingar kunna
margir hverjir ekki einu sinni að
taka við gullhömrum eða hrósi. Ég
geri það að tillögu minni hér og nú
að þú, lesandi þessara lína, takir
upp þann góða sið að gefa öðrum
hrós; t.d. maka þínum, en einkum
þó og sér í lagi bömum þínum og
annarra því að bæði eiga þau allt
gott skilið og svo munu þau líklega
hafa eftir það sem fyrir þeim er haft.
Taktu ókunnuga tali og sannaðu
til að það bætir samfélagið okkar.
Með aukinni reynslu verðum við
orðin eins og sannir atvinnumenn í
mannlegum samskiptum og mun
takast þannig að gera feimnina út-
læga úr íslensku þjóðfélagi og aila
hennar viðurstyggilegu fylgifiska.
Ólafur Þór
Eiríksson
Leikskólar og aðgerðir foreldra
- aöeins eitt ráö
Aðalheiður skrifar:
Ég er móðir með börn á leikskóla.
Ég sé ekki að við foreldrar getum
gripið til neinna annarra mótmæla
sem hrifa en taka börnin af skólun-
um í svo sem eina eða tvær vikur.
Það bitnar auðvitað á okkur sem
vinnum úti en þetta hafa aðrar stétt-
ir gert og haft sigur líka. Varla borg-
um við fyrir þann tíma sem börnin
eru ekki á leikskólunum þannig að
borgin missir þær greiðslur.
Foreldrar verða bara að skiptast á
að gæta bams eða bama sinna, t.d.
hálfan daginn hvort um sig. Einstætt
foreldri verður að tilkynna frátafir
frá vinnu vegna þessara óvenjulegu
aðstæðna.
Borgarstjórn er í lófa lagið að gera
ályktun um að greiða leikskólafólki
kaupuppbót tU bráðabirgða þannig
að þessu ófremdarástandi ljúki. Nota
má það fé sem annars færi tU að
bjóða 100 gestum í Perluna á gaml-
árskvöld. - Þar er um nokkur hund-
ruð þúsund að ræða, jafnvel mUljón-
ir, að ég hygg.
Fljótsdalsvirkjun og fögur náttúra
Guðjón Jensson skrifar:
Mikið hefur verið rætt um áætl-
un um virkjun Jökulsár á Fljótsdal
og fleiri áa á norðausturhluta ís-
lands. Hafa menn kynnt sér stað-
reyndir málsins, óháð áróðri?
Benda má á eitt mikUsvert atriði:
Hver er stysta leiðin með rafmagns-
línur frá fyrirhugaðri virkjun til
fyrirhugaðs álvers á Reyðarfirði? Er
sú leið ekki sunnanvert með Lagar-
fljóti, þvert í gegnum aðaldjásn
skógræktar á Islandi, HaUorms-
staðaskóg, og þaðan áfram áleiðis til
strandar? - Sjá menn það fyrir sér
þegar búið verður að höggva 100
metra rönd í gegnum skóginn?
Hafa menn tekið eftir þögn virkj-
unarsinna um hvaða leið þeir hyggj-
ast fara með rafmagnslínuna? Ekki
er einu aukateknu orði eytt í þá átt
að svo stöddu til þess að fá ekki
skógræktarmenn líka á móti virkj-
unaráformum. Fremur ólíklegt er
D=tl®ll[RO[D)Æ\ þjónusta
allan sólarhringinn
Lesendur geta sent mynd af
sér með bréfum sínum sem
birt verða á lesendasíðu
Er ekki stysta leiðin með rafmagnslín-
ur frá fyrirhugaðri virkjun til fyrirhug-
aðs álvers á Reyðarfirði? Er sú leið
ekki sunnanvert með Lagarfljóti, þvert
í gegnum aðaldjásn skógræktar á Is-
landi, Hallormsstaðaskóg? - Sjá
menn það fyrir sér þegar búið verður
að höggva 100 metra rönd í gegnum
skóginn?
að Landsvirkjun leggi rafmagns-
taugar sínar yfir fjallgaröinn yfir í
Skriðdal þegar öruggari leið er
fyrir hendi í byggð. Reynsla er fyr-
ir slíku, t.d. „Rússalínan" sem
var lögð héma um árið frá virkj-
ununum sunnanlands áleiöis til
Reykjavíkur. Línunni var valin
leið þvert yfir viðkvæmt verndar-
svæði milli Grafnings og Hellis-
heiðar. Þá var ekki verið að hlusta
á óskir umhverfissinna. Ósk og til-
mæli umhverfissina eru ákaflega
hógvær: að nýja línan yrði lögð
samhliða eldri rafmagnslínum
sem fyrir eru.
Virkjunarmenn spila aðeins út
einu smátrompi í einu - sínu eig-
in umhverfismati, sömdu eftir
pöntun. Væntanlega verður ætlast
til að sem flestir falli í stafi yfir
því hversu áhrif virkjunar á nátt-
úrufar séu „lítil“. Og athyglisverð
er notkun lýsingarorða í skýrsl-
unni.
Mætti biðja guðina að forða oss
frá nýjum áformum virkja-
naglaðra ráðamanna: vatnsvirkj-
unum, stórkostlegri röskun og
eyðileggingu og sóun annarra
náttúrugæða, sem og áldraumum
þeirra, því íslenska þjóðin á næg-
an auð fyrir ef hún lærði að nota
hann betur.
DV
Flugþjónusta í
einkarekstur?
Þorgrímur skrifar:
Það eiga einhverjir á ríkisjöt-
unni eftir að reka upp ramakvein
vegna hugmyndarinnar sem hæst
ber nú í flugmálum hér á landi,
þegar frá er talinn Reykjavíkur-
flugvöllur og endurbygging hans,
að koma flugþjónustu þeirri sem
nú er í höndum ríkisins í einka-
rekstur. Flest rök hníga samt að
því að flugþjónusta, þar með tal-
inn rekstur á flugvöllum og flug-
stjórn, sé einkavædd. Það er
löngu komið að endamörkum rík-
isafskipta á mörgum ef ekki flest-
um þeim sviðum sem hér áður
þótti ekki vit í að hafa annars
staðar en hjá ríkinu. Ríkisrekstur
flugvalla og flugstjórnunar er
þungur baggi á ríkinu, að ekki sé
nú talað um lífeyrissjóðina sem
ríkið verður að varðveita og fjár-
magna fyrir allt það starfsfólk
sem þama kemur að málum. En
það á auðvitað eftir að heyrast
grátur og gnístran tanna áður en
þetta verður að veruleika. Ríkið á
samt ekki að hvika frá þessum
markmiðum.
Nýbúarnir og
tungumálið
Vilhjálmur Alfreðsson skrifar:
Dagur íslenskrar tungu er ný-
liðinn. Ályktun Varðar, félags
ungra sjálfstæðismanna, um dag-
inn a'ð nýbúar á íslandi skuli hafa
ákveðna þekkingu á íslensku
máli til þess að öðlast ríkisborg-
ararétt hefur farið fyrir brjóstið á
sumum. Ég er gamall nýbúi, kom
til íslands frá Skotlandi 1963 og
var reyndar farinn að læra ís-
lensku í Glasgow 1960 - og er enn
að læra. Mér fmnst það minnsta
krafa á hendur nýbúum á íslandi
að þeir tali sæmilega upp í góða
íslensku. En þegar íslendingar
sjálfir ganga með orðið „OK“ á
vörunum og „Bæ, bæ“ og enn
fleira geta þeir lítið sagt. íslenska
tungan er eitt hreinasta mál Evr-
ópu og það er sannarlega skylda
okkar að svo muni ávallt vera.
Týnda taskan úr
Geirfinnsmálinu
Bjöm Jónsson hringdi:
Ef það er rétt sem fram kemur
í frétt Mbl. þann 21. nóvember sl.
þar sem rætt er við Jón Steinar
Gunnlausson hrl. um rannsókn á
þáttum Geirfmnsmálsins, að
málsskjöl í ferðatösku sem vörð-
uðu málið hafi horfið sporlaust
eftir að þau voru afhent á skrif-
stofu ríkissaksóknara - þá er hér
um stórfrétt að ræða en ekki
tveggja dálka smáfrétt. í siðuðum
þjóðfélögum myndi allt verða sett
á annan endann til að upplýsa
hvarf þetta á málsskjölunum. Þótt
þáverandi ríkissaksóknari sé ekki
lengur í starfi eru menn enn starf-
andi sem þá störfuðu og eiga að
vita um þetta. Það verður varla
liöið að svona nokkuð verði þagað
í hel. Fulltrúi bæjarfógetans i
Keflavík sem afhenti skjölin hlýt-
ur t.d. að vita hverjum hann af-
henti töskuna.
Langur biðlisti
á Vog
J.B. skrifar:
Biðlistinn á Vog er orðinn frek-
ar langur og hef ég tekið eftir því
að t.d. vonlausir einstaklingar
ganga þar inn og út eftir hentug-
leikum sínum. Væri ekki nær að
stytta afvötnunartíma og eftir-
meðferð svo sem um helming, svo
ekki þurfi að reka stofnunina eins
og þar sé sauðahjörð i rétt? Ég gef
lítið fyrir vinnubrögð af því tagi
sem þama tíðkast í dag. Ég skora
á heilbrigðisráðherra að gera
verulega vandaða könnun á þess-
um málum. Það eru margir sem
þurfa á meðferð að halda en sitja
eftir úti í þjóðfélaginu. Þeim þarf
líka að sinna, og þama mætti
koma á verulega góðu aðgengi og
innlagnakerfi með styttra með-
ferðarprógrami.