Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1999, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 1999 Fréttir Stuttar fréttir i>v ^ ^Fumvarp til laga um að leggja niður spilakassa dregur dilk á eftir sér: Ogmundi hótað lífláti - málið kært og komið í lögreglurannsókn - þingmaðurinn hvetur aðra til að kæra Ögmundi Jónassyni alþingis- manni hefur verið hótað lífláti með bréfi sem honum barst á heimili sitt í vesturbæ Reykjavíkur fyrir Akureyri: Mikið eignatjón í umferðinni DV, Akureyri: Fjórir árekstrar urðu í umferð- inni á Akureyri í gær og einn í Víkurskarði þar sem bifreið á röngum vegarhelmingi var ekið á vörubíl með tengivagni. Miklar skemmdir urðu á minni bifreið- inni. Á Akureyri varð þriggja bíla árekstur á mótum Mýrarvegar og Þingvallastrætis og voru tveir bíl- anna óökufærir. Sömu sögu er að segja um tvo bíla eftir árekstur á mótum Drottningarbrautar og Leiruvegar. Tjón í þessum óhöpp- um varð því mikið en meiðsli á fólki ekki alvarleg. -gk nokkrum dögum. Ástæðan er sú að hann hefur lagt fram frumvarp til laga um að spilakassar verði afnumdir. „Ég fékk bréf inn um bréfalúguna heima hjá mér þar sem haft var í hótunum við mig á mjög afdráttarlausan hátt,“ sagði Ögmund- ur í samtali við DV. „Mér var meira að segja hótað lííláti ef ég drægi ekki til baka frumvarp um bann við spilakössum. Sagt var að ég hefði gengið of langt með þessum til- löguflutningi. Ögmundur Jónasson, en hann hefur fengiö lífláts- hótun í bréfi. DV-mynd Teitur Síðan var sagt að ef ég færi ekki að þessari kröfu bréfritara „þá drep ég þig“, eins og segir orðrétt i bréfinu," sagði Ögmundur. Bréfið var sent þingmanninum með útklipptum upphafsstöfum úr fyrirsögnum prentmiðla. „Það er alltaf spurning með mál af þessu tagi en ég tók þá ákvörðun að þetta ætti heima hjá rannsóknar- deild lögreglunnar í Reykavík," sagði þingmaðurinn sem hefur kært og er málið í rannsókn. Ögmundur sagði að vissulega væri óhugnanlegt að hér væru ein- staklingar sem gerðu svona lagað. „Mér fmnst ekki ástæða til annars en senda svona mál til lögreglunnar. Reyndar fmnst mér að svona mál eigi aldrei að liggja í láginni. DV hef- ur t.a.m. að undanfómu tekið hressi- lega á ofbeldi handrukkara. Þróun eins og þessari verður aldrei breytt nema samfélagið leggist allt á árar, lögregla og almenningur, og kveði niður ofbeldismenn eins og þá sem hafa í hótunum við fólk,“ sagði Ög- mundur Jónasson. -Ótt 30 kýr sýktar og 7 dauðar af völdum salmonellu: Salmonellan á Bjólu ráðgáta - en grunur um að gestagangur í fjósi sé orsökin DV, Selfossi: „Það var staðfest síðasta fóstudag að um salmonellusýkingu væri að ræða á Bjólu. Við fengum strax á fóstudag bendingar um aö þetta væri „salmon- ella tifemerium“ sem er ein af þessum sem er erfiðari. Það eru um 30 kýr sýktar og eitthvað af geldneytum og sjö kýr eru dauðar," sagði Sigurður Sig- urðarson, dýralæknir á Keidum. Salmonellan uppgötvaðist fyrir helgi þegar kú á bænum fékk skitu, hún var mæld og var með hita. Bónd- inn á Bjólu kallaði þá strax á dýra- lækni. Hætt var að taka mjólk á Bjólu síðastliðinn fóstudag, Sigurður telur litlar likur á því að sýkt mjólk hafi far- ið inn á markaðinn. „Það er erfitt að vera alveg viss. Þetta greindist það snemma og þetta er sýkill sem gerilsneyðing drepur, þannig að í sjálfu sér er engin hætta með gerilsneydda vöru,“ sagði Sigurð- ur. Enn er ekki komið í ljós hvemig salmonellan barst í kýmar á Bjólu. „Þessir sýklar þrífast við venjulegt andrúmsloft, þannig að tæpast getiu' verið um að ræða hræeitrun úr rúllu- böggum. Engu að síður geta þeir borist í húsin með öðm fóðri eða á einhvem annan hátt. Það er kögglafóður á Bjólu sem dregur úr líkum á því. Hins vegar hefur verið mikil umferð fólks á bæn- um vegna þeirrar nýbreytni sem er í fjósinu. Gætir fólk sín ekki þegar það kemur úr sýktu umhverfi, þó að þetta hafi ekki verið í gangi í fjósum i lang- an tíma. Síðasta tilfellið er frá árinu 1990 og það á Austurlandi. Þannig að það er ráðgáta hvemig þetta hefúr komist inn í fjósiö," sagði Sigurður. Þessi sýking er mikið áfall fyrir bóndann á Bjólu. Þar var í haust tekin í gagnið ný tækni við mjaltirnar - svo- kallaður mjalta-róbót, til hagræðis. Slík tæki kosta um tólf milljónir og því em öll svona áfóll dýr þegar dýrar fjár- festingar gagnast ekki og bústofn manna hrynur niður. „Það fer eftir því hversu fljótt veik- in gengur yfir í fjósinu hvenær verður hægt að opna fyrir vörar frá bænum inn á markað. Þessi sýkill virðist ekki vera ónæmur fyrir lyfium, það virðast hrífa á hann lyf, það er búið að prófa. Það er hugsanlegt að hægt sé að beita svoleiðis aðgerðum. Ég á von á að það taki salmonellusýkinguna tvær til þrjár vikur að ganga yfir og þá verði hægt að meta hvort hægt verður að opna á ný fyrir afurðir frá Bjólu,“ sagði Siguröur Sigurðarson, dýralækn- ir á Keldum. -NH Álmurinn stóri við Túngötu hefur verið valinn tré ársins. Fór athöfn í tilefni þess fram við tréð í gær. Á myndinni sjást Magnús Jóhannesson, ráðuneyt- isstjóri í umhverfisráðuneytinu, og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri sem tók á móti viöurkenningarskjali fyrir hönd eða öllu heldur greinar álms- ins góða. DV-mynd E.ÓI. Ríkissaksóknari sækir mál á hendur manni sem fylgdi hrossum út meö Norrænu: Dæmt vegna kafnaðra hrossa Sjónvarpshand- bókin ókeypis Sjónvarpshandbókin fylgir DV á morgun og er henni dreift ókeypis inn á öll heimili á höfuðborgar- svæðinu og til allra áskrifenda DV á lands- byggðinni. Handbókin, sem inniheldur fiöl- breytt skemmti- efni auk sjón- varpsdagskrár- innar, kemur út í 78 þúsund eintök- um á tveggja vikna fresti. Sjónvarpshandbókin er afhent ókeypis á bensínstöðvum Skeljungs á höfuðborgarsvæðinu og þá er hægt að fá hana póstsenda í áskrift fyrir 190 krónur á hvert eintak. Héraðsdómur Austurlands dæmir í dag i sakamáli ríkissaksóknara á hendur manni sem annaðist eftirlit með 9 hrossum sem drápust um borð í farþegaferjunni Norrænu á leið skipsins frá Seyðisfirði til Þórs- hafnar í Færeyjum í ágúst 1998. Manninum er gefið að sök brot á lögum um dýravernd og útflutning hrossa. Verið var að flytja hrossin út frá Norðurlandi. Áður en skipið kom til fyrsta áfangastaðar þess eftir að það fór frá Seyðisfirði, Þórshafnar í Færeyjum, kom í ljós að 9 hross, sem voru í bíl í lestarrými, voru dauö. Talið var að þau hefðu kafnað. Hrossin sem drápust voru í flutningabíl sem verið var að flytja til Danmerkur og þaðan til eigenda ytra. Önnur hross sem voru í þar til gerð- um gámi voru hins vegar á lífi. Það sem tekist hefur verið á um í réttarhöldunum er m.a. hvort um- ræddur eftirlitsmaður, sem er ís- lenskur og búsettur á Norðurlandi eystra, hefði ekki átt að gæta þess að vifta, sem var í bílnum, væri í gangi á leiðinni yfir hafið. Einnig hefur verið tekist á um það af hálfu skipaðs verjanda hvort skipsblásar- ar hafi verið í gangi eða virkað sem skyldi. I málinu er ekki farið fram á skaðabætur. Hins vegar eru eigend- ur hrossanna, samkvæmt heimild- um DV, í samningaviðræðum við tryggingafélag um greiðslu bóta. Það var ríkissaksóknari sem gaf út ákæru en sýslumaðurinn á Seyðis- firði hefur sótt málið fyrir dómi fyr- ir hönd ákæruvaldsins. -Ótt Stefhir sjómönnum Eimskip hefur lagt fram í Héraðs- dómi Reykjavíkur stefnu gegn Sjó- mannafélagi Reykjavíkur vegna aðgerða sjómanna- félagsins þegar það stöðvaði losun á leiguskipi í Straumsvík í október í fyrra. Áður hafði héraðsdómur Reykjaness stað- fest lögbannskröfu þar sem aðgerðir stefnda hefðu verið með öllu löglaus- ar. Bylgjan greindi frá. íslenskar silíkonbætur Alríkisdómari í Michigan-fylki í Bandaríkjunum hefur úrskurðað að staðfesta beri samkomulag um 324 milljarða króna skaðabótagreiðslu sillkonframleiðandans Dow Coming til hátt á annað hundrað þúsund kvenna víðsvegar í heiminum vegna veikinda í kjölfar silikonbrjóstaað- gerða. Tugir íslenskra kvenna gera kröfúr um skaðabætur frá Dow Corning. Mbl. sagði frá. Hitler girntist ísland Flugvallaleysi á íslandi átti líklega mestan þátt í að forða landinu frá innrás Þjóðverja árið 1940. Hitler vildi hernema ísland bæði fyrir og eftir hemám Breta, en andstaða þýska flughersins fékk hann að öllum líkindum pfan af því. Þetta kemur fram í nýrri bók Þórs Whitehead. Mbl sagði frá. Kolbrún kona ársins Nýtt líf tilnefndi í gær Kolbrúnu Sverrisdóttur konu ársins 1999. Kol- brún hefur vakið athygli fyrir ötula baráttu sína fyrir réttindum sjó- manna, eftir að sambýlismaður hennar og faðir fórust með skel- veiðiskipinu Æsu þann 25. júlí árið 1996 á Amarfirði. Altt í góðu lagi Amar Sigurmundsson, stjómar- formaður Nýsköpunarsjóðs, vísar á bug ummælum Hjálmars Ámasonar þingmanns að ekki hafi verið staðið faglega að verki við útboð á vörslu og ráðstöfun á fióram framtakssjóð- um Nýsköpunarsjóðs. Amar segir hlutlausa ráðgjafa hafa metið tiboð- in níu sem bárast. Amar er stjóm- arformaður Sparisjóðs Vestmanna- eyja sem fékk einn sjóðinn til vörslu. Dagur sagði frá. 20,5 milljarða borg Frumvarp að fiárhagsáætlun Reykjavikurborgar fyrir næsta ár gerir ráð fyrir að skatttekjur borgar- innar verði 20,5 milljarðar króna. í útgjöldum vega þyngst fræðslumál, menningarmál og umhverfismál. Vísir.is sagði frá. Norskir sáttir við mat Norsk Hydro vill að fyrirhugaðar virkjanaframkvæmdir vegna álvers í Reyðarfirði fari í lögformlegt um- hverfismat, fari íslenska þjóðin fram á það, og segja forsvarsmenn fyrir- tækisins að seinkun vegna mats hafi ekki nein áhrif á afstöðu fyrirtækis- ins. Ef Alþingi ákveði að umhverfis- mat skuli fara fram samþykki þeir það. RÚV greindi frá. Ein stór fjölskylda Fyrirtækið Klæðning, sem er í eigu Gunnars Birg- issonar, formanns bæjarráðs Kópa- vogsbæjar, vann verkefni á vegum bæjarins fyrir tæp- ar 18 miljónir króna á árunum 1997 til 1998, án þess að útboð hefði farið fram. 40% kostnaðar bæjarins við kyrmmgarmál hafa runnið til aug- lýsingastofú í eigu dóttur Gunnars, undanfarin fiögur ár. 3,6 miltjaröa vantar Fjárvöntun heilbrigðisstofnana nemur 3.631 milljónum króna sam- kvæmt greinargerð ríkisendurskoð- unar. Gísli S. Einarsson, þingmaður Samfylkingar, sagði í samtali við fréttastofu Bylgjunnar að greinar- gerðin væri áfellisdómur yfir heil- brigðis- og fiármálaráðuneyti. -GAR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.