Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1999, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1999, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 1999 Viðskipti _________________________________________________________________________________pv Þetta helstlViðskipti á VÞÍ, 727,8 m.kr. ... Mest með hlutabréf, 215 m.kr. ... Mest viðskipti með hlutabréf Olís, 107 m.kr., og lækkuðu bréfin um 5,7% ... Almennar lækkanir einkenndu markaðinn ... Úrvalsvísitalan lækk- aði um 1,44% og er nú 1.431 stig ... Marel lækkaði um 6,3% og Haraldur Böðvarsson um 5,9% ... Marel besti fjárfest- ingarkosturinn Marel er besti fjárfestingarkost- urinn á VÞÍ ef marka má könnun Viðskiptablaðsins meðal verðbréfa- fyrirtækjanna. Marel heldur sæti sínu sem besti fjárfestingarkostur- Vöruskiptahall- inn 2,1 milljarð- ur í október - fyrstu tíu mánuði ársins var vöru- skiptahallinn 21,7 milljarðar í októbermánuði voru fluttar út vörur fyrir 11,8 milljarða króna og inn fyrir 13,8 milljarða. Vöru- skiptin í október voru því óhag- stæð um 2,1 milljarð króna. í október 1998 voru vöruskiptin óhagstæð um 2,6 milljarða króna. Fyrstu tíu mánuði ársins voru fluttar út vörur fyrir 118,7 millj- arða króna, að því er fram kemur í frétt frá Hagstofu íslands. Inn- flutningur á sama tímabili nam 140,4 milljörðum. Halli var því á vöruskiptum við útlönd sem nam 21,7 milljörðum króna en á sama tíma árið á undan voru þau óhag- stæð um 22,7 milljaröa króna á föstu gengi. inn á VÞÍ frá því í september þegar síðasta könnun Viðskiptablaðsins fór fram en íslandsbanki skýst upp í annað sæti en bankinn var í því flmmta í september. Gengi Marels hefur hækkað um meira en 190% frá áramótum og 20% frá því að síð- asta könnun Viðskiptablaðsins fór fram um miðjan september. í umsögn verðbréfafyrirtækjanna segir m.a. um Marel að verkefna- staöan sé góð og vörusala fyrirliggj- andi 3 mánuði fram í tímann. Mar- el vaxi hraðast í markaðshlutdeild sambærilegra fyrirtækja og sölu- og markaðsmál virðist í góðu lagi. Marel virðist geta aukið veltu án þess að launakostnaöur aukist mik- ið og loks hafi félagið sérstöðu þar sem það sé að bjóða lausnir sem enginn annar aðili bjóði. Líkt og í september greinir verð- bréfafyrirtækin mjög á um gæði fjárfestingarkostanna á VÞÍ en 18 fyrirtæki á Aðallista voru nefnd til sögunnar en ekkert fyrirtæki á Vaxtarlista komst í hóp fimm bestu kostanna. Úrvinnsla könnunarinnar fór þannig fram að fyrirtæki voru gefin 5 stig voru fyrir að vera valið besti kosturinn og svo koU af kolli og 1 stig fyrir að vera valiö fimmti besti kosturinn. Þannig var mest hægt að hljóta 35 stig í könnuninni. Bestu fjárfestingarkostirnir Sæti Félag Stig 1. Marel 13 2. íslandsbanki 11 3. -4. Grandi 9 3.-4. Opin kerfi 9 5. Jarðboranir 8 6. -7 Nýherji 7 6.-7 Þormóður rammi 7 8.-10.SÍF 5 8.-10.Samherji 5 8.-10. Baugur 5 Landsbankinn fagnar ákvörðun ríkisstjórnarinnar Mannesmann snýst til varnar Klaus Essel, forstjóri Mann- esmann, hefur hafið vamarbar- áttu með það að markmiði að sannfæra fjárfesta um að hafna yfirtökutilboði Vodafone. Essel segir að Mannesmann sé mun meira virði en Vodafone býður og sakar stjórnendur Vodafone um stefnuleysi. Essel styður mál sitt meðal annars með spá um að hagnaður Mannesmann af fjar- skiptastarfsemi muni vaxa um meira en 30% á ári til ársins 2003. „Landsbanki íslands hf. fagn- ar þeirri ákvörðun ríkis- stjómarinnar að leggja fram lagafrumvarp á Alþingi til að afla heimildar til sölu á hlut ríkisins í bankanum,“ segir í frétt frá Landsbankanum. Bankinn telur söluna munu styrkja bankann og stuðla að því að hann verði áfram vel í stakk búinn til að taka þátt í áframhaldandi vexti efna- hagslífs og fjármagnsmarkað- ar á Islandi. I fréttatilkynningu sem Landsbanki íslands hf. sendi frá sér kemur fram að bankinn fagnar þeirri ákvörðun ríkisstjórnarinnar að leggja fram lagafrumvarp á Alþingi til að afla heimildar til sölu á hlut ríkis- ins í bankanum. Eignarhlutur ríkisins nemur nú 85% af heildarhlutafé bank- ans. Mun styrkja bankann I því lagafrumvarpi sem ríkisstjórn- in hyggst leggja fram er gert ráð fyrir að heimilað verða að selja 15% af nú- verandi eignarhlut ríkisins og mun því eignarhlutur þess hafa lækkað í 72% af heildarhlutafé bankans að söiu lok- inni. Nafnverð þess hlutafjár sem unnt verður að bjóða til sölu mun nema um Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri Landsbank- ans, fagnar þeirri ákvörö- un ríkisstjórnarinnar að leggja fram frumvarp til sölu 15% hlutar hennar í bankanum. vel innan 825 milljónum króna. Mið- að við núverandi markaðs- gengi á hlutabréfum bank- ans nemur markaðsvirði þessa hlutafjár rúmlega 3 milljörðum kr. Landsbank- inn styður einnig að nú skuli stefnt að dreifðri sölu hlutafjárins til almennings, líkt og gert var við sölu á 15% hlutafjár í bankanum vegna hlutafjárútboðs í september 1998 en hluthaf- ar í Landsbankanum eru nú um 6.900 talsins. Hlutur næststærsta hluthafans er við 3% af heildarhlutafé og hlutur þess þriðja stærsta er rúmlega 1% en aðrir hluthafar eiga innan við 0,5%. Með sölu á hlut rikisins skapast svigrúm fyrir enn fleiri fjárfesta að koma að rekstri bankans. Landsbankinn sagðist telja að þetta myndi styrkja bankann og tryggja að enn virkari markaður yrði með hluta- bréf í bankanum en verið hefði. Jafn- framt yrði verðmyndun bréfanna traustari. „Með viðtæku útibúaneti sínu og fjölbreyttu vöru- og þjónustu- framboði er Landsbankinn vel í stakk búinn til að taka þátt í áframhaldandi vexti efnahagslífs og fjármagnsmark- aðar á íslandi. Þessi aðgerð mun enn stuðla að því." Nýr framkvæmdastjóri Rafrænnar miðlunar hf. Atli Örn Jónsson hefur verið ráðinn framkvæmda- stjóri Rafrænnar miðlunar hf. Atli Örn lauk stúdents- prófi frá MA 1981 og útskrif- aðist sem viðskiptafræðingur af sölu- og stjómunarsviði viðskiptadeildar HÍ 1987. Hann hóf störf hjá Kredit- kortum hf. árið 1987 og hefur starfað þar síðan. Hann heíúr gegnt starfi aðstoðarfram- kvæmdastjóra EUROPAY íslands. Ársæll Hreiðarsson, núverandi framkvæmdastjóri Rafrænnar miðlun- ar og einn eigendanna, mun stýra Atli Örn Jóns- tækni- og þróunarstarfi félags- ins. Atli mun taka við nýja starflnu í upphafl nýs árs. , Rafræn miðlun er vaxandi fyrirtæki á sviði greiðslumiðl- unar sem starfar á fyrirtækja- markaði og sér meðal annars um miðlun færslna vegna greiðslu-kortaviðskipta. Raf- ræn miðlun rekur miðlægan búnað til heimildaröflunar og upplýsinga- og færslusöfnunar. Eigendur Rafrænnar miðlunar hf. em Ársæll Hreiðarsson, Flugleiðir hf., Baugur hf„ Skýrr hf„ Opin kerfi hf„ SPRON og EUROPAY ísland. Robert Ahldin gengur til liðs við Arctic Ventures Robert Ahldin, einn virt- asti intemetsérfræðingur á Norðurlöndunum, hefur gengið til liðs við Arctic Ventures og tekið sæti í stjórn félagsins. Arctic Ventures er framtakssjóður sem fjárfestir í intemet- og „wireless“-fyrirtækjum á Norðurlöndum, einkum í Sví- þjóð og Finnlandi. Robert Ahldin er talinn fremsti greiningarmaður á hátæknimarkaði á Norður- löndum og hefur starfað á þeim markaði í 5 ár en ein- beitt sér að netfyrirtækjum síðustu 2 árin. Fjölmörg við- töl hafa birst við Ahldin síð- ustu vikur i blöðum á borð við Newsweek og Business Week. Hann hefur annast fjölda útboða, m.a. fyirir Icon-MedOab, Boxman.com og Letsbuyit.com sem íslend- ingar eiga 7% í. Áður hefur veriö tflkynnt að John Pal- mer, forstjóri og stofnandi Letsbuyit.com, hafi tekið sæti í ráðgjafamefnd sjóðsins. Samruni SH End- urskoðunar ehf. við KPMG Endur- skoðun hf. Samkomulag hefur verið undirritað um samruna SH Endurskoðunar ehf. og KPMG Endurskoðunar hf. undir nafni þess síðamefnda. Samraninn kemur tU fram- kvæmda um næstu áramót. SH Endurskoðun flytur þá skrifstofur sínar í aðalstöðv- ar KPMG að Vegmúla 3. Eigendur SH Endurskoöun- ar ehf. era þeir Sveinn Jóns- son og Haukur Gunnarsson. Þeir segja markmiðið með samrunanum að bjóða viö- skiptavinum víðtækari þjón- ustu. Um leið eru starfsmönn- um veittir betri möguleikar tU þjálfunar og fræöslu í sam- einuðu félagi. KPMG er eitt stærsta end- urskoðunar- og ráðgjafarfyr- irtæki landsins. Eftir sam- runann munu starfsmenn verða um 150 talsins. KPMG International er eitt stærsta endurskoðunar- og ráðgjafar- fyrirtæki í heimi með um 100 þúsund starfsmenn í 160 lönd- um. [\ÍAsgc>gv\, Wafnarfirði. A4odcl/ /^L»*anesi. SWatAnuir, Clsafipði. Blówa- og gjafavömbúðÍM/ Sawðápl<»*ól<i. Dyngjan, Vopnafipði. BjóIfsbæp/ Seyðisfirði. RaffœLjav. 5veins öwðmwndss./Égilssföðu Viða»*sbúð/ 1~ásLmðsfi**ði. >Ái*vi»*Li»W/ 5cífossi. sf. (E\nn\g miLið MPval af gjaj'avÖPM og sLaHi jypip Ká+íðiMa. Sími 553 2010. - borgar sig Áskrifendum DV býöst ný plata Bubba flortensi „Sögur l^&O - mD”-. á sérstöku tilboösveröi eöa aöeins E • kr ■ H*gt e r aö greiöa meö eðc - - - Visa/Euro 5a póstgíró Nístu vikurnar veröur plata Vilhjálms heitins Vi 1 h j á 1 mssonar-i Pálma Gunnarssonari Björgvins Halldórssonar og Papanna á sérkjörum til áskrifenda DV- Samhliöa þessum tilboöum veröur tónlistarmaöur vikunnar í beinu spjalli á Visir-is og hagt veröur aö hlusta á brot af lögum plötunnar- www.visir.is Á Fókusi á Visir-is veröa einnig viöburöir og tilboö í gangi m e ö E n s í m i -i S e 1 m u -i SSSó 1 o g flaus ■ Fylgist með! S3S-1DMS- ■vísir.isl

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.