Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1999, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1999, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 1999 wnmng Hver er tími Ijóðsins? Ljóðtímaskyn er tíunda Ijóðabók Sigurðar Pálssonar og - þar sem ljóðabækur hans hingað til hafa raðað sér í flokka þijár og þrjár saman - upphaf að nýrri syrpu. Enn er titillinn samsettur úr þremur stuttum orðum: ljóð-tími-skyn. Slík nafngift gefur enn sem fyrr færi á margvíslegum orðaleikjum og vekur upp ýmsar spurn- ingar. Hvernig skynjum við Ijóðtímann? Hefur ljóðið tímaskyn? Skynjar tíminn ljóð? Leikur að orðum! kann að hnussa í einhverjum, en í leiknum býr alvaran, rammasta alvaran og ljóð sem ekki er leik- ur að orðinu, veltir því og varpar til og frá, vaknar sjaldan til lífs. En þó að þessar spumingar vakni er ekki þar með sagt að ljóð Sigurðar séu að- eins svör við frum- spekilegum spurning- um. Vissulega fást þau líkt og öll góð ljóð við frumspeki en ekki til að veita algild svör, fremur að ýja að svari, vekja frekari spurn, opna leið að þvi óræða. Og það gera ljóð Sigurðar Pálssonar með miklum ágætum, með til- þrifum, til að mynda „Ljóðlistin" (43) um andstæður ljóðsins : Örninn alltaf í útrýmingarhœttu Viökvœmur svona viðkvœmur þegar upp er staðiö ast jafnvel og raun ber vitni vegna þess hve gott samræmi er milli þessara þriggja þátta. Og í heild má segja að ljóð skáldsins séu orðin kröftugri og ómstriðari. Bókmenntir Geirlaugur Magnússun Ljóðtímaskyn skiptist í fimm bálka: Ljóðtímaskyn, Burt, Söngtími, Svart-hvitt og Stundir. Eflaust þykir ein- hverjum að hér sé afmarkað- ur ljóðtíminn, hann hefjist á skynjuninni, nærist á út- þránni, eflist i söngnum, magnist af andstæðum og kristallist í stundinni, má vera að svo sé eður ei, en mestu máli skiptir að í gegn- um þetta ferli birtist hvert ljóðið öðru magnaðra. Þvi það er galdur í þessari bók, galdur sem verður ekki frem- DV-mynd ÞÖK ur en galdur yflrleitt skil- greindur, aðeins skynjaður. Og því er erfitt, nei ógjörlegt að gera upp á milli ein- stakra bálka eða einstakra ljóða. Þó þykir mér persónu- lega einna mestur fengur að fyrsta bálki enda lengi ver- ið þeirrar skoðunar að Sigurður Pálsson fari öðrum skáldum betur með prósaljóðið: Ljóðtímaskyn II (8): Flugeldar í öllum litum kraumuðu lengi á svörtum nœturhimninum. Loks tók mjólkurhvít þögn tunglsins völdin. Hvítri birtu stafaði af gervallri hinni hugsuðu veröld okkar. Eigi að síður var hún fullkomlega sýnileg. Og nú var heildarsvipurinn hvítur og tungl- sjúkur. Allt sem við gerðum fékk þennan blœ af Ijóshvítri veislu. Siguröur Palsson: Hans besta bok Samt liggja þarna blóðugar fjaörir út um allt Ég fæ ekki betur séð en ákveðin þróun í kveðskap Sig- urðar Pálssonar verði augljósari en fyrr með þessari bók, sú þróun að leggja aukna áherslu á hljóm orða. Það ber ekki svo að skilja að þann þátt hafi skáldið vanrækt í fyrri bókum sínum en það er sem hinar þrjár grunn- einingar nútímaljóðsins, myndvísi, margræðni og óm- leikni myndi hér enn óskaraðri heild en fyrr. Vil ég þar einkum benda á löngu ljóðin í öðrum bálki sem heppn- En hví að taka einn bálk fram yfir annan? Slíkt er út í hött þegar um er að ræða bók þar sem hver perlan tek- ur við af annarri. Að mínu mati er Ljóðtímaskyn besta ljóðabók Sigurðar Pálssonar, hans besta bók hingað til. Mögnuð Ijóð sem eflast og vaxa við hvern lestur. Þetta er bók sem lýsir upp skammdegið og ekki sem flugelda- leiftur heldur lengi-lengi. Sigurður Pálsson Ljóðtímaskyn Forlagið 1999 Traust tök Hún er nokkuð ósamstæð sem smá- sagnasafn bók Hákonar Aðalsteinssonar Glott í golukaldann. Sumpart gætu verið þar gamansögur úr grenndinni sem ekki komust með í vinsæla ævisögu Hákonar sem Sigurdór Sigurdórsson skráði og kom út fyrir tveimur árum, sumpart eru sögur sem hafa metnað og efnivið til að verða umtalsvert meiri um sig, dramat- ískari og dýpri en hér er rúm fyrir. Bókmenntir Silja Aðalsteinsdóttir Af fyrra taginu eru léttar og mein- fyndnar sögur eins og „Eyjan í norðri“, „Af jörðu ertu kominn", „Steinninn" og „Þáttur af Þorfmni á Kleif' sem eru dæmalaust skemmtilegar skrýtlur af manni sem hefur verið fyndinn í gegn, ef svo má segja. í einni segir til dæmis frá þvi þegar Þorfinnur ræðir heymissi við prestinn sinn, séra Bjarna á Valþjófsstað: „Þaöfór heldur illafyrir mér, það fauk allt heyið mitt í nótt." „Hvað ertu að segja, fauk allt heyið?" spurði prestur. „Já, þaðfór allt til andskotans." „Heldurðu aó það hafl veriö hann sem tók það"? „Ég bara trúi þvi ekki á hinn," svaraði Þorflnnur. Vió þessu átti prestur ekkert svar. Þetta lokatilsvar jaðrar við að vera jökuldalsering en nær því þó líklega ekki alveg. Af síðari flokknum er helst fyrsta frásögnin, „Hinn forboðni ávöxtur", sem skiptist í fimm hluta og segir frá Bjarna bónda á Steinsstöðum og skiptum hans við presta sveitarinnar og aðra granna sína, líklega snemma á öldinni. Kjarninn í þeirri frásögn er átakanleg- ur og ætti skilið aðra og öðruvísi meðferð en hann hlýtur hér. Þó að söguefnið sé margnýtt frá upphafi is- lenskrar sagnagerðar á seinni öldum, svik yfirstétt- armanns við alþýðustúlku, hefði þetta afbrigði vel þolað lengri frásögn; einkum er það þó margræð persóna Bjarna sem kallar á betri úr- vinnslu. Eins og frásögnin stendur hér er hún síst af sögunum í bókinni. En sú besta er líka í þess- um hópi, „Heiðin og dreng- urinn“, falleg saga og vel samin, full af mannást og virðingu fyrir litilmagnan- um sem einkennir skrif Há- konar yfirleitt. Hann skrifar ákaflega fallegan og áreynslulausan stíl sem nýt- ur sin vel á klassískum söguefnum úr kunnuglegum söguheimi hans. Síðast í bókinni eru nokkur kvæði Hákonar, sum með tilefnum í frásögn, sem sýna hve létt hann á líka með að yrkja hnitmiðað; þar verður hefðbundinn bragur aldrei til trafala. Dæmið heitir „Mannlýsing“: Hann náöi aldrei á lífinu traustu taki, talaði sjaldan jákvœtt um náungann. Hann lœrði aldrei aó ganga beinn í baki, en brosti auðmjúkur framan í sérhvern mann. Hákon Aðalsteinsson Glott í golukaldann Hörpuútgáfan Akranesi 1999 11 TILBOÐ ÚTILJÓS RPERUR VerS aðeins kr. 4.780 Litir: Grænt Hvítt/Svart VerS aSeins kr. 1.990 Litir: Antíkgrænt Hvítt/Svart VerS aSeins kr. 1.990 Litir: Antíkgrænt Hvítt/Svart ÍLDSOl iRSLUNJ -trygg Vi& Fellsmúla Sími 588 7332 www.heildsoluverslunin.is OPIÐ: Mánud. - föstud. kl. 9-18, laugard. kl. 10-14 kr. 4.780 Litir: Hvítt/Svart VerS aSeins kr. 5.900 Litir: Hvítt/Svart VerS aSeins kr. 440 L'B VerS aSeins kr. 2.600 Litir: Antíkgrænt Hvítt/ovart VerS aSeins kr. 730 Sparperur 15W pr, stk. kr. 590 Æ - 15W 3 stk. kr. 1.420 20W pr, stk. kr. 650 INNRÉTTINGAR & TÆKI VerS aSeins kr. 2.600 Litir: Antíkgrænt Hvítt/ovart VerS aSeins kr. 2.600 Litir: Antíkgrænt Hvítt/Svart

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.