Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1999, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1999, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 1999 Utlönd Fundur Heimsviöskiptastofnunarinnar í Seattle í uppnámi: Neyðarástand eftir gríðarleg mótmæli Neyðarástandi hefur verið lýst yf- ir í Seattle í Bandaríkjunum og þjóðvarðliðið kallað til eftir mikil átök lögreglu og þúsunda mótmæl- enda á götum borgarinnar. Truflan- ir urðu á fundi Heimsviðskipta- stofnunarinnar (WTO) í borginni. Mótmælendur vildu með aðgerðum sínum lýsa vanþóknun sinni á frjálsri verslun. Ástandið á götum Seattle minnti á ólætin sem urðu í bandarískum borgum á sjöunda og áttunda ára- tugnum þegar mannréttindabarátta blökkumanna og mótmælin gegn stríðsrekstrinum i Vietnam stóðu sem hæst. Óeirðalögregla sprautaði táragasi og skaut gúmmíkúlum að mótmælendum sem höfðu teppt göt- ur í miðborg Seattle og komu í veg fyrir að nokkur kæmist inn í ráð- stefnumiöstöðina þar sem fundur WTO er haldinn. Paul Schell, borgarstjóri Seattle, Mannabeln graf- in upp í fjölda- gröfum í Mexíkó Mexíkóskir og bandarískir lag- anna verðir hafa graflð upp lík- amsleifar tveggja manna suður af mexíkósku landamæraborginni Juarez. Grunur leikur á að mexí- kóskur eiturlyfjahringur hafi grafið allt að hundrað lík í fjórum fjöldagröfum steinsnar frá banda- rísku landamærunum, handan Rio Grande árinnar frá borginni E1 Paso í Texas. Talið er að 22 Bandaríkjamenn séu meðal fórn- arlambanna. „Það fyrsta sem viö höfum graf- ið upp eru bein af tveimur mönn- um,“ sagði Jorge Madrazo, dóms- málaráöherra Mexíkós, í viðtali við mexíkóska sjónvarpsstöð seint í gærkvöld. Um sex hundruð mexíkóskir lögregluþjónar og hermenn og 65 útsendarar bandarísku alríkislög- reglunnr FBI taka þátt í leitinni og nota við hana sömu tæki og beitt hefur verið í Kosovo í leit að Qöldagröfum. Rannsóknin hófst á mánudag eftir að Mexíkói, sem handtekinn var í E1 Paso í april, sagði banda- rískum yfirvöldum að fólk hefði verið pyntaö, myrt og graflð á bú- garði utan við Juarez. Eiturlyfjaklíkan í Juarez er ein hin grimmasta í öllu Mexíkó og hefur smyglað kólumbísku kóka- íni í tonnatali til Bandaríkjanna. Hillary segir Rudy Giuliani til syn Hillary Cfint- on, forsetafrú í Bandaríkjunum, réðst harkalega að Rudolph Giuliani, borgar- stjóra í New York og and- stæðingi hennar í kosningum til öldungadeildar Bandaríkjaþings á næsta ári. For- setafrúin skammaði borgarstjór- ann, án þess þó að nefna hann á nafn, fyrir harkalegar aðgerðir borgaryfirvalda í New York við að koma heimilislausu fólki burt af götunum. Þetta var fyrsta stefnu- mótandi ræða Hillary frá því hún staðfesti framboð sitt. Hillary sagði að með framferði sinu væru borgar- yfirvöld að refsa fólki fyrir að vera fátækt. lýsti yfir neyðarástandi og setti á út- göngubann í miðborginni frá klukk- an 19 til klukkan sjö að morgni. Lögreglan hóf þegar í stað að reka fólk úr miðborginni. Áhyggjur af örygginu Gary Locke ríkisstjóri kallaði út tvö fylki þjóðvarðliða til að aðstoða lögregluna við að hafa hemil á mannfiöldanum. „Við höfum miklar áhyggjur af öryggi almennings," sagði Locke. Grímuklæddir mótmælendur brutu búðarglugga, kveiktu í rusla- tunnum og köstuðu táragaskútun- um aftur að lögreglunni. Mótmæl- endur unnu síðan skemmdir á verslunum þegar þeir hörfuðu und- an sókn lögreglunnar. Um sextán þúsund félagar í verkalýðsfélögum og aðrir efndu til friðsamlegra mótmæla þar sem þeir kröfðust þess að réttindi verka- Þýsk dagblöð kröfðust í morgun meiri vitneskju um leynireikninga kristilegra demókrata og hvers vegna Helmut Kohl, fyrrverandi kanslari Þýskalands, taldi nauðsyn á þeim. I gær viðurkenndi Kohl á neyðar- fundi framkvæmdastjórnar Kristi- lega demókrataflokksins að hann hefði notað leynireikninga fyrir framlög til sérstakra eininga flokks- ins. Kanslarinn fyrrverandi neitaði því ekki aö leynireikningarnir hefðu verið í andstöðu við lög flokksins. Hann þvertók hins vegar fyrir það að hægt hefði verið að kaupa pólitískar ákvarðanir í stjómartíð hans. Núverandi leiðtogi kristilegra demókrata, Wolfgang Schauble, studdi fullyrðingu Kohls. Sagði Schauble að Kohlstjórnin hefði aldrei verið til sölu, að flokk- manna yrðu einnig rædd á fundi WTO og þau höfð með í öllum við- skiptasamningum framtíðarinnar. „Ég tel ekki aö WTO gæti hags- muna verkamanna," sagði Donnie Gill, 29 ára gamall hafnarverkamað- ur frá nágrannaborginni Tacoma. „Með hnattvæðingu efnahagslífsins eru lífskjör almennings skert.“ Mike Moore, yfirmaður WTO, kom til vamar samtökumnn og sagði mótmælenduma vinna gegn hagsmunum fátæklinga og þróunar- landanna. Clinton væntanlegur Á glæsihótelinu þar sem Charlene Barshefsky, viðskiptafull- trúi Bandaríkjanna, og japanskur kollegi hennar dvelja, var gestum fyrirskipað að halda sig á herbergj- um sínum, af ótta við að mótmæl- endur myndu leggja til atlögu. Talsmaður lögreglunnar sagði að Kohl á leið til yfirheyrslu í gær. Símamynd Reuter tuttugu og tveir hefðu verið hand- teknir í ólátunum. Sautján manns hlutu minni háttar meiðsli. Viðskiptaráðherrar og fulltrúar 135 aðildarlanda WTO létu mót- mælaaðgerðimar ekki á sig fá, héldu sínu striki og fluttu þurrlegar ræður um hugmyndir sínar um framtíö heimsverslunarinnar. Barshefsky sagði að samninga- mönnum hefði þegar orðið nokkuð ágengt í að jafna ágreining sinn um verslun með landbúnaðarvörar og um rafræn viðskipti. „Viö erum á réttri leið,“ sagði hún. Aðrir stjómarerindrekar létu í ljós efasemdir um að til tíðinda myndi draga á fundunum. Bill Clinton Bandaríkjaforseti er væntanlegur til Seattle í dag og hann áformar að ræða við mótmæl- enduma. Hann vill að rödd þeirra fái að heyrast. urinn hefði aldrei tekið við mútu- greiðslum og að enginn hefði hagn- ast persónulega þó svo að reglur hefðu líklega verið brotnar. Heimildarmenn innan Kristilega demókrataflokksins segja það vissan létti að Kohl hafi sjálfur samþykkt að greina frá málinu. En þingflokksformaður kristilegra demókrata, Peter Struck, segir að Kohl hafi einungis viðurkennt það sem vitað var fyrir og þaö sem fyrrverandi aðalritari flokksins, Heiner Geissler, hafi staðfest fyrir helgi. Eftir væri að svara mörgum spumingum, til dæmis hverjir hefðu gefiö flokknum fé. Vitneskja þyrfti að fást um það til þess að hægt væri að sjá hvort það hefði haft áhrif á ákvaröanir flokks Kohls. Stuttar fréttir dv Leyna mannfalli Talsmaður uppreisnarmanna í Tsjetsjeníu vísaði því í gær á bug aö Rússar hefðu nær umkringt Grosní. Sagði talsmaðurinn Rússa leyna miklu mannfalli. Saman gegn nasistum Fjögur stærstu dagblöð Svíþjóð- ar lýstu i gær yfir samstarfi gegn nýnasistum. Birtu blöðin myndir af 62 nýnasistum og félögum vél- hjólahópa. Ver ferðakostnað Göran Persson, forsætisráð- herra Svíþjóðar, reyndi í gær að draga úr pólitískum stormi vegna gríðarlegs kostnaðar í sambandi við S-Afríkuferð. Sakaði forsæt- isráðherrann almannatengslafyrirtæki um klúður. 700 manna fylgdarlið var með Persson í S-Afríku. Þegar for- sætisráðherrann kom þangað tóku engir ráðherrar á móti hon- um. Aðeins 3 greiddu aðgang að popptónleikum Svía sem haldnir voru á 30 þúsund manna leik- vangi. Milljón hættir að reykja Allt að 1,3 miljónir breskra reykingamanna ætla að reyna að hætta að reykja um áramótin, að því er breskir heilbrigöismálasér- fræðingar segja. Elitemenn afþakka Tveir hátt settir starfsmenn fyrirsætu-umboðsskrifstofunnar Elite hafa afþakkað boð um að koma aftur til starfa. Starfsmenn- imir sögðu af sér í síöustu viku í kjölfar sjónvarpsþáttar um spill- ingu í tískubransanum. Heilaskaddaðir Vísindamenn í Bandarikjunum hafa sýnt fram á að hermenn, sem hafa þjáðst af svokölluðu Persaflóaheilkenni, séu heila- skaddaðir. Eru hermennimir með færri taugafrumur í heilanum en viðmiðunarhópar. Vilja frestun á aftöku Mannréttindómstóll Evrópu bað í gær tyrknesk yfirvöld um að fresta aftöku Kúrdaleiðtog- ans Abdullahs Öcalans þar til fiallað hefur veriö um þá fullyrðingu lögmanna hans að dauðarefs- ingin brjóti í bága við evrópsk lög. Hasip Kaplan, lögmaður öcal- ans, og Sophiu Hansen, kvaðst vona að tyrknesk yfirvöld gerðu allt til að þingið fari eftir beiðni dómstólsins og afnemi dauðarefs- ingu. Riitta með forystu Riitta Uosukainen í finnska íhaldsflokknum nýtur mest fylgis fyrir fyrri umferð forsetakosning- anna í Finnlandi. íöðru sæti er Elisabeth Rehn í Sænska þjóðar- flokknum. Krefjast sjálfstæðis Nær 20 þúsund manns söfnuð- ust saman í morgun í Jayapura í Indónesíu þar sem aðskilnaðar- sinnar drógu fána sinn að húni. Krafðist mannfiöldinn sjálfstæðis héraðs síns. í mál við Berlusconí Vinstri flokkur Massimos D’Al- ema, forsætis- ráðherra Ítalíu, tilkynnti í gær að hann ætlaði að höfða mál gegn sfiórnar- andstöðuleið- toganum Silvio Berlusconi vegna ásakana um að flokkurinn heíöi ráðskast með dómara. Sjálf- ur er Berlusconi sakaður um að hafa mútað dómuram. Sumir andstæðingar Heimsviðskiptastofnunarinnar (WTO) voru við öllu búnir þegar þeir mættu til mótmælaaðgerð- anna í Seattle. Lögreglan úðaði táragasi og skaut gúmmíkúlum að mannfjöldanum. Nokkrar skemmdir voru unnar á verslunum í miðborg Seattle í ólátunum. Helmut Kohl viðurkennir leynireikninga flokks síns

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.