Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1999, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1999, Blaðsíða 21
MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 1999 25 ♦ DV Fréttir Móöir drengs sem lenti í árekstri: Tryggingafélög Ijúka tjónamálum sjálf - græt ekki bílinn en vil réttlæti, segir Bjarney Sigurleifsdóttir „Sonur minn lenti i árekstri 12. ágúst er hann var að keyra á Öldu- götu í Hafnaríirði og það var bíll að koma Reykjanesbrautina á leið til Keflavíkur. Hann telur að á hann hafi verið ekið á miklum hraða,“ seg- ir Bjarney Sigurleifsdóttir. „Þetta er sami staður og mörg slys hafa átt sér stað, m.a. banaslys. Hann og aðilinn sem keyrði á hann hringdu á lögregluna og það komu tvær stúlkur á lögreglubíl og spyrja hvort þeir séu með tjónaskýrslu sem sonur minn hafði. Þær segja svo að þeir geti fyllt þetta út sjálfir og fara svo án þess að gera neitt. Kærasta sonar míns tognaði illa á hálsi því bíllinn flaug nokkra vegalengd og henni var illt í höfðinu sem er skýrt merki um að hún var með vægan heilahristing. Mér fannst lögreglan ekki standa sig nógu vel með því að fara bara og keyra ekki einu sinni stúlkuna heim. Ég fór á lögreglustööina til að fá upp- lýsingar um þennan árekstur en þá var ekkert i tölvunni annað en að hann hefði átt sér stað og mér var sagt að ég ætti bara að leita til trygg- ingafélagsins því ekki væri til skýrsla um málið og þetta kæmi þeim því ekki við. Ég fer því til trygg- ingafélagsins, sem er Sjóvá-Almenn- ar, og þar er mér sagt að þetta sé ekk- ert lögreglumál og þeir ætli ekkert að gera lögreglumál úr þessu. Þeir sögðu einnig að það þýddi ekkert að auglýsa eftir vitnum,“ segir Bjamey. Röng skilaboð „Ég auglýsti eftir vitnum í DV og það gaf sig fram drengur sem sagði að bíllinn hefði keyrt það hratt að sonur minn komst ekki yfir götuna. Eins voru vegagerðarmenn sem voru að vinna þama vitni að árekstrinum og þá sá gangbrautar- vörður atvikið. Málið er bara það að Sjóvá yfirheyrir vitnin og þeir spyrja auðvitað bara spurninga sem henta þeim. Sjóvá tryggir báða bíl- ana, yfirheyrir vitnin og dæmir svo í málinu. Ég ætla ekki að fara að ríf- ast um sekt eða sakleysi. Það er að- ferðafræðin í þessu sem ég gagn- rýni. Tryggingafélögin virðast hafa komið þvi einhvers staðar í smátt letur að þau eigi rétt á að ljúka mál- um sjálf, finna út hvað gerðist og meta það og dæma. Þetta hangir allt á því að ekki var tekin lögreglu- skýrsla. Þar með ertu bara réttlaus í umferðinni. Ef báðir aðilar em sammála um að kalla á lögreglu ber þeim að taka skýrslu og eins ef ein- hver meiðist. Þetta gerði lögreglan ekki. Ef þetta er málið, að ég er að borga löggunni kaup fyrir að keyra út tjónaskýrslur, get ég einfaldlega tekið það að mér. Ég kærði tO málskotsnefndar tryggingafélaganna og hún lá yfir þessu í margar vikur og fékk ég úr- skurðinn um daginn. Þeir sögðu að viðvarandi hraði þarna væri 60 og því væri ekkert að því að hann hefði verið á 60-70. Mér finnst þetta ekki rétt skilaboð til ungs öku- manns í umferðinni. Annaðhvort keyrir þú yfir hámarkshraða eöa það er keyrt á þig. Honum er bara sagt að fara heim til sín, en það er ekki einu sinni tekin lögreglu- skýrsla af málinu og hann fær ekki einu sinni að segja hvað gerðist. Ég ætla ekki að gráta einhvem bíl og peningana, ég er bara fegin að gráta ekki son minn, en maður vill fá eitt- hvert réttlæti í þessum málum.“ -hdm Afréttarar og þykktarheflar. Plötusagir. Kynning næstu daaa á ROBLAND-trésmíðavélum i verslun okkar, SúSarvoai 6. Sérstakt kynningarvero á sýningarvélum. Súöavogi 6 Sími 568 6466. Fax 568 9445. e-mail iselco@iselco.is. Robland Fræsarar. Sambyggöar trésmíðavélar. OXFORD STREET Jólavörumar komnar Opið: mán.-fim. 10-18 föstudaga 10-19 laugardaga 10-18 sunnudaga 13-17 Oxford Street Faxafeni 8 108 Reykjav! sími: 533 1555

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.