Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1999, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1999, Blaðsíða 32
MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 1999l>'Vr Óskabarnið grefur undan I réttindum „Það er umhugsunarefni fyrir islenska þjóð þegar óskabam hennar, eins og Eimskipafélagið var oft nefnt, gengur fram fyr- 1 ir skjöldu um að f grafa undan réttindabaráttu launa- fólks með þvi að gera samn- inga við alþjóðlega kjara- brjóta.“ Ogmundur Jónasson al- þingismaður, í DV. Hagsraunir Jóns „Málflutningur Jóns Stein- ars er kominn út fyrir það að þjóna hagsmunum nokkurs nema þá hans sjálfs.“ Ólöf Guðný Valdimarsdóttir arkitekt, í Degi. Dómurinn og umræðan „Það gleður mig ef umræður um þetta dómsmál eru hættar að snúast um að dómurinn sé rangur og tekn- ar að snúast um að ég megi ekki útskýra hvers vegna hann er réttur." Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður, í DV. Pirringur umhverfisvina „Fjöldi kjósenda allra stjóm- málailokka er fylgjandi álveri og virkjun. Það em þessar stað- reyndir sem skýra pirring um- hverfisvinanna svonefndu og þau vonbrigði sem þeir virðast hafa orðið fyrir með söfnun undirskrifta.“ Smári Geirsson, forseti bæjarstjórnar Fjarðar- byggðar, í Morgunblaðinu. Eigingjörn skammtíma- lausn „Álver er eigin- gjöm skamm- tímalausn." Björk, í Morgunblaðinu. Á Menningarhús á Akureyri „Á sama tíma og verið er að loka leikskólum og skera niður í öldnmarþjónustu finnst mönnum það allt í einu í lagi að setja rúmlega einn og hálfan milljarð í byggingu fyrir ein- hverja útvalda menningarvita." Sverrir Leósson, útgerðar- maður á Akureyri, í DV. Kristján G. Þorvaldz, nýráðiim þjálfari meistaraflokks kvenna ÍA: • Krafan er betri árangur en á síðasta ári DV, Akranesi: „Mér líst vel á starfið og umhverfið. Það er gott að koma til öflugs félags með meðvitaða kröfu um árangur. Hér starfar þjálfari hjá meistaraflokki karla sem þekkir ekkert nema árang- ur. Þetta hleypir krafti í starfið og eykur öðrum þjálf- urum kraft og vilja til að ná árangri," segir Kristján G. Þorvaldz, nýráðinn þjálfari mfl. kvenna og skrifstofumaður hjá Knatt- spymufélagi Akraness. Kristján hefur víðtæka reynslu af þjálfun, t.d. hjá Breiðabliki, Val, Rvík, Fylki, Hugin, Seyðisfirði, og Víkingi, Ólafsvík. Auk þess að sinna þjálfun mun Kristján starfa á skrifstofu félagsins. Kristján hefur mikla reynslu sem bókhalds- maður og einnig hefur hann starfað 1 stjómum iþróttafélaga. Kristján hefur þegar hafið störf hjá félaginu. Kristján segir að aðdragandinn að þvi að hann sóttist eftir starfinu hafi verið sá að hann hafi verið í fríi frá þjálfun í tvö ár og ætlaði að fara að þjálfa aftur þegar hann sá auglýsingu frá ÍA vegna meistaraflokks kvenna og starfs á skrifstofu félagsins. „Þar sem þetta tvennt fór saman sótti ég um og eftir viðræður við stjómar- menn, leikmenn meistaraflokks kvenna og meistaraflokksráð var gengið frá samningum." Kristján segir að það þurfi að auka umfjöllun um kvennaknattspymu, t.d. með umræðum þjálfara, for- ystumanna og KSÍ til að koma henni betur til skila sem full- gildri keppnisgrein: „Með meiri og betri umfjöllun í fiölmiölum verður vegur kvennaknattspymunnar meiri. Það gerðist í Bandaríkjunum og Noregi. Landsliðs- þjálfarar eiga að sinna auknu út- breiðslustarfi og heimsækja félög og landshluta. Það verður til þess að kraftur færist í alla landshluta og um leið eykst þátttaka, t.d. í kvennaknatt- spymu.“ Kristján segir að kvennaknatt- spyrnan hafi tek- ið framföram síð- an hann fór að fylgjast með. „Það er ekki nokkur spuming að með meiri og betri þjálfun hefur hún batnað á liðnum áram. Við höfum verið fram- arlega kvennaknatt- spymunni en við eigum að geta betur. Við erum að taka okkur á hérna á Skagan- um og viljum gera betur Ég áherslu tækni grunnat- riði og það sést á aldursskiptingu hópsins að starf þjálfara yngri flokka er ekki síður mikilvægt. Hjá mér eru stelpur frá 14-15 ára aldri og upp í 26 ár. Við geram meiri kröfur til kvenna varðandi þjálfun og það gera þær líka. Þær era nú betur meðvitaðar um sam- spil æfinga, svefns, fæðis og hófsemi hvers konar.“ Meistaraflokki kvenna gekk ekkert alltof vel á síðustu leiktíð og úr því verður bætt, að sögn Kristjáns: „Ég settist niður með fyrirliða liðsins, for- manni meistaraflokksráðs og stjórn- armönnum til að skoða þennan mögu- leika og við teljum okkur þurfa tvo leikmenn til að styrkja hópinn i ár. Ég geri þá kröfu til mín og minna leik- manna að við náum betri árangri en síðastliðið ár.“ Kristján er fyrst og fremst áhuga- maður um knattspyrnu en á sér þann draum að geta farið til Par- ísar, málað og drakkið cappuccino. Eiginkona Kristjáns er Guðlaug R. Skúladóttir og hún starfar sem aðalbókari hjá Myll- unní-Brauði hf. Þau eiga tvo syni. Sá eldri heitir Skúli K. Þorvaldz, 23 ára, kennari við Flataskóla i Garða- bæ, og sá yngri er 19 ára námsmað- ur við Verzlunarskóla íslands. -DVÓ Maður dagsins Stórsveitartónleikar í Reykjanesbæ Stórsveit Tónlistarskóla FÍH heldur tónleika í Frum- leikhúsinu, Reykjanesbæ, í kvöld kl. 20. Tónleikamir eru haldnir á vegum Tónlistar- skóla Reykjanesbæjar. Sfiómandi er Edward Blessuð veröld Frederiksen. Stórsveit Tón- listarskóla FÍH hefur starfað óslitið frá árinu 1989 og hefur komið fram við fiölda tæki- færa, jafnt innan skólans sem utan. Árið 1990 tók sveitin þátt i tónlistarhátíð í Gauta- borg. Árið IS'A tók hún síðan þátt í Jazz- :j blueshátið í Þórshöfn í Færeyjum. Stór- sveit FÍH hefúr komið fram í rikissjónvarpinu og á Stöð 2, haldið tónleika i Keflavík, Akranesi, Akureyri, Blöndu- ósi, Höfn í Homafirði og á Kirkjubæjarklaustri og tekið þátt í hvítasunnudjasshátíð- inni í Vestmannaeyjum. Allmargir erlendir leið- beinendur hafa unnið með sveitinni og nægir að nefha John Clayton bassaleikara og tónskáld frá Hollywood, básúnuleikarann Frank Lacy, trompetleikarann Ulf Adáker frá Stokkhólmi og sænska píanistann og tón- skáldið Daniel Nolgárd, en hann var gestakennari við Tónlistarskóla FÍH. Aðgang- ur er ókeypis. Snertir streng í brjósti Myndgátan hér að ofan lýsir nafnorði. í Múlanum Djassveislan heldur áfram á vegum Jazzklúbbsins Múlans í Sölvasal Sólons íslandusar. Að þessu sinni mun Andrés Gunn- laugsson skemmta okkur ásamt hljómsveit sinni. Andrés er gítar- leikari af yngri kynslóð íslenskra djassleikara. Hann lauk burtfarar- prófi frá tónlistarskóla FÍH síðast- liðið vor og hefur bæði fyrir og eftir það leikið á ýmsum stöðum í ýmsum samsetningum. Andrés hyggst gera Wes Montgomery skil en Wes var einmitt gítarleikari kringum miðja öldina sem er að líða. Hljómsveitin hyggst leggja áherslu á fónkkaflann í gripabók íþróttir Wes. Ásamt Andrési koma fram: Sigurður Flosason saxófónleikari, Birgir Baldursson trommuleikari og Þórir Baldursson hammond- leikari. Tónleikarnir hefiast kl. 21. Selma í Óperunni Selma Björnsdóttir hefur nýver- ið sent frá sér sína fyrstu sóló- plötu og efnir hún til útgáfutón- leika í íslensku óperunni í kvöld: Lögin á nýju plötunni eru eftir Þorvald Þorvaldsson, þann hinn sama og samdi Eurovisionlagið sem náði að verða í öðru sæti. Úr- val tónlistarmanna verður Selmu til aðstoðar á sviði Óperunnar í kvöld. Bridge Um helgina lauk háustleikum am- eríska bridgesambandsins í Boston. Þar voru háðar fiölmargar keppnir og margir af bestu spilurum heims meðal þátttakenda. Sigurvegari í „Sviss sveitakeppni" varð sveit Neils Silvermans (Wolfson, Berkowitz, Cohen) en sveit Bryans Gunnells varð í öðru sæti. í þeirri sveit er Curtis Cheek, eiginmaður Hjördisar Ey- þórsdóttur. Sveit Ritu Shugart (Robson, Forrester, Helgemo) vann sigur í „Réisinger Board-A-Match sveitakeppninni" annað árið í röð. Spil dagsins er úr þeirri keppni og þótti óvenju fiörugt. Suður gjafari og allir á hættu: 4 - 6 •f ÁG109875 * 98432 4 ÁD8532 KG92 4 - * G65 4 G976 V 1087 4 D6432 * Á Eins og lesendur sjá glögglega, eru sex tíglar óhnekkjandi á hendur NS. Nokkrir fengu að spila þann samning en algengara var að AV næðu lokasamningnum. Var þá yf- irleitt spiluð slemma í öðrum hvor- um hálitanna. Sex spaða er alltaf hægt að vinna með því að lyfta fyrst háspili á austurhendina en sex hjörtu má setja 2 niður með bestu vörn (vörnin spilar laufi í upphafi, suður gefur félaga sínum stungu í spaða og fær síðan sjálfur laufs- tungu). Einhverjum tókst að finna þá vöm en algengar var að sagnhaf- ar fengu að standa spilið. ísak Öm Sigurðsson 4 K104 * ÁD543 4 K * KD107

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.