Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1999, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1999, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 1999 Fréttir Hafa hæst sem minnst vita - segir Finnur Ingólfsson iðnaðarráðherra Umhverfisnefnd hefur fengiö tíu daga til aö fjalla um umhverfisþátt Fljótsdalsvirkjunar. Á þessum tíma er nefndinni œtlaö aö kalla eftir áliti fjölmargra aöila, t.a.m. sér- frœðinga og stofnana. Er sœmandi fyrir Alþingi aö bjóóa upp á máls- meöferð af þessu tagi í þessu svo mjög umdeilda máli? „Við viljum skapa faglega um- ræðu um málið með því að opna það í þinginu. Því er síöan visað tO iðn- aðamefndar þingsins og hún óskar eftir áliti umhverfisnefndar á því. Þær skýrslur sem fyrir liggja í mál- inu eru mjög aðgengilegar, bæöi þingsályktunartillagan og fmm- matsskýrslan. Ég treysti þingmönn- um mjög vel tU þess að ljúka um- fjöllun um málið á þessum tíma.“ Leggurðu umfjöllum umhverfis- nefndar aö jöfnu viö lögformlegt umhverfismat meö beinni aökomu almennings aó málinu? „Málið er ekki í svoköUuðu lög- formlegu umhverfismati heldur í þinglegri meðferð. Löggjafarsam- koma þjóðarinnar tekur það tU um- fjöUunar á grundvelli þeirra gagna og upplýsinga sem fyrir liggja og leggur mat á það. Þingmenn, hver og einn, verða að gera upp sinn hug um hvort þeir treysta sér tU þess að greiða atkvæði með þessu eða ekki. Þetta er ekki bara umhverfismál, þetta er einnig stórt byggöamál." Or því aö málið er í lýörœöislegri meöferó, heföi þá ekki veriö rétt að opna fundi iönaöarnefndar fyrir al- menningi eins og heimild er fyrir lögum samkvœmt? „Við erum að stíga mjög mikU- vægt skref með því að opna aðgang almennings að störfum nefndanna í gegnum heimasíðuna. Við eigum ekki að hlaupa tU og taka stóra skrefið. Ég held að menn vandi sig betur og taki málin fyrir af meiri einurð og einbeitni ef þeir geta feng- ið að vera í friði á nefndafundum, án atbeina kastljóssins." Fullur sannfæringar Nú er þetta stór og mikil ákvörö- um um álver og virkjun sem eru komin til að vera. Kemur aldrei upp í huga þínum efi um hvort þetta sé rétt? „Við skulum ekki fara lengra aft- ur en tU ársins 1995 þegar hér var buUandi atvinnuleysi, stórkostlegar kjaraskerðingar í formi skatta- hækkana og hækkana á álögum í heilbrigðisþjónustu og menntamál- um. Ástæðan fyrir því að við komumst út úr þessum erfiðleikum var sú uppsveifla sem kom í kjölfar þess að við rufum kyrrstöðuna í orkufrekum iðnaði. Ef ekkert verð- ur nýtt í þeim geira mun fjárfesting lækka niður í eitthvað um 200 miUj- ónir króna árið 2002 úr 24 miUjörð- um áriö 1998. Atvinna fólksins og hagvöxtur byggist á hversu mikU fjárfestingin er. Mikil fjárfesting, mikU atvinna lítU fjárfesting, lítU atvinna. MikiU hagvöxtur, há laun lítUl hagvöxtur, lág laun. Þetta þýð- ir að aftur verður svipað ástand og var hér á fyrri hluta þessa áratugar þegar atvinnuleysið var í algleym- ingi. Eftir að hafa farið ofan í öU gögn málsins, vegið og metið með sjálfum mér þá áhættu sem við erum að taka á svæðinu, þann mikla þjóðhagslega ávinning sem af þessu verður, þegar við sjáum áhrif- in á byggðarmálin, þá er enginn efi. Ég er fuhur sannfæringar um að við séum að stíga rétt skref tU heiUa fyrir þjóðina. Ef þaö væri einhver efi í mínum huga væri ég ekki meö máliö þama inni.“ Rangar forsendur Reiknaö hefur veriö út aö mikiö tap veröi á Fljótsdalsvirkjun eins og máliö er lagt upp nú. „Hagfræöingurinn Siguröur Jó- hannsson hefur spáð því að 13 millj- arða tap yrði af virkjuninni. Sá maður er að reikna rétt en hann gef- ur sér rangar forsendur, þ.e. of lágt orkuverð, ranga afkastagetu virkj- unarinnar og of háa reiknivexti. Það verður ekki samið um orku- verðið með öðrum hætti en að það skUi Landsvirkjun arði. Eigendur Landsvirkjunar hafa sett fyrirtæk- inu alveg skýr markmið. Þess er krafist aö fyrirtækið gefi 5-6 pró- senta arð.“ Umhverfissinnar, m.a. í þing- flokki Framsóknarflokks og miö- stjórn, hafa lagst af alefli gegn af- greiöslu virkjunarmálsins án lög- formlegs umhverfismats. Hvaö þýöir þetta fyrir flokksstarfiö? „Ég held að það sé of mikið að segja að Framsóknarflokkurinn sé klofinn í þessu máli. Aftur á móti eru skiptar skoðanir þar eins og í öUum öðrum flokkum um þetta mál. Við héldum miðstjómarfund fyrir skömmu. Þeir sem sátu þann fund þurfa ekki að velkjast í vafa um þann mikla stuðning sem þetta mál hefur innan Framsóknarflokksins. En burtséð frá þessu einstaka máli er Framsóknarflokkurinn grænn flokkur, umhverfisverndarflokkur, og hefur verið í fararbroddi á því sviði. En þarna verða menn að vega og meta hagsmunina. Umhverfismál snúast ekki bara um hreindýr og gæsir heldur einnig um fólk.“ Jóhanna S. Sigþórsdóttir í innlendri eign Þaö er óljóst hversu mikiö Norsk Hydro œtlar aö eiga í álverinu. Rœtt er um allt niöur í 20 prósenta hlut. Af viötölum hefur mátt ráöa aö fyrirtœkiö muni leggja sinn skerf meira fram í formi tœkniþekkingar en minna í fjármunum en hafa þeim mun meiri yfirrráö. Er verió aó fœra þeim eitt álver á silfurfati? „Það liggur enn ekki nákvæmlega fyrir hversu mikið Norsk Hydro muni eiga í þessu fyrirtæki. íslensk- ir fjárfestar eru nú í viðræðum við þá um stofnun fyrirtækis um álver- ið sem slíkt. Það er eins í þessu máli og svo mörgum öðrum, sem tengjast umræðúnni um þetta, að þeir hafa hæst í því sem minnst vita um hvað er að gerast. Ég tel það mikilvægt að fyrirtækið sé í innlendri eign. En þaö er merkilegt í þessari umræðu að nú telja þeir sem sem eru á móti erlendri fjárfestingu í raun að það sé alveg svakalegt ef þetta fyrirtæki verði ekki að langstærstum hluta til í erlendri eigu. Svona er nú allur málflutningurinn." Stórir hlutir eiga aö gerast á - skömmum tíma í undirbúningi og byggingu álsvers. Hvaö eru viðrœö- ur við fjárfesta langt komnar? Hvaöa aöilar eru þetta? „Sá sem leiðir þær er Erlendur Magnússon hjá Fjárfestingarbanka atvinnulífsins. Aö þessu koma allir bankarnir, auk þess sem rætt hefur verið um lífeyrissjóðina. Þama eru samankomnir aöilar sem eru hugs- anlega tilbúnir til að leggja þessa peninga í þetta verkefni af því að þeir telja það arðbært. Það er alveg ljóst að þessir sömu aðilar eru ekki tilbúnir til að leggja þetta í fjalla- grasatinslu." Er rétt aö lífeyrissjóöirnir fari út í áhcettufjárfestingar af þessu tagi? „Ef þeir meta það svo að af þessu geti orðið mikill ábati, þannig að þeir styrki stöðu sína og geti greitt ellilífeyrisþegum hærri lifeyris- greiðslur þegar fram líða stundir, þvi ættu þeir þá ekki að gera það? Þeir hafa heimildir til að taka þátt í áhættu. Þaö er beinlínis gert ráð fyrir því að lífeyrissjóðimir taki þátt í atvinnurekstrinum." Flokkur í góðum málum Hvert upphlaupió hefur orðiö á fœtur öðru í Framsóknarflokknum. Forystan hefur veriö gagnrýnd harölega fyrir slœlega frammistööu, vegna virkjunarmála o.s.frv. Síö- asta dœmiö er vandrœðagangurinn í kringum Pál Pétursson sem vill ekki úr ráöuneytinu í Byggöastofn- un. Er flokkurinn í vondum mál- um? „Nei, flokkurinn er í góðum mál- um. Framsóknarflokkurinn er al- vöru stjómmálaflokkur vegna þess að hann er tilbúinn til að axla ábyrgð og taka að sér að hrinda í framkvæmd stórum hagsmunamál- um þjóðarinnar. Þetta mál reynir á Framsóknarflokkinn vegna þess að það eru mikil pólitísk átök um það. Við höfum þá sannfæringu að þaö muni skila miklum þjóðhagslegum ávinningi sem leggi grunn að bætt- um lífskjörum þjóðarinnar þegar fram líða stundir. Við erum tilbúin til að ganga gegn straumnum vegna þessarar sannfæringar. Stjórnmála- flokkar eiga ekki alltaf að vera til- búnir til að sveigja af leið ef á móti blæs. Það að reka skynsamlega auð- lindastefnu, bæði varðandi sjávarút- veginn og orkulindimar, er í sam- ræmi viö sjálfbæra þróun. Hún er í raun og veru umhverfisstefna og það er hún sem við erum að berjast fyrir.“ Hvers vegna tapar flokkurinn fylgi í kosningum og samkvœmt skoóanakönnunum ef hann er aö gera svona góöa hluti? „Framsóknarflokkurinn hefur lengst af verið í ríkisstjóm, þurft að bera ábyrgð á stórum málum og verið tilbúinn til að axla þá ábyrgð. Fylgi hans í síðustu kosningum er i kringum það meðaltal sem hann hefur verið með að undanfornu. Þetta er í fyrsta skipti í mjög langan tíma sem Framsóknarflokkurinn heldur tveimur mönnum í Reykja- vík. Það var ekki hlutfallslega verri útkoma í Reykjavík heldur en í öör- um kjördæmum." Kröfur Hólseigenda Þú sjálfur hefur mœlst lítiö vin- sœll í skoöanakönnunum en einn óvinsœlastur þingmanna. Hvernig slœr þaó þig? „Það slær mig ekkert illa. Ég stend í erfiðum málum og er að framfylgja þeirri stefnu sem flokk- urinn hefur markað. Ég er tilbúinn til að berjast fyrir því sem ég hef sannfæringu fyrir og þá skiptir mig ekki máli hvort ég mælist vinsæll eða óvinsæll." Hvern œtlar þú aö setja í stól stjórnarformanns Byggðastofnunar úr því aó Páll vill þaö ekki? „Engin ákvörðun hefur verið tek- in um það.“ Guömundur Bjarnason, fyrrver- andi landbúnaóarráöherra, seldi jöröina Hól á Fljótsdal skömmu áöur en hann lét af embœtti. Hefur iönaöarráöuneytiö spurstfyrir um hvaöa vatnsréttindi fylgja jöröinni? „Ráðuneytið hefur spurt Lands- virkjun um það en ég get ekki svar- að því á þessari stundu því ég man þetta ekki nákvæmlega. Én eftir því sem ég best veit eru nýir eigendur ekki að gera kröfu um eitt eða neitt í þessum efnum.“ Ætlaröu aö nota þennan mánuö sem Seölabankinn heyrir undir þitt ráöuneyti og skipa nýjan seðla- bankastjóra? „Það er ekki í umræðunni núna.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.