Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1999, Blaðsíða 30
34
MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 1999
Afmæli
Már Viðar Másson
Már Viðar Másson sálfræðingur,
Næfurási 17, Reykjavík, er fertugur
í dag.
Starfsferill
Már fæddist í Reykjavík. Hann
lauk landsprófi frá Gagnfræða-
skóla Vesturbæjar 1966, kennara-
prófi frá KÍ 1972, stúdentsprófi
þaðan 1973, BA-prófl í sálfræði frá
HÍ 1979, Kand. Psyk-prófl í sál-
fræði frá háskólanum í Uppsölum
1935 og stundaði sémám í
klíniskri atferlissálfræði við sama
skóla. Þá hefur hann sótt mikinn
fjölda námskeiða og fyrirlestra um
sálfræðileg efni.
Már stundaði vegamælingar hjá
Vegagerð ríkisins víða um land
sumrin 1962-76, vann við mæling-
ar og umhirðu trjáa fyrir kirkju-
garða Uppsalaborgar sumrin
1979-84, kenndi viö Fossvogsskóla
1973-74, var í starfsnámi við Ull-
erákers geðsjúkrahúsið í Uppsöl-
um og vann við sambýli þroska-
heftra í Uppsölum, vann við Svæð-
isstjórn málefna fatlaðra i Reykja-
vík 1985-88, var skólasálfræðingur
hjá Fræðsluskrifstofu Reykjaness
1988-89, kenndi við Fósturskóla ís-
lands 1989, stundaði sálfræðistörf
við geðdeild Borgarspítalans 1990
og við unglingaráðgjöf Unglinga-
heimilis ríkisins 1991, var skóla-
sálfræðingur við Fræðsluskrif-
stofu Reykjavikur 1992-94, vann
hjá Svæðisskrifstofu málefna fatl-
aðra í Reykjavík 1994-96
og hefur stundað ritstörf
síðan, m.a. fyrir Vega-
gerð ríkisins.
Már sat í nemenda-
ráði KÍ 1968-73, var for-
maður Félags stúdenta I
heimspekideild
1974-75, í námsnefnd
Sálfræðideildar HÍ
1974- 75, sat í deildarráði
heimspekideildar HÍ
1975- 76, í Fræðslunefnd
Sálfræðingafélags ís-
lands í þrjú ár, formaður leigj-
endasamtaka stúdentagarðanna í
Uppsölum í þrjú ár og í stjórn
stúdentagarðanna, í stjóm Félags
íslenskra skólasálfræðinga
1988-89, var formaður Húsnæðisfé-
lags SEM-samtakanna og formað-
ur byggingamefndar samtakanna
vegna byggingar Sléttuvegar 1-3,
og er formaður orðanefndar Sál-
fræðingafélags íslands frá 1996.
Fjölskylda
Már kvæntist 6.8. 1977 Margréti
Ólafsdóttur, f. 16.12. 1952, sálfræð-
ingi. Foreldrar hennar eru Ólafur
Magnússon prentsmiðjustjóri og
Jódís Jónsdóttir.
Dóttir Más og Margrétar er
Halla Dögg, f. 21.6. 1985.
Dóttir Más og Þórdísar Ric-
hardsdóttur kennara er Snædís
Erla, f. 7.1. 1970.
Systkini Más eru María Erla, f.
9.6. 1952, flugfreyja, bú-
sett í Garðabæ, gift
Ingólfl Sigurðssyni,
verslunarstjóra hjá
BYKO, og eiga þau þrjú
börn: Þorvaldur Tómas,
f. 21.10. 1954, trésmiður í
Svíþjóð, kvæntur Lisu
Anderson og eiga þau
tvö böm; Nikulás Úlfar,
f. 8.12. 1956, arkitekt í
Hafnarfirði, kvæntur
Sóleyju Ingadóttur
hjúkrunarfræðingi og
eiga þau þrjú böm; Halla Þór, f.
27.12. 1957, bankastarfsmaður á
Sauðárkróki, gift Ágústi Kárasyni
rafeindavirkja og eiga þau tvö
börn; Hafsteinn, f. 18.1. 1960, raf-
eindavirki í Reykjavík, kvæntur
Mariu Þorleifsdóttur félagsráð-
gjafa og eiga þau eitt barn; Sigríð-
ur, f. 28.2. 1973, grunnskólanemi,
búsett í foreldrahúsum.
Foreldrar Más eru Nikulás Már
Nikulásson, f. 8.8. 1923, bifreiðar-
stjóri í Reykjavík, og Þóra Þor-
valdsdóttir, f. 18.2. 1925.
Ætt
Nikulás Már er sonur Nikulásar
Jónssonar, b. í Króktúni í Hvol-
hreppi, og Maríu Þórðardóttur.
Meðal systkina Þóru má nefna
Þorvald, forstöðumann borgar-
skipulags, og Herdisi leikkonu,
móöur Tinnu leikkonu og Hrafns
Gunnlaugssonar kvikmyndaleik-
stjóra. Þóra er dóttir Þorvalds,
bóksala í Hafnarflrði, Bjarnason-
ar, b. og bátaformanns á Fagurhóli
í Höfntim, Tómassonar, frá Teigi i
Fljótshlíð, og Herdísar Nikulás-
dóttur.
Móðir Þóru var María Jónsdótt-
ir, Þveræings, b. á Þverá í Laxár-
dal, Jónssonar, b. á Þverá,
Jóákimssonar, b. á Mýlaugsstöð-
um, Ketilssonar, b. á Sigurðarstöð-
um í Bárðardal, Tómassonar.
Systkini Maríu voru Sigríður,
kona Jóhanns Skaftasonar sýslu-
manns, en þau Jóhann og Sigríður
voru systrabörn frá Arnheiðar-
stöðum á Fljótsdal, og Jón Víðis
landmælingamaður.
Meðal bræðra Jóns Þveræings
voru Snorri á Þverá, faðir Áskels
tónskálds, og Benedikt á Auðnum,
faðir Huldu skáldkonu.
Meðal afkomenda Ketils á Sig-
urðarstöðum voru þeir bræður
Hallgrímur og Sigurður Kristins-
synir, forstjórar Sambands ís-
lenskra samvinnufélaga, og Aðal-
björg Siguröardóttir, móðir Jónas-
ar Haralz, fyrrv. bankastjóra.
Bróðir Jóns Jóakimssonar á Þverá
var Hálfdán, faðir Jakobs, stofn-
anda Kaupfélags Þingeyinga,
fyrsta kaupfélagsins.
Már og Margrét bjóða til veislu
í Lækjargötuhúsi Árbæjarsafns,
laugard. 4.12. kl. 18.00-21.00.
Már Viðar Másson.
Andlát
Baldur Möller
Baldur Möller, fyrrv. ráðuneytis-
stjóri í dóms- og kirkjumálaráðu-
neytinu, Sólvallagötu 6, Reykjavík,
lést á Landspitalanum þriðjudaginn
23.11. Hann verður jarðsunginn frá
Hallgrímskirkju í dag, kl. 13.30.
Starfsferill
Baldur fæddist í Reykjavík 19.8.
1914 og ólst þar upp. Hann lauk
embættisprófi í lögfræði frá HÍ
1941 og öðlaðist hdl.-réttindi 1945.
Baldur var fulltrúi í dóms- og
kirkjumálaráðuneytinu 1941-45,
og 1946-55, deildarstjóri þar
1956-61 og ráðuneytisstjóri
1961-84. Hann var sendiráðsritari í
Kaupmannahöfn 1945-46 og ritari
samninganefndar íslands 1945
,vegna sambandsslitanna við Dan-
mörku, og ritari íslandsdeildar
norrænu nefndanna um löggjafar-
samvinnu 1947.
Baldur sat í stjóm íslandsdeild-
ar embættismannasambands
Norðurlanda 1952-79, formaður
1971-78, í stjórn BSRB 1954-58 og
varaformaður 1956-58, sat í samn-
inganefnd ríkisins i launamálum
1963-73 og í kjaranefnd 1974-77.
Baldur var skákmeistari íslands
1938, 1941, 1943, 1947, 1948 Og 1950,
tók oft þátt í skákmótum erlendis.
Hann var skákmeistari Norður-
landa 1948 og 1950 og varð heiðurs-
félagi Skáksambands íslands 1975.
Hann tók mikinn þátt í íþróttum á
námsárum sínum, sat í stjóm ÍBR
1944-67, að undanteknu 1945,
lengst af varaformaður en formað-
ur 1962-67.
Fjölskylda
Baldur kvæntist 16.6. 1949 Sig-
rúnu Markúsdóttur, f. 5.12. 1921,
húsmóður. Foreldrar Sigrúnar
voru Markús ívarsson, f. 8.9. 1884,
d. 23.8. 1943, jámsmíðameistari og
forstjóri Héðins í Reykjavík, og
k.h., Kristín Andrésdóttir, f. 24.3.
1885, d. 27.6. 1969, húsmóðir.
Synir Baldurs og Sigrúnar eru
Markús, f. 28.5. 1952, hagfræðingur
í Seðlabankanum, kvæntur Júlíu
Guðrúnu Ingvarsdóttur kennara;
Jakob, f. 25.5. 1953, kennari í
Reykjavík, kvæntur Sigrúnu
Snævarr fóstru.
Systkini Baldurs: Gunnar Jens,
f. 30.11. 1911, d. 1988, hrl. og fram-
kvæmdastjóri Sjúkrasamlags
Reykjavíkur, var kvæntur Ágústu
Sigríði Johnsen; Ingólfur, f. 13.2.
1913, d. 1.3. 1997, skipstjóri og
fyrrv. deildarstjóri hjá Eimskipa-
félagi íslands, var kvæntur Bryn-
hildi Skúladóttur sem
lést 10.12. 1995; Þórður, f.
13.1. 1917, d. 2.8. 1975, yf-
irlæknir við Kleppsspít-
ala, var kvæntur Krist-
ínu Magnúsdóttur.
Hálfsystir Baldurs,
samfeðra, er Helga Möll-
er Thors, f. 18.2. 1924,
húsmóðir á Seltjamar-
nesi, ekkja eftir Thor R.
Thors.
Foreldrar Baldurs
voru Jakob Möller, f.
12.7.1880, d. 5.11.1955, ritstjóri Vis-
is, alþm., og ráðherra, og k.h.,
Þóra Guðrún Þóröardóttir Möller,
f. Guðjohnsen, 9.11. 1887, d. 25.5.
1922, húsmóðir.
Ætt
Jakob var sonur Ole Möller,
kaupmanns á Hjalteyri, Christians-
sonar Möller, verslunarstjóra og
veitingamanns í Reykjavik, Oleson-
ar Peters Möller, f. 1776 á Sjálandi,
kaupmanns í Reykjavík, ættföður
Möller-ættar. Móðir Ole var Sigríð-
ur, systir Jóns, langafa Matthíasar
Johannessen. Systir Sigríðar var
Helga, langamma Hans G. Ander-
sen sendiherra. Sigríður var dóttir
Magnúsar Norðfjörð, beykis i
Reykjavík, ættföður
Norðfjörð-ættar. Magnús
var sonur Jóns, beykis í
Reykjarflrði, Magnússon-
ar, bróður Guðbjargar,
langömmu Sigríðar,
ömmu Friðriks Ólafsson-
ar stórmeistara. Móðir
Sigríðar var Helga Ingi-
mundardóttir, b. á Völl-
um á Kjalamesi, Bjama-
sonar, og Helgu Ólafs-
dóttur. Móðir Jakobs var
Ingibjörg Gísladóttir, b.
og sýslunefndarmanns á Neðri-
Mýrum í Refasveit, Jónssonar og
Sigurlaugar Benediktsdóttur. Móð-
ir Sigurlaugar var Málmfríður Þor-
leifsdóttir, b. í Kambakoti, Markús-
sonar, og Jóhönnu Jónsdóttur, syst-
ur Jónasar, langafa Margrétar,
móður Jónasar Guðlaugssonar
skálds.
Þóra var dóttir Þórðar Guðjohn-
sen, verslunarstjóra á Húsavík, Pét-
urssonar, organleikara í Reykjavík,
Guðjónssonar, ættfoður Guðjohn-
senættar. Móðir Þórðar var Guðrún
Lauritzdóttir Knudsen, ættföður
Knudsenættar. Móðir Þóru var Þur-
íður Indriðadóttir, b. í Prest-
hvammi í Aðaldal, Davíðssonar og
Sigurbjargar Einarsdóttur.
Baldur Möller.
Eiríkur Ketilsson
Eirikur Ketilsson stór-
kaupmaður lést á Land-
spítalanum 16.11. sl. Út-
for hans fór fram frá Frí-
kirkjunni i Reykjavík sl.
mánudag.
Starfsferill
Eiríkur fæddist í
Kaupmannahöfn 29.11.
1924. Hann flutti barn-
ungur með móður sinni
til Islands og ólst upp,
fyrst í Hafnarfiröi og síð-
ar í Reykjavík.
Eiríkur stundaði nám við Flens-
borgarskóla í Hafnarfirði, við VÍ og
lauk þaðan verslunarprófi 1945.
Á unglingsárunum var
Eiríkur m.a. sendill hjá
Garðari Gíslasyni í
Reykjavík. Að námi
loknu var hann sölumað-
ur um skeið hjá Stefáni
Thorarensen lyfsala.
Hann stofnaði þó fljótlega
eigin heildverslun í
Reykjavík og starfrækti
hana til dauðadags, auk
annars atvinnureksturs.
Eiríkur gekk í AA-sam-
tökin skömmu eftir að
þau voru stofnuð hér á landi og
starfaði í þeim samtökum um ára-
tugaskeiö.
Fjölskylda
Eiríkur kvæntist 25.5. 1958
Hólmfríður Mekkinósdóttur, f.
24.11. 1923, d. 3.1. 1997, yfirflug-
freyju hjá Loftleiðum. Hún var
dóttir Mekkinós Björnssonar, f.
1900, kaupmanns í Reykjavík, og
Dagmarar Þorláksdóttur, f. 1899,
húsmóður.
Börn Eiríks og Hólmfríðar eru
Guðrún Bima, f. 4.10. 1958, en son-
ur hennar og Bjama Guðbjöms-
sonar er Eiríkur Húni, f. 1984;
Dagmar Jóhanna, f. 20.2. 1961, gift
Halldóri Hafdal Halldórssyni, f.
1959, en dóttir þeirra er Hólmfríð-
ur Kría, f. 1997.
Sonur Eiríks og Sigríðar Ás-
geirsdóttur lögfræðings, er Ásgeir
Hannes, f. 19.5. 1947, kvæntur Val-
gerði Hjartardóttur, f. 1951, en
böm þeirra eru Sigríöur Elin, f.
1976, háskólanemi, Sigurður
Hannes, f. 1982, verslunarskóla-
nem, og Sigrún Helga, f. 1989,
grunnskólanemi.
Móðir Eiríks var Guðrún Ei-
ríksdóttir, f. 17.12. 1888, d. 1973,
veitingakona í Reykjavik og hótel-
eigandi i Hafnarflrði.
Foreldrar Guðrúnar voru Eirík-
ur Ketilsson, útvegsb. hreppstjóri
og sýslunefndarmaður á Járngerð-
arstööum, og k.h., Jóhanna Ein-
arsdóttir húsmóðir.
Eiríkur Ketilsson.
Tll hamingju með afmælið 1. desember
85 ára
Guðbjörg Guðjónsdóttir, Austurvegi 5, Grindavik. Herdís Steinsdóttir, Akurgerði 44, Reykjavík.
80 ára
Elísabet Kristjánsdóttir, Eyjahrauni 3, Vestmannaeyjum. Guðlaug Kjerulf, Laugarnesvegi 80, Reykjavík.
75 ára
Guðbjörg Þorleifsdóttir, Hrísmóum 1, Garðabæ. Júlíana Þorfinnsdóttir Colvin, Mávabraut lla, Keflavík. Magnús Blöndal Bjarnason, Lindasmára 45, Kópavogi.
70 ára
Björg Baldursdóttir, Hjarðarhaga 56, Reykjavík. Guðrún A. Guðmimdsdóttir, Sólvangsvegi 3, Hafnarfirði. Sigriður ívarsdóttir, Bólstaðarhlíð 58, Reykjavík. Valgerður Jónsdóttir, Hömrum, Reykjadal.
60 ára
Birgir Pálsson, Engjavegi 32, Selfossi. Birgir Wendel Steinþórsson, Hafnarstræti 71, Akureyri. Eggert Þorbjörn Nikulásson, Sléttahrauni 34, Hafnarfirði. Elín Skeggjadóttir, Furugrund 81, Kópavogi. Garðar Björgvinsson, Illugagötu 47, Vestmannaeyjum. Henry Kristjánsson, Smyrlahrauni 39, Hafnarfirði. Kristín Jónsdóttir, Hæli, Blönduósi. Svavar Jónsson, Neðstaleiti 3, Reykjavík.
50 ára
Aðalsteinn H. Bergdal, Byggðavegi 118, Akureyri. Elín Pálsdóttir, Breiðvangi 2, Hafnarfirði. Gunnar Breiðfjörð, Hlíðarhvammi 2, Kópavogi. Helga Garðarsdóttir, Nesbala 70, Seltjarnarnesi. Helgi Jónsson, Hagamel 53, Reykjavík. Ingibjörg Guðjónsdóttir, Grenigrund 13, Akranesi. Jórunn Guðmundsdóttir, Vesturgötu 146, Akranesi. Ragnhildur Ásbjörnsdóttir, Ásgarði 34, Reykjavik. Steinn Ingi Kjartansson, Holtagötu 7, Súðavík. Valdís Valdimarsdóttir, Stekkjarhvammi 13, Hafnarfirði. Þórunn Kristinsdóttir, Blikahólum 10, Reykjavík.
40 ára
Valur Knútsson, Kona hans er Sólveig Sigurgeirs- dóttir. Þau taka á móti gestum í Oddfellowhúsinu við Sjafnarstíg, Akureyri, þann 4.12. frá kl. 20.00. Ágústa Hafsteinsdóttir, Helgafellsbraut 7, Vestmeyjum. Björk Óskarsdóttir, Björtuhlíð 13, MosfeÚsbæ. Elías Örn Óskarsson, Furulundi 4d, Akureyri. Eva Ottósdóttir, Dalseli 1, Reykjavík. Guðrún H. Sigtryggsdóttir, Smárahlíð 3g, Akureyri. Hafdis Björk Hafsteinsdóttir, Langholtsvegi 71, Reykjavík. Hilmar Eberhardtsson, Hvassaleiti 17, Reykjavík. Ólina Þórey Guðjónsdóttir, Hávegi 7, Siglufirði. Sólrún Bragadóttir, Vogalandi 3, Reykjavík. Sólveig Maria Guðjónsdóttir, Norðurbyggð 18a, Þorlákshöfn. Þórður Bogason, Fellsmúla 17, Reykjavík. Örn Bjömsson, Árkvörn 2, Reykjavík.