Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1999, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1999, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 1999 Fréttir PLzzakofinn gufiur upp. og íélagslif í molum: Skólanemar pitsulausir timni tjf I. «w5 twKa tryH ftontnni«tjdksum Vtw »***»»v vn^evrv tivista«r'ir'i'-'»bur IR lætur okki sv«»tu SVtotvcv 'iim otatov .vlvUtX' , Ö.V 1 * ' 'fcUí*'"- >u ítaJska tiskutlmaritsins Grazia undarhverfi á KjaJarn, °£ feikskófi Fréttaskot DV - síminn sem aldrei sefur - 550 5555 Logandi fréttir allan sólarhringinn Lesendur DV taka hressilega á með ritstjóminni og hringja inn efni í fréttir, viðtöl, greinar og pistla. Allan sólarhringinn eru fréttir að berast til DV með nútímasímatækni. Þetta framlag lesenda er vel þegið og vitað er að margir hafa gaman af að vinna með ritstjóminni á þennan hátt og sjá fréttir sínar á prenti. Hvetjum við fólk til að hafa samband við Fréttaskot DV í síma 550 5555 og láta vita um ýmis- legt sem það telur að sé frétt. Hafið samband við blaðið Fréttaskyttur DV eiga um tvær leiðir að velja. Sú vænlegri er að tala skilaboð inn á talhólf Fréttaskotsins sem er einfalt mál. Sími Fréttaskots- ins er 550 5555 og talhólfið tekur við skilaboðunum allan sólarhringinn alla daga ársins. Ekki llkar öllum „að tala við vélar“, eins og þeir kalla það. Þá er hin leiðin opin - að hringja í Fréttaskotið á hefðbundinn hátt í að- alsíma blaðsins, 550 5000, eöa beina línu, 550 5822, frá kl. 7 á morgnana fram eftir degi. Ef um er að ræða frétt sem blaöamenn og ljósmyndarar þurfa að komast í að vinna strax er ráðlegt að hringja og tala við blaða- mann og fréttinni verður gefinn for- gangur ef þurfa þykir. Á skilaboð I fréttahólfinu er hlustað nokkrum sinnum á dag en berast ekki umsvifa- laust. Fréttaskotið er ætlað fyrir fréttir eingöngu - stutt en greinileg skilaboð til ritstjórnar um fréttnæma viðburði að mati þess sem hringir. Fulls trún- aðar er gætt og nafn þess sem hringir verður aldrei gefið upp. Þeir sem eru með fastmótaðar skoðanir á hlutun- um hringja eða skrifa þeirri deild sem sér um kjallaragreinar og lesendabréf blaðsins í síma 550 5035. Þurfi lesendur að ná í afgreiðslu með kvartanir yfir útburöi á blaðinu eða koma inn smáauglýsingu hringja þeir í 550 5000. Ekki nægir að skilja eft- ir skilaboð til þessara deilda blaðsins. Sama gildir um annað efni, til dæmis fréttatilkynningar, þær eiga að berast eftir öðrum leiðum til ritstjómar. Þegar talað er inn á talhólf Frétta- skotsins er mikilvægt að tala skýrt og rólega, ekkert liggur á, greina frá aö- alatriðum málsins og muna eftir að gefa upp nafn, heimilisfang og síma- númer. Oft er þörf á að ná til frétta- skyttunnar til að fá nánari upplýsing- ar en ítrekað skal að fullur trúnaður ríkir milli DV og þess sem skýtur að okkur fréttinni. DV greiðir fyrir fréttaskot leiði það til þess að blaðið birti fréttina. Verðlaunin eru 3000 krónur og það fréttaskot sem valið er besta skot vikunnar fær 7000 krónur. Stórkostlegar fréttir lesend- anna í Fréttaskotinu í þessum næstsíð- asta mánuði ársins 1999 sem nú er að líða hafa fréttaskot verið með allra líf- legasta móti og fjölmörg þeirra hafa ratað inn á forsíðu blaðsins sem hinar gagnlegustu fréttir. Við skulum aðeins skoða þetta glæsilega framlag lesenda okkar: Dorrit og forsetinn. Fimmtán ára gömul íslensk stelpa sló í gegn og var á forsíðu finasta tískublaðs ítaliu. Fyrsta bam flóttafólksins frá Kosovo er fætt eins og sjá mátti af forsíðu DV. Hún Fjóla er orðin verslunarstjóri í Bónusi þótt ung sé. Skiltastríð tann- lækna í Kópavogi er hafið. „Ketkrók- ur“ stal jólahangikjöti hobbíbænda í Grindavík. Útgerðarmaður féll í höfn- ina og var bjargað. íslendingur varð yfirmaður hjá Sameinuðu þjóðunum í Kosovo. íslenskur læknir í London segir starfsbræður hér á landi öfund- sjúka. Og svo var formaður Liverpool- klúbbsins á íslandi rekinn úr félaginu sinu. Þannig mætti lengi telja. Eins og fyrr segir er Fréttaskot því aðeins greitt að það leiði til birtingar á frétt í blaðinu. I hverri viku berast hundruð fréttaskota en aðeins hluti þeirra gagnast blaðinu beint. Hitt er annað mál að það sem lesendur hafa fram að færa gefur góða mynd af því hvað bærist með þjóðarsálinni hverju sinni. Verið því velkomin í Frétta- skotið og látið okkur vita um það sem þiö teljið fréttnæmt. -JBP

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.