Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1999, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1999, Blaðsíða 33
MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 1999 Sigrún Edda Björnsdóttir í hlut- verki Maureen. Fegurðardrottn- ingin frá Línakri Eitt af leikverkum Leikfélags Reykjavikur frá þvl í fyrra, sem enn þá er sýnt, er Fegurðardrottn- ingin frá Línakri eftir Martin McDonagh en leikritið hlaut af- bragðsdóma á siðasta leikári þegar það var frumsýnt I Borgarleikhús- inu og er næsta sýning annað kvöld. Leikhús Aðalpersónur verksins eru mæðgurnar Mag og Maureen Fol- an. Mag, sem er um sjötugt, getur ekki hugsað sér neitt verra en gamalmennahæli og er því tilbúin til að gera allt sem í hennar valdi stendur til að halda í þessa einu ógiftu dóttur sem þjónar henni. Þetta veit Maureen, auk þess sem hún gerir sér fyllOega grein fyrir þvi að möguleikar fertugrar konu i írsku smáþorpi eru ekki upp á marga fiska. Þeim mun meiri verð- ur gleði hennar þegar Pato Dooley fer á fjörumar við hana og hún bókstaflega kastar sér í fang hans. í helstu hlutverkum eru Mar- grét Helga Jóhannsdóttir, Sigrún Edda Bjömsdóttir, Halldór Gylfa- son og Ellert A. Ingimundarson. Leikstjóri er María Sigurðardóttir. Kvöldvaka Kvenna- sögusafnsins í kvöld kl. 20 verður árleg kvöld- vaka Kvennasögu- safns íslands haldin í veitingastofu á 2. hæð Þjóðarbók- hlöðu. Á dagskrá verða þrír stuttir fyrirlestrar og tón- Pórunn list. Karitas Krist- Valdimarsdóttir. jánsdóttir guðfræð- ingur flytur erindi um Valgerði Jóns- dóttur, biskupsfrú í Skálholti. Kristín Ástgeirsdóttir sagnfræðingur segir frá Ingibjörgu H. Bjamason, þingkonu og skólastýru, og Þórunn Valdimarsdótt- ir, rithöfundur og sagnfræðingur, ræðir um tilurð og les upp úr nýrri bók sinni, Stúlku með fingur, sem er söguleg skáldsaga. Samkomur Rabb á vegum Rannsóknar- stofu í kvennafræðum Á morgun i stofu 101, Odda, kl.12 verður Andrew Wawn, prófessor í ís- lenskum og enskum fræðum við há- skólann í Leeds, með rabb sem ber yf- irskriftina A Victorian feminist in Iceland? - The strange case of E.J. Oswald. í rabbinu verður skoðaður áhugi þriggja 19. aldar kvenna í Bret- landi á íslenskum bókmenntum og menningu. Erindið verður flutt á ensku. Fræðslufundur Á morgun kl. 12:30 verður haldinn fræðslufundur að Tilraunastöð HÍ í meinafræði, Keldum, í bókasafninu í miðhúsi. Slavko Bambir dýralæknir, Keldum, flytur erindið: Pathologiskar breytingar í klaklúðu. Hollvinasamtök Háskólans Aðalfundur Hollvinasamtaka Há- skóla íslands verður haldinn kl. 12 í dag í fundarherbergi Félagsstofnunar stúdenta, á annarri hæð í Stúdenta- heimilinu við Hringbraut. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf. Salurinn,Tónlistarhúsi Kópavogs: Sönglög Emils Thoroddsens I kvöld verða tónleikar í Salnum í Tónlistarhúsi Kópavogs. Þorgeir J. Andrésson tenór, Sigurður Skag- fjörð Steingrímsson baríton og Jónas Ingimundarson píanóleikari flytja öll einsöngslög Emils Thoroddsens. Tónlist Emils Thoroddsens skipar sérstakan sess í safni íslenskra ein- söngslaga. Hann var fæddur 1898 og hefði því orðið 100 ára á síðasta ári. Með þetta í huga þótti fara vel á þvi að flytja öll einsöngslög hans á ein- um tónleikum og varð 1. desember fyrir valinu. Þorgeir J. Andrésson hefur hald- ið einsöngstónleika og sungið ein- Skemmtanir söng með Sinfóníuhljómsveit ís- lands og flölda íslenskra kóra. Hann hefur sungið einsöng í flölmörgum oratorium og meðal hlutverka hans á sviði eru Svanurinn í Carmina Burana, Borsa í Rigoletto, Tamino í Töfraflautunni, Cassio í Oteflo, Rud- olfo í La Boheme, Gastone í La Tra- viata, Edwin í Sardasfurstynjunni, Nomin í Hans og Grétu, Camille í Kátu ekkjunni, Keisarinn í Þorgeir J. Andrésson og Sigurður Skagfjörð Stein- grímsson syngja lög Emils Thoroddsens. Turandot, hlutverk Loka í Niflungahring R. Wagners, Galdra Loftur í samnefndri ópem eftir Jón Ás- geirsson og hlutverk Alfreðs i Leðurblök- unni. Sigurður Skagflörð Steingrimsson hefur haldið tónleika hér á landi og erlendis, sungið með Sinfóniu- hljómsveit íslands og i íslensku óperunni. Þar hefur hann sung- ið Raimondo í Luciu di Lammermoor, Gremin í Évgení Ónegin, Douphol bar- ón í La Traviata, Bonze í Madame Butt- erfly og Frank fang- elsisstjóra í Leður- blökimni. Með Sinfón- íuhljómsveitinni söng Sigurður Lodovico í Otello og hlutverk Jesú í Jóhann- esarpassíunni, svið- settri í Langholts- kirkju. * * * * * * * * * 'QP'A * LA----i---------sk________4 * Veðrið í dag Dálítil snjó- koma í kvöld S 10-15 m/s og snjókoma frameft- ir morgni en síðan V 8-13 og él um landið vestanvert. Um landið aust- anvert, suðlæg átt, 5-8 m/s og þykknar upp í dag en dálítil snjó- koma í kvöld. Hiti nálægt frost- marki suðvestantil en annars frost 1 til 6 stig. N og NV 13-18 m/s og snjó- koma á Vestflörðum í nótt. Höfuðborgarsvæðið: Suðaustan 5-8 m/s og síðan 8-13 og fer að snjóa. Gengur í vestan 10-15 með éljum síð- degis en norðvestlægari átt í nótt. Frostlaust um tíma í dag, annars frost 0-5 stig. Sólarlag í Reykjavík: 15.49 Sólarupprás á morgun: 10.47 Síðdegisflóð í Reykjavík: 13.31 Árdegisflóð á morgun: 02.21 Veðrið ki. 6 í morgun: Akureyri alskýjað -4 Bergstaðir snjókoma -5 Bolungarvík skýjað -3 Egilsstaðir -7 Kirkjubœjarkl. léttskýjað -8 Keflavíkurflv. snjók. á síð. kls. -2 Raufarhöfn léttskýjað -8 Reykjavík alskýjaó -2 Stórhöfði alskýjaó 2 Bergen snjóél á síð. kls. 1 Helsinki Kaupmhöfn skýjað 7 Ósló léttskýjaó 5 Stokkhólmur Þórshöfn skýjað -1 Þrándheimur skúr 4 Algarve léttskýjað 13 Amsterdam súld á síð. kls. 11 Barcelona heiðskírt 10 Berlín rign. á síð. kls. 9 Chicago heiðskírt -2 Dublin skúr á síð. kls. 8 Halifax snjókoma -1 Frankfurt rigning 7 Hamborg skýjað 9 Jan Mayen snjóél -1 London alskýjað 12 Lúxemborg rigning 5 Mallorca þokumóóa 15 Montreal heiðskírt -8 Narssarssuaq léttskýjað -12 New York léttskýjað -2 Orlando heiðskirt 9 París skýjað 7 Róm þokumóða 5 Vín þokumóða -5 Washington heiðskírt -3 Winnipeg heióskírt 3 dagiá^ I7<- Tarzan og einn vina hans. Tarzan Tarzan er byggð á hinni klass- ísku sögu Edgar Rice Burroughs, Tarzan, konungur apanna, sem margoft hefur verið kvikmynduð en er nú komin í teiknimyndaform. í myndinni fylgjumst viö með hinum miklu ævintýrum Tarzans sem frá unga aldri er alinn upp af górillum og er í hópnum talinn jafningi hinna. Þegar Tarzan fullorðnast breytist líf hans skyndilega þegar hann í fyrsta sinn sér aðra mann- veru. Hann flnnur strax þau bönd sem tengja hann við manninn. Þeir sem stóðu að gerð Tarzan höfðu að leiðarljósi það umrót til- finninga sem það leiðir af sér þegar '///////// Kvikmyndir Tarzan reynir að finna sér pláss í tveimur þjóðfélögum, hjá öpunum sem ólu hann upp og mönnunum, flölskyldunni sem fæddi hann. Þetta sjónarmið gefúr sögunni nýtt gildi og möguleika á að vera ekki bara öðruvísi af því myndin er teiknimynd. Nýjar myndir í kvikmynda- húsum: Bíóhöllin: The World Is not En- ough Saga-bíó: Runaway Bride Bíóborgin: Tarzan Háskólabíó: Myrkrahöfðinginn Háskólabíó: Torrente Kringlubíó: Blair Witch Project Laugarásbíó: The Sixth Sense Regnboginn: Rght Club Krossgálan 1 2 3 4 5 5 7 8 10 11 12 13 14 15 16 17 18 ii 20 21 Greiðfært í ná- grenni Reykjavíkur Nokkuð greiðfært er á nelstu leiðum í nágrenni Reykjavíkur. Snjóþekja og hálka er á vegum í upp- sveitum Ámessýslu. Veruleg hálka er á veginum frá Hvolsvelli og í Mýrdalinn. Á Vesturlandi og Færð á vegum Vestflörðum er víða verið að hreinsa snjó af vegum. Um norðanvert Snæfellsnes, Heydal og um ísaflarð- ardjúp. í morgun var verið að moka með norðaust- urströndinni til Vopnaflarðar og Möðrudalsöræfi. 4*- Skafrenningur ILl Steinkast 0 Hálka Q) Ófært II Vegavinna-aögát b Öxulþungatakmarkanir [0 Þungfært © Fært tjallabilum Ástand Sindri Rafn Sindri Rafn Svansson, sem er í fangi bróður síns, fæddist á fæðingar- deild Landspitalans 7. september síðastliðinn, Barn dagsins kl. 10.23. Hann var 3350 grömm að þyngd og 50 sentímetrar. Bróðir hans heitir Úlfar Konráð og er flögurra ára. Foreldrar bræðranna eru Guðný Júlía Gústafsdóttir og Svanur Rúnar Jónsson. Lárétt: 1 fljótlega, 6 umdæmisstaflr, 8 hlaupa, 9 ofgeri, 10 aurinn, 12 stía, 14 samningabrall, 15 ekki, 16 svall, 18 mikla, 20 samtök, 21 burðartré. Lóðrétt: 1 kenjar, 2 ræna, 3 mönd- ufl, 4 band, 5 glata, 6 rangar, 7 guðs- hús, 11 skvetti, 13 bókar, 15 hestur, 17 ílát, 19 vein. Lausn á síðustu krossgátu. Lárétt: 1 morknar, 8 erja, 9 ýfa, 10 smá, 11 stag, 12 tottar, 15 árla, 16 lóa, 18 skaði, 20 talinn. Lóðrétt: 1 mest, 2 orm, 3 rjkátla, 4 kastaði, 5 nýt, 6 afar, 7 ragna, 13 r orka, 14 alin, 15 ást, 17 ónn, 20 ás. Gengið Almennt gengi LÍ kl. 9.15 Eininq Kaup Sala Tollaenai Dollar 72,580 72,960 73,680 Pund 116,070 116,660 117,050 Kan. dollar 49,220 49,520 49,480 Dönsk kr. 9,8580 9,9120 10,3640 Norsk kr 9,0210 9,0710 9,2800 Sænsk kr. 8,5460 8,5930 8,8410 Fi. mark 12,3348 12,4089 12,9603 Fra. franki 11,1805 11,2477 11,7475 Belg. franki 1,8180 1,8290 1,9102 Sviss. franki 45,7800 46,0400 48,0900 Holl. gyllini 33,2800 33,4800 34,9676 Þýskt mark 37,4979 37,7232 39,3993 It líra 0,037880 0,038100 0,039790 Aust sch. 5,3298 5,3618 5,6000 Port escudo 0,3658 0,3680 0,3844 Spá. peseti 0,4408 0,4434 0,4631 Jap. yen 0,708700 0,713000 0,663600 írskt pund 93,122 93,681 97,844 SDR 99,500000100,100000 100,360000 ECU 73,3400 73,7800 77,0600 Símsvari vegna gengisskráningar 5623270 A

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.