Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1999, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 1999
17
Fréttir
- r
aug|
nauðsyn
Norðurlandameistaramót í dansi:
íslendingar
fá tvo
meistaratitla
Sæplast eykur hlutafé
DV, Dalvík:
Stjóm Sæplasts hf. ákvað á fundi
sínum 15. nóvember að nýta heim-
ild til aukningar hlutafjár félagsins
um 30 milljónir króna að nafnvirði
og verður nýtt hlutafé boðið út nú í
desember. Einnig er stefnt að þvi að
selja á árinu hlutafé að nafnvirði 3,6
mUljónir króna sem nú er í eigu
félagsins sjálfs. Heildarhlutafé
Sæplasts hf. að þessu loknu verður
tæpar 130 milljónir króna. Gengi
hlutabréfanna hefur ekki verið
ákveðið en andviröi hlutafjárins
verður varið til að styrkja eiginfjár-
stöðu félagsins vegna fjárfestinga á
árinu. Fjárfestingarbanki atvinnu-
lífsins hf. mun annast hlutafjár-
útboðið fyrir hönd Sæplasts hf. en
bankinn hefur einnig annast ráðgjöf
og fjármögnun vegna fjárfestinga
Sæplasts hf. á árinu.
-hiá
SÍORÆNA
Síðustu ár hefur skátahreyfingin selt sígrcen
eðaltré, í hcesta gœðaflokki og prýða þau nú
mörg hundruð íslensk heimili.
7 0 ára ábyrgð Eldtraust
**■ 10 stcerðir, 90 - 370 cm **• Þarf ekki að vökva
?*• Stálfótur fylgir **■ íslenskar leiðbeiningar
Ekkert barr að ryksuga Traustur söluaðili
**■ Truflar ekki stofublómin ** Skynsamleg fjárfesting
PPPÉhK BANDALAO ÍSLÍNSKRA SKÁTA
/
DV, Suðumesjuin:
Tvö íslensk pör sigruðu á Norð-
urlandameistaramótinu í dansi í
Hróarskeldu sem haldið var um
síðustu helgi. Er þetta mjög góður
árangur þar sem aðeins sex pör
frá íslandi voru í keppninni. Þetta
er í fyrsta sinn sem íslendingar fá
tvo Norðurlandameistaratitla á
sama móti.
í flokki 14-15 ára voru það Ragn-
heiður Erla Eiríksdóttir og Hilmir
Jensson sem fóru með sigur af
hólmi og í flokki 16-18 ára þau
Helga Dögg Helgadóttir og ísak
Halldórsson. Ragnheiður Erla og
Hilmir hafa dansað saman í tvö ár
hjá Dansskóla Jóns Péturs og
Köru. Ragnheiður byrjaði að læra
dans fjögurra ára í Dansskóla Sig-
urðar Hákonarsonar og Hilmir var
sjö ára þegar hann byrjaði að læra
hjá Danssmiðjunni. „Keppnin var
nokkuð strembin og litil hvíld á
milli keppnisdaga en við höfðum
æft vel síðustu mánuði svo við
vorum vel undirbúin,“ sögðu þau
við komuna til landsins. Ragnheið-
ur og Hilmir segja dansinn þeirra
aðaláhugamál. „Þetta er eins og
með aðra hreyfingu - maður fær
góða útrás, þá er félagsskapurinn
góður og að sjálfsögðu er það topp-
urinn að sjá árangur af erfiðinu.“
Helga Dögg Helgadóttir og ísak
Halldórsson hafa dansað saman
síðan í sumar og sigruðu í flokki
Árborgarbúar hafa verið duglegir við að skreyta hjá sér fyrir jólin. Þessi mynd er yfir aðalgötu bæjarins, sem nú er
Ijósum prýdd. DV-mynd Njörður.
Árborgarfólk keppir:
Fallegustu jólaskreyt'
ingar verðlaunaðar
Nú á jólafostu er búið að hrinda af
stað jólaskreytingasamkeppni í Ár-
borg. Keppni þessi snýst um að velja
fallegasta og best skreytta fyrirtækið
og íbúðarhúsið í Árborg. Samkeppnin
hófst fyrsta sunnudag í aðventu og
lýkur henni á Þorláksmessu með þvi
að verðlaunahafar verða heimsóttir
og þeim afhent verðlaunin.
Meðan samkeppnin stendur yfir
verða athyglisverðustu skreytingar
hverrar viku kynntar. Verðlaun verða
veitt fyrir best skreytta fyrirtækið í
Árborg og einnig best skreytta íbúðar-
húsið á Eyrarbakka, Selfossi og á
Stokkseyri. Alls fjögur verðlaun.
Selfossveitur munu veita sigurvegur-
unum viðurkenningarskjöld og þau
fyrirtæki sem að samkeppninni
standa gefa verðlaun og vöruúttektir.
Það er von þeirra sem að keppninni
standa að sem flestir taki þátt og að
hún verði árviss atburður i framtíö-
inni. -NH.
Efnilegir dansarar. Frá vinstri á myndinni: Helga Dögg Helgadóttir, ísak Halldórsson, Ragnheiður Erla Eiríksdóttir og
Hilmir Jensson. DV-mynd Arnheiður
16-18 ára. Þetta er mjög góður ár-
angur þar sem þau keppa í fyrsta
sinn í þessum flokki og eru þar af
leiðandi yngst í flokknum, á fyrsta
ári af þremur. ísak er 16 ára en
Helga verður 16 ára í desember og
eru þau í Dansskóla Sigurðar Há-
konarsonar og byrjuðu bæði að
læra fjögurra ára. „Þetta var alveg
ótrúlega gaman og vel staðið að
keppninni," sögðu þau Helga og
ísak.
Á föstudaginn var opin keppni í
suður-amerískum dönsum og þar
voru þau í öðru sæti og í fyrsta
sæti á opinni keppni í standard
dönsum á sunnudag, að ekki sé
talað um gullverðlaunasætið á
laugardeginum. Þess má geta að
ísak varð einnig Norðurlanda-
meistari í fyrra. -AG
Suzuki Baleno Wagon, skr. 6/97,
ek. 52 þús. km, ssk., 5 dyra.
Verð 1090. þús.
Suzuki Baleno GL, skr. 2/97, ek.
58 þús. km, bsk., 3 dyra.
Verð 790 þús.
Suzuki Baleno Wagon 4x4, skr.
10/96, ek. 113 þús. km, bsk.,
5 dyra.
Verð 980 þús.
Opel Corsa, skr. 6/97, ek. 74 þús.
km, bsk., 5 dyra.
Verð 750 þús.
Suzuki Vitara JLX, skr. 11/98,
ek. 24 þús. km, ssk., 5 dyra.
Verð 1850 þús.
MMC Lancer st., 4WD, skr. 6/96,
ek. 59 þús. km, bsk., 5 dyra.
Verð 1180 þús.
Suzuki Swift GLS, skr. 4/96, ek.
56 þús. km, bsk., 3 dyra.
Verð 650 þús.
Renault 19 RN, skr. 118/95, ek.
49 þús. km, bsk., 4 dyra.
Verð 695 þús.
Suzuki Vitara JLX, skr. 9/95, ek.
72 þús. km, bsk., 5 dyra.
Verð 1230 þús.
Suzuki Baleno GL, skr. 2/97, ek.
58 þús. km, bsk., 3 dyra.
Verð 790 þús.
Suzuki Sidekick JX, árg. '93, ek.
98 þús. km, ssk., 5 dyra.
Verð 790 þús.
VW Golf S, skr. 5/96, ek. 74 þús.
km, bsk., 5 dyra.
Verð 930 þús.
Suzuki Swift GLX, skr. 6/98, ek.
22 þús. km, bsk. 5 dyra.
Verð 870 þús.
Suzuki Swift GX, skr. 2/97, ek.
55 þús. km, bsk., 5 dyra.
Verð 680 þús.
Suzuki Swift GX, skr. 1/96, ek.
81 þús. km, bsk., 5 dyra.
Verð 570 þús.
Renault Laguna, skr. 8/96, ek.
19 þús. km, ssk., 5 dyra.
Verð 1590 þús.
Renault Clio RT, skr. 9/91, ek.
108 þús. km, bsk., 5 dyra.
Verð 480 þús.
SUZUKIBÍLAR HR
Skeifunni 17 • Sími 568 5100
www.suzukibilar.is
$ SUZUKI
-///>------