Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1999, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1999, Blaðsíða 22
26 MIÐVKUDAGUR 1. DESEMBER 1999 Sviðsljós Jackson kveður niður orðróm um sæðisgjöf: Langar að eignast hóp af börnum Michael Jackson fullyrti við MTV nú í vikunni að hann væri faðir Prince Michaels og Paris Katherine. Var þetta í fyrsta sinn eftir skilnaðinn við Debbie Rowe sem söngstjaman veitti viðtal. Jackson ræddi opinskátt um orðróminn um að Debbie hefði í raun einungis verið leigumamma og að um hefði verið að ræða bæði egg- og sæð- isgjafir. „Þetta er algjör þvæla,“ sagði Jackson og andvarpaði. Nýlegar myndir af Prince Michael sýna að drengurinn er ljöshærður. Söngvarinn talaði mikið um hversu dásamlegt það væri að vera faðir. „Ég hélt að ég hefði verið undirbúinn þar sem ég var búinn að lesa allt sem til er um bamauppeldi. Þetta er hins veg- ar miklu meira spennandi en ég hefði nokkum tíma getað ímyndað mér. Michael Jackson og Debbie Rowe. Símamynd Reuter Það eina sem ég sé eftir er að ég skuli ekki hafa byrjað fyrr,“ sagði Jackson sem er 41 árs. Michael vill eignast 10 böm. Þar með væri systkinahópurinn orðinn jafnstór og sá sem hann ólst upp í. Michael vildi ekkert tjá sig um hvort það væri einhver ný ást í lífi hans. Eina konan í lífi hans nú er besta vin- kona hans, Elizabeth Taylor. Að sögn Michaels fara þau saman í bíó i hverri viku. Hún neitar að horfa á kvik- myndir í einkakvikmyndasal hans. Elizabeth vill að hann komi út úr húsi og það er hún sem sér til þess að þau fara í venjuleg kvikmyndahús. Michael segir að sér mjög líði vel eftir skilnaðinn. Bæði bömin búa hjá honum á búgarðinum Neverland í Kalifomíu og hann lítur svo á að bjartar stundir séu fram undan. Kryddpían Vict- oria felur á sér mjóa leggina Kryddpían Victoria er orðin leið á því að vera mæld út og suður og er því hætt að ganga í mínípilsum. Bretar hafa miklar áhyggjur af holdafari Kryddpíunnar sem er svo mjó að ætla mætti að hún væri með lystarstol. Að sögn stílista Victoriu, Brendu Gawen, þykir reyndar Kryddpiunni sjálfri hún vera með svo mjó læri að hún geti ekki sýnt þau. Mínípilsin eru því komin innst inn í fataskáp- inn og sýnir Victoria sig bara í hnjásíðum pilstun þessa dagana. Sjálf harðneitar Victoria og þeir sem til hennar þekkja að hún sé með lystarstol. Er því haldið fram að móðurhfutverkið og það líf sem fylgir því að vera poppstjama hafi leitt til þess að hún hafi lést mikið. Strangar líkamsæfmgar eiga einnig hut að máli. Að sögn stílistans er Victoria ekki ánægð með útlit sitt nú. Elísabet Englandsdrottning vakti verðskuldaða athygli þegar hún mætti í þessum fallega harlekinkjól á skemmtun sem haldin var henni til heiðurs í Birmingham í vikunni. Þar var meðal annars sungið Abbalagið fornfræga um drottninguna dansandi. Ekki fylgir þó sögunni hvort Beta tók sporið. Arnold aftur kominn á stjá: Vöðvarnir horfnir Vöðvabúntið Amold Schwarz- enegger er ekki lengur vöðvabúnt. Að minnsta kosti ekki í sama mæli og áður. Kappinn gekkst nefnilega undir hjartaaðgerð fyrir tæpum tveimur árum og hefur hún áreiðan- lega tekið sinn toll. Amold er engu að síður afskap- lega hress þessa dagana, passlega órakaður og brosandi, enda búið að frumsýna fyrstu myndina hans eftir hjartaaðgerðina, End of Days. „Það var rétt af mér að koma aft- ur með látum," segir Amold við norska blaðið VG. „Litlar myndir eiga ekki við mig.“ Amold glímir heldur ekki við hvaða aumingja sem er i nýju myndinni, heldur Kölska sjálfan. Og hefur að sjálfsögðu sigur. Arnold Schwarzenegger er kominn á stjá aftur eftir hjartaaðgerð. Stingsög Tilvalia jólagjöf fyrir heimilið Úrval af stingsögum í öllum verðflokkum HÚSASMIDJAN Sími 525 3000 • www.husa.is & Julianne ekkert feimin við að fækka fötum Leikkonan Julianne Moore var ekkert feimin við að fækka fötum fyrir leikstjórann Neil Jordan í kvikmyndiimi The End of the Affair. Þar leikur hún á móti hjartaknúsaranum Ralph Fiennes og á með honum eld- heitt ástarsamband. „Þetta er mynd um ástir full- orðins fólks og ég hef ekki áhyggjur af því að þar sé eitt- hvað ósiðlegt," segir Julianne, sem hefur tilnefnd Neil Jordan rómantískasta leikstjórann. Julianne á tveggja ára gamlan son með leikstjóranum Bart Freundlich. Hún er þó ólofuð, enn ekki búin að jafna sig eftir hörmulegt hjónaband. „Maður verður að fara hægt í sakimar,“ segir hún. Húsgögn Streis- and á uppboði Húsgögn og aðrirliúsmunir úr búi leik- og söngkonunnar Börbru Streisand seldust fyrir um tvö hundmð milljónir króna á uppboði hjá Christie’s í New York í vikunni. Meðal munanna sem seldir vora var krossviðarstytta eftir Ray og Charles Eames. Styttan seldist á um tuttugu milljónir króna. Það er meira en nokkur munur frá miðri þessari öld hef- ur selst fyrir áður. Fleira afgangsdót frá leikkon- unni verður selt á morgun. Kress 5.895 kr Claudia kaupir í snobbhverfinu Nú hefði verið gott að eiga galdramann að. Þýska ofurfyrir- sætan Claudia Schiffer þurfti að reiða fram um 80 milljónir króna á dögunum þegar hún festi kaup á þriggja svefnherbergja íbúð í snobbhverfinu Notting Hill í London. Kærastinn fyrrverandi, galdramaðurinn David Copp- erfield, hefði kannski getað létt undir með henni ef hún hefði ekki verið búin að láta hann róa. Hver veit nema Claudia rekist á þau Tom Cruise og Nicole Kid- man úti i mjólkurbúð. Þau eiga líka glæsivistarverur í hverfmu. Bannað að horfa í augu Stallones Hörkufolið Sylvester Stallone er nú ekki meira hörkutól en það að hann þolir ekki að þjón- ustufólkið Horfi í augun á hon- um. Eða kannski er hann bara svona yfirmáta merkilegur með sig. Hvað um það, leikarinn set- ur þjónustufólki sínu strangar reglur um hvemig það eigi að haga sér heima hjá honum og er bannið ein þeirra. Önnur regla kveður á um að þjónar megi ekki ávarpa móður hans og svo verða þeir að skaffa eigin mat. Robbie farinn á sál og líkama íslandsvinurmn Robbie Willi- ams liggur í rúminu þessa dag- ana, gjörsamlega farinn á sál og líkama. „Hann gerir lítið annað en að sofa og orkar ekki einu sinni að fara fram úr rúminu. Hann komst ekki einu sinni á lappir til að fara á frumsýningu nýjustu James Bond-myndarinn- ar,“ segir ráðskona popparans í viðtali við blaðið Daily Star. Vinir söngvarans óttast að hann þjáist að sama sjúkdómi og sló Fergie svo eftirminnilega út af laginu fyrir þremur árum. Fergie var frá í langan tíma.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.