Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1999, Page 7

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1999, Page 7
MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 1999 7 DV Fréttir Umhverfisnefnd ísafjaröarbæjar: Lýsir undrun á ósvífni bæjarverkstjórans - sem braut öll lög og reglur við smíði viðbyggingar á hesthúsi Slökkviliðsstjórinn á Akranesi: Kvartar yfir bruna- vörnum sjúkrahússins Umhverfisnefnd ísafjarðarbæjar veitti yflrverkstjóra bæjarins, Þor- birni Jóhannessyni, harðorða ofaní- gjöf fyrir að brjóta öll lög og reglur vegna viðbyggingar hans við hest- hús á bænum Kirkjubæ við Skutuls- fjörð. Þorbjörn Jóhannesson sótti fyrir hönd eiginkonu sinnar með erindi dagsettu 5. nóvember um heimild til að reisa viðbyggingu úr timbri við hesthúsið að Kirkjubæ. Málið var tekið fyrir á fundi umhverfisnefnd- ar þann 10. nóvember og þar var gerð svohljóðandi bókun: „Umhverfisnefnd lýsir undrun sinni yfir ósvífni umsækjenda. Hús- ið er reist. Brotin hafa verið öll lög um byggingarleyfi, hönnun, iðn- meistara og eftirlit með bygging- unni. Samkvæmt byggingalögum er skylt að rífa húsið og afmá öll merki um jarðrask. Sjái sveitarstjóm ekki um niðurrif húss, sem byggt er í óleyfi, er skipulagsstjóra skylt að sjá um að húsið verði riflð. Um- hverflsnefnd getur ekki fordæmis- ins vegna breitt yfir svona lögbrot með því að samþykkja orðinn hlut, jafnvel þó byggingin falli að skipu- lagi og byggingarreglugerð." Birna Lárusdóttir lagði fram til- lögu vegna fundargerðar umhverfis- nefndar á bæjarstjórnarfundi 18. nóvember: „Bæjarstjórn tekur und- ir bókun umhverfisnefndar um að ólíðandi sé að þeir sem hyggjast byggja eða eru í byggingarfram- kvæmdum fari ekki að lögum. Sé um fleiri tilvik af þessu tagi að ræða gefi umhverfísnefnd viðkomandi að- ilum kost á að ganga frá sínum mál- um innan tilskilins frests. Bæjarstjórn leggur áherslu á að umhverfisnefnd og tæknideild sinni bétur eftirlitshlutverki sinu til að koma í veg fyrir það að byggingar rísi án tilskilinna leyfa.“ Þrátt fyrir lögbrot og harðorð um- mæli umhverfisnefndar samþykkti bæjarstjórn á þessum fundi að bygg- DV; Akranesi: Á síðasta fundi stjórnar Sjúkrahúss Akraness og Heilsugæslustöðvar var fjailað um bréf Jóhannes Engilberts- sonar, slökkviliðsstjóra Slökkviliðs Akraness. Þar er þess krafíst að brunavamir sjúkrahúss verði teknar til alvarlegrar skoðunar og fram- kvæmdir hefjist eins fljótt og auðið er. Brunavamir skulu komnar í lag eigi síðar en á árinu 2000. Stjórn SHA hefur margítrekað far- ið fram á fjárveitingar til bmnavarna en ekki fengið fjármagn til þess. Stjómin samþykkti að framkvæmda- stjóri ynni að málinu, fyrri kostnaðar- ingaraðila hesthússins að Kirkjubæ yrði gefinn kostur á að skila inn fullnægjandi teikningum. -HKr. áætlanir yrðu uppreiknaðar og fyrri óskir um fjárveitingar til að koma stofnuninni í brunatæknilegt ástand yrðu ítrekaðar. Á sama fundi lagði Ásgeir Ásgeirs- son skrifstofustjóri fram áætlun sína um afkomu ársins samkvæmt könnun Ríkisendurskoðunar um rekstrar- stöðu heilbrigðisstofnana. Þar kom fram að halli SHA tímabilið janúar til ágúst 1999 nemur 53,8 milljónum eða 11,9%. Þessi afkomuáætlun gerir ráð fyrir 85,6 m.kr. halla á árinu eða 11,8% af tekjum, þar af áætlaður halli sjúkrahússins 62,4 eða 9.2% og halli heilsugæslustöðvar 23,2 m.kr. eða 53% af tekjum. -DVÓ Ósvífnasta byggingarframkvæmd í bænum. Viðbygging við hesthús yfir- verkstjóra ísafjarðarbæjar. a WLW'l netfang: planið.is Cherokee Grand LTD, árg. '99, ek. 5 þús. km, topplúga. Verð 5.500.000 Tilboð 4.800.000 Cherokee Grand Orvis, árg. '97, ek. 70 þús. km. Verð 3.990.000 MMC Spacewagon, árg. '98, ssk. Verð 1.950.000 Kia Grand Sportage, 31" álfelgur, ssk. Honda CRV, árg. '98, ek. 19 þús. km, ssk., m/öllu. Verð 2.190.000 MMC Pajero 28 TDi, árg. '96, ek. 109 þús. km, ssk. Verð 2.760.000 Toyota Land Cruiser 90 GX, árg.'98, ek. 28 þús. km, ssk. Verð 3.190.000 Verð 2.150.000 VW Passat, árg. '98, ek. 42 þús. km, ssk., álfelgur. Verð 1.870.000 Opel Veotra CD 2,0, árg. '98, ek. 25 þús. km, ssk., álfelgur, topplúga. Verð 1.970.000 VW Golf Comfortline, árg. '99, ek. 10 þús. km, álfelgur. Verð 1.700.000 Peugeot 406 st., árg. '99, ek. 3 þús. km, 7 manna. Verð 1.590.000 Kia Grand Sportage, árg. '98, ek. 31 þús. km, álfelgur, 5 g. Verð 1.850.000 Tilboð 1.650.000 Missan Micra, árg. '97, ek. 33 þús. km, álfelgur o.fl. Verð 870.000 VW Polo, árg. '95, ek. 47 þús. km, CD o.fl. Verð 730.000 Tilboð 630.000 Opel Corsa, árg. '98, ek. 16 þús. km, álfelgur o.fl. Verð 980.000 MMC Pajero st. 3,5, árg. '95, ek. 89 þús. km, topplúga, ssk. Verð 2.890.000. Planið er afgirt og vaktað allan sólarhringinn og á Planinu er hliðinu lokað milli kl. 22 og 07,

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.