Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1999, Qupperneq 20

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1999, Qupperneq 20
24 MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 1999 jólaundirbúiningurinn í desember. Thor Vilhjálmsson rithöfundur: Kannski árið sem ég datt í Tjörnina Thor Vilhjálmsson rithöfundur er fæddur árið 1925. Þegar hann var tíu ára drengur í Reykjavík var jólahald með talsvert öðru sniði en er í dag. „Já, þú hnipptir í mig þegar ég var á þönum,“ sagði Thor þegar blaða- maður náði við hann símasambandi. „Það var svo mikil ferð á mér svo ég reyndi að hægja svolítið á til að kom- ast á þennan tíma sem þú nefndir. Það var ekki vandalaust og ég reyndi að fara með gát. Gekk ég þá svona skógarstíg sem ég kalla, en er þó innan Reykjavíkur- marka, og reyndi að rekja sporin til baka til þessa tlu ára drengs sem var ég sjálfur. Þá sá ég í snjónum spor eftir börn og þau lágu öll í aðra átt. Þá voru líka spor eftir kött sem var ekki gott að vita hvert stefndi. Á þessum hægagangi setti ég á eins konar vélsíma, innbyggðan í litla heilann sem stjórnar hreyfíng- unum. Setti ég á hæga ferð afturábak en hann var svo snöggur að ég vissi ekki fyrr en ég var næstum kominn aftur á Sturlungaöld. Þá fór ég nú að gá að mér betur og er að hugsa um að ná í þennan litla dreng sem var ég sjálfur. Þetta ár var ég tíu ára, þá finnst mér að ég sé á leið heim í for- eldrahúsin í Berg- staðastræti. Ég er með örum hjartslætti að bíða eftir ævintýrinu. Það snjóaði og þá finn ég á götunni dauðan kött með lemstraðan hausinn. Þá hafði einhver veriö að dreifa gjöfum og gleðja aðra, en kötturinn ekki gáð að sér. Þegar ég kem heim angar hús- ið allt af gómsætum angandi krásum sem verið höfðu í undirbúningi frá því um morguninn. Svo kom því að opna stofuna þar sem jólatréð var með öllum ljósunum sem gleðja gjaman lítil börn og jafnvel aldrað fólk. ..Eg inor viinjaimsson riinorunour: reyndi aö rekja sporin til baka til þessa tíu ára drengs sem var ég sjálfur." Kannski sá maður sér færi að laumast inn í eldhúsið og klófesta gómsætan rass af fugli eða fóam. Við vomm fimm systkinin og feng- um að líta dýrðina en langt var í þá stund þegar kæmi að gjöfunum. Þegar búið var að hlusta á útvarps- messuna og borða var tekið saman höndum, gengiö í kringum jólatréð og við smáfólkið biðum með eftir- væntingu eftir gjöfunum. Maður reyndi þó að láta óþreyjuna ekki valda því að maður gleymdi sjálfu Jesúbaminu. Maður reyndi líka að láta tæran hugann hvarila til lítilla bama sem áttu bágt. Ég var elstur og kannski orðinn það gamall að maður hafi fengi að taka þátt í að skreyta tréð. Manni fannst mikil ábyrgð í því. - Kannski var þetta líka árið sem ég datt í Tjöm- ina og hafði mig upp úr henni.“ -HKr. Helga Guðrún Johnson fréttamaður: Gleymdist í fatahenginu á aðfanga- dagskvöld Ein eftirminnilegustu æskujól Helgu Guðrúnar Johnson voru haid- in árið 1972 hjá fóðurömmu hennar. Helga Guðrún var á tíunda ári. „Við ákváðum að færa jólin heim til ömmu vegna þess að hún var rúmföst á þessum tíma. Við vorum sex í íjölskyldunni en auk okkar voru ættingjar frá Bandarikjunum í heimsókn. Húsið var yfirfullt af fólki, rúmlega tuttugu manns, þannig að það var mikið fjör,“ segir Helga Guðrún. „Það var svo mikið gjafaflóð að ekki var hægt að hafa jólatré í fullri stærð. Það var keypt lítið tré sem var sett á borð í stofunni og síðan flæddu gjafimar um öll gólf. Ég og Óli bróðir ætluðum að skemmta fólk- inu með þvi að leika jólasveina og Eins og kynslóðirnar eru hver annarri ólíkar erujólin sem mótuðu þær einnig hver með sínu sniði. DV leitaði tilfólks á öllum aldri og bað það að rifja uppjól bemsku sinnar ■ hverjir voru siðimir, hvað var á borðum, /s hverjar voru gjafimar. Og ekki síður í hvers kyns hughrif hefur þessi hátíð bamank skilið eftir í hjórtum fullorðins fólks. Ragnhildur Gísladóttir tónlistarmaður: Mér þótti jóliri fyrst vera komin þegar mamma var aö sjóöa rauökáliö á aöfangadag." Bjöm Grétar Sveinsson, formaður VMSÍ: Vildi bara bækur 1 jolagjof Ragnhildur Gísladóttir tónlistarmaður: Snúður fékk líka sína jólapakka Ragnhildur Gísladóttir tónlistar- sjóða rauðkálið á aðfangadag. Þetta laður er fædd 1956 og man vel eftir var mesta jólalyktin. Ég man líka ilunum þegar hún var 9-10 ára. sérstaklega eftir lyktinni af jólaskón- „Það var aldrei byrjað að skreyta um mínum sem geymdir voru í borð- tt en á Þorláksmessu. Stundum vor- stofuskápnum. m við að skreyta með mömmu á að- Eftir matinn voru pakkarnir opn- ingadagsmorgun og það var æðisleg aðir. Hundurinn okkar, hann Snúð- lfmning. Ég er mikið jólabam og það ur, fékk líka sína jólapakka og fékk ar sérstök hátíðar- og heilög stemn- að taka þá upp sjálfur, þó venjulega íg þegar búið var að skreyta og jólin mætti hann ekki vera í stofunni. Eft- aru allt í einu komin klukkan sex. ir þessa athöfn rifum við okkur upp iaður sparaði sér allt þar til jólin og keyrðum upp að Ytri-Tindstöðum oru komin og við systkinin borðuö- sem var innsti bærinn á Kjalarnesi m jafhvel ekkert allan daginn. þar sem afi og amma bjuggu. Þangað Ég er alin upp í Amarholti á Kjal- var farið í kvöldkakó og við urðmn mesi en pabbi minn var forstöðu- jafnvel að brjótast til þeirra í brjál- taður fyrir því heimili. Auk þess uðum byl og snjó. Þá varð maður ir hann organisti í Brautarholts- líka að ganga upp brekkumar tölu- irkju. Á aðfangadag var alltaf mess- verðan spotta. Hjá afa og ömmu vor- Bjöm Grétar Sveinsson er alinn upp á Eskifirði og minnist jólanna um miðjan sjötta áratuginn en þá var hann tíu ára. „Epla- og appelsínulykt var alltaf fyrirboði jólanna heima á Eskifirði. Allajafnan fengum við ekki mikið af ávöxtum á öðrum árstíma og þetta var þvi kærkomin viðbót. Æskujólin eru mjög hátíðleg í minningunni og ég minnist þess að húsið var alltaf mikið skreytt," segir Bjöm Grétar um æskujólin. Jólamaturinn var ávallt hefðbund- inn, rjúpa á aðfangadagskvöld og hangikjöt á jóladag. „Rjúpurnar vom Bjöm Grétar Sveinsson: ,Þaö rikti alltaf mikil spenna á milli okkar bræöra um hver myndi hreppa möndluna. Stundum var ég sá heppni." alltaf góðar og síðan var alltaf möndlugrautur og að sjálfsögðu möndlugjöf í eftirmat. Það ríkti alltaf mikil spenna á milli okkar bræðra um hver myndi hreppa möndluna. Stundum var ég sá heppni," segir Björn Grétar. Jólagjafirnar eru sérkapítuli og hafði Bjöm Grétar snemma mjög sterkar skoðanir á þeim. „Ég vildi bara bækur. Leikfóng skiptu mig litlu máli. Það var alltaf mikið gefið af bókum í fjölskyldunni og ef ég var kominn með nokkrar þá var mér meira sama um hinar gjafimar, líka mjúku pakkana. Á þessum árum voru Ævintýrabækumar í mestu uppáhaldi og maður var gjama orð- inn spenntur að sjá nýju bókina nokkmm vikum fyrir jól.“ Jólastressið sem nú einkennir jó- laundirbúning segir Björn Grétar hafa verið í lágmarki heima á Eski- firði, með einni undantekningu þó. „Almennt var ekki mikið stress nema ef vera skyldi í kringum bakst- urinn. Það var bakað gríðarlega mik- ið heima og sortirnar margar. Við bræður gerðum okkur oft leik að því að læðast í baukana þegar enginn sá til en það var svo mikið af kökum að sjaldnast grunaði mömmu nokkuð," segir Björn Grétar Sveinsson. -aþ að úti á Hæli klukkan fjögur. Þá var maður alltaf puntaður í messu og fór síðan heim í jólamatinn klukkan sex. Messan brúaði því ágætlega bið- ina eftir jólunum. í jólamatinn var hrisgrjónagraut- ur, það var fastur liður. Þá var villi- gæs eða svínabógur þar sem paran var skorin í teninga. Það farrnst mér flottast. Annars þótti mér jólin fyrst vera komin þegar mamma var að um við í góðu yfirlæti fram á nótt þegar haldið var heim aftur. Um jól- in var svo messað í Brautarholti og þangað fórum við líka. Mér fmnst jólin vera mikið upp- gjör. Þá er allt tekið i gegn. Þegar maður hreinsar til í kringum sig, þá hreinsar maður til i sálartetrinu í leiðinni, svo framarlega sem maður gerir þetta með jákvæðu hugarfari." -HKr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.