Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1999, Síða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1999, Síða 30
34 MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 1999 Fólk í fréttum Ari Teitsson Ari Teitsson, formaöur Bændasamtaka íslands, Hrísum, hefur veriö í fréttum DV vegna hug- mynda um aukinn opin- beran stuðning viö sauð- fjárbændur. Aðalfundur sauðfjárbænda var hald- inn í Bændahöllinni í gær. Starfsferill Ari fæddist 13.3. 1943 á Brún í Reykjadal. Hann lauk landsprófi 1960, bú- fræðiprófi frá Hvanneyri 1961 og bú- fræðikandídatsprófi þaðan 1973. Ari var ráðunautur hjá Búnaðar- sambandi Suður-Þingeyinga 1973-95 og í hlutastarfi síðar. Auk þess ráku hann og kona hans refabú að Hrís- um ásamt Erlingi, bróður Ara, til 1998. Ari sat í stjóm Búnaðarfélags Reykdæla, sat í stjórn Stéttarsam- bands bænda í nokkur ár, hefur set- ið í fjölda stjórnskipaðra nefnda um landbúnaðarmál, var formaður Framsóknarfélags Reykdæla, sat í stjórn kjördæmaráðs framsóknar- manna á Norðurlandi eystra, situr í miðstjórn Framsóknarflokksins, sat í stjóm Kaupfélags Þingeyinga til 1996 og er stjómarformaður Spari- sjóðs Suður-Þingeyinga. Fjölskylda Ari kvæntist 2.1. 1972 El- ínu Magnúsdóttur, f. 28.6. 1943, hússtjómarkennara. Hún er dóttir Magnúsar Bjamasonar, bónda í Birkihlíð í Reykholtsdal, og k.h., Brynhildar Stef- ánsdóttur húsfreyju sem er látin. Böm Ara og Elínar eru Elín, f. 19.5. 1973, nemi við Samvinnuháskólann á Bifröst, en maður hennar er Ingv- ar Bjömsson frá Hólabaki, búfræði- kanditat og starfsmaður við Land- búnaðarháskólann á Hvanneyri; Magnús, f. 25.6. 1974, verkfræðingur í Reykjavík; Teitur, f. 5.4.1979, nemi í eðlisfræði við HÍ. Systkini Ara eru Bjöm, f. 11.10. 1941, skólameistari á ísafirði; Sig- riður, f. 6.2. 1946, sérkennari við Öskjuhlíðarskóla; Erlingur, f. 6.2. 1946, bóndi á Brún; Helga, f. 8.8. 1947, hússtjómarkennari og bóndi á Flúðum; dr. Ingvar, f. 2.2. 1951, læknir á Akureyri. Foreldrar Ara: Teitur Bjömsson, f. 14.10. 1915, d. 1998, bóndi á Brún og heiðursfélagi Búnaðarfélags ís- lands, og k.h., Elín Aradóttir, f. 3.11. 1918, húsfreyja. Ætt Teitur var bróðir Hróars, fóður Sigurðar leikhússtjóra. Teitur var sonur Bjöms, b. á Brún, bróður Tryggva, foður Inga, fyrrv. for- manns Stéttarsambands bænda. Bjöm var sonur Sigtryggs, b. á Hall- bjamarstöðum, Helgasonar, b. þar, Jónssonar. Móðir Helga var Her- borg, systir Bjargar, langömmu Þor- gríms Starra, föður Kára í Garði. Önnur systir Herborgar var Þuríð- ur, móðir Sigurðar, ráðherra á Ysta- felli, foður Jóns rithöfundar, fóður Jónasar búnaðarmálastjóra. Her- borg var dóttir Helga, ættfóður Skútustaðaættarinnar, Ásmunds- sonar. Móðir Sigtryggs var Sigur- veig Sigurðardóttir frá Amarvatni. Móðir Björns var Helga Jónsdóttir, b. Arndísarstöðum, Ámasonar, og Herdísar Ingjaldsdóttur, dbrm. á Mýri, Jónssonar, b. þar Jónssonar, af Mýrarætt, bróður Sigurðar, foður Jóns, alþm. á Gautlöndum, foður ráðherranna Péturs og Kristjáns og afa ráðherranna Haralds Guð- mundssonar og Steingríms Stein- þórssonar. Móðir Teits var Elin, systir Sigur- geirs, foður Ingólfs, bókbindara í Vallholti. Elin var dóttir Tómasar, b. í Stafni, Sigurðssonar, b. þar, Sig- urðssonar. Móðir Elínar var Ingi- björg Jónsdóttir, b. á Lundarbrekku, Sigurðssonar, b. þar Sigurðssonar. Meðal systkina Elínar er Bjami, ráðunautur í Borgarnesi. Elín er dóttir Ara, b. á Grýtubakka, bróður Sigfúsar, tengdafóður Pálma, fyrrv. landbúnaðarráðherra. Ari var sonur Bjama, b. á Grýtubakka, Arasonar, og Snjólaugar, systur Þóru, ömmu Garðars Gíslasonar hæstaréttar- dómara, Þóru Kristjánsdóttur list- fræðings og Garðars Halldórssonar, fyrrv. húsameistara ríkisins. Snjó- laug var dóttir Sigfúsar, b. á Varð- gjá, Guðmundssonar, og Margrétar Kristjánsdóttur. Móðir Elínar var Sigríður, systir Gunnars, fyrrv. gjaldkera Búnaðar- félagsins, og Jóhannesar, afa Stein- gríms Sigfússonar alþm. Sigríður var dóttir Áma, b. á Gunnarsstöð- um, Davíðssonar, b. á Heiði, bróður Ingibjargar í Stafni. Móðir Áma var Þuríður, systir Jóns, langafa Jónas- ar búnaðarmálastjóra. Þuríður var dóttir Áma, b. á Sveinsströnd, Ara- sonar, bróður Kristjönu, móður Jóns Sigurðssonar á Gautlöndum. Móðir Sigríðar var Arnbjörg Jó- hannesdóttir, systir Árna, pr. í Grenivík, fóður Ingimundar söng- stjóra. Ari Teitsson. Afmæli Jón Grímsson Jón Grimsson, fjármálastjóri Halldórs Jónssonar ehf., Tungu- bakka 22, Reykjavík, er fertugur í dag. Starfsferill Jón fæddist á Selfossi. Hann lauk stúdentsprófl frá VÍ 1979 og viðskiptafræðiprófl frá HÍ 1985. Jón var endurskoðandi hjá End- urskoðunarmiðstöðinni hf., Coopers & Lybrand frá 1979-84, ráðgjafi og sérfræðingur hjá Tölvu- miðstöðinni hf. 1984-95, hluthafl og stjórnarmaður í fyrirtækinu og fjármálastjóri þess frá 1992, ráð- gjafi og sérfræðingur hjá Tölvu- þjónustunni Skyggni hf. frá 1995-96 og hefur verið fjármála- stjóri Halldórs Jóns- sonar ehf. frá 1996. Fjölskylda Jón kvæntist 27.12. 1985 Sigríði Guð- mundsdóttur, f. 4.3. 1958, hárgreiðslu- meistara. Hún er dótt- ir Guðmundar Ingólfs Óskarssonar, f. 29.3. 1929, trésmiðs í Reykjavík, og k.h., Sveinbjargar Unu Pálmarsdóttur, f. 6.6. 1930, húsmóður. Böm Jóns og Sigríðar em Grím- ur, f. 13.1. 1986; Una Björg, f. 30.1. 1990; Guðmundur Ingi, f. 17.6.1996. Systkini Jóns eru Frímann Grímsson, f. 20.12. 1958, starfsmaður hjá Ratsjár- stofnun; Hrafnhildur Gríms- dóttir, f. 13.2. 1961, starfræk- ir heildverslunina Stjörnuna á Reyðarflrði, ásamt manni sínum; Ingibjörg Grímsdótt- ir, f. 8.11. 1964, húsmóðir í Seattle í Bandaríkjunum. Foreldrar Jóns eru Grímur Sigurgrímsson, f. 16.8. 1935, trésmiður og matsmaður hjá Fasteignamati ríkisins í Reykjavík, og Elín Frí- mannsdóttir, f. 26.11. 1935, húsmóðir og matráðskona hjá Kópavogsbæ. Ætt Grímur er sonur Sigurgríms, bú- Jón Grímsson. Taktu púlsinn á viðskiptavefnum! Notaðu vísifingurinn! www.visir.is Tilkynningar Félag eldri borgara í Reykja- vík, Ásgarði Söngfélag FEB, kóræfmg kl. 17. Línudanskennsla Sigvalda kl. 19.15. Bókmenntakynning í dag kl. 13.30 í Ásgarði Glæsibæ, lesið verður úr nýútkomnum bókum: Vilhelm Kristinsson les úr ævisögu Ólafs Ólafssonar, fyrrv. landlæknis. Bjöm Th. Björnsson les úr bók sinni Hlaðhamrar. Valgeir Sigurðs- son úr Ný framtíð í nýju landi og Hcillgerður Gisladóttir úr íslensk matarhefð. Skipulagsmál í höfuðborginni Félagsfundur verður haldinn í Alþýðuflokksfélagi Reykjavíkur miðv. 8. desember kl. 20.30 í Alþýðu- húsinu, Hverfisgötu 8-10, 2. hæð. Þar mun Helgi Pétursson, borgar- fulltrúi og borgarráðsmaður, kynna stöðu og þróun skipulagsmála á höf- uðborgarsvæðinu. Jafnframt gefst tækifæri til að fræðast um fjárhags- áætlun borgarinnar fyrir næsta ár og um önnur þau mál sem efst hafa verið á baugi í borginni að undan- fræðings, kennara og b. í Holti í Stokkseyrarhreppi Jónssonar, b. í Oddagörðum og i Holti Jónssonar, b. í Jórvík og í Oddagörðum Gamal- íelssonar. Móðir Sigurgríms var Ingibjörg Gímsdóttir, b. í Gljákoti í Stokkseyrarhreppi Jónssonar. Móðir Gríms var Unnur kennari Jónsdóttir, b. í Víðikeri og á Jarls- stöðum í Bárðardal Þorkelssonar, b. í Víðikeri Vemharðssonar. Móðir Unnar var Jóhanna Katrín Sigur- sturludóttir, b. á Vatnsenda í Ljósa- vatnshreppi Erlendssonar. Elín er dóttir Frímanns Einars- sonar, b„ verkamanns og skálds, síðast á Selfossi, og Kristínár, kenn- ara og húsmóður Ólafsdóttur. fömu. Refirnir á Hornströndum á kvöldvöku Ferðafélagsins í kvöld verður kvöldvaka og myndasýning á vegum Ferðafélags íslands í FÍ-salnum að Mörkinni 6 og hefst hún kl. 20.30. Páll Her- steinsson fjallar í máii og myndum um lífsbaráttu og afdrif refanna á Hornströndum en hann hefur und- anfarin ár stundað rannsóknir á þeim ásamt samstarfsfólki sinu. Kvöldvakan er öllum opin og kafFi- veitingar era í hléi. MR-búðin, Lynghálsi 3 hefur sent frá sér nýjan vörulista yfir hestavörar. Fyrir um ári síðan flutti MR-búðin í nýtt og glæsilegt húsnæði að Lynghálsi 3 og jók um leið úrval af hestavörum, bæði í reiðtygjum og fatnaöi fyrir hesta- fólk. í vörulistanum eru myndir af vörum sem eru á boðstólum og verð hlutanna. Til hamingju með afmælið 8. desember 90 ára Andrés Jónsson, Lönguhlíð 3, Reykjavík. Hulda Guðmundsdóttir, Borgarbraut 65, Borgamesi. 85 ára María Stefánsdóttir, Austurbyggð 17, Akureyri. 80 ára Sigurþór Sigurðsson bmrstagerðarmaður, Grettisgötu 46, Reykjavík. 75 ára Dýrleif Jónsdóttir, Lindasíðu 2, Akureyri. Gróa Sigurjónsdóttir, Gullsmára 7, Kópavogi. 70 ára Svanhvít Bjamadóttir, Aðalstræti 123, Patreksfirði. 60 ára Baldur Guðmundsson, Hraunbæ 102b, Reykjavík. Bjöm Matthíasson, Suðurbraut 6, Hafnarfirði. Sólveig Sigurðardóttir, Þingskálum, Hellu. Öm Gísli Haraldsson, Espigerði 12, Reykjavík. 50 ára Bjarni Andrésson, Staðarhrauni 11, Grindavik. Sigurjón Eysteinsson, Strýtuseli 10, Reykjavík. 40 ára Adolf Adolfsson, Hátúni 30, Keflavík. Elín Björk Bmim, Ásvailagötu 31, Reykjavík. Kristín Bogadóttir, Eyrarflöt 8, Siglufirði. Láms Borgar Jónsson, Vesturbergi 31, Reykjavík. Ólöf Bjarnadóttir, Suðurvangi 12, Hafnarfirði. Rut Aðalsteinsdóttir, Bæjargili 9, Garðabæ. Sjöfn Jónsdóttir, Álfholti 48, Hafnarfirði. Sæmundur Hrafn Andersen, Hamarsstíg 24, Akureyri. Þráinn Sigfússon, Leifsgötu 9, Reykjavík. ^ínum IUMFERÐAR L RAÐ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.