Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1999, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1999, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 1999 Útlönd Stuttar fréttir i>v Rússar þrengja hringinn um Grozni: Reiði vesturveld- anna aldrei meiri Júgóslavar loka flugvellinum í Svartfjallalandi Júgóslavnesk stjórnvöld lokuðu flugvellmum I Podgorica, höfuð- borg Svartfjallalands, í gær. Her- menn tóku sér stöðu á vellinum andspænis lögregluliði Svartfell- inga og deila þeir nú um yfirráð- in. Allt flug um völlinn hefur ver- ið stöðvaö af öryggisástæðum, að því er stjómvöld í Belgrad segja. Embættismaöur ríkisstjórnar Svartfjallalands sagði að ástandið væri alvarlegt. Aðrir vildu ekki taka jafndjúpt í árinni og sögðu aö um misskilning hefði verið að ræða. Hann hefði verið leystur. Grunnt hefur verið á því góða milli Slobodans Milosevics Júgóslavíuforseta og stjómvalda í Svartfjallalandi sem hafa hótað því að lýsa yfir sjálfstæði verði ekki gerðar umbætur á júgóslav- neska sambandsríkinu. Serbía og Svartfjailaland eru einu lýðveldin sem enn era eftir i Júgóslavíu. Morðingi Mart- ins Luthers Kings ekki einn Kviðdómur í Tennessee í Bandaríkjunum úrskurðaði í gær að samsæri hefði verið gert um að myrða blökkumannaleiðtogann Martin Luther King árið 1968. Morðiö hefði ekki verið verk eins manns. Úrskurðurinn féll í einkamáli fjölskyldu Kings gegn fyrmm veitingamanni, Lloyd Jowers, sem segist hafa fengið greitt fyrir að skipuleggja morðið á King. Rannsóknir lögreglunnar hafa til þessa komist að þeirri niður- stöðu að James Earl Ray hefði myrt King og staðið einn að morð- inu. Ray lést í fyrra. Rússneskir hermenn hafa lagt til atlögu við bæinn Sjalí, síðasta stóra vigi uppreisnarmanna múslíma nærri Grozní, höfuðborg Tsjetsjen- íu, að því er rússneska fréttastofan Interfax skýrði frá í morgun. Ekki var ljóst af fréttum Interfax hvort Rússar þyrftu að berjast til að ná yf- irráðum yflr bænum sem er í aðeins tuttugu kílómetra fjarlægð frá Grozní. Rússar náðu borginni Úrus-Mart- £m á vald sitt í gær eftir að upp- reisnarmenn hurfu á braut. Rúss- neska sjónvarpsstöðin NTV sýndi myndir af hermönnum á leið inn í borgina. Reiði leiðtoga á Vesturlöndum í garð Rússa vegna hemaðarátak- anna í Tsjetsjeníu hefur farið vax- andi og hefur hún aldrei veriö meiri en einmitt nú. Kornið sem fyllti mælinn var sú yfirlýsing rúss- neskra hemaðaryfirvalda að allir sem ekki hefðu farið burt frá Grozní á laugardag yrðu drepnir. Tugþús- undir óbreyttra borgara eru enn í Grozní, þar sem eitt sinn bjuggu fjögur hundruð þúsund manns, og komast hvergi. Rússneskir herforingjar neituðu síðar að viðvörun þeirra jafngilti úrslitakostum. Þeir hafa lofað íbú- unum öruggri flóttaleið úr borginni en hafa ekki dregið til baka hótun sína um að gera allsherjarárás á Grozní á laugardag. Leiðtogar Vest- urlanda eru þegar famir að ræða refsiaðgerðir í garð Rússa, svo sem að kalla heim sendiherra sína til skrafs og ráðagerða eða skera niður aðstoð af ýmsu tagi. Bill Clinton Bandaríkjaforseti sagði því i gær að það gengi gegn hagsmunum Bandaríkjanna að stöðva aðstoðina við Rússa sem færi aðallega í að fjármagna kjamorku- afvopnun Rússa. Áfram kjötbann Franska stjómin ákvað í gær að fella ekki úr gildi bann við inn- flutningi á bresku nautakjöti. Einmana í Hvíta húsinu Bill Clinton Bandaríkjaforseti kvaðst í gær ekki hlakka til að verða fjarbýlis- maður Hillary, eiginkonu sinn- ar. Hún flytur brátt til New York vegna kosningabar- áttu sinnar þar. Er Hillary þeg- ar farin að pakka niður. A1 Gore, varaforseti Bandaríkjanna, er þegar farinn að fækka komum sínum í Hvíta húsið vegna sinnar kosningabaráttu. „Við borðum ekki hádegisverð saman í hverri viku og ég sakna þess hræðilega," sagði forsetinn. 5 vikur hjá líki móöur Níu ára drengur í Tennessee í Bandaríkjunum lét engan vita að móðir hans væri látin af ótta við að verða settur á fósturheimili. Fimm vikum eftir andlát móður- innar kom fjölskylduvinur í heim- sókn og sá þá likið. Drengurinn hafði sótt skóla og gert innkaup. Sýknaðir af samsæri Fimm kúbskir útlagar vom í gær sýknaðir i Bandaríkjunum af ákæru um að hafa ætlað að myröa Fidel Castro. Bandaríska strandgæslan greip mennina á skútu utan við Puerto Rico 1997. Svangur flugmaður Flugmanni á Boeing 757 vél frá Northwest Airlines líkaði ekki maturinn um borð. Hann yfirgaf vélina sem var reiðubúin til flug- taks í Las Vegas og kom ekki fyrr en eftir 90 mínútur. Á meðan biðu 190 reiðir farþegar. Flugmaðurinn var rekinn. Liösmaður sveita rússneska innanríkisráöuneytisins kemur rússneska fán- anum fyrir á byggingu í bænum Argún sem er á leiöinni til Grozní, höfuð- borgar Tsjetsjeníu. Rússar þokast æ nær höfuöborginni. BORGARSKIPULAG REYKJAVÍKUR BORGARTÚN 3 • 105 REYKJAVlK • SÍMI 563 2340 • MYNDSENDIR 562 3219 Deiliskipulag og breyting á deiliskipulagi í Reykjavík Reitur sem markast af Laugavegi, Frakkastíg, Hverfisgötu og Vitastíg. Borgarráð Reykjavíkur samþykkti þann 26. október 1999 deiliskipulag fyrir reit sem markast af Laugavegi, Frakkastíg, Hverfisgötu og Vitastíg. Tillagan var auglýst þann 6. ágúst og var til kynningar til 3. september 1999. Athugasemdafrestur var til 17. september og bárust 8 athugasemdir og ein að honum liðnum. Umsagnir sveitarstjórnar um þær hafa verið sendar þeim er þær gerðu. Til að koma á móts við athugasemdirnar voru gerðar nokkrar breytingar á tillögunni bæði varðandi form og efni. Engar efnislegar breytingar voru gerðar nema til að koma á móts við þau sjónarmið sem fram komu í athugasemdunum. Breytingarnar eru í grófum dráttum þessar: Kvaðir voru skýrðar, fallið var frá breytingu á notkun bakhúsanna nr. 51 b og 53a við Laugaveg, húsið að Laugavegi 51 b var sett undir hverfisvernd, samþykktur skúr á Hverfisgötu 70 var teiknaður inn á uppdrátt, skýrar var kveðið á um tilhögun bílageymslna við Hverfisgötu, leiðréttar voru hæðarmerkingar á lóðunum nr. 53b og 55 auk þess sem formi og texta tillögunnar var breytt til að gera hana skýrari. Ártúnshöfði, athafnasvæði. Borgarráð Reykjavíkur samþykkti þann 1. júní 1999 deiliskipulag athafnasvæðis á Ártúnsholti. Tillagan var auglýst þann 23. mars og var til kynningar til 24. apríl 1999. Athugasemdafrestur var til 7. maí og bárust 7 athugasemdabréf. Borgarráð Reykjavíkur hefur afgreitt athugasemdirnar og hefur þeim aðilum sem þær gerðu verið sendar umsagnir. Háskóli íslands, austan Suðurgötu. Borgarráð Reykjavíkur samþykkti þann 28. september 1999 deiliskipulagsvæðis Háskóla íslands austan Suðurgötu. Tillagan var auglýst þann 23. mars og var til kynningar til 24. apríl 1999. Athugasemdafrestur var til 7. maí og bárust tvö athugasemdabréf. Borgarráð Reykjavíkur hefur afgreitt athugasemdirnar og hefur þeim aðilum sem þær gerðu verið sendar umsagnir Deiliskipulög þessi hafa verið send Skipulagsstofnun til yfirferðar og hlutu gildi við birtingu í B-deild Stjórnartíðinda. Þeir sem óska nánari upplýsinga um skipulögin og niðurstöður borgarráðs um þær geta snúið sér til Borgarskipulags Reykjavíkur. Fölur og þrútinn Jiang Zemin Kínaforseti bauð í morgun Borís Jeltsín Rússlands- forseta velkom- inn til Kína. Spurði Jiang á rússnesku hvernig Jeltsín hefði það áöur en þeir féllust í faðma, Ræddust forsetamir við í hálfa klukku- stund í morgun fyrir fyrirhugaðan sameiginlegan hádegisverð. Jeltsín virtist folur og þrútinn eftir flugferðina frá Moskvu og hélt sér fast í handrið- ið á stiganum frá flugvélinni. For- setinn virtist einnig þreyttur í gær að lokinni undirritun sam- bandssáttmála Rússlands og Hvíta-Rússlands. Jeltsín skjögraöi í gær og þurfti að endurtaka sig. Heldur titli og þingsæti Ekki er búist við að neyðarfund- ur um leynilega sjóði kristilegra demókrata 1 Þýskalandi hafi áhrif á stöðu Helmuts Kohls, fyrrverandi Þýskalandskanslara, að þvi er þýska fréttastofan DPA greinir frá. Kohl, sem er heiðursfélagi í flokki sínum, heldur titli sínum og þing- sæti, að því er háttsettir starfsmenn flokksins tjáðu fréttastofunni. Framkvæmdastjórn kristilegra demókrata yfirheyrði Kohl í gær í sex klukkustundir vegna leynisjóð- anna sem hann hefur viðurkennt að hafa haft vitneskju um. ígær greindi þýska vikublaðið Die Zeit frá því að fyrrverandi aðal- ritari flokks kristilegra demókrata, Heiner Geissler, hefði þegar i nóv- ember 1998 varað Schauble, leiðtoga flokksins, og Merkel, aðalritarann, Kohl ræddi ekki viö fréttamenn aö við að líklega væm til leynireikn- lokinni maraþonyfirheyrslu í gær. ingar. Símamynd Reuter Dauði milljarða- mærings vekur enn spurningar Þótt bandarískur hjúkrunar- fræðingur milijarðamæringsins Edmonds Safra, sem lést í elds- voða á heimili sínu í Monte Carlo fyrir viku, hafi viðurkennt að hafa kveikt í íbúðinni halda vangaveltur áfram um að rúss- neska mafian hafi á einhvern hátt komið þar nærri. Hugsanleg ástæða rússneskra glæpamanna fyrir því að vilja Safra feigan er samvinna banka hans í New York við yfirvöld sem rannsaka peningaþvætti rúss- neskra glæpamanna í bandarisk- um bönkum og víðar. Það var reyndar banki Safra í New York sem kom bandarísku lögreglunni upphaflega á sporið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.