Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1999, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1999, Blaðsíða 29
FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 1999 41 Myndasögur Fréttir K Læknír, ég er þreyttur og heí ekkí sofið vel / Heyrðu ,að undanförnu. / mig nú, Gissur! Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar: Staða bæjar- sjóðs mjög sterk - 300 milljóna lán til að mæta auknum framkvæmdum DV, Akureyri: Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar hefur verið tekin tU fyrri umræðu. Þar kemur fram að tekjur eru áætl- aðar 4.232 milljónir króna og þar af eru skatttekjur 2.457 mUljónir. Gert er ráð fyrir að verja um 700 mUljónum króna til fjárfestinga á næsta ári og vegna mikiUa fram- kvæmda er gert ráð fyrir að sktUd- ir bæjarins aukist. M.a. er fyrir- huguð lántaka að upphæð 300 mUljónir króna vegna fram- kvæmda. Fjárhagsstaða bæjarsjóðs Akur- eyrar er mjög góð miðað við stöðu annarra sveitarfélaga í landinu. Þess vegna vekur það nokkra at- hygli að farið verður í auknar lán- tökur og Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri var spurður að því hvað lægi þar að baki. „Það er ýmislegt sem ræður þessu. Sjálfstæðisflokkurinn og Akureyrarlistinn, sem mynda meirihluta í bæjarstjóm, gáfu það út fyrir kosningarnar í maí 1998 að þeir myndu verja miklum fjármun- um tU fjárfestinga á vegum bæjar- sjóðs, það er okkar yflrlýsta stefna, ,• gagngert tU þess að koma hlutun- um á hreyfingu. Við lýstum yflr að þær fram- kvæmdir sem yrðu umfram þær tekjur sem við höfum úr að spUa yrðu fjármagnaðar með lántöku, og eða sölu eigna. Ástæðan fyrir þvi að við höfum uppi þetta verk- lag og við munum einnig vinna eft- ir árið 2000 er sú að bæjarsjóður er mjög vel staddur fjárhagslega, skiUdar litið og þolir þetta vel. í bænum eru ótal verkefni sem bíða framkvæmda og hefur dregist að setja í gang og það er það sem við höfum verið að gera og ætlum okk- ur aö gera á næstu misserum," seg- ir Kristján Þór. -gk Rofar og tenglar Dlegrand Mosaic Ef þið eruð orðin þreytt á gömlu Ticino tenglunum, þá bjóðum við einfalda og smekklega lausn fyrb' þig- HUSASMIÐJAN Sími 525 3000 • www.husa.is Blaðbera vantar ■ eftirtalin hverfi: Lindargata Klapparstígur Barðaströnd Fornaströnd Látraströnd Vlkurströnd Vesturströnd Álfhólsvegur Digransheiöi Gnípuheiöi Lyngheiöi H©iöarhja.lli. I Upplýsingar veitir afgreiðsla DV í sima 550 5777 *

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.