Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1999, Page 21

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1999, Page 21
FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 1999 jólaundirbiininguritin í itsct desember. Ný og spennandi samkeppni í DV: Ollum þykja smákökur góðar - einkum á jólunum: En nú geta bakarameistarar heimilanna keppt um hver er smákökubakari ársins 1999. Leikreglur eru einfaldar. Kökum- ar eiga að vera heimabakaðar og eru þátttakendur beðnir um að setja fimm kökur af hverri tegund í poka ásamt miða með nafni og heimilis- fangi. Smákökunum skal skila í af- greiðslu DV eða senda í pósti. Utan- áskriftin er: DV, Besta kakan, Þver- holti 11,105 Reykjavík. Skilafrestur til 17. desember næstkomandi. Úrslitin verða kynnt í DV 22. desember. í dag hleypir DV af stokkunum nýrri og skemmtilegri keppni í smákökubakstri. Margir eru vafa- laust búnir að baka smákökurnar fyrir jóiin en þeir sem eiga það eftir ættu ekki bíða lengur því til mikils er aö vinna í keppninni um Bestu smákökuna. Glæsileg verðlaun eru í boði: vöruúttektir að andvirði 25.000, 15.000 og 10.000 í versluninni Bræð- umir Ormsson við Lágmúla, auk þess sem gullverðlaunahafinn fær veglegan bikar. Smákökukeppni DV: Glæsileg verðlaun eru í boði: vöruúttektir að andvirði 25.000, 15.000 og 10.000 í versluninni Bræðurnir Ormsson við Lágmúla, auk þess sem gullverðlaunahafinn fær veglegan bikar. Hver bakar bestu smákökuna? A Utskáldin eru öll búsett í Grafarvogi: Gyrðir Elíasson, Ragnar Ingi Aöal- steinsson, Kristín Marja Baldursdóttir, Aðalsteinn Ingólfsson, Einar Már Guð- mundsson, Anna Björnsdóttir og Sig- mundur Ernir Rúnarsson. Á myndina vantar Hjört Marteinsson og Ara Trausta Guömundsson. Bókasafni Grafarvogs: Grafarvogs- ^ skáld lesa upp Útskáldin, skáld Grafarvogs, efna til skáldakvölds í kvöld í bókasafni Grafarvogs. Skálda- kvöldið er haldið í samvinnu við fjölskyldu- og þjónustumiðstöð- ina Miðgarð. Flest útskáldanna eru að gefa út bækur nú fyrir jólin og meðal upplesara í kvöld má nefna Ein- ar Má Guðmundsson, Ragnar Inga Aðalsteinsson, Aðalstein Ingólfsson, Gyrði Elíasson, önnu Bjömsdóttur, Sigmund Erni Rúnarsson, Hjört Marteinsson og Ara Trausta Guðmundsson. Útskáldin fengu menningar- verðlaun Miðgarðs og hverfis- nefndar Grafarvogs, Máttar- stólpann, nú í sumar fyrir fram- lag sitt við að efla menningu í hverfinu. Verðlaunin, 300.000 kr. í peningum, verða svo notuð í útgáfu bókar þar sem skáldin fjalla um hugðarefni sín og er hún væntanleg árið 2000. Skáldakvöldið hefst klukkan 20.30. Enginn aðgangseyrir er að kvöldinu og allir velkomnir. 603 Akureyri Sunnuhlíð sími:462 4111 Peysuslá kr. 3.790- Náttföt kr, 1.790- Opið: mán.-fim. 10-18 föstudaga 10-19 laugardaga 10-18 sunnudaga 13-17 <

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.