Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1999, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1999, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 1999 9 Útlönd Hlerunarbúnaður í bíl Gerrys Adams Gerry Adams, leiðtogi Sinn Fein, pólítísks vængs írska lýðveldishers- ins á N-írlandi, réðst í gær harka- lega að breskum og irskum yfirvöld- um og sökuðu þau um hlerun. Sam- kvæmt frásögn Adams hafði hlerun- arbúnaði verið komið fyrir í bíl þeim sem Sinn Fein notaði i síðustu lotu friðarviðræðnanna. Kvaðst Ad- ams sjálfur hafa notað bilinn auk aðalsamningamanns Sinn Fein, Martins McGuinness, sem nú er menntamálaráðherra N-írlands. Báðir höfðu þeir notað bílinn á leið með tillögur til leiðtoga írska lýð- veldishersins, IRA. Á fundi með fréttamönnum í Belfast sýndi Adams hlerunarbún- aðinn og krafðist þess að Tony Bla- ir, forsætisráðherra Bretlands, léti fara fram rannsókn á málinu. Á skrifstofu Tonys Blairs vildu menn ekki tjá sig beint um málið þar sem það snerti starfsemi leyni- þjónustunnar. En talsmaður Blairs sagði við fréttamenn að það væri rétt að lögregla, öryggislögreglan og leyniþjónustan gripu til aðgerða í forvarnaskyni til að vernda almenn- ing gegn hryðjuverkum. írska utanríkisráðuneytið í Dublin lýsti yflr áhyggjum vegna málsins og kvaðst bíða eftir ná- kvæmri skýrslu frá Bretlandi. í gær tilkynntu Frelsissveitir Ul- sters, ein helstu skæruliðasamtök mótmælenda á N-Irlandi, að þau væru reiðubúin til viðræðna um af- vopnun. Ætla frelsissveitirnir að út- nefna samningamenn sem funda eiga með afvopnunarnefndinni. Aðrar skæruliðasveitir, þar á meðal IRA, hafa þegar samþykkt viðræður um afvopnun. Afvopnunarnefndin undirbýr nú skýrslu um stöðu mála að loknum viðræðum við IRA og ein af skæru- liðasamtökum mótmælenda. 77/ sölu einn sá glæsilegasti. t Tfepfta Wmd\ H ekinn 95.000 km, 24 ventla, dísil, upphækkaðun 38" dekk, 14" léttmálmsfelgur, allt rafdr., læst drif framan oa aftan, 4,88 drif. 180W kastarar, loftdæla, litaSar rúður o.fl. Skipti á ódýrari selianlegum bíl koma til greina. ............... ____ 1 a a Uppl. í síma 892 3742. Madeleine Albright, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, var í Mið-Aust- urlöndum og tókst að fá ísraela og Sýrlendinga til að ræða saman um deiiumál þjóðanna. Barak bjartsýnn á friðarsamning Ehud Barak, forsætisráðherra ísraels, segir litlar líkur á að frið- arsamningar milli ísraela og Sýr- lendinga, sem hefjast í næstu viku eftir fjögurra ára hlé, fari út um þúfur. Hann spáir því þó að samningamir verði ekki alltaf auðveldir. Bill Clinton Bandaríkjaforseti tilkynnti í gærkvöld að ísraelar og Sýrlendingar hefðu fallist á að reyna að leysa 32 ára harðar deil- ur ríkjanna um Golanhæðir. „Þetta eru mikilvæg timamót í friðarferlinu fyrir botni Miðjarð- arhafs og þau gætu mótað ásjónu þessa heimshluta fyrir komandi kynslóðir," sagði Clinton á fundi með fréttamönnum. Samkomulagið gerir ráð fyrir að Barak og Farouq al-Shara, ut- anríkisráðherra Sýrlands, hittist í Washington en ræði síðan sam- an á heimavelli á fundarstað sem ekki hefur verið ákveðinn. Gefum okkur öllum betri framtíð fyilr þltt hlutsMpti RðHAMCE sófí, með mynsturofnu áklæði f beinhvitu. IJl sæta sófi. L230sm kr. Si.ðlð,-. lja sæta sófi LI93 sm kr. 4ð.Mð,-- Stóll Ll 18 sm kr. 43.816,-. MEML sófaborð úr fornfáðum býflugnavaxbornum seeshamviði. B80 sm x LI35 sm kr. 18.116,-. FEUX sófi klæddur mikróvelúráklæði.Sessur bólstraðar með kaldsteyptum svampi. 3ja sæta sófi L214 sm. kr. 68.830,-.2ogl/2 sætis sófi L182 sm. kr. 62.370,-. STAR sófaborð, krómað/kirsuberjalitað. B80 x LI40 sm.kr. 29.980,-. FLORIDA sófi klæddur mlkróvelúráklæði.2ogl/2 sætis sófi L204 sm. kr. 64.740,-. 2ja sæta sófi L164 sm. kr. 56.230,-. ELIOS sófaborð, stál/gler, B80xLI40sm. kr. 34.280,-. AVENUE sófi klæddur chenille áklæði. Sessur bólstraðar með kaldsteyptum svampi og bakpúðar með polydún. 3ja sæta sófi L210 sm. kr. 84.890,-. 2ja sæta sófi L185 sm. kr. 76.710,-. DIVINO sófaborð, spónlagt I vengilit með krómuðum fótum B90 x LI40 sm. kr. 16.540,- GRANADA sófi, klæddur chenille áklæði. Sessur bólstraðar með kaldsteyptum svampi. Margir litir. 3ja sæta sófi, L220 sm kr. 73.240,-. 2ja sæta sófi Ll 60 sm kr. 57.490,-. Stóll L96 sm kr. 39.980,-. MALAGA 3ja sæta sófi klæddur chenille velúráklæði, LI96 sm, kr. 49.890,- RaAgrciðslur allt að 36 min. Bildshöfði 20 112 Reykjavík Sími 510 8000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.