Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1999, Blaðsíða 12
12
FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 1999
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON
Aðstoöarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 11,105 RVlK,
SlMI: 550 5000
FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999
GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíöa: http://www.skyrr.is/dv/
VTsir, netútgáfa Frjálsrar plmiölunar: http://www.visir.is
Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is
AKUREYRI: Strandgata 25, simi: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605
Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF.
Áskriftarverð á mánuði 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverð 180 kr. m. vsk., Helgarblað 250 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fýrir myndbirtingar af þeim.
Ný tilraun til sjónhverfinga
Bændasamtökin hafa sóaö kvartmilljarði af skattfé og
sjóðapeningum á fimm árum til að komast hjá alþjóðleg-
um stöðlum um lífræna ræktun. Átaki þessu lýkur um
áramótin án nokkurs árangurs annars en að níða skóinn
niður af bændum í vottfestri lífrænni ræktun.
Hugmyndafræðin var að fá ailt fyrir ekkert. Erlendis
selst lífræn búvara á verði, sem er tugum prósenta
hærra en sambærileg búvara, og söluaukningin nemur
tugum prósenta á hverju ári. Bændasamtökin vildu kom-
ast án fyrirhafhar í þessa góðu framtíðarstöðu.
Þau lentu hins vegar í gíslingu hugmyndaffæðings,
sem bjó til hugtak vistvænnar ffamleiðslu, er ekki hefur
alþjóðlega staðla að baki sér og selst þar af leiðandi ekki
á sambærilegu verði. Hugmyndaffæðingurinn sóaði
kvartmilljarðinum í vonlausa markaðssetningu.
Ætlunin var, að íslenzk landbúnaðarffamleiðsla fengi
almennt vottun á vegum Bændasamtakanna fyrir að
vera vistvæn og bændur spöruðu sér fyrirhöfnina við að
breyta vinnubrögðum sínum til að ná vottun fyrir líf-
ræna ffamleiðslu samkvæmt alþjóðlegum stöðlum.
Hugmyndafræðingurinn beitti yfirþyrmandi krafti
Bændasamtakanna til að reyna að fæla bændur frá því
að afla sér vottunar fyrir lífræna ff amleiðslu og draga þá
í staðinn inn í skýjaborgir um að fá vottun fyrir vist-
væna ffamleiðslu út á óbreytta ffamleiðsluhætti.
Þetta tókst ekki, en tafði fyrir breytingu íslenzkra bú-
skaparhátta í líffænt horf. Á fimm árum hefur lítil sem
engin þróun orðið á þessu sviði hér á landi, þótt lífræn
ræktun og sala lífrænna afurða hafi margfaldazt í ná-
grannalöndum okkar beggja vegna Atlantshafsins.
Bændasamtökin eru enn í gíslingu hugmyndafræð-
ingsins og eru að leita leiða til að afla nýs kvartmilljarðs
í tilraunir til að fá eitthvað fýrir ekkert. í stað vistvænn-
ar framleiðslu er nú farið að tala um líffæna framleiðslu
með séríslenzku sniði, utan erlendra staðla.
Ætlunin er að skilgreina íslenzkan landbúnað eins og
hann er sem líffænan og setja um það séríslenzka staðla,
svo að bændur þurfi lítið að leggja á sig í kostnaði og
vinnu við að verða lífrænir. Þetta er ný sjónhverfing,
sem verður ekki miklu farsælli en hin fyrri.
Séríslenzkir staðlar Bændasamtakanna öðlast ekki
gildi í útlöndum. Þvert á móti munu menn sjá í þeim
glæpsamlega tilraun til að komast hjá alþjóðlegum stöðl-
um. Því verða íslenzku vörumar bannaðar, ef þær sjást,
með vondum áhrifum á ímynd íslenzkra afurða.
í krafti stöðu sinnar geta Bændasamtökin þvingað
slíkum stöðlum upp á innlenda markaðinn, en hann mun
ekki svara með því að borga meira fyrir vöruna. Þeir,
sem nú kaupa líffænt vottaða framleiðslu, munu ekki
kaupa vöru, sem vottuð er með sjónhverfingum.
Sem oftar áður í landbúnaði gleyma menn að gera ráð
fýrir neytendum. Menn spyrja ekki, hvað markaðurinn
biðji um, heldur hvemig hægt sé að afsetja þá vöru, sem
til er. Nýja átakið er fyrirffam dæmt til að mistakast,
enda ætlað að verja atvinnu hugmyndafræðingsins.
Sorglegast við þetta er, að Bændasamtökin hefðu getað
tekið lífræna ræktun upp á sína arma fyrir fimm árum
og notað kvartmilljónina til að auka hana, í stað þess að
níða hana niður vegna þess eins, að hún var þrándur í
götu sjónhverfmga hugmyndaffæðingsins.
Áður en samtökin brenna öðrum kvartmilljarði ættu
þau að losa sig úr gíslingunni og hefla aðstoð við lífræna
ræktun eins og hún er skilgreind um heim allan.
Jónas Kristjánsson
Jólahlaöboröin á jólaföstunni - hreint öfugmæli, segir greinarhöfundurinn.
Inntak
aðventunnar
Kjallarinn
Hjalti Hugason
prófessor
hinni fjærstu framtíð
og spyrja hvernig það
stæði að vígi á hinum
efsta degi sem oft tald-
ist á næsta leiti.
Oröið jólafasta -
öfugmæli
Aðventusiðir nútím-
ans eru í órafjarlægð
frá því sem áður var. í
stað fóstu hafa vikurn-
ar fyrir jól umhverfst í
tíma þegar forskot er
tekið á sæluna. Orðið
jólafasta hefur því orð-
ið að nokkurs konar
öfugmæli eins og fram
kom þegar veitingahús
nokkurt hvatti Reyk-
„Fyrir mörgum kann fortíðin að
hafa misst merkingu sína og
notagildi. Framtíðin er hins veg-
ar óráðin og hennar verður því
ekki neytt. Án fortíðar og fram-
tíðar, sjálfsmats og eftirvænting-
ar, verður hins vegar engin að-
venta heldur aðeins ein flöt og
endalaus samtíð, án upphafs og
endis, endurminningar og fyrir-
heita, trega og vonar. “
Öll tímabil eiga
sér sinn andblæ, eig-
in tákn og merkingu,
og þeim tilheyra sér-
stakir siðir og venj-
ur. Þetta gildir bæði
um afmörkuð skeið
mannsævinnar, árs-
ins og kirkjuársins.
Þrátt fyrir mikinn
stöðugleika og festu
ef ekki íhaldssemi á
þessu sviði eru slík
tákn og venjur bund-
in stað og stund,
þjóðfélagsaðstæðum
og menningu. Af
þeim sökum taka
þau margháttuðum
breytingum þótt
hægt fari. Fá tíma-
skeið hafa ugglaust
breyst meira í hug-
um okkar í seinni tíð
en aðventan.
Fyrrum nefndist
aðventan jólafasta á
islensku og var það
réttnefni. Á föstum
átti mannlífið að
fara fram á lág-
markshraða og fel-
ast í lágmarksat-
höfnum og lág-
marksnautnum. At-
hyglin átti að bein-
ast inn á við fremur
en að amstri hvers-
dagsins. í stað þess
að lifa aðeins í nútímanum áttu
menn að beina sjónum bæði aftur
og fram í tímann. Fólk átti að
gaumgæfa vegferð sína allt til líð-
andi stundar og hugleiða hvemig
það hafði lifað fram til þessa. Það
átti einnig að leiða hugann að
víkinga fyrir fáeinum árum til að
halda föstuna með því að ganga að
hrokuðu jólaborði sem stæði til
boða frá því í endaðan nóvember!
Ef til vill rúmar neyslusamfélag
á borð við hið íslenska líka aðeins
eina af þremur víddum tímans,
það er nútíðina sem hægt er að
nota. Fyrir mörgum kann fortíðin
að hafa misst merkingu sína og
notagildi. Framtíðin er hins vegar
óráðin og hennar verður þvi ekki
neytt. Án fortíðar og framtíðar,
sjálfsmats og eftirvæntingar, verð-
ur hins vegar engin aðventa held-
ur aðeins ein flöt og endalaus sam-
tíð, án upphafs og endis, endur-
minningar og fyrirheita, trega og
vonar. Neyslusamfélag þarfhast i
raun einskis af þessu. Það krefst
aðeins ánægju og værðar í þeirri
andrá sem varir hverju sinni.
Veruleikafirrt giansmynd
Þó erum við ef til vill ekki svo
illa á vegi stödd. Það ræðst af því
hvernig við lesum í háttarlag okk-
ar á aðventunni. Aldrei er önnur
eins aðsókn að tónleikum, bók-
menntadagskrám og kirkjuleg-
um athöfnum af ýmsu tagi. Ef til
vill er það þar sem við leitum
þeirrar kyrrðar hugans sem
áður átti að ríkja á jólafóstunni.
Það fer allt eftir því hvort við
komum til að njóta eða neyta,
hvort við áræðum að gefa okkur
á vald því framandi og háleita
sem við mætum i listinni og
trúnni eða hvort við smjöttum
einvörðungu á því líkt og hverj-
um öðrum krásum. Til listanna
og trúarinnar getum við sótt
þrótt til að rækja þá köllun að
láta gott af okkur leiða en við
getum líka umbreytt hvoru
tveggja í veruleikafirrta glans-
mynd. Flest dreymir okkur eflaust
um hiö fyrrnefnda en gerum hið
síðartalda líkt og postulinn sem
ekki megnaði að gera hið góða
sem hann þó vildi.
Hjalti Hugason
Skoðanir annarra
Kjarklausir þingmenn
Vesturlands
„Ef eitthvað er þá er það augljósari kostur að
selja Sementsverksmiðjuna og það eina sem kemur
í veg fyrir það er pólitískt kjarkleysi þingmanna
Vesturlands. Um leið hljóta menn að spyrja sig
hvort einkavæðing fyrirtækja á landsbyggðinni sé
að verða ómöguleg. Ef svo er þá er ljóst að bilið á
milli landsbyggðar og höfuðborgarsvæðis mun
aukast enn frekar. Það þarf ekki einu sinni þykka
skýrslu frá Byggðastofnun til að benda á það.“
Sigurður Már Jórtsson vill selja Sementsverksmiðj-
una strax. Grein í Viðskiptablaðinu.
Helmingurinn uppeldis-
menntaöur
„Leikskólar Kópavogs eiga því láni að fagna að
hafa á að skipa mjög hæfu starfsfólki. Um helming-
ur starfsmanna er uppeldismenntaður og hefur það
hlutfall aldrei verið hærra en nú. Það er nauðsyn-
legt að leikskólarnir hafi á að skipa sérmenntuðu
starfsfólki til að geta sinnt því mikilvæga hlutverki
sem þeim er ætlað. Ekki má heldur líta fram hjá
því að auk uppeldismenntaðs starfsfólks hefur ráð-
ist til starfa á leikskólum bæjarins mjög hæft
starfsfólk sem hefur lagt sitt af mörkum til þess að
gera leikskóla Kópavogs að þeim góðu skólum sem
þeir eru.“
Sigurrós Þorgrímsdóttir, bæjarfulltrúi í Kópavogi, í
Mbl.-í gær.
Orkusala til stóriðju -
arðlaus iðja
„Um árabil hefur grunnupplýsingum um arðleysi
orkusölu til stóriðju verið haldið frá fulltrúum al-
mennings og almenningi sjálfum. Þessar upplýsing-
ar liggja nú fyrir. Ég skora á þingmenn Sjálfstæðis-
flokksins að hugsa vel sinn gang áður en þeir sam-
þykkja þingsályktunartillöguna um Fljótsdalsvirkj-
un og hvet þá til að láta heiðarleika gagnvart kjós-
endum, hagsmuni skattgreiðenda og trúnað við
sjálfstæðisstefnuna ráða atkvæði sínu,“
Þorsteinn Siglaugsson, hagfræðingur og fram-
kvæmdastjóri L*Oreal í Stokkhólmi, fyrrum stjórn-
armaður í SUS og ritstjóri Stefnis, í Mbl. í gær.