Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1999, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1999, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 1999 13 750 íbúðir vegna fólksflutnings Byggðaröskun veld- ur ómældu álagi á byggingariðnaðinn á höfuðborgarsvæðinu. Á síðasta áratug hefði þurft að reisa 450 íbúð- ir árlega vegna fólks- flutninga. Því marki var ekki náð og upp- safnaður vandi er minnst 1.850 íbúðir. Heildarþörf fyrir ný- byggingar var 1.400 íbúðir á ári þegar að- eins 1.215 voru byggð- ar. Enn vex fólks- straumurinn og þörfin fer á næstu árum lík- lega upp í 1.650 íbúðir, þar af 750 vegna að- fluttra. I Reykjavík einni ætti að byggja minnst 1.000 íbúðir á ári. Síðasta áratug voru aðeins reistar 577. Þörf fyrir nýbyggingar Lauslega áætlað hefur árleg þörf fyrir nýbyggingar á höfuðborgar- svæðinu verið um 1.400 íbúðir það sem af er þessum áratug. Annars vegar eru íbúðir sem reisa þarf til að mæta þörfum þeirra sem búa fyrir á svæðinu. Að auki þarf að mæta húsnæðisþörf þeirra sem þangað flytjast. Ætla má að byggja þyrfti nálægt 950 íbúðir á ári væru eng- ir fólksflutningar. Vegna þeirra sem flytja af lands- byggðinni þarf síðan að reisa 450 íbúðir til viðbót- ar. Byggingariðnaðurinn hefur ekki getað mætt allri þessari þörf. Á síð- asta áratug voru aðeins 1.215 nýjar íbúðir byggðar til jafnaðar árlega. 185 íbúðir vantaði þess vegna upp á að þörfínni væri mætt. Á tímabilinu hefur stórlega aukist skortur á íbúðum. Ætla má að frá 1990 sé uppsafn- aður vandi nálægt 1.850 íbúðir. Flutn- ingur til höfuðborg- arsvæðisins vex enn. Á næstu árum telja menn að yfir 2.000 manns muni á hverju ári flytja til höfuðborgarsvæðis- ins af landsbyggð- inni umfram þá sem flytja út á land. Þörf fyrir nýbyggingar mun því enn aukast. Hún er nú líklega orðin 1.650 íbúðir á ári. Það er þriðjungi meira en byggt hef- ur verið siðustu ár. Hlutdeild Reykjavíkur Reykjavík er 65% höfuðborgar- svæðisins. Mikið skortir á að hlut- deild borgarinnar í nýbyggingum sé í samræmi við það. Síðasta ára- tug hafa til jafnaðar verið byggðar 577 íbúðir á ári í höfuðborginni sem er aðeins 48% nýbygginga á öllu höfuðborgarsvæðinu. Lág- marksþörf Reykjavíkur fyrir ný- byggingar væri 600 íbúðir á ári ef enginn tilflutningur á fólki kæmi til. Það mundi mæta nýbyggingar- þörf vegna fólksfjölgunar, minnk- andi fjölskyldustærðar og endur- nýjunar gamalla húsa. Byggingar- framkvæmdir í borginni ná því ekki að mæta þessari lágmarks- þörf. Frá 1990 hafa með öðrum orð- um ekki verið byggðar neinar íbúðir til að mæta fólksflutningum til borgarinnar. Til að standa und- ir 65% af heildarþörf höfuðborgar- svæðisins fyrir nýtt húsnæði hefði árlega þurft að reisa liðlega 900 íbúðir í Reykjavík. Miðað við þá auknu fólksflutninga sem horfur eru á að verði á næstu árum þyrfti að byggja yfir 1.000 nýjar íbúðir á ári í Reykjavík. Það væri 80% aukning á nýbyggingum. Lóðaframboö og húsnæðislánakerfi Fjöldi nýbygginga ræðst al- mennt af eftir- spum á fast- eignamarkaði og getu byggingar- iðnaðarins til að mæta henni. Þetta tvennt hef- ur ekki haldist í hendur á höfuð- borgarsvæðinu á liðnum áratug. Eftirspurn á fast- eignamarkaði er sveiflukennd. Framan af þeim áratug sem er að ljúka var efnahagslægð. Margt fólk varð að fresta húsnæðiskaup- um þó bæði þörf og kaupgeta væru fyrir hendi. Húsnæðislánakerfið bauð of lág lán og studdist við óskynsamlegt greiðslu- mat. Kerfið safnaði upp vanda og skapaði svo mikla eftirspurn þegar efnahagur batnaði að byggingariðnaðurinn hef- ur ekki getað mætt henni. Ein mikilvægasta ástæðan er skortur á byggingar- landi, sérstaklega í höfuð- borginni. Til þess að mæta þeirri þörf sem fyrirsjáan- leg er næstu ár verður Reykjavík að bjóða árlega lóðir fyrir 1.000 íbúðir ef hún hyggst halda hlut sín- um. Vandséð er hvar taka á þetta land því mikil og vaxandi landþrengsli eru í höfuðborginni. Stefán Ingólfsson • H ' € 1 r ; Miöaö viö þá auknu fólksflutninga sem horfur eru á aö veröi á næstu árum þyrfti aö byggja yfir 1.000 nýjar íbúðir á ári í Reykjavík. Kjallarinn Stefán Ingólfsson verkfræöingur „Kerfíð safnaði upp vanda og skapaði svo mikla eftirspurn þegar efnahagur batnaði að byggingar■ iðnaðurínn hefur ekki getað mætt henni. Ein mikilvægasta ástæðan er skortur á byggingaríandi, sér■ staklega í höfuðborginni. “ Stærsta ölmusa íslandssögunnar Það eru sjóndaprir menn sem skynja ekki að stóriðjustefna rik- isstjómarinnar er komin í öng- stræti. Núverandi einstefna, þar sem hvorki er horft til hægri eða vinstri, leiðir fyrr en seinna í árekstur, sem þjóðin yrði lengi að jafna sig á. Hugmyndin um risaál- verksmiðju á Austurlandi var frá upphafi ótrúverðug. Að mínu mati er rangt að verja meiri raforku en orðið er í áliðnað eða viðlíka stór- iðju hérlendis. Orkulindimar eru takmarkaðar og okkur veitir ekki af því, sem sátt getur orðið um að virkja í framtíðinni, til almennra þarfa og til framleiðslu á vistvænu eldsneyti. Þá er það fásinna að ætla sér að setja stórfyrirtæki eins og hér um ræðir niður í fámennar byggðir austanlands. Hvorki sam- félagið eystra né umrætt fyrirtæki hefðu gott af slíkri ráðstöfun. En þrátt fyrir þessi meginviðhorf ber að sjálfsögðu að athuga aðrar hug- myndir til málamiðlunar og leita nýrra leiða til að styðja við byggð- irnar. I sæmilegu samfélagi eiga að fihnast ráð til að leiðrétta rang- hugmyndir og komast út úr blind- götum. Lögin um mat á umhverfis- áhrifum voru meðal annars til þessa ætluð. Að vísu átti að vera búið að endurskoða þau í ljósi reynslu og breyttra við- horfa, en allt um það eru lög þessi tæki til að kalla fram rök- stuðning fyrir framkvæmdaá- formum og veita almenn- ingi hlutdeild í ákvarðanatökunni. Þessari leið hafa ráðherrar illu heilli hafnað. Nú er það almennings að leggja sitt lóð á vogarskálina meðal ann- ars með því að skrifa undir áskor- un Umhverfisvina um lögformlegt mat á Fljótsdalsvirkjun. Austfirðingar ekki á einu máli Það er misskilningur að þorri Austfirðinga sé á einu máli í stuðningi við stóriðjustefnuna, hvað þá að hugmynd- in um risaverksmiðju sé frá þeim komin. Fjöldi Austfirðinga hefur miklar efa- semdir um málið í heild og einstaka þætti þess, bæði verksmiðjuna og þær mörgu stórvirkjanir sem hún kallar á. í þeim efnum er hvorki meira né minna undir en öll fallvötnin við norð- anverðan Vatnajökul, frá Hraunum vestur í Dettifoss. Þeir sem ef- ast um að það sé rétt ættu sjálfir að lesa greinargerðir iðnað- arráðherrans. Nú er reynt að koma 480 þúsund tonna álverksmiðju í gegnum umhverfis- mat en á sama tíma er mest allri raforkuöfluninni haldið utan við slíkt ferli. Þetta eru vinnubrögð sem hvergi þættu boðleg annars staðar á Vesturlöndum. Það væri óbætanlegt tjón fyrir Austurland ef þessi áform næðu fram að ganga. Fjórðungurinn þarf á öllu öðru frekar að halda en stóriðju af þeim toga sem nú er áformuð. Það er blekking og skammgóður vermir að tala um 1. áfanga verksmiðju þegar stjóm- völd og Landsvirkjun ætla að skuldbinda sig fyrirfram til að af- henda fjórfalt meiri raforku á næstu 10-15 árum ef fjárfestamir svo kjósa. Hver talaði um ölmusu? í sjónvarpsþætti á dögunum talaði stór- iðjusinni að austan með vandlætingu um þá hugmynd listakon- unnar Bjarkar að styðja með fjárfram- lögum við nýsköpun á Austurlandi. Sagði hann Austfirðinga ekki þurfa á ölmus- um að halda. Það er nokkuð digurbarka- lega mælt af tals- manni þeirra sem vit- andi eða óvitandi eru að kalla eft- ir stærstu ölmusu íslandssögunn- ar og það án þess að almenningur fái að nýta sér rétt til athuga- semda lögum samkvæmt. Það horfir því miður ekki frið- vænlega á komandi aldamótaári. Flest stefnir nú í svo harkalegan árekstur að jafna mætti til þjóðarógæfu. Helsta úrræðið til að bægja henni frá er öflugur stuðn- ingur almennings við kröfuna um að nútímalegar leikreglur séu virt- ar og náttúra landsins sé metin að verðleikum sem og fleiri þættir áður en jarðýturnar eru ræstar. Hjörleifur Guttormsson „Fjöldi Austfírðinga hefur miklar efasemdir um málið í heild og ein■ staka þætti þess, bæði verksmiðj- una og þær mörgu stórvirkjanir sem hún kallar á. í þeim efnum er hvorki meira né minna undir en öll fallvötnin við norðanverðan Vatnajökul, frá Hraunum vestur í Dettifoss.u Kjallarinn Hjörleifur Guttormsson fyrrverandi alþingismaöur Með og á móti Ókeypis netáskrift íslands- síma og íslandsbanka Fyrírtækin íslandsbanki og íslandssimi kynntu fyrir skömmu nýtt samstarfs- verkefnl fyrirtækjanno, isl.ls, þar sem almenningur getur orölö sér úti um ókeypis áskrift að Netinu. Talsmönnum þelrra netþjónustufyrirtækja sem Iring- aö til hafa veitt slíka þjónustu er ekki skemmt og hafa þeir sagst ætia aö leita til Samkeppnlsstofnunar með þetta mál. Allra hagur „Intemetaðgangur hefur verið almenningi dýr þar sem bæði er greitt fyrir símtal og netsam- band. Með út- spili okkar er þessu breytt þannig að not- andinn greiðir eingöngu hefð- bundið sím- gjald. Það er kappsmál okk- ar að sem flest- ir íslendingar tengist Netinu og er þetta lið- ur í því. Við- tökur hafa verið frábærar og um- sóknir þegar komnar yfir 10.0000. Neytendur eru greinilega fegnir því að vera ekki tvírukkaðir. Ég á von á aö intemetþjónustuaðil- ar muni halda sínum hlut með bættri þjónustu sem kemur öll- um til góða. Þetta er þvi eölilegt framfaraspor sem unnt er að stíga í samkeppnisumhverfi.“ Eyþór Arnalds, framkvæmdastjóri Íslandssíma. Guömundur Kr. Unnstelnsson, for- maður Félags end- ursala á internet- þjónustu. Óeðlilegt „Ég tel mjög óeðlilegt að síma- fyrirtækin í landinu, sem jafn- framt eru okkar helstu byrgjar, bjóði internet- netþjónustu frítt. Ef síma- félög telja sig geta það bend- ir það til þess að þau ættu að geta gefið okk- ur ótakmark- aðan aðgang að netgáttum sínum og fellt niður stofn- og mánaðargjöld af þeim línum sem við þurfum. Mér virðist Íslandssími, sem fær samtengigjöld greidd frá Lands- sima íslands, ætla að nota tekjur af þeim samningi til þess að fjár- magna niðurgreiðslur netþjón- ustu. Landssíminn hefur sagt að verðlag mínútugjalda í almenna símkerfinu byggist á því að fyrir- tækiö þurfi að halda úti dýru grunnneti, ljósleiðurum og fjar- skiptakerfi á landsvísu. Islands- sími þarf hins vegar ekki að byggja upp slíkt kerfi á landsvísu og mun liklega fá aðgang að grunnneti Landsímans með nýju lagafrumvarpi. Það virðist því vera svo að Íslandssími noti fjár- magn sem ætti að fara til upp- byggingar á fjarskiptakerfi til að niðurgreiða netþjónustu til að ná til viðskiptamanna, sem þeir hafa ekki í dag og auðvitað má segja að símfélag hafi ekki þörf fyrir grunnnet nema það hafi viðskiptavini. Svo er bara að sjá hvort simfélögum verður heimil- að að raska rekstargrundvölli intemetþjónusta eins og fyrir- hugað er.“ -KJA Kjallarahöfundar Athygli kjallarahöfunda er vakin á því að ekki er tekið við greinum í blaðiö nema þær ber- ist í stafrænu formi, þ.e. á tölvu- diski eða á Netinu. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni á stafrænu formi og í gagnabönk- um. Netfang ritstjórnar er: dvritst@ff.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.