Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1999, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1999, Blaðsíða 23
FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 1999 35 r x>v_____________________________________________Sviðsljós Fyrrum eiginkona í hefndarhug skrifar bók: Kynsvall og eitur- át Noltes afhjúpað Svakatöffarinn Nick Nolte á ekki von á góðu þegar bók fyrrum eigin- konu hans kemur fyrir sjónir al- mennings. Þar er vandlega farið í saumana á kynsvalli leikarans, fikniefnaneyslu og svikum. Og öðrum ólifnaði, að mati frúarinnar. Nolte og bókarhöfundurinn, dans- arinn Sharyn Haddad, voru hjón á árunum 1978 til 1984. Sharyn heldur því fram í bók sinni að hún hafi fyrst frétt af vænt- anlegum skilnaði sínum og hasar- karlsins Nicks, sem hefur sosum leikið rómantísk hlutverk með góð- um árangri líka, í sjónvarpi. Sænska Aftonbladet segir að Sharyn skrifi einnig um magn- þrungna og tryllta tíma í lífl þeirra hjóna. „Við áttum afskaplega erfitt með að hafa einhverja stjóm eða hemil á okkur. Þetta var erfið ást en ástríð- Brúðkaup á Bráðavaktinni Hollywoodsjarmörinn George Clooney er nú að velta því fyrir sér að koma aftur á Bráðavakt- ina í gervi barnalæknisins Dougs Ross. Samþykki Clooney að taka að sér hlutverkið yrði það bara um skamma hríð og þá til að giftast hjúkrunarkonunni Carol Hathaway sem Julianna Margulies leikur. Julianna er einnig að hugsa um að hætta í myndaflokknum. Helst vill hún hafa gengið upp að altarinu með barnalækninum fyrst og fætt honum tvíbura. Treystir ekki Nicholson Mamma Löru Flynn Boyles reynir allt sem hún getur til að eyðileggja samband dóttur sinnar og kvikmyndaleikarans Jacks Nicholsons. Mamman, Sara, er nefnilega viss um að einn góðan veðurdag muni leikarinn yfirgefa dóttur hennar eins og allar aðrar konur sem hann hefur verið í tygjum við. Lara er bara 29 ára en Jack 62. Nick Nolte var ekki við eina fjölina felldur í kvennamálum, segir frúin. urnar voru líka dás£imlegar,“ segir Sharyn í bókinni. Eitt lögðu þau hjónakomin í vana sinn, nefnilega að fá sér herbergi á ódýrum subbuhótelum og horfa þar aftur og aftur á klámmyndir. „Nick vildi alltaf líkja eftir mynd- unum og hann leyfði mér ekki að fara fyrr en allt small saman,“ segir Sharyn. Já, ævisaga dansmeyjarinnar er uppfull af alls kyns skemmtilegum sögum, fyrir lesandann að minnsta kosti, sögum um fíkniefnaneyslu og ásókn í töfralækna. Ekki má gleyma frásögn af ástarævintýri Nicks og Bar- bru Streisand meðan á upptökum á kvikmyndinni Prince of Tides stóð. „Þetta er athyglisverð bók þar sem skýrt er frá mörgu um kvik- myndabransann," segir James Schi- avone, umboðsmaður Sharyn, í viðtali við Aftonbladet. Við bíðum spennt eftir framhaldinu. Stórleikarinn Tom Hanks og leikstjórinn Frank Darabont eru greinilega ánægöir hvor með annan, ef marka má hegðun þeirra við frumsýningu myndarinnar Grænu mílunnar. Þar leikur Hanks aðalhlutverkið. Myndin seg- ir frá fangavörðum við dauðadeild fangelsis nokkurs síðustu stundirnar fyr- ir aftöku manns sem var ranglega sakfelldur. Hurley fleygir brjóstahaldinu Ofurfyrirsætan og leikkonan Elizabeth Hurley verður á síðum janúartölublaðs bandaríska Elle. Og hún sýnir næstum því allt. Hin stóru tískublöðin eru sögð svolítið öfundsjúk út í Elle sem tókst að fá hina fögru fyrirsætu til að skreyta fyrsta blaðið á nýju árþúsundi. Enn hefur engum tekist að komast að því hvað ofurfyrirsætan fær fyrir að láta birta myndir af sér á mörgum síðum. En víst er talið að bæði Elle og lesendur fái eitthvað fyrir sinn snúð. Liz Hurley hefur ekki alltaf verið ýkja hrifln þegar papparazzar hafa myndað hana berbrjósta í sólbaði. En nú fleygir hún sem sagt brjóstahaldinu af fúsum og frjálsum vilja fyrir ljósmyndarana. Það er samt ekki nema á einni mynd. Viðtal við Liz fylgir myndunum og i því segir hún að hún hafi öfundað vinkonur sínar á unglingsárunum vegna fagurs vaxtarlags þeirra. Sjálf þroskaðist hún ekki jafh fljótt og vinkonumar. i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.