Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1999, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1999, Blaðsíða 20
'* 32 jólaundirbúningtiritin í DV desember. FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 1999 Guöbergur Bergsson: Les úr bók sinni Sannar sögur sem er endurútgefin fyrir þessi jól. Kaffileikhúsið: Axel Eiríksson og Stefán Sigurjónsson: Slæöubaugurinn situr vel og rennur ekki niöur. Slæöubaugurinn er úr nýsilfri: Spenna aftan á baugnum gerir þaö að verkum aö hann helst fastur og haggast ekki. Axel Eiríksson með nýjan slæðubaug: Horfði á karlakór og hugmyndin fæddist „Mér fannst einfaldlega vanta betri slæöubaug við íslenska há- tíðarbúninginn og þess vegna sló ég til. Ég hafði heyrt að menn væru í stöðugum vandræðum með hálsklútinn og slæðubaugamir á markaðnum ekki nógu góður. Maður þarf svosem ekki annað en fylgjast með karlakórum sem klæðast hátíðarbúningi karla til að sjá hvemig slæðubaugamir eru alltaf að renna niður. Menn þurfa sífellt að renna þeim upp og það er auðvitað frekar hvimleitt," segir Axel Eiríks- son úrsmiður sem dundar sér Jólaglögg og upplestur Rytur gömul og ný lög af nýjum geisladiski í kvöld. Kaflileikhúsið stendur fyrir bókakynningu í kvöld og hefst dagskráin klukkan 21. Boðið verður upp á jólaglögg og pipar- kökur auk þess sem hinn eini sanni KK mun flytja gömul og ný lög af nýjum geisladiski. Kynntar verða fjórar nýjar bækur og höf- undar þeirra lesa upp úr þeim. Stefán Máni les úr bók sinni, Myrkravél, þar sem segir frá ill- menni sem situr í fangaklefa eft- ir að hafa framið hrottaleg ódæð- isverk. Guðbergur Bergsson les úr bókinni Sannar sögur, sem var upphaflega gefin út á ámn- um 1973-1976 en kemur nú aftur út í endurskoðaðri gerð höfund- ar. Elln Ebba Gunnarsdóttir les úr nýju smásagnasafhi sínu, Ystu brún, þar sem segir frá fólki sem á það sameiginlegt að vera komið á ystu brún í margvíslegum skilningi. Að lokum les Þórunn Valdimarsdóttir upp úr nýrri sögulegri skáldsögu sinni, Stúlka með fingur. Aðgangseyrir á bókakynningu Kafíileik- hússins er 500 krón- ur. t Kósý » Húsgdgn kr. 65.900,- kr. 39.900,- Sí>umúla 28 - 108 Reykjavík - Sími 568 0606 merískir ldarstólar - i' Hvíldarstóll úr ledri LÍJOÐ HvíldarstoH urtaui Fróðleikur Engin brandajól í ár við ýmiss konar hönnun í frí- stundum. Rúmt ár er liðið síðan Axel hannaði slæðubauginn og seg- ir hann viðtökumar hafa ver- ið mjög góðar. „Ég lá talsvert lengi yfir þessu verkefni í upphafi og mér fannst skipta hvað mestu að baugurinn yrði hæði léttur og einfaldur í notkun. Þegar grunngerðin var fullbúin fékk ég félaga minn, Sig- urð Bjamason gull- vegna þess að það er harðara en venjulegt siifur. Það hefur þann góða kost að hafa sömu áferð og gljáa og silfur, auk þess sem það fellur margfalt minna á það.“ Hægt er fá ýmiss konar skraut á slæðubaugana og hefur Axel próf- að sig áfram með ýmsa steina og siifurhraun með góðum árangri. „Það er algengt að menn vilji hafa sinn slæðubaug svolítið per- sónulegan og það er ekki óalgengt að menn láti jafnvel grafa fanga- markið sitt í bauginn,“ segir Axel Eiríksson úrsmiður. -aþ smið, til að smíða bauginn og hann hefur séð um þau mál fyrir mig síðan,“ segir Axel. Slæðubaugurinn er smíðað- ur úr nýsilfri sem að sögn Ax- els er blandaður málmur en með sama útlit og silfur. „Nýsilfrið hentar betur Skrautlegur baugur: Baugarnir eru skreyttir meö margvíslegum hætti. Jól eru stutt á því ári sem nú er að líða og sumir vÖja kalla síðasta ár aldarinnar og árþúsundsins. Reyndar eru til reiknispekingar sem reita hár sitt af bræði yfir þessari aldamótaumræðu og telja aldamót fyrst eftir rúmt ár. Eitt er þó öruggt að jólin í ár eru engin „stóru brandajól". Lengst geta jólin hins vegar verið þegar svokölluð stóru brandajól koma upp. Brandajól eru samkvæmt Almanaki Þjóðvinafélagsins jól sem falla þannig við sunnudaga að margir helgidagar verða í röð. Venjulega haft um það þegar jóladag ber upp á mánudag. Stundum hefur verið gerður greinarmunur á „stóru“ brandajólum og „litlu“ branda- jólum en notkun heitanna virðist hafa verið á reiki. Nafnskýring óviss, ef til vill tengt eldibröndum á einhvem hátt. Sunnar í löndum kemur svipað orð fyrir í sambandi við páskafóstuna (Dominica Brandorum: 1. sunnudagur í fostu). Fjórheilagt Elsta heimild um þetta mun vera minnisblað sem Ámi Magnússon ritar, líklega í byrjun 18. aldar. Þar segir að brandajól kalli gamlir menn á íslandi þegar jóladag ber upp á mánudag, áttadag (nýársdag) á mánudag og þrettándann á laugardag. Ámi bætir reyndar við að sumir telji þá aðeins brandajól að þetta gerist á hlaupári en erfítt er að skilja ástæðuna fýrir slikri reglu. Á þessum tíma og fram til 1770 var þríheilagt á stórhátíðum svo að þriðji í jólum var helgidagur. Þegar jóladag bar upp á mánudag, urðu því fjórir helgidagar í röð (fjórheilagt). Meiri og minni brandajól Önnur heimild, nokkru yngrí, er orðabók Jóns Ólafssonar frá Grunnavík sem rituð er á latínu. Þar segir að brandajól heiti það þegar fjórir helgidagar fari saman. Séu það brandajól meiri, ef sunnudagurinn fari á undan fyrsta jóladegi, en brandajól minni, ef sunnudagurinn fari á eftir þriðja degi jóla. Þetta mun ritað um miðja 18. öld. Litlu og stóru brandajól Nýjustu skýringuna er að finna hjá Sigfúsi Blöndal sem segir að nú heiti það stóru brandajól þegar jóladag beri upp á föstudag og helgidagar verði fjórir í röð. Sigfús telur aðfangadaginn greinilega með helgidögum þótt hin kirkjulega helgi hefjist ekki fyrr en á miðjum aftni (kl. 18) þann dag. „Litlu brandajól" kallar Sigfús það þegar jóladagur er á mánudegi því þá verði helgidagar einum færri. Segja má að það skjóti skökku við þegar þau einu jól sem Ámi Magnússon kallar brandajól og Jón frá Grunnavík kailar brandajól meiri era orðin að litlu brandajólum! Af framansögðu er ljóst að á liðinni tíð hafa menn lagt mismunandi skilning í orðið brandajól, einkum þó hvað séu stóm og litlu brandajól. Þær heimildir sem vimað hefur verið í benda eindregið til að orðið brandajól hafi upphaflega merkt emungis það þegar jóladag bar upp á mánudag. Síðan hafa einhveijir farið að kalla það brandajól lika þegar sunnudagur fylgdi á eftir jólahelginni. Þau jól hafa þó verið nefnd brandajól minni eða litlu brandajól því að þau urðu ekki til að lengja helgar um nýár eða þrettánda. Eftir að hætt var að halda þrettándann heilagan (1770) hafa menn horft meira tii þess hvaða dagamynstur gæfi lengsta jólahelgi eða flesta frídaga. Það hefur leitt til frekari mglings, hm upphaflega merkmg stóru brandajóla hefur gleymst og loks hafa menn gert litlu brandajólin að þeim stóm. Um forliðinn „branda-“ í orðinu brandajól er það að segja að ýmsir hafa túlkað hann svo að þar sé átt við eldibranda. Þetta er þó engan veginn víst og gæti allt eins verið alþýðuskýring. Ámi Magnússon hefur það eftir gömlum mönnum að nafnið sé af því dregið að þá sé hætt við húsbruna en „adrer haúda þad so kallad af miklum hosa brenslum". Nafngiftin hefur því valdið mönnum heilabrotum í þrjú hundruð ár að minnsta kosti og verður svo vafalaust enn um hrið. DV-MYNDIR TEITUR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.